Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 12

Dagblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 12
12! íþróttir Luschersigur- vegari íheims- bikamum — en Stenmark vann sinn níunda sigur ístórsvigi Ingemar Stenmark vann níunda stórsvigssigur sinn í vetur i heimsbikar- keppninni en missti um leið af heims- bikarstign. Peter Luscher, Sviss, hreppti heimsbikartignina. Þrátt fyrir eindæma sigurgöngu i stórsviginu— sérgrein Stenmarks, en hann hefur unnið allar stórsvigskeppnir, er Luscher sigurvegari. Peter Lushcer hefur hreppt stig i bruninu einnig en Stenmark hefur neitað að taka þátt í bruninu. Ákvörðun, sem réttlætt var í raun þegar hinn ungi ítali, Leonardo David slasaðist alvarlega i bruni. Stenmark sigraði í South ,Lake Tahoe, Kaliforníu. Hann var i þriðja sæti eftir fyrri umferðina en fór siðari umferðina stórkostlega og var þá heilum tveimur sekúndum á undan næsta manni. Og það du'gði til sigurs — slíkir eru yfirburðir Stenmarks. Annar i South Lake varð Bojan Krizaj, Júgóslavíu, tæpri sekúndu á eftir og þriðji Hans Enn, Austurríki. Fjórði varð síðan Pieero Gros, ítaliu og Peter I.uscher hafnaði i fimmta sæti. Staða efstu manna i baráttunni um heimsbikarinn er. Peter Luscher, Sviss, 185 Phil Mahre, USA, 155 Ingemark Stenmark, 149 Andreas Wenzel, Lichtenstein, 148 Leónhard Stock, Austurriki, 142 Pieero Gros, Ítalíu, 131 íslandsmet Austra — íinnanhúss- knattspymu Sex ungir menn úr ungmenna- félaginu Austra á Eskifirði settu um helgina nýtt íslandsmet í maraþonknattspyrnu innanhúss i iþróttahúsinu Eskifirði. . Byrjað var kl. 9 á laugardags- morgun og haldið áfram sleitulaust til kl. 17.30 á sunnudag eða í 32 1/2 klst. og gcri aðrir betur. Þeir sem þreyttu þoiraun þessa voru fjórir piltar úr 3. flokki Austra, þeir Sófus Hákonarson, Jóhann Kristins- son, Ingvar Kristinsson og Guðmundur Árnason, auk meistarafiokks- mannanna Sigurbjörns Marinóssonar og Sigurjóns Kristjánssonar. Alls voru skoruð 4443 mörk og ríkti oft mikil spenna á meðan keppninni stóð, þó svo að í lokin hafi munað um 100 mörkum á liðunum. Um sex hundruð áhorfcndur komu og fylgdust með af áhuga og urðu vitni að fyrsta íslandsmetinu sem sett er á Eskifirðk Valur í Reykjavik lék slfka knattspyrnu um síðustu helgi i 32 tima. Regína Eskifirði. Maraþon í Borgarnesi Meistarafiokksmenn Skallagríms i Borgarnesi hafa uppi áform um að hnekkja íslandsmetinu i maraþon- knattspyrnu. Þeir ætla að leggja í maraþonknattspymuna nk. föstudags- kvöld kl. 20.00 og leika eins lengi og kraftarleyfa. FH-Haukar íFirðinum FH og Haukar mætast f 1. deild íslandsmótsins i handknattleik f Hafnarfirði i kvöld. Og það verður barizt bæði i karla- og kvennaflokki. Konurnar byrja kl. 20 — og sfðan f 1. deild karla eigast við stórlið Hafnar- fjarðar — FH og Haukar. Fimmta viðureign liðanna f vetur og staðan er jöfn, 2-2. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. íþróttir____________________íþróttir ____________íþróttir________________íþn Dæmigert fyrir viðureign KR og Vals Val og skóp sigur liðsins. Tim Dwyer hefur betur við Hudson f frákasti. Dwyer átti stórkostlegan leik með DB-mynd Hörður Vilhjálmsson Dýrlingamir sigruðu WBA 2-1 í Bikamum —og mæta Arsenal í 6. umf erð. Dregið í Bikamum í gær og Liverpool mætir annaðhvort Tottenham eða Manch. Utd. Southampton tryggði sér rétt til að leika í 6. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2—1 sigur á WBA á The Dell f gærkvöld. Það var fyrst í framlengingu að Southampton tókst að knýja fram sigur og mætir þvi Arsenal f 6. umferð. Hörkuleikur á The Dell en Dýrlingarair undir stjórn Alan Ball marsera áfram. Þeir hafa þegar tryggt sér farseðilinn til Wembley og mæta Nottingham Forest f úrslitum deildabikarins og hlið Wembley eru þegar farin að opnast fyrir Southampton f Bikaraum. WBA náði forustu á 52. mínútu á The Dell fyrir WBA. Skoraði laglegt ÍR-Njarðvík í undanúrslitum bikarsins Spennandi leikur f körfuknattleikn- umverðurf Hagaskóla f kvöld. Þá leika ÍR-ingar við Njarðvfkinga f undanúr- slitum bikarkeppni KKÍ. Leikurinn hefst kl. 20.30 . Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hinn leikurinn f undan- úrslitum verður háður. Á fimmtudag leika ÍS og KR f úr- valsdeildinni i Kennaraháskólanum. Leikurinn hefst kl. 20.00. mark en Dýrlingarnir náðu að jafna, 1—1 á 77. mínútu en þá var David Peach að verki úr víti eftir að Alaister Robertson hafði fellt Terry Curran. Og á 103. mínútu leiksins — 13. mínútu framlengingarinnar skoraði Phil Boyer sigurmark Southampton og áhorfendur á The Dell fögnuðu gífur- lega. Loka varð hliðum The Dell áður en leikurinn hófst, 25755 manns á The Dell — hið mesta í vetur. Southampton mætir því Arsenal í 6. umferð. Arsenal ásamt Liverpool eru nú talin sigurstranglegustu liðin í Bikarnum. Liverpool mætir annað- hvort Tottenham eða Manchester United í undanúrslitum. Og ef að líkum lætur ætti Liverpool að komast til Wembley því Liverpool sigraði Totten- ham 7—0 á Anfield og United 3—0. Sigurvegarinn úr viðureign Southampton og Arsenal mætir Úlfunum eða Shrewsbury í undanúr- slitum. Flestir veðja á Arsenal í viðureigninni við Southampton en leikurinn fer fram á The Dell og nýlega sigraði Southampton lið Arsenal 2—0 á TheDelli l.deild. En úrslit í gærkvöld á Englandi urðu: íþróttir 3. deild: Mansfield-Plymouth 5—0 Southend-Carlisle 1—1 Og í velska Bikarnum sigraði Wrexham Swansea 3—2 í Wrexham. Dómarar með aðalfund Framhaldsaðalfundur Knatt- spyrnudómarafélags Reykjavikur verður þriðjudaginn 20. marz að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð, og hefst kl. 20.00. Celtic fær Hibernian — sigri liðið Aberdeen ískozka Bikamum í gær var dregið f skozku bikarkeppn- inni og Celtic, lið Jóhannesar Eðvalds- sonar mætir Hibernian f undanúrslit- um — það er ef Celtic nær að sigra Aberdeen á Park Head i Glasgow en liðin skildu jöfn, 1—1 f Aberdeen. Rangers mætir Patrick Thistle f hinum úrslitaleiknum þannig að nú stefnir f úrslitaleik Celtic ogRangers. Huds að KF — réðstádón „Þeir John Hudson og Garðar Jóhannsson komu báðir á eftir mér, slógu til mín og hrintu mér. Hudson lét síðan hnéð fylgja og rak það harkalega f mig,” sagði Guðbrandur Sigurðsson dómari eftir leik Vals oj> KR í Laugar- dalshöll f gærkvöld. ,,Eg sýndi John Hudson umsvifalaust rauða spjaldið og mun bera fram kvörtun yfir fram- komu Garðars,” bætti Guðbrandur ennfremur við. Enn eru því erlendir leikmenn á Íslandi i sviðsljósinu fyrir óprúða framkomu. Hver man ekki hnefahögg Trukksins á Jimmy Rogers hér um árið — f vetur var Paul Stewart í sviðsljósinu vegna slagsmála i Njarðvíkum og nú John Hudson — þessi annars geðugi blökkumaður frá Bandaríkjunum. Hudson átti erfitt með að sætta sig við ósigur KR gegn Val í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar í gærkvöld. Og hann lét því hnefana tala — óaf- sakanlegt en betur hefði John Hudson látið snilli sína tala allan leikinn fyrir sig. Þá er ekki að efa að KR hefði farið með sigur af hólmi. Það var aðeins á kafla í síðari hálfleik, lokakaflann, að snilli Hudson fékk notið sín og á líka saxaði KR óðum á forskot Valsmanna. Annars var Hudson alveg heillum horftnn, ólíkur sjálfum sér. Af hverju Hudson skeytti skapi sínu á Gfiðbrandi er erfitt að segja? Guðbrandur ásamt Sigurði Val Halldórssyni var í erfiðu hlutverki og þeim urðu á sín mistök í leiknum, rétt eins og leikmönnum. Dæmdu þó þokkalega. Þó urðu þeim á afdrifarík mistök á 16. mínútu — KR-ingar náðu hraðaupphlaupi en staðan var þá 69— 66 Val í vil. Jón Sig.son lék laglega upp, gaf á John Hudson, sem stökk upp undir körfunni. Þar voru fyrir þrír Valsmenn og það var greinilega brotið Stórsv Árm — íBláfjöllui Stórsvigsmót Ármanns var haldið í Bláfjöllum um helgina er það opið mót, en aðeins einn keppandi mætti til keppni sem ekki var af Reykjavíkur- svæðinu, var það Erling Yngvason frá Akureyri sem keppti í flokki drengja 13—14 ára og vann hann þann flokk. Keppt var í öllum aldursflokkum. Á laugardag var keppt í fiokkum barna, en á sunnudag í unglinga- og fullorðinsflokkum. Keppendur voru alls um 220 talsins. Fjölmennastur var flokkur drengja 13—14 ára, alls 56 keppendur. Átta keppendur Ármanns í ftokkum fullorðinna, fjórir piltar og fjórar stúlkur, gátu ekki verið með vegna Þorramótsins sem fram fór á fsa- firði um sömu helgi. Ágætisveður var i Bláfjöllum báða keppnisdaganna. Mótstjóri var að vanda Halldór Sigfús- son, en brautarlagningu annaðist Guðmund Södrin. Heistu úrslit urðu þessi: Stúlkur 10 ára og yngri 1. Kristín Ólatsdóttir Á. 61.65—61.44 123.09 2. Auður Jóhannsdóltir KR 69.14—72.60 141.74 3. Svava Skúladóttir Á. 83.57-90.72 174.29 Drengir 10 ára og yngrí. 1. Sveinn Rúnarsson KR 2. Guömundur Pálsson Á. 3. Eggert Kristinsson Á. 61.00—59.84 120.84 62.91—62.54 125.45 73.44—72.90 140.34 55.73—57.65 113.38 Stúlkur 11—12 ára: 1. Tínna Traustadóttir.Á. 2. Dýrleif A. Guömundsd. Á. 60.44—62.82 123.26 3. Anna Birgisd. ÍR. 63.07—63.01 126.08 Ddrengir 11—12 ára: 1. Haukur Þorsteinsson Á. 56.05—55.51 111.62 2. Baldvin Vaidimarsson Á. 59.76—59.27 119.03 3. Kristján Valdimarsson ÍR. 61.12—61.23 122.35 Stúlkur 13—14 ára: 1. Rósa Jóhannsd. KR 69.29—65.62 134.91 2. Ásta Óskarsd. Á. 68.25—67.00 135.25 3. Marta Óskarsd. Á. 69.90—66.31 136.21 Drengir 13—14 ára: 1. Eriing Yngvason. Akureyri 57.55—65.80 123.35 2. Tryggvi Þorsteinsson. Á. 58.60—66.55 125.15 3. Örnólfur Valdimarsso.i ÍR. 60.15—66.90 127.05

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.