Dagblaðið - 13.03.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979.
>"■'......
Hjálparstofnun kirkjunnar og Lions-hreyfingin „Ijúka verkinu”:
9
\
Nú á að byggja sundlaugina
yfir 12 ára gamlan grunninn
„Hjálparstofnunin hefur ávallt
reynt að styðja jöfnum höndum er-
lend og innlend líknarverkefni. Nú á
föstunni sendum við enn á ný slíkt
kall til þjóðarinnar. Á meðal okkar
eru margir, sem vegna fötlunar geta
ekki notið gæða lífsins á sama hátt og
við, sem heilbrigð erum. Landssam-
tök fatlaðra, Sjálfsbjörg, hafa bent
á, að eitt þarfasta verkefnið í þágu
þessa fólks væri bygging sundlaugar.
Lions-klúbbarnir hafa drengilega
komið auga á þetta verkefni og leitað
samstarfs við Hjálparstofnun kirkj-
unnar um fjársöfnun til styrktar
þessu máli.” Þannig farast orð sr.
„Framkvæmd
upp á hundrað
milljónir”
— segir Friðrik Jörgensen, formaður Baldurs
„Þetta er framkvæmd upp á
hundrað milljónir og Hjálparstofnun
kirkjunnar þyrfti sjálfsagt að safna
um 30 milljónum, en Lions-klúbb-
arnir hafa sínar eigin fjáröflunar-
leiðir og þegar hafa safnazt hjá okkur
um 10 milljónir,” sagði Friðrik Jörg-
ensen, formaður Lions-klúbbsins
Baldurs. Erfðafjársjóður kemur til
með að lána sömu upphæð og safn-
ast, en frjáls framlög til Sjálfsbjargar
nema nú líklega milli 5 og 6 millj-
Friðrik Jörgensen, form. Lions-
klúbbsins Baldurs (l.v.) og Guð-
mundur Einarsson, framkvæmda-
stjórí Hjálparstofnunar kirkjunnar.
ónum. Takmarkið er að koma þessu
upp með söfnunarfé og lánum.”
-GAJ-
Háskóli íslands:
Kosið í Stúdenta-
ráð og Háskólaráð
Frá fundi nokkurra alþingismanna með stúdentum þar sem meðal annars var rætt
um lánamál stúdenta og málefni Félagsstofnunar stúdenta. Vafalaust verða þau
tvö mál meðal þeirra sem mest verða rædd nú i kosningabaráttunni.
DB-mynd Hörður.
Á fimmtudaginn fara fram kosning-
ar meðal nemenda við Háskóla íslands.
Kosnir verða 13 fulltrúar í Stúdentaráð
til tveggja ára en í ráðinu eiga sæti 26
stúdentar. Einnig verður kosið um tvo
af fjórum fulltrúa stúdenta. Fulltrúar
stúdenta í Háskólaráði eiga jafnframt
sæti i Stúdentaráði.
í framboði eru tveir listar, A-listi
Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd-
enta og B-listi, listi vinstri manna.
Stúdentaráð er nú svo skipað, að
vinstri menn eiga þar 16 fulltrúa auk
tveggja fulltrúa í Háskólaráði. Vaka á
þar 10 fulltrúa auk tveggja fulltrúa í
Háskólaráði. Hefur þetta hlutfall verið
óbreytt milli fylkinganna frá 1977.
Kosið verður í Hátíðasal Háskóla fs-
lands frá kl. 9.00—18.00 og auk þess
kýs hluti líffræðinema að Grensásvegi
12.
-GAJ-
Braga Friðrikssyni, formanni fram-
kvæmdanefndar Hjálparstofnunar
kirkjunnar í fréttabréfí stofnunarinn-
ár Höndinni.
Hjálparstofnun kirkjunnar og
Lions-hreyfmgin á íslandi hafa
ákveðið að taka höndum saman um
landssöfnun þessa viku og hófst söfn-
unin sl. sunnudag og lýkur henni nk.
sunnudag. Eins og flestum lands-
mönnum er kunnugt hefur það verið
baráttumál Sjálfsbjargar um margra
ára skeið.að koma upp sund- og æf
ingarlaug í tengslum við endurhæf-
ingarstöðina að Hátúni 12 í
Reykjavík. Grunnur sundlaugarinnar
var steyptur árið 1966, en allar götur
síðan hefur hann staðið þar án þess
að fjármagn hafi fengizt til þess að
halda framkvæmdum áfram.
Landssöfnun þessi er farin undir
yfirskriftinni „Ljúkum verkinu”.
Aðstandendur söfnunarinnar eru
þess fullvissir að landsmenn munu
ekki liggja á liði sinu í þessu innlenda
verkefni og skora á alla að sýna sam-
stöðu með fötluðum, svo að draumur
þeirra um sund- og æfingarlaug verði
aðveruleika.
Framlögum má koma á giróreikn-
ing Hjálparstofnunar kirkjunnar nr.
20005, á skrifstofu Hjálparstofnun-
arinnar, Biskupsstofu Klapparstíg 27
og til sóknarpresta um allt land.
-GAJ-
Þannig var skilið við grunninn fyrír tólf árum siðan -
Wmá ■ §
nú á að Ijúka verkinu.
DB-mynd: Hörður
Míckíe Qee
heldur áfram!
HANN HEFUR NÁÐ 1200 TÍMA TAKMARKiNU
TIMA TAKMARKiNU
OG HANN ÆTLAR SER AÐ GERA BETUR
Munið söfnunina
GLEYMD BÖRN '79,
giro nr. 1979-04
GLEYMD BÖRN’79. ÞAKKA
Starfsfólki Tryggingast. ríkisins
VEITTA FJÁRHAGSAÐSTOÐ
Fognum HEIMSMETI
íÓDALI t kvöld