Dagblaðið - 11.01.1979, Side 11
Kjötið og mjólkin
líka
Skyldu menn vita það, að umrætt
gamalt og gott kartöfludæmi hefur nú
eftirminnilega verið slegið? Skyldu
menn hafa áttað sig á þvi, að gamla
kartöfluhringekjan á nú við um nær-
fellt allar íslenskar landbúnaðaraf-
urðir? Skyldu menn vita, að niður-
greiðslurnar eru nú komnar á það stig,
að verð til framleiðanda á dilkakjöti,
mjólk og kartöflum er nú orðið það
miklu hærra en söluverð þessara vara
út úr búð, að öruggustu verslunartekj-
ur í matvöruverslun á íslandi er ekki
fólgnar í því að selja neytendum þess-
ar afurðir; fleiri og fleiri kaupmenn,
sem þann starfa stunda, eru víst að
fara á hausinn; heldur að kaupa og
selja dreifingaraðilum og ríkinu þessar
afurðir aftur og aftur. Þeim mun
minna, sem neytendur komast í til að
éta, þeim mun öruggari er gróðinn.
Kjallarinn
.......
Sökum niðurgreiðsln-
anna má nú græða
441.750,00 krónur á
að kaupa 1 tonn af
dilkakjöti af SS og selja
SS það aftur,
108.500,00 krónur á
að kaupa 1 tonn af
kartöflum af Græn-
metisversluninni og
selja henni það aftur
og 68 þús. kr. á mánuði
með því að kaupa dag-
lega 50 lítra af mjólk af
Mjólkurbúi Flóamanna
og selja því þá aftur.
Megintilgangur þeirra aðgerða
okkar þingmanna Alþýðuflokksins,
sem mestu uppnáminu ollu I desem-
bermánuði sl., var að knýja á að ríkis-
stjórnarflokkarnir gerðu alvarlega til-
raun til þess að móta frambúðarstefnu
í efnahagsmálum, sem tæki við af
þeim bráðabirgðaráðstöfunum, sem
gerðar voru 1. september og 1. desem-
ber. í aðgerðum þessum fólst ekki út
af fyrir sig nein fordæming á ráðstöf-
ununum frá 1. september og 1. desem-
ber. Þær voru aðeins hefðbundin
bráðabirgðaúrræði — sú nauðvörn,
sem rikisstjórnir á íslandi hafa jafnan
gripið til á elleftu stundu sökum þess
að þær vanræktu eða heyktust á eða
höfðu ekki tíma til þess að ganga frá
þeirri stefnumótun til frambúðar, sem
þörf var fyrir. Ráðstafanirnar I. sept-
ember og 1. desember eru dæmigerðar
slíkar ráðstafanir, til þess gerðar að af-
stýra neyðarástandi og atvinnuleysi
um stundarsakir. Þingmenn Alþýðu-
flokksins töldu, að timi væri til
kominn fyrir stjórnvöld að feta sig af
braut bráðabirgðaúrræðanna og yfir
til frambúðarstefnumörkunar. Til þess
að slikt yrði unnt varð að hefja undir-
63% þeirra, sem yngri voru en þrí-
tugir,'sig trúa á guð en 80% þeirra
sem eldri voru en sextúgir. í sömu ald-
urshópum töldu 15% og 41% sig lifa
kristilegu líferni.
Kristnin virðist standa dýpstum
rótum í strjálbýlr en aftur á móti vera
veikust í höfuðborginni Osló og stærri
bæjunum. Oslö virðist þó sérstaklega
skera sig úr í þessu sambandi.
1 sérstakri könnun, sem gerð var
siðastliðið vor, var fólk spurt að þvi
hvort það teldi einhvers konar viti
vera til, þar sem fólk ætti á hættu að
lenda eftir dauðann.
Tæplega fjórir af hverjum tíu þeirra
Norðmanna, sem spurðir voru í
Gallup skoðanakönnuninni, töldu ein-
hvers konar víti vera til. Hinir sem
ekki trúðu sliku voru 54% aðspurðra.
Kirkjunnar þjónar i Noregi virðast
nokkuð ánægðir með niðurstöður
skoðanakönnunarinnar. Andreas
Aarflot biskup segir að kirkjan telji sig
ekki þurfa að vera óánægða með að
um það bil tveir þriðju hlutar norsku
þjóðarinnar telji sig trúa á guð og á
eilift líf.
Ýmsar athafnir, sem bæði er hægt
að framkvæma i kirkju og af borgara-
legum stofnunum, virðast í auknum
mæli vera gerðar utan kirkjunnar.
Árið 1977 voru tæplega sjö af hverj-
um tíu hjónavígslum i kirkju en þriðj-
ungur þeirra var borgaraleg vígsla.
Samsvarandi þróun mun vera
varðandi greftranir og fermingar. Þó
munu kirkjulegar athafnir af þessu
tagi vera hlutfallslega miklu fleiri en i
áðurgreindu dæmi um hjónavigslur.
búninginn þegar í stað aö loknum
bráðabirgðaráðstöfununum 1. desem-
ber, þannig að framtiðarstefna til
a.m.k. næstu tveggja ára lægi fyrir
nægilega timanlega til þess að forðast
mætti enn eina skammtímaefnahags-
krisu þann 1. mars nk. Þess vegna
hófumst við handa þegar í desember:
mánuöi, unnum í samráði við fulltrúa
úr verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokks-
ins frumvarp til laga um jafnvægis-
stefnu í efnahagsmálum til 2ja ára,
lögðum það fram opinberlega og
greiðslunum fyrir að þakka. Og örugfe-
ustu og hagkvæmustu viðskipti í.land-
inu voru þá þau að hagnýta sér þessa
furðulegu niðurstöðu með þvi að
kaupa og selja stöðugt sama kaftöflu-
pokann. Þetta dæmi nefna menn
gjarna sem sönnun þess hvilík endemis
vitleysa getur hlotist af jafngóðri og
nauðsynlegri skammtímaráðstöfUn og
niðurgreiðslur geta verið, ef' menn
ætla þeim meira hlutverk — ef menn
ætla að beita dæmigerðri skammtima-
lausn sem frambúðarúrræði.
Abatasamur
atvinnurekstur
Eins og nú’ standa sakir er verð til
framleiðenda kr. 162,41 fyrir hvern
mjólkurlítra. Vegna þess að niður-
greiðslur úr ríkissjóði nema 111
krónum á hvern lítra er heildsöluverð
á mjólk „aðeins” kr. 100,66 og smá-
söluverð 117 krónur. M.ö.o. kostar
mjólkurlitrinn út úr búð kr. 45,41
minna en framleiðandinn fær fyrir að
framleiða hann. Þetta merkir, að ef
Lækningin er auðvitað ekki í þvi
fólgin að finna þátttakendum refsingu
við hæfi — heldur að stöðva leikinn.
Þetta litla dæmi varpar ljósi á það,
sem er meginatriði málsins, að menn
hverfi nú frá bráðabirgðaráðstöfunun-
um og yfir á braut varanlegri úrræða í
efnahagsmálum áður en svo er komið,
að landsmenn lifi almeiint á þvi að
selja hver öðrum sömu kartöfluna án
þess að neinn hafi nokkru sinni efni á
að éta hana. En sumir menn í landi
voru vilja kannski helst að þjóðin lifi í
slíkum efnahagslegum öfugmælum.
Nauðsyn stefnu-
breytingar
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979.
KARTÖFLUHR1NGEKJAN
KOMIN í GANG
að sjá nýjustu tækni í þeim efnum.
Ríkisstjórnin i Iowa, Robert D. Ray,
hefur þvi títt komið til Washington
síðustu vikurnar til að minna á að
þegar Krúsjev kom til Bandaríkjanna
hafi hápunktur ferðarinnar verið á
bændabýli i Iowa. Þvi sé rétt að láta
Teng koma þangað lika. Vandamálið
er aðeins það að Ray ríkisstjóri er
repúblikani, sem sagt í andstæðum
flokki við Jimmy Carter forseta sem er
demókrati. Ray rikisstjóri hyggst vafa-
laust notfæra sér heimsókn kínverska
varaforsætisráðherrans í pólitískri bar-
áttu sinni. Ráðamenn í Hvíta húsinu í
Washington hafa því tekið þann
kostinn að bíða með ákvörðun um
hvar Teng skoðar bændabýli og eru
jafnvel taldir vera að hugleiða að
senda hann í eitthvert miðvesturríkj-
anna, þar sem demókratar ráða.
Ráðgjafar Bandaríkjaforseta eru
einnig í vandræðum með aðra heim-
sókn sem Teng vill hafa á dagskrá
sinni. Er það til San Clemente í Kali-
forníu, en þar býr Richard Nixon fyrr-
verandi forseti. Upphaf náinna sam-
skipta Kína og Bandarikjanna var i
forsetatíð Nixons og það er Jimmy
Carter eða öðrum demókrötum ekkert
sérstaklega vel við að vekja athygli á.
Ekki er þó talið að hjá ferðinni til San
Clemente verði komizt. Eru kínverskir
ráðamenn reyndar taldir vera sam-
mála ráðamönnum í Moskvu um að
brottvísun Nixons úr forsetaembætti
hafi verið eitt af þeim dæmum um að
hið svokallaða vestræna lýðræði sé
fullkomlega ófært um að standast sem
stjórnkerfi í nútíma þjóðfélögum.
Ráðamenn I Hvíta húsinu gera sér
þó vonir um að Teng muni koma við í
fæðingarbæ Carters forseta í Georgia
fylki og með þvi jafna nokkuð metin
við San Clemente heimsóknina.
Teng varaforsætisráðherra hefur
ýmislegt í pokahorninu varðandi við-
skiptamálin. Hann vill ræða um
hugsanleg hveitikaup í miðvesturríkj-
unum, um tæki til olíuvinnslu i Texas
og verksmiðjur og flugvélar á vestur-
ströndinni.
í þessu sambandi er rétt að undir-
strika að í væntanlegum viðskiptum
eru hvorki Kínverjar eða Bandarikja-
menn að velta fyrir sér viðskiptum
fyrir neina smáupphæð, þar eru millj-
arðar dollara í veði.
kröfðumst þess, að engar þær af-
greiðslur yrðu gerðar samfara af-
greiðslu fjárlaga, sem brytu gegn þeim
markmiðum, sem í frumvarpinu
fólust. Á þær kröfur okkar var fallist á
endanum, eftir langt og strang tauga-
stríð, og er nú unnið að því i ríkis-
stjórninni að semja um nýja efnahags-
stefnu til tveggja ára, eins og við
töldum nauðsynlegt að gert yrði.
Vonir manna um, að núverandi ríkis-
stjórn auðnist að verða annað og
meira en skammtimastjórn bráða-
birgðaúrræða, eru bundnar við það, að
árangur náist af þessu starfi.
Er frestur
á illu bestur?
Gamalkunnugt bráðabirgðaúrræði
til þess að hafa um stundarsakir hemil
á verðbólgu er að grípa til niður-
greiðslna úr ríkissjóði og afla til þess
fjár með skattlagningu. Þar sem vöru-
verð hefur áhrif á vísitöluna en hækk-
un á beinum sköttum ekki má með
þeim hætti búa sér til framhjáhlaup í
vísitölukerfinu. Slíkt framhjáhlaup er
að sjálfsögðu fólgið í því að svindla á
vísitölunni og getur reynst þarft um
stundarsakir, en hvergi nærri til lang-
frama. Ef á að gera frambúðarlausn úr
slíku bráðabirgðaúrræði verður ein-
faldlega skammhlaup i kerfinu.
Mjög háar niðurgreiðslur á einstök-
um neysluvörum til mjög langs tima,
laust við það hvort tilgangurinn er sá
að „plata visitöluna” eða annar, hafa
mjög óeðlilega viðskiptahætti og
óæskileg áhrif á verðmætaskyn í för
með sér. Mönnum er enn í minni
þegar það gerðist fyrir allmörgum
árum, að niðurgreiðslur úr ríkissjóði á
kartöflum voru orðnar svo miklar, að
kartöflur voru á lægra verði út úr búð
en nam verðinu til framleiðenda. Þá
var fullyrt að ýmsir hefðu gert sér
góðar tekjur úr því að kaupa og selja
aftur og aftur sömu kartöflurnar.
Verðið, sem framleiðendur kartaflna
fengu fyrir þá afurð sína, var nefnilega
hærra en verðið, sem kartöflurnar
voru seldar á út úr búð. Svo var niður-
mjólkurframleiðandi, t.d. á fram
leiðslusvæði Mjólkurbús Flóamanna,
keypti daglega 50 lítra af neyslumjólk
út úr búð á Selfossi og seldi Mjólkur-
búi Flóamanna þessa sömu mjólk
aftur, þá myndi hann hagnast um
rösklega 68 þúsund krónur á mánuði á
viðskiptunum.
Eins og nú standa sakir er verð til
framleiðenda fyrir hvert kg af dilka-
kjöti i 1. flokki kr. 1152,75. Vegna
þess, að ríkissjóður greiðir kjöt þetta
niður um 774 krónur á kíló til neyt-
enda er smásöluverð á þessu sama
kílói aðeins 811 krónur og 711 krónur
i heildsölu. Þetta merkir, að ef einhver
aðili tæki sig til, keypti 1 tonn af 1.
flokks dilkakjöti í heildsölu af t.d.
Sláturfélagi Suðurlands og seldi SS
dilkakjötið rakleiðis aftur, þá myndi sá
hinn sami hagnast um krónur
441.750,00á viðskiptunum.
Eins og nú standa sakir er verð til
framleiðanda fyrir hvert kg af kartöfl-
um kr. 165,50. Sökum þess að ríkis-
sjóður greiðir hvert kartöflukíló niður
um 135 krónur er heildsöluverð á kart-
öflum aðeins 57 krónur á kíló. Þetta
merkir, að ef einhver tæki sig til,
keypti 1 tonn af kartöflum af Græn-
metisverslun ríkisins og seldi henni
kartöflurnar rakleiðis aftur, þá myndi
sá hinn sami hagnast um kr.
108.500,00 á viðskiptunum.
Sighvatur
Björgvinsson
Er hringekjan
komin í gang?
Þannig er niðurstaðan þegar reynt
er að teygja og toga niðurgreiðslur til
þess að gera úr þeim annað og meira
en bráðabirgðaúrræði til skamms
tima. Hver skynsamur maður hlýtur
að sjá, að á svona hringavitleysu er
ekki hægt að reisa frambúðarefna-
hagsstefnu neinnar þjóðar. Skattpen-
ingur, sem notaður er i svona leikara-
skap, er ekki aðeins misnotaður heldur
misnotaður í þeim tilgangi beinlínis að
stuðla að svindli og svinarii af verstu
tegund.
Hér á Islandi er mönnum oft
brugðið um óheiðarleika í viðskiptum
— að hér þrifist hvers kyns hákarlar
og ránfiskar í viðskiptalifinu, sem
svífist einskis til þess að krækja sér
illa fenginn eyri, Engan dóm vil ég á
það leggja, hvort Islendingar séu verri
öðrum þjóðum í þessu sambandi.
Ætli við séum ekki ósköp svipaðir og
aðriri þeim efnum.
En ef aðgerðir opinberra aðila bein-
línis bjóða þeim, sem veikir kunna að
vera á svellinu, tii slíks leiks — og ef
það er gert vitandi vits — hvað þá?
Ekki hef ég hugmynd um, hvort sú
hringekja, sem ég hefi hér verið að
lýsa, er komin af stað eður ei. Hitt veit
ég, að með aðgerðum eins og þeim,
sem skattfé ilmennings er notað til i
þessu sambandi, er þeim boðið upp í
dans, sem dansa vilja. Og hingað til
hefur ckl.i á þaðskort í voru landi, að
einhverjir þeir fyndust, sem til væru 1
að taka sporið, þegar svo skjótfsnginn
og auðfenginn góði er I boði.