Dagblaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 14
14
—Málaskóli---------------------26908-
• Danska, enska, þýzka, franska, spænska, ítalska og
íslcnzka fyrir útlendinga.
• Innritun dagiega kl. 1—7 e.h.
• Nýjar kennslubækur í ensku.
• Kennsla hefst 15. jan.
• Síðasti innritunardagur.
—26908---------------------Halldórs
Dagblaðið
óskar eftir sendli á bíl, mánudaga, þriðjudaga
og miðvikudaga, frá kl. 12.15— 15.00.
Þarf helzt að eiga heima í nágrenni Skeifunnar
eða i neðra Breiðholti. Uppl. í síma 19125.
BLABIÐ
BJÖRNINN
Smurbrauðstofan
Njálsgötu 49 — Simi 15105
HÁRTOPPAR
HERZIG
hártoppar eru:
• Eðlilegir, léttir og þœgilegir.
• Auðveldir í hirðingu og
notkun.
• Fyrsta flokks framleiðsla,
sem hæfir vel íslendingum.
• Leitið upplýsinga og fáið
góð ráð án skuldbindinga.
I NTER NATIONAL
Hárbær, Laugavegi 168, sími 21466
Sevilla, Hamraborg 10 Kópavogi,
sími 44099
Rakarastofan Suðurlandsbraut 10,
sími 32166
Hárskerinn, Skúlagötu 54, sími 28141
Rakarastofa Leifs österby, Selfossi
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1979.
Myndlíst
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Fóstur og hugarfóstur
Jón Baldvinsson meö eina mynda sinna, „Dagdraumar .
Um þessar mundir sýnir Jón Bald-
vinsson 47 málverk sin i kjallara
Norræna hússins, til 21. janúar. Jón
hefur m.a. numið i Danmörku og
hefur ástundað málaralist af mikilli
elju undanfarin ár og sýnt afrakstur-
inn með reglulegu millibili á hinum
ýmsu sýningarstöðum, — kannski af
meira kappi en forsjá. Mér hefur
jafnan þótt Jón vera einn þeirra lista-
manna sem enn hefur ekki fundið sér
samastað i listinni og hefur því þurft
að halla sér að okkar eldri málurum,
— fyrst og fremst Kjarval. Það er
fremur þetta ósjálfstæði Jóns sem
hefur valdið þvi að verk hans hafa
komið af stað deilum meðal þeirra sem
valið hafa til sýninga, — ekki tæknileg
vankunnátta, því Jón hefur i þvi tilliti
komið vel undir sig fótunum.
Sýningar
í köf lum
Áhrif Kjarvals hafa jafnan verið
mjög sterk á sýningum Jóns, —
stundum til lýta en oftar virðast þau
hafa komið af stað einhverjum per-
sónulegum vangaveltum hjá lista-
manninum. Það er óhætt að segja að
sýningar Jóns hafi hingað til greinst í
eina tvo þrjá hluta: hreinar landslags-
myndir og svo þokukenndar lífrænar
fantasíur, amöbur, liknabelgi og önnur
líffræðileg fyrirbæri, sem samansettar
hafa verið úr ótal gómstórum litflekkj-
um. Þetta eru einnig höfuðeinkennin á
nýjustu sýningu Jóns, nema hvað líf-
Vetrarsól
rænu formin hafa nú dregist saman í
þekkjanleg fyrirbæri, — nefnilega
fóstur og fugla. Meira um það síðar.
Landslagsmyndir eru hér margar og
sem fyrr slær Jón trönum sinum niður
á sömu slóðum og Kjarval, í Grafn-
ingi, Svínahrauni og við Vífilsfell og
hann setur myndir sinar einnig saman
með álika hrynjandi í pensilförum og
meistarinn gerði.
Fuglamergð
Pensildrættir eru snöggir og stutt-
legir og hvelfast í endana, hratt teikn-
aðir og liggja nokkuð jafnt yfir allan
flötinn. Aftur á móti hefur Jón komið
sér upp litatónum sem sérkenna hann.
Út af fyrir sig gefst þessi vinnumáti
ekki illa og útkoman er þekkileg en þó
getur maður ekki varist þeirri hugsun
að Kjarval hafi gert þessa hluti betur.
Annað er það í landslagsmyndum
Jóns Baldvinssonar sem slær mig, þ.e.
hve flatar þær eru og það stafar af því
hve lítill greinarmunur er gerður á ior-
grunni og baksviði í útfærslunni og
spillast við allar tilvisanir í dýpt.
Undantekning minnir mig að sé „Vor í
Svínahrauni” þar sem sterkir Ijósir litir
liggja fremst en dekkri aftar. Aðrar
myndir Jóns á sýningunni eru einnig
ansi misjafnar. Mest ber á fuglunum,
— eins konar teygðir og vængjalangir
Paradísarfuglar sem breiða sig yfir strig-
ann og sést vel hvernig þeir hafa þró-
ast formlega séð, á þeim myndum sem
hér sjást.
Mislagðar hendur
Má eflaust finna likt fiðurfé í verk-
um Kjarvals ef einhver kærir sig um
en Jóni eru þeir greinilega mikið hjart-
ans mál. Sumir þeirra t.a.m. þeir
minni, eru Ijóðrænir að sjá, en þegar
áhorfandinn sér svo marga saman og í
sömu stellingum, fer hann að spyrja
sjálfan sig hvað listamaðurinn sé að
fara. Ekki finnst mér fóstur-fantasi-
urnar eins aðlaðandi. Einhver dulspeki
eða trúmál eru eflaust þar að baki sem
ég á erfitt með að meta auk þess sem
hroðalegar litasamsetningar lýta
margar þessar myndir. Sem sagt, Jóni
eru mislagðar hendur í list sinni og
hefur ekki enn fundið þá leið i henni
sem honum einum er eiginleg.