Dagblaðið - 13.03.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979.
Þetta er ekki boðlegt
Engin vett lingatök
Rauðu MAX VINYLglóIarnir eru með grófri krumpálerð. Hún auðveldar
erfið störf og útilokar öll vettlingalök. Um endinguna vitna þeir sem nota þá.
MAX' Rauðu MAX VINYLglófarnir.
Heildsölubirgðir og dreifing Daviö S. Jónsson og Co. hf. S 24333.
lengur
Ágústaskrifar:
Aðeins nokkrar línur til að-
standenda barnatíma Sjónvarpsins
frá fjögurra barna móður. Vinsam-
legast takið til greina ábendingar og
mótmæli foreldra og ekki síður
þeirra barna sem á barnatímann
reyna að horfa. Það er ekki lengur
hægt að bjóða okkur öllum upp á
þessa þrautleiðinlegu barnatíma
Sjónvarpsins.
Það er eins og stjórnandi geri sér
ekki grein fyrir því að i daglegu lífi
sínu stunda flest börn uppeldisstofn-
anir, s.s. dagheimili, leikskóla og
ekki sizt hina ýmsu barnaskóla. Það
er verið að fræða börnin allan lið-
langan daginn á einn eða annan hátt,
sem auðvitað er mjög jákvætt.
Hvað ætli sé hægt að eyða
miklu meiri olíu í fiskiskip-
um en nú er
Kristján Vilhelmsson, Efstahjalla 15,
Kópavogi, skrifar:
Þessar línur mínar eru til komnar
vegna greinar í DB 21. febr. um olíu-
austur og fleira sem haft er eftir
KriStjáni Finnbogasyni eiganda Boga
hf. Það er leitt til þess að vita að hinn
fullkomni olíustillibekkur þeirra
„Bogabræðra” skuli ónýttur, því
það vita allir sem inn á vélar þekkja
að mjög mikilvægt er aðhafa elds-
neytistækin vel stillt og góð. Það er
ósköp einfalt að setja upp falleg
reikningsdæmi og reikna út alls
konar sparnað annars vegar og bruðl
hins vegar, en þegar það er gert
verður að ætlast til þess að forsend-
urnar fyrir útreikningnum standist.
Kristján Finnbogason er óhræddur
að taka stórt upp í sig og finnst mér
vera hálfgerður svartoliunefndar-
framsetningur á sparnaðartölunum
hans enda hefur hann trúlega smitazt
af henni í viðskiptum við hana.
Kristján tekur dæmi um togara
sem hann fór höndum um og eftir
það eyddi hann tæpum 2 millj.
minna í olíu í túr. Þetta er falleg tala,
en hvað skyldi þessi togari brenna
miklu í einum 10 daga túr miðað við
vel stillta vél. í togaranum er Deutz
545 1500 hestafla vél og fyrir þá vél
gefur framleiðandi upp eyðsluna
156 gr/hah við fullt álag og 161
gr/hah við hálft álag. Ef maður
gefur sér að notað sé fullt álag í 3
daga og hálft álag í 7 daga, eðlis-
þyngd olíu sé 0,9 og verð hennar
57.55 kr. pr. 1. brennir þessi togari
fyrir tæpar 2,4 millj. en að hann hafi
brennt fyrir 4,4 millj. fyrir stillingu
er ég vantrúaður á.
Á einum stað í greininni segir ,,að
vélaslit skipa sem brenna svartolíu sé
sízt meira en skipa sem brenna gas-
olíu og oftast minna.” Hvaðan
skyldi Kristján hafa þessa vitneskju?
Er þetta hans reynsla? Ef svo er
finnst mér að hann eigi að láta
uppskátt hvaða vél hann notar, því
þó að útgerðarmenn séu eyðslusamir
ög vélstjórar þekkingarsnauðir hljóta
þeir að skipta yfir á svartolíu í þeirri
olíukreppu sem nú er og að sjálf-
sögðu einnig að kaupa svona forláta
vél, sem hann einn veit um. í samtali
sem ég og fleiri áttum við hr.
Bruggenbors, sem kom hingað á
vegum MAK verksmiðjanna og í DB.
16. febr. var titlaður „olíusér-
fræðingur” kom fram að reikna
mætti með allt að 30% meira sliti við
svartoliubrennslu og var þá aðeins
rætt um olíu með 100—200 Redwood
sek. seigju. Enda þarf enga stórkost-
lega spekinga til að sjá þetta, aðeins
að athuga efnisinnihald olíanna.
Vanstillingu vélar veit Kristján um
á ýmsum stöðum og ætla ég ekki að
efast um það, en eitt er víst að því er
ekki fyrir að fara alls staðar. Eitt
töludæmi tekur Kristján fyrir og
nefnir mismun á olíunotkun
Dagrúnar og Hugrúnar frá Bolunga-
vík. Hér held ég að orðið hafi
rugiingur á nöfnum og átt sé við
Heiðrúnu en ekki Hugrúnu, því
Dagrún og Heiðrún stunda togveiðar
en að öðru leyti eru skipin ekkert lík,
ekki sama stærð, ekki sama
byggingarlag og síðast en ekki síst
ekki sams konar vélar, eins og sagt er
í greininni. 1 Dagrúnu er 1800 ha
Crepelle vél en í Heiðrúnu er 1450 ha
Alfa vél.
Ég vona að Kristján haldi ekki að
ég sé á móti stilltum vélum og telji
stillingu þarflausa. Það er síður en
svo en slettugangur með fullyrðingar
sem hafa við lítil eða engin rök að
styðjast er mjög hvimleiður og er sízt
til að auka hróður eins eða neins. Því
miður sjást þess háttar hlutir allt of
oft og það undarlega er að þar eru
æði oft menn sem ætla að spara olíu-
kostnað I fiskiskipum og tala þá ekki
um neinn smáaurasparnað, heldur
hefur maður stundum á tilfinning-
unni, að þeir ætli sér að dæla olíu í
land eftir hvern túr, slíkar eru
öfgarnar. Enginn vinnur sér hylli út-
gerðarmanna og vélstjóra með
sleggjudómum sem þeim er viðhafðir
eru í DB 21. febrúar.
En börn hafa misjafna aðstöðu til
að „lyfta sér upp” en þar er aðstaða
foreldra oft önnur. Ekki hafa öll
börn aðstöðu til að fara í kvikmynda-
hús, leikhúseðajafnvel í Hollywood.
Þau börn sem heima sitja krefjast
þess að þörf þeirra fyrir glens og
gaman sé að einhverju leyti uppfyllt
með sjónvarpsefninu sem í boði er
fyrir börn. Á mínu heimili er ennþá
talað um hversu skemmtilegur Jógi
björn hafi verið í dagskránni á að-
fangadag ásamt þeim teiknimyndum
sem „stöku” sinnum hafa verið
sýndar.
Efni barnatímans er allt of
þurrt og alvarlegt, of mikil fræðsla.
Börn vilja skemmtiefni, auðvitað
blandað að litlu leyti fræðslu. Hvers-
dagslíf margra barna í dag er ekkert
grín. Mörg þeirra sjá lítið annað en
alvöru lífsins frá morgni til kvölds.
Vissulega er það virðingarvert að
reyna að fræða börnin, en of mikið
má af öllu gera. Sjónvarpið er, hvort
sem okkur líkar betur eða verr, hluti
af okkar daglega lifi. Sjáið nú að
ykkur. Slappið af og komið með
teiknimyndir, jafnvel þótt þær séu
amerískar. Þær eru oftast skemmti-
legastar.
Um leið og ég læt þessar ábending-
ar fara frá mér vil ég þakka Sjón-
varpinu viðleitni til þess að gera laug-
ardagskvöldin að fjölskyldukvöld-
um. Undanfarið hefur eitthvert efni
höfðað til flestra aldurshópa.
Beztu þakkir fyrir það og haldið
áfram á sömu braut. Með hækkandi
sköttum, bensínverði og skemmtana-
gjaldi hefur venjulegt fólk vart efni á
að sækja skemmtanir utan heimilis
lengur.
Með beztu kveðjum og vinsamleg-
ast hlustið á fólkið.
Það væri óskandi að sjónvarpið tæki upp eitthvert léttmeti í barnatímanum.
Er sjónvarpið auglýsinga-
stofnun fyrir Hljómplötuút-
gáfuna?
Lesandi skrifar:
Þriðjudaginn 6. marz sl. lét 4913—
1038 góð skrif frá sér fara í Dagblað-
ið um Hljómplötuútgáfuna og sjón-
varpið. Það sem í greininni stóð er
allt sannleikur frá upphafi til enda.
Sjónvarpið er auglýsingastofnun
Hljómplötuútgáfunnar í meira lagi,
og hefur flutningur á efni frá þeim
Magga og Jóni framkvæmdastjóra í
sjónvarpinu farið út í öfgar. Þó skal
viðurkennt að Jón er með betri fram-
kvæmdastjórum á landinu. Hann er
svo góður að hann getur gefið út yfir-
lýsingar sem ekki eru á rökum reistar,
eins og t.d. það að Hljómplötuútgáf-
an sé að fara á hausinn.
Já, herra Jón framkvæmdastjóri,
ég hef heyrt mikið um þín fram-
kvæmdastjórastörf. Sem dæmi um
þau má nefna að engin hljómsveit á
landinu nema Brunaliðið getur sett
upp 900.000 krónur fyrir að spila i 60
minútur eða svo á balli og boðið
öðrum hljómsveitum að spila á sama
balli fyrir 60—100.000 krónur.
Bjartsýnn ertu. Kannski þér hafi
tekizt þetta nokkrum sinnum en varla
mikið oftar, því það mætti segja mér
að fólk væri farið að sjá gegnum
reykinn þar sem hann er þynnstur.
Að lokum vil ég að þessi sönnu
skrif um Hljómplötuútgáfuna nái til
fólks og veki það til umhugsunar um
hvað verið er að bjóða því upp á.
"HemSsJ
/æknir
Raddir lesenda taka við;
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heimil-
islæknir svarar" ■ síma
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.