Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 27 Tvær metsölubækur á ári, ein islenzk og ein erlend skera sig algjörlega úr hvað sölu snertir segir Ólafur Jónsson bökmenntafræðingur. DB-mynd Bjarnleifur. það eru ekki aðrir en þeir sem hafa sér- stakan áhuga á nýrri ljóðagerð sem það gera. Sumar ævi- sögur ollu vonbrigðum Þegar farið var að athuga ýmis rit önnur en skáldsögur og Ijóð kom í Ijós að sala þeirra er eins mismunandi og þau eru. Einstaka bók úr fl. ævisagna hefur náð einstakri útbreiðslu á meðan aðrar svipaðar sögur seljast mun minna og hafa brugðizt þeim söluvonum, sem við þær voru bundnar. Sýnt er að auglýsingar ráða þar miklu um. Gildir það eínnig um erlend rit og er sér- staklega vikið að því að þrjár erlendar skáldsögur eru seldar og auglýstar i hálf- gildings dulargerfi. Ólafur forðast þó að draga nokkrar alhliða ályktanir af þessum þrem bókum. Bókamarkaðurinn dregst saman 1 heild fær Ólafur þá niðurstöðu að islenzkur bókamarkaður hafi dregizt nokkuð saman hin seinni ár. Þó forðast hann þá bölsýni sem hann segir hafa einkennt nokkra bókaútgefendur. Hlutfall svonefndra neyzlubóka virðist vera að aukast á kostnað frumorts skáldskapar og alvarlegra stílaðra bókmennta. Þó meðalupplag minnki, minnkar samt ekki sala allra bóka, metsalan verður þvert á móti æ hærri. Af grein Ólafs verður ljóst að „bókaþjóðin”'les ennþá mikiðen minna þó en á árunum eftir stríð. Hlutfall les- efnis hefur breytzt og skilin milli bókamanna og almennra lesenda verða skarpari. Hlutur auglýsinga hefureinnig breytzt og telur Ólafur að oft beinist eftirtekt að bókum vegna auglýsinganna en ekki vegna gæða þeirra eða efnis. -DS. r ^ nýjarbækur aaglega Bókaverzlun Snæbjamar LHAFNARSTRÆTI 4 OG HAFNARSTRÆTI ar i Guómundur Halldórsson frá Bergsstööum Þar sem bændurnir brugga í friði Heimslist og heimabrugg Þetta er saga heimslistar og heimabruggs. Betri skil hafa ekki verið gerð þessum snara þætti sveitalífs kreppuáranna. Otímabærar barneignir og bæjarleki Mæðiveikin á næsta leiti; bændur í botnlausum skuldum og ótímabærar barneignir og bæjarleki, en sumir eru af þeirri gæsku gjörðir að gera gott úr hverjum hlut, kæta mannlífið. ÖRN OG ÖRLYGUR Vesturgötu 42, sími 25722 Já, í ár verður jólagjöfin frá Eymundsson, við bjóðum gjafavörur í glæsilegu úrvali. Ennfremur bjóðum við mikið úrval af jólakortum og jólaskrauti. BÓKAVERZLUN*. SIGFUSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.