Dagblaðið - 11.01.1979, Page 10
10
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979.
BIAÐIÐ
Utgafandi: Dagblaðið h*.
Framkvæmdaatjóri: SvakmR. EyjóHaaon. Rrutjóri: Jónaa Kriatjánaaon.
Fréttaatjóri: Jón Birgir Páturaaon. RHatjómarfuátrúi: Haukur Halgaaon. Skrifatofuatjóri ritatjómar
Jóhannaa RaykdaL íþróttir: Hallur Simonaraon. Aðatoðarfréttaatjórar. Atfi Stainaraaon og Ómar ValdF
maraaon. Menningarmál: Aðalatainn IngóHaaon. Handrit: Aagrimur Pálaaon.
Blaðamenn: Anna Bjamaaon, Áageir Tómaaaon, Bragi Slgurðaaon, Dóra Stafánadóttir, Giaaur Siguröa-
aon, Gunnlaugur A. Jónaaon, Hallur Hallaaon, Halgl Páturaaon, Jónaa Haraldaaon, Ólafur Geiraaon,
Ólafur Jónason. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndlr: Ami Páll Jóhannason, BjamleKur BjamloHaaon, Hörður Vilhjálmsaon, Ragnar Th. Sigurða-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrffstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing-
arstjóri: Mór E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, óskríftadoild, augiýsingar og skrifstofur Þveriiotti 11.
AÖalsfmi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskrift 2500 kr. ó mónuði innanlands. í lausasöki 125 kr. eintakið.
Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Árvakur hf. Skeifunni 10.
Misháu útsvörm
Myndazt hefur töluverður aðstöðu-
munur skattgreiðenda á Reykjavíkur-
svæðinu. íbúar Reykjavíkur og Kópa-
vogs greiða hærri gjöld til bæjarfélagsins
en íbúar Seltjarnarness, Mosfellssveitar,
Hafnarfjarðar og Garðabæjar gera.
Að undanförnu hefur verið deilt um, hverjar séu for-
sendur þessa. Meðal annars hefur verið rætt, hvort
Reykjavík og Kópavogur veiti íbúum sínum meiri eða
minni þjónustu en hin sveitarfélögin.
Slíkan mun er ekki auðvelt að sjá. Helzt er það Kópa-
vogur, sem á við vandamál að stríða, þótt hann nýti
álagningarheimildir til fulls. Hann er til dæmis bæjanna
skemmst á veg kominn í gerð gatna og skóla.
Sumir svefnbæirnir á svæðinu veita betri þjónustu en
Reykjavík á afmörkuðum sviðum. Seltjarnarnes hefur til
dæmis náð mun lengra í smíði skóla, svo að einsett er þar
í flestum árgöngum.
Einnig er deilt um, hvort nágrannabæirnir lifi á
Reykjavík eða ekki. Ljóst er, að margir íbúarnir sækja
atvinnu til Reykjavíkur. En á síðustu árum hefur aukizt
flótti fyrirtækja frá Reykjavík.
Reykjavík sér um slökkvilið, strætisvagna, kalt og
heitt vatn, svo og rafmagn fyrir Kópavog. Sumir telja ná-
grannasveitarfélögin komast of létt frá slíkum viðskipt-
um.
Seltjarnarnes greiðir sinn hlut af tapi á rekstri Strætis-
vagna Reykjavíkur. Öll sveitarfélögin á Reykjavíkur-
svæðinu greiða til fulls þjónustu frá borginni. Þau borga
þar á ofan rafmagn til götulýsingar, sem Reykjavík gerir
ekki.
Svefnbæirnir spara sér fjárfestingu með viðskiptum
við Reykjavík, en greiða auðvitað fjárfestinguna smám
saman í daglegum notkunargjöldum. Reykjavík hefur
oft haft tímabundin óþægindi af fjárfestingu, en hefur
síðan hagnazt á henni, þegar eignirnar hafa afskrifazt.
Litlum bæjum er mikils virði að geta sparað fjár-
festingar á sumum sviðum. Það auðveldar þeim hlið-
stæðar aðgerðir á öðrum sviðum. En fyrir Reykjavík er
líka hagkvæmt að dreifa rekstrarkostnaði ýmissar þjón-
ustu á marga aðila.
Viðskipti svefnbæjanna við Reykjavík eru öllum
málsaðilum til hagsbóta. Engin leið er að meta, hvor
hagnist meira, Reykjavík eða nágrannabæirnir. Forsend-
ur aðstöðumunarins eru ekki á þessu sviði.
Því hefur réttilega verið haldið fram, að í Garðabæ og
á Seltjarnarnesi búi að meðaltali tekjuhærra fólk en í
Reykjavík og þar af leiðandi betri skattgreiðendur. Góðir
skattgreiðendur auðvelda bæjarfélögum að lækka gjöld-
in.
Ennfremur er rétt, að Reykjavík þarf í meira mæli en
önnur sveitarfélög að sinna fólki, sem hefur orðið undir í
lífsbaráttunni, því að það hefur flykkzt í bæinn. Þangað
hafa einnig flutzt gamalmenni og öryrkjar, sem lítil gjöld
geta greitt.
Ekki er þessi tekjumunur eina skýringin. Þá gæti
Kópavogur ekki síður en Hafnarfjörður haft lægri
gjöldin. Kópavogur sleppur eins og Hafnarfjörður við
hin sérstöku vandamál Reykjavíkur.
Til viðbótar tekjumun íbúanna koma svo stjórnmálin.
Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni í bæjunum með
lágu gjöldin og vinstri flokkarnir ráða ferðinni í Reykja-
vík og Kópavogi.
Þótt ekki hafi það sézt á ríkisstjórninni, sem fór frá
völdum á síðasta ári, þá er almenna reglan sú, að hægri
flokkar hneigjast að varðveizlu fjár en vinstri flokkar að
eyðslu þess.
Bandaríkin:
Carter ætlar að
taka vel á mótl
Teng Hsiao-ping
—þegarfariöaðdeilaumhvarhannáaðkoma v/ð
í opinberrí heimsókn sinni í lok mánaöarins
Bandaríska rikisstjórnin með Carter
forseta í broddi fylkingar hyggst taka
vel á móti Teng Hsiao-ping varafor-
sætísráðherra Kína, þegar hann
kemur í opinbera heimsókn til Banda-
rikjanna í lok þessa mánaðar. Teng er
talinn einn helzti valdamaður i Peking
um þessar mundir og aðalforgöngu-
maður kínverskur fyrir því að fullt
stjórnmálasamband var tekið upp við
Bandaríkin.
Sagt er i Washington að bandaríska
síjórnin ætli að reyna að láta almenn-
jng þar i landi sjá Teng i því ljósi sem
sannfæri hann um að rétt hafi verið að
fórna hluta samskiptanna við Taiwan
fyrir sambandið við Peking.
I Washington munu allir helztu
skemmtikraftar Bandaríkjanna leggja
fram sinn skerf við móttökuathöfnina
og þar verður Jimmy Carter við-
staddur ásamt öllum öldungadeildar-
þingmönnunum.
Síðan mun varaforsætisráðherrann
kínverski fara vítt og breitt um
Bandaríkin. Vonast þá Bandaríkja-
menn til að sú ferð muni heppnast jafn
vel og þegar Krúsjev þáverandi leið-
togi Sovétríkjanna fór um í opinberri
heimsókn sinni árið 1959. Þótti sú ferð
hans mjög góður grunnur að frekari
samskiptum risaveldanna tveggja.
Teng og eiginkona hans Cho Lin
þykja standa sig vel við opinberar at-
hafnir og vöktu til dæmis mikla hrifn-
ingu þegar þau komu til Japan i
október síðastliðnum.
Bandaríkjamenn eru hins vegar ekki
aðeins að hugsa um að Teng og eigin-
Teng varaforsætisráðherra er meðal annars talinn ákveðinn i að heimsækja vin
sinn Nixon fyrrverandi Bandarfkjaforseta á heimili hans I San Clemente I Kaii-
forniu.
kona hans skemmti þeim. Framtíðar-
viðskipti við Kínverja, þessa fjölmenn-
ustu þjóð heimsins með tæplega einn
milljarð íbúa, eru mörgum í Bandaríkj-
unum mikið tilhlökkunarefni. Nú
þegar er hafin mikil barátta um það
hverjir eiga að fá að njóta góðs af og
hverjir eigi að fá heimild til að bjóða
Teng til fyrirtækja sinna á meðan á
Bandarikjaferðinni stendur.
Samkomulag hefur orðið um að
Teng komi við á nýtizku bóndabýli til
Noregur:
Fylgi kristninnar
fer dvínandi
Svo virðist sem trú á guð kristinna
manna fari dvínandi í Noregi. Er þá
miðað við niðurstöður Gallup skoð-
anakönnunar sem gerð var síðari hluta
liðins árs og borin saman við samsvar-
andi könnun frá árinu 1965. Þá töldu
85% Norðmanna sig trúa á guð en
aðeins 75% núna. I fyrri skoðana-
könnuninni sögðust 11% Norðmanna
trúlausiren21% nú.
Rétt tæplega sextíu af hundraði
Norðmanna virðast trúa á líf eftir
dauðann en rúmlega sjötiu af hundr-
aði árið 1965. Hlutfall þeirra sem ekki
trúa á slíkt líf hefur hækkað I 36%
núna en var 24% árið 1965.
Athyglisverð er niðurstaða spurn-
ingar um hvort þeir, sem spurðir voru,
teldu sig kristna eða kannski fremur
hvort þeir teldu sig iifa samkvæmt
kenningum kristninnar. Játandi svör-
uðu aðeins 24% en árið 1965 voru
þein 28%. Þessari spurningu svöruðu
74% neitandi núna en 67% i fyrri
könnun.
Að öðru leyti er niðurstaða könnun-
arinnar sú að svo virðist sem konur
haldi sig fremur við kristna trú en
karlar. Sama virðist gilda um trúar-
skoðanir aldurshópa. Þannig töldu