Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 13.03.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ 1979. 15 Innlend myndsjá Önnur sýning Íslenzku óperunnar i l'aglia.cicr i kvöld, en frumsýningin var i fyrrakvöld og fögnuöu áhorfendur ákaft í Háskólabió. Hér eru söngvararnir Friðbjörn G. Jónsson og Halldór Vilhelmsson, sem fara með stór hlutverk i óperunni. DB-mynd Bj. Bj. X Fjöldi vasklegra ungmenna hefur sótt DB heim undanfarið. í síðustu viku voru hjá okkur Kristin Gestsdóttir úr Þorlákshöfn og Páll Þ. Guðmunds- son frá Vestmannaeyjum. Þau kynntust lífi og starfi ritstjórnarinnar og daglcgum rekstri hennar. Á stærri myndinni er hópur úr grunnskólanum í Sandgerði i stuttri heimsókn á ritstjórn. Lengst til hægri er Jóhannes Reykdal, skrifstofustjórí ritstjórnarinnar, að leiða þau í allan sannleikann um tilurð dagblaðs. DB-myndir Hörður. Vonandi verður þetta síðasta stórhríðarmynd vetraríns, enda er fólk nú mjög faríð að horfa til vorsins með hækkandi sól. í hríðinni og skafrenningnum í Reykjavík fyrír helgi var þessi mynd tekin niður við höfn, er veríð var að hemja togara þar við bryggju. DB-mynd K. tn. Sjónvarpsleikrítahöfundar — núverandi og væntanlegir — hafa setið á skólabekk i sjónvarpinu undanfaríð undir hand- leiðslu Hrafns Gunnlaugssonar dramatúrgs og fleiri góðra manna. Myndin var tekin við upphaf námskeiðs þeirra. Fyrír enda borðsins situr Jón Þórarínsson, forstöðumaður Lista- og skemmtideildar sjónvarps, og honum til vinstri hand- ar Hrafn Gunnlaugsson. DB-mynd Hörður. Grýlukerti hangandi i þakrennum hafa verið vegfarendum i borginni hinn mesti ógnvaldur undanfaríð, bæði gangandi og akandi. Alls kyns kröfur og rifrildi eru i gangi þessa dagana á milii þeirra sem orðið hafa fyrir kertunum og hins vegar viðkomandi húseigenda. Sumir hafa þó tekið sig til og leigt sér menn til að mölva niður kertin og eyða þar með slysahættu, en full ástæða er til að benda fólki á að vera gætið og forðast að ganga undir slikt. DB-mynd Páll Þ. Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.