Dagblaðið - 13.03.1979, Síða 13

Dagblaðið - 13.03.1979, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIDJUDAGUR 13. MARZ 1979. 5ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir on lét hnefana tala eftir Ólafur Einarsson — landsliðsmaðurinn kunni leikur ekki meir með Víking i vetur. Ólafur Einars son hættur ívetur — leikurekki meir með Víkingi ,,Eg mun ekki leika meira með i vetur. Hef ekki tíma, bæði vegna vinnu og eins tekur föðurhlutverkið drjúgan tíma,” sagði Ólafur Einarsson, lands- liðsmaðurinn úr Viking en athygli vakti að hann lék ekki með félögum sínum gegn Fram á sunnudag. Ólafur Einars- son treysti sér ekki til að fara til Spánar og vakti það á sínum tíma mikla athygli. Og á sunnudag lék hann ekki með liði Víkings, en slíkt er mannavalið hjá Viking að það virtist ekki koma að sök þó Sigurður Gunnarsson, hinn ungi landsliðsmaður, sé meiddur og ekki með heldur. Þeir Steinar Birgisson og Einar Magnússon skiluðu hlutverkum sínum með prýði. „Það er alls ekki af deilum við Víking eða þjálfarann, Bogdan Kowalzcyk að ég hætti. Síður en svo, ég tel Bogdan mjög hæfan þjálfara en stundirnar leyfa ekki hand- bolta í vetur. Hvað ég geri næsta vetur veit ég ekki enn,” sagði Ólafur Einars- sonaðiokum. H.Halls. Jóhann sigraði SigfúsÆgi I Um helgina fór fram í húsi TBR, Meistaramót Reykjavíkur í badminton. lÚrslit urðu sem hér segir: Meistaraflokkur —einliðaleikur karla: . Jóhann Kjartansson TBR sigraði Sigfús Ægi Árnason TBR, 15/6 og 15/3. Meistaraflokkur — tviliðaleikur karla: Sigfús Ægir Árnason TBR og Sigurður Kolbeinsson TBR sigruðu Jóhann Kjartansson TBR og Sigurð Haralds- son TBR, 15/8 og 15/7. Meistaraflokkur — tvíliðaleikur kvenna: Kristin Magnúsdóttir TBR og Kristin Berglind TBR sigruðu Hönnu Láru Pálsdóttur TBR og Lovísu Sigurðar- dóttur TBR, 17/16 og 15/10. Meistaraflokkur — einliðaleikur kvenna: Kristín Magnúsdóttir TBR sigraði1 Kristinu Berglind TBR, 11/4 og 11/7. Meistaraflokkur — tvenndarleikur: Haraldur Koreliusson TBR og Lovísa Sigurðardóttir TBR sigruðu Jóhann Kjartansson TBR og Kristinu Berglind TBR 17/14 og 15/1 Þátttakendur í mótinu voru um 70 frá TBR, Víking og KR. t beið lægri hlut gegn Val narann, sló til hans og sparkaði í hann. Fékk rauða spjaldið eftir leik KR og Vals á Hudson — Tim Dwyer var þá að verki. Eftir miklar stimpingar, japl, jaml og fuður var dæmt á KR. En Dwyer braut gróflega á Hudson — það sáu flestir í Höllinni. Ekkert dæmt og Dwyer slapp þar með skrekkinn því hann var þá þegar kominn með fjórar villur. Hin fimmta hefði þýtt brott- rekstur. Þessi stæðilegi Bandarikja- maður er rúmlega hálft lið Vals — að minnsta kosti eins og Valsmenn léku í gærkvöld. Valsmönnum tókst að standast áhlaup KR-inga og sigra 79— 77 — í æsispennandi leik en ekki að sama skapi vel leiknum. Staðan á toppi úrvalsdeildarinnar er því tvísýn og hörð — nú hafa Njarðvík, Valur og KR öll tapað 12 stigum og sannleikurinn er, að möguleikar KR hljóta nú að hafa minnkað verulega. Ekki aðeins munu þeir verða án John Hudson í næsta leik heldur og er Jón Sigurðsson — eini íslenzki leik- maðurinn sem hefur getu á við Banda- ríkjamennina, aðeins hálfur maður. Hann meiddist í upphitun fyrir leik KR í Njarðvík um daginn. Gat ekki leikið þá — og það var eins og við manninn mælt, KR tapaði. Jón var aðeins svipur hjá sjón gegn Val, þó hann stæðist islenzkum leikmönnum snúning. En kraftinn vantar, snerpuna, sending- arnar, gegnumbrotin og nákvæmni í skotum. Þetta reyndist KR-ingum af- drifaríkt. Svo mikilvægur er þessi leik- maður liði sinu að nú í dag er vart hugsanlegt að KR geti unnið til fremstu afreka án Jóns — þrátt fyrir að aðeins tæp tvö ár séu síðan hann gekk til liðs við KRúrÁrmanni. En lítum á leikinn — Valsmenn einokuðu fyrri hálfleik í orðsins fyllstu merkingu. Á meðan flest gekk upp hjá Valsmönnum, gekk allt á afturfótunum hjá KR. Hittni afleit, hvað eftir annað var knettinum klúðrað klaufalega og John Hudson alveg heillum horfinn. Valsmenn náðu góðri forustu og í leikhléi var staðan 47—43 Val í vil. En KR-ingar náðu upp góðri baráttu í síðari hálfleik. Að vísu ekki strax, munurinn hélst framan af. Þannig var staðan 53—39 — á meðan allt gekk á afturfótunum hjá Hudson sýndi Dwyer snilli sína. Hirti öll fráköst sem komu nálægt honum og í sókninni brást honum ekki bogalistin. En þetta átti eftir að breytast. Þegar staðan var 53—39 Iék Gunnar Gunnarsson þjálfari KR sterkan leik. Hann tók Hudson útaf, kældi hann í tvær mínútur og sendi Jón Sigurðsson inná. Skömmu síðar kom Hudson inná og með þá félaga í broddi fylkingar, Jón að vísu meiddan, tók KR óðum að saxa á forskot Vals. Sextán stig skildu þegar Hudson kom inn, en um miðjan síðari hálfleik, á 10. mínútu, skildu níu stig. Og á 12. minútu aðeins fimm stig, 59—54. Hudson var þá drjúgur, skoraði hverja körfuna af annarri. Dwyer fékk skömmu síðar sína fjórðu villu og Valsmenn virtust vera að ,brotna. Þrjú stig skildu, 65—63 á 13. mínútu eftir að Hudson hafði troðið stórkostlega og aðeins eitt stig og þrjár minútur til leiksloka, 69—68. Skömmu áður hafði Dwyer sloppið með skrekk- inn og KR skorti herzlumuninn. Aðal- lega vegna þess að minni spámenn KR : brugðust alveg. Áttu slæmar sendingar og Valsmenn náðu að snúa vöm í sókn. Komust í fimm stig, 3 úr einni sókn eftir að Birgir Guðbjörnsson hafði gert sig sekan um ótrúlega slæma villu. Og KR var að missa af lestinni — 47 sekúndur og þá skildu þrjú stig. Enn slæm villa og Valsmenn brunuðu upp. Ríkharður fékk tvö vitaskot en mis- notaði bæði. Sekúndurnar tifuðu hver af annarri og skyndilega kom óvæntur dómur. Ruðningur á Jón Sig. eftir stór- snjalla sendingu hans inn á mann undir körfunni. KR hafði tapað — Valsmenn skoruðu fjögur stig, 79—74 og ósigurinn fór illa í skapið á KR-ingum. Og fjöldi unglinga streymdi inn á völlinn en áhorfendur voru um 700. Þeir höfðu uppi ókvæðisorð, kenndu dómurum um ósigurinn, sem auðvitað |gekk alls ekki. Þeir voru í erfiðum hlut- verkum, þeir Guðbrandur og Sig- urður. Unglingar ráku upp ókvæðis- orð, þetta er allt of algengur hlutur í körfunni — gerist nánast eftir hvern einasta leik og setur leiðinlegan svip. En fordæmið er fyrir hendi — því „goðin” — leikmennirnir úti á vellin- um eru sifellt að formæla dómurum, fussandi og sveiandi og mótmæla. Svo þegar hnefarétturinn er látinn ráða þá auðvitað fylgja óharðnaðir unglingar á eftir — þetta verður að stöðva. Tim Dwyer skoraði flest stig Vals- manna — 44 eða rúmlega helming stiga Vals. Aðrir leikmenn virkuðu lang- tímum saman aðeins statistar, rétt til að hjálpa Dwyer, blokkera fyrir hann. Rikharður Hrafnkelsson skoraði 13. Hjá KR var John Hudson stiga- hæstur með 31 stig, Jón Sigurðsson 16 og Garðar Jóhannsson 11. H. Halls. Dæmigerö mynd — Hudson liggur og KR-ingar fá ekkert ráðið við Tim Dwyer. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Skúli Hansen, yfirmatreiöslumaöur á Hótel Holti, gefur súper uppskrift í dag fyrir fjóra. anns rci um helgina Blökkumenn hafa áður lent i slagsmálum hér á landi. Frægt varð hnefahöggið sem Trukkurinn sló Ármenninginn Jimmy Rogers og Bjarnleifur náði að festa á filmu. Bjarni Þórðarson KR sigraði i stórsvigi karla. DB-mynd Þorri Drengir 15—16 ára: 1. Rikharð Sigurðson. Á. 2. Einar Úlfsson Á. 3. Óskar Kristjánsson KR. 4. Þórður Bjömsson Vík. 5. Þráinn Hreggviðsson ÍR. 63.26—53.51 66.86—53.43 66.63—58.50 68.18— 57.14 68.18— 57.55 116.77 120.29 125.13 125.32 125.73 Kvennaflokkur: 1. Svava Viggósd. KR. 68.64—71.57 140.41 2. Guðrún LUja Rúnarsd. ÍR 74.45—75.86 150.31 3. Jóhanna Eriingsd. KR 76.74—73.85 150.59 •Karlaflokkur: 1. Bjðmi Þórðarsson. KR 57.48—62.30 119.78 2. Guðmundur Jakobsson ÍR 58.19—62.00 120.19 3. Ámi Sigurðsson. Á. 58.15—62.29 120.44 Nœsta skíðamót hér sunnanlands verður haldið í Skálafelli um næstu helgi. Keppt verður í flokkum fullorð- inna og unglinga. Verður það svigkeppni. Þorri smjörsteikingu fram yfir« Smjörsteikt ýsuflök meö karrýhría- grjónum. (Áœtlið u.þ.b. 250 g á mann). Ý8uflökin eru skorin í hœfilegar sneiðar og velt upp úr hveiti. Kryddað með: Season all og engiferi. Steikt upp úr Í8len8ku 8mjöri. Látið 2 epli, afhýdd og sneidd, með á pönnuna. Að síðustu er 1/2-1 dl afhvítvíni hellt yfir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.