Dagblaðið - 13.03.1979, Síða 3

Dagblaðið - 13.03.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. 3 námsmaima latarí Erumakar en aðrir? 6867—2937 skrifar: Mig langar að spyrja þá sem ráða Lánasjóði íslenzkra námsmanna um atriðið varðandi námsmenn með eiginkonu eða sambýliskonu sem ekki vinnur úti, en er líkamlega heil- brigð til þess, hvort hann fái sam- kvæmt nýju reglunum minna lán vegna þessa. Hafa þessir menn hugs- að eitthvað út í það hvað gera eigi við börn þessara námsmanna á meðan konan er úti að vinna. Þó það eigi að heita svo að börn einstæðra foreldra og námsmanna gangi fyrir á dagvist- unarstofnunum er það ekki svo í raun varðandi börn námsmanna (a.m.k. ekki í mínu tilviki) nema það sé svona gifurlegur fjöldi einstæðra foreldra hérna i Reykjavik. Fylgistu með fréttum af frammi- stöðu íslenzku skák- mannannaí Miinchen? Þórir Sigurðsson, atvinnulaus: Nei, ég geri það ekki og ég hef litinn áhuga á skák.' Fataverzlun Hamraborg 14 Kópavogi, Flauelisbuxur kr. 9.500, Gallabuxur kr. 8.900, En kannski vilja þessir menn sem setja reglur um hvernig námslánaveit- ingu er háttað taka það að sér að passa þau börn námsmanna sem ekki fá pláss á dagvistunarstofnunum á meðan makinn er úti að vinna eða hvað leggja þeir til málanna? í þessu atriði nýju námslánakjaranna finnst mér verið að stimpla maka náms- manna lata, að þeir nenni ekki að vinna úti og vilji bara lifa í vellysting- um á lánum eins og snikjudýr á þjóðfélaginu, eins og svo vinsælt er að nefna námsmenn vegna þessara lána. Það tekur enginn ián aðeins með það fyrir augum að þurfa ekki að vinna og ég á erfitt með að trúa þvi að námsmenn séu eitthvað öðruvísi hugsandi varðandi lántökur. En hvað eigum við sem ekki fáum pláss á dag- heimilum að gera við börnin svo við getum farið að vinna úti, það vildi ég gjarnan fáaðvita. Það er ekki hægt að láta sem þau séu ekki til eða er verið að refsa námsmönnum fyrir það að eiga börn. Einnig væri fróðlegt að vita hvar Lánasjóður islenzkra námsmanna fær upplýsingar um það hver sé lík- amlega heilbrigður og fær til vinnu Það virðast fleiri en námsmenn vera orðnir þreyttir á viðskiptum sinum við Lánasjóð íslenzkra námsmanna. Sönglagakeppnin í Sopot alveg f rábær V.S. skrifar: Ég vildi gjarnan spyrja forráða- menn skemmtideildar Sjónvarpsins hvort líkur séu á þvi að danska Grand Prix sönglagahátíðin verði sýnd i sjónvarpinu á næstunni. Einnig vildi ég spyrja sömu menn hvort íslenzka sjónvarpið hafi tryggt sér sýningarrétt á stórkostlegri sönglagahátíð sem fer fram árlega i ágústmánuði í Sopot i Póllandi, en þúsundir Norðurlanda- búa fara ár hvert til Póllands til þess að vera viðstaddir hátíð þessa. Ég var svo lánsamur að sjá og heyra dag- skrá frá þessari hátíð í pólska sjón- varpinu og ég fullyrði að Eurovision sönglagakeppnin er mörgum þrepum neðar en Sopothátíðin. Þátttakendur eru ekki aðeins frá Austur-Evrópu heldur einnig frá Norðurlöndum og Vestur-Evrópu. Ég skora á sjón- varpið að tryggja sér gott efni, því svo sannarlega finnst manni oft ekki veita af því. Einnig vil ég skora á sjónvarpið að sýna myndir með Chaplin, Gög og Gokke og annað létt efni. Fyrir hönd 'barna minna vil ég biðja um barna tíma, en ekki þetta sem öllum hund- leiðist. Dagblaðið fékk þær upplýsingar hjá Birni Baldurssyni dagskrárritara sjónvarpsins að sjónvarpinu hefði hvorki boðizt til sýningar danska sönglagahátiðin né sú pólska. Bréfrit- ari virðist því verða að sætta sig við að fá hvoruga þeirra að sjá i íslenzka sjónvarpinu. Einnig fengum við þær upplýsingar frá góðum poppara í bænum að danska Grand Prix keppnin er aðeins undankeppni fyrir Eurovision sönglagakeppnina sem við höfum fengið að sjá alloft í íslenzka sjónvarpinu. og hver ekki. Því ekki er spurt um heilsu maka né beðið um vottorð á umsóknareyðublöðum lánasjóðs. Dagblaðið' hafði samband við Lánasjóð íslenzkra námsmanna og fékk þær upplýsingar að samkvæmt nýju reglunum er sérstaklega tekið tillit til maka námsmanna ef hann hefur litlar eða engar tekjur. Það sem lánasjóðurinn telur m.a. vera eðlilega ástæðu fyrir lágum tekjum maka er ef hann er svo veikur að hann getur ekki unnið utan heimilis eða er öryrki og þarf þá læknisvottorð að fylgja umsókninni um námslán. Ef ekkert slíkt vottorð fylgir er eðlilega gert ráð fyrir þvi að maki sé heilbrigður. Einnig telur sjóðurinn eðlilegt ef sambýlisfólk eða hjón eiga tvö eða fleiri börn að maki sé heima og hafi því ekki tekjur. Ef aðeins er um eitt barn að ræða er ekki talið eðlilegt að námsmaður fái hærra lán, m.a. vegna þess að hann þarf ekki að greiða barnaheimilisgjald. Er i þessu tilviki ekki tekið tillit til þess hvort barnaheimilispláss fæst eða ekki. Tommy Seeback bar sigur úr býtum i dönsku Grand Prix sönglagakeppn- inni og mun því keppa fyrir hönd Danmerkur i Eurovisionkeppninni, sem fara mun fram í Jerúsalem 31. marz nk. Ef námsmaður aftur á móti sér sér engan veginn fært að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á því láni sem hann fær er honum heimilt að sækja um aukalán og mun þá sjóðsstjórn fjalla um þá umsókn sérstaklega. Raddir lesenda Bjarni Jensson, iðnnemi: Ég geri það eftir því sem ég get, og ég þekki sjálfan Margeir Pétursson. Friðrik stendur sig vel, en það er erfitt að eiga við þessa stórkarla sem keppa á þessu móti og Friðrik er líka farinn að dala. Rúnar Reynison, iðnnemi: Ég geri litið að því. Ég kann mannganginn og búið. Ámi Sæmundsson, nemi: Nei, ég fylgist ekkert með þvi og hef ekki mikinn áhuga á skák. Hafsteinn Viktorsson, nemi: Nei, ég fylgist ekkert með því. Ég tefli dálitið sjálfur og ég fylgist með sumum mótum eins og til dæmis heims- meistarakeppninni. Björn Styrmir Árnason, 11 ára: Eg hef lítið heyrt af því ennþá. Ég tefli stundum sjálfur og fer stupdum á skák- mót eins og t.d. þegar Hort tefldi hér.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.