Dagblaðið - 13.03.1979, Page 7

Dagblaðið - 13.03.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. Erlendar fréttir Karen Ann lifir enn — þremur árum eftir að hjartavélin vartekin ursambandi Nú í marz eru þrjú ár liðin frá því að fjölskylda Karen Ann Quinlan fékk leyfi dómstóla til þess að taka tæki þau er héldu í henni Ijfinu úr sambandi. Áður höfðu miklar umræður átt sér stað i fjölmiðlum um liknarmorð og vélar sem héldu lífi í dauðvona fólki. En undrið gerðist. Karen Ann dó ekki þegar vélin var tekin úr sambandi. Og hún lifir enn. Þótt hún hafi verið meðvitundarlaus allan þennan tíma, heldur hjarta hennar áfram að slá. Hún ernú 25 ára að aldri. , Af og til opnar hún augun, en að sögn lækna sér hún ekkert, og engar líkur eru taldar á því að hún komist aftur til meðvitundar. En talið er að mörg ár geti liðið þar til hún deyr. Karen Ann Quinlan 7 Rennur hin djarfa áætlun Carters út í sandinn? Ferð Carters ekki nógu árangursrík — Fer aftur til Kaíró í dag og síðan til Washington — mikil vonbrigði í sendinefnd Bandaríkjanna Bandarískir og ísraelskir embættismenn unnu í nótt í sam- einingu að því að bjarga því sem bjargað verður vegna hinnar áhættusömu ferðar Carters Banda- ríkjaforsetá til Egyptalands og Ísraels. Að því er israelskar heimildar greina náðist árangur í tveimur mikilsverðum málaflokkum í friðar- samningnum, en enn er ósam- komulag i mikilsverðum efnum. í morgun ætluðu Begin og Carter að snæða saman morgunverð, þar sem gerð verður úrslitatilraun til þess að ryðja úr veg þeim hindrunum sem koma i veg fyrir friðarsamning milli ísraels og Egyptalands. Að loknum morgunverðinum og fundi þeirra leiðtoganna, var áætlað að Carter- flygi til Kairó, til fundar við Sadat, til þess að sjá hvort möguleiki væri á frekari málamiðlun áður en Carter heldur til Washington. Eitt af þeim málum sem ísraels- menn sögðu að lausn hefði fengizt á voru tengsl friðarsamnings við sjálf- stjórn Palestínumanna ávesturbakka Jórdanár og Gazasvæðinu. En engin lausn fékkst t.d. á þeirri kröfu ísraelsmanna að þeim verði tryggð olía úr Sínai eyðimörkinni. Embættismenn Carterstjórn- arinnar bundu þó góðar vonir við það að andstaða Egypta gegn því að skiptast á sendiherrum við stjóm ísraels færi minnkandi. Þá hefur ósk ísraelsmanna um það að friðar- samningurinn sé rétthærri en varnar- skuldbindingar Egypta við aðrar arabaþjóðir verið fullnægt. Carter hélt ræðu í ísraelska Carter Bandaríkjaforseti fer aftur til Kaíró I dag til viðræðna við Sadat Egyptalandsforseta. Þar reynir hann til þrautar að ná málamiðlun milli fsraels og Egypta. Takist það ekki er Ijóst að hin djarfa för Bandaríkjaforseta ber ekki árangur og getur það haft talsverðar afleiðingar, bæði fyrir löndin tvö og fyrir Carter persónulega, sem á fyrir höndum harða kosningabaráttu á næsta ári. Myndin var tekin af þeim Sadat og Carter i Kaíró á dögunum. þinginu, Knesset, í gær og var greinilega vonsvikinn, vegna lítils árangurs af ferðinni fram að því. Hannsagðim.a.: „Okkur hefur ekki alveg tekizt það sem við ætluðum okkur. Fólkið í báðum löndunum vill frið og er reiðubúið að ganga til friðar- samninga, en svo virðist sem leiðtog- ar þjóðanna séu enn ekki tilbúnir. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess aðgrípaþetta tækifæri sem gefst. Begin sagði við sama tækifæri að góður árangur hefði náðst í þriggja dagaviðræðum viðCarter. En það voru greinileg vonbrigði í bandarísku sendinefndinni, þar sem áhættusöm för forsetans hafði ekki heppnazt sem skyldi. Carter lengdi för sina um einn dag og tilkynnti i gærkvöldi að hann kæmi við í Kaíró á heimleiðinni. Cyrus Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna hætti við að dvelja lengur i Mið-Austurlöndum og eru það talin merki þess að Bandarikja- |Stjóm ætli að doka við og stokka spilin, áður en næsta skref verður stigið. Kópadrápið við Kanadastrendur: Greenpeacemenn búast til átaka veiðimönnum — gegn kanadískum og norskum Yfirvöld á St. Antony á Nýfundna- landi hafa veitt einum Greenpeace- manni leyfi til þess að fylgjast með hinum árlegu kópaveiðum, sem nú eru að hefjast, undan strönd Labrador. Greenpeacemaðurinn, Ed Chavies, sagði fréttamönnum að samtökin létu aldrei uppi fyrirfram til hvaða aðgerða þau gripu i verndunarmálum sínum, en bætti því við að mögulegt væri að hann endaði i fangelsi fyrir aðgerðir sínar úti á ísnum. Fyrirhugað var að hann flygi í þyrlu út á ísinn í dögun í morgun. Kanadisk yfirvöld hafa að öðru leyti bannað alla truflun á kópaveiðunum, en kóparnir eru drepnir dagsgamlir vegna verðmætis skinnanna. Verndunarmenn segja lítið vitað um selastofninn og því sé ekki vitað hve nærri þessar veiðar gangi stofninum, auk þess sem aðfarirnar séu grimmileg- ar við drápið og skinnin eingöngu notuðsem munaðarvara. Greenpeacemenn gera sér grein fyrir þvi að þeir geta ekki komið í veg fyrir veiðar Kanadamanna og Norðmanna, en veiðimennirnireru 300 talsins. En þeir vonast til þess að geta vakið athygli á málstaðnum, þannig að al- menningsálitið í heiminum breytist og sérstaklega breyti ákvörðunum stjórn- valda í Kanada. Fréttamenn og blaöaljósmyndarar fylgjast vel með kópadrápinu sem nú er aö hefjast við Kanadastrendur og aðgerðum verndunarmanna. Hitchcock heiðraður Leikstjóranum heimskunna Alfred Hitchcock voru i gær veitt verðlaun American Film Institut, en það eru samtök leikara og leikstjóra i Bandarikjun- um. Verðlaunin voru afhent i Los Angeles á mikilli hátið, sem Ingrid Bergman stjórnaði. Hitchcock voru veitt verðlaunin fyrir frábært framlag til kvikmyndanna en hann hefurnúverið i „bransanum” i 55 ár. Þessi sömu verðlaun hlaut leikarinn Henry Fonda i fyrra. Við þessa athöfn voru sýnd fjölmörg brot úr þekktum myndum hins aldna meistara og á hátiðinni voru margir leikarar er leikið hafa í myndum hans, þ.á.m. Ingrid Bergman og Gary Grant, sem enn heldur sér í bezta formi, þótt hann sé orðinn 76 ára að aldri. -ÓG New York/-JH K DÖMU FERMINGARSKÓR Litur: Brúnt Stærðir: 37-41 Póstsendum

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.