Dagblaðið - 13.03.1979, Side 24
„Sýndistþettaveraaðspringaíloftupp” _
A Iþýðubandalagið með
nýiar vísitölutillögur
Miklar sviptingar urðu i stjórnar-
samstarfinu í gær, og kennir hver
öðrum um.” Ólafur Jóhanesson
hefur tvisvar í sama mánuði sett
ríkisstjórnina í þá stöðu, að teflir lífi
hennar í hættu,” sagði Ólafur
Ragnar Grímsson alþingismaður
(AB) í morgun.
f frumvarpsdrögum forsætis-
ráðherra hefði verið útgáfa af
vísitölumálum, sem hefði komið
Alþýðubandalagsmönnum á óvart og
falið í sér mikla kauplækkun. Þetta
ætti við um að setja vísitöluna í 100 á
3ja mánaða fresti en ekki bara einu
sinni og um kaflann um
olíuhækkanir, sem gæfu stjórn-
völdum heimild til að gera nánast
hvað sem er án þess að kaup
hækkaði, bara ef það væri rökstutt
sem aðgerðir vegna olíukreppunnar.
„Þetta er stríðsyfirlýsing gagnvart
verkalýðshreyfingunni,” sagði
Ólafur Ragnar.
Alþýðubandalagsmenn báru í
gærkvöldi fram nýjar tillögur í hinu
umdeilda vísitölumáli. f tillögum
þeirra segir, að vísitalan skuli nú sett
í 100 en því ekki breytt á 3ja mánaða
fresti. Þá skuli vísitala taka mið af
viðskiptakjörum. Hins vegar skuli
fella niður það sem segir um
olíuhækkanir og kjaraskerðingu
þeirra vegna í frumvarpi forsætis-
ráðherra.
„Rennurekki
eins og jólaölið"
„Okkur sýndist þetta vera að
springa í loft upp í gærkvöldi,” sagði
Árni Gunnarsson (A). „Kannski
leggur Ólafur Jóhannesson
frumvarpið fram einn, ef sam-
komulag næst ekki og við alþýðu-
flokksmenn styðjum það,” sagði
Ámi. Magnús H. Magnússon
ráðherra sagði í morgun að málið
væri á mjög viðkvæmu stigi og
enginn leið að spá um framhaldið.
„Það er ekki von að þetta renni ofan
í mann eins og jólaölið,” sagði
Svavar Gestsson ráðherra í morgun.
Svavar sagði að snörp viðbrögð ASf
settu strik í reikninginn og ekki væri
búið að ákveða, hvernig eða hvort
tillit yrði tekið til þeirra, eins og hann
komstaðorði.
Miðstjóm ASf samþykkti
einróma í gær andmæli við
vísitölukaflann í frumvarpinu, og
stóðu alþýðuflokks- og framsóknar-
menn að samþykktinni auk
alþýðubandalagsmanna. Á fundi
framkvæmdastjórnar Alþýöubanda-
lagsins var vísitölukaflanum illa tekið
og ráðherrar flokksins snupraðir
fyrir slappleika að hafa látið þetta
framhjá sér fara. Á fundi flokks-
stjórnar Alþýðuflokksins var
frumvarpinu vel tekið nema greininni
um verðlagsmál. Ríkisstjómarfundur
í gærkvöldi, boðaður í skyndinu, var
heitur og stóðu járn í járn í vísitölu-
málinu. Fundurinn stóð til miðnættis
og var frestað til fjögur í dag, enda
höfðu ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins þreytzt á fundarsetu og farið
nokkru á undan öðrum.
-HH.
Hiibner efstur
íMiinchen:
Jafntefli
Friðriks við
Spassky
í 13. umferð skákmótsins í
Múnchen sem tefld var í gær gerði
Friðrik Ólafsson jafntefli við Spassky
og Guðmundur Sigurjónsson gerði
jafntefli við Pfleger. Þá vann
Guðmundur biðskák sína við Dankert
og hefur hann nú 5 vinninga úr 12
skákum og Friðrik 5 1/2 vinning úr 11
skákum.
Húbner er efstur á mótinu með 8
1/2 vinning úr 12 skákum. Anderson
hefur 7 1/2 vinning úr 11 skákum.
Spassky er þriðji með 7 vinninga úr 11.
skákum.
Aðrir keppendur eru i einum hnapp
og eiga vart sigurmöguleika í mótinu
lengur.
14. og næstsíðasta umferð mótsins
verður tefld á morgun og teflir Friðrik
þá við Stean og Guðmundur við Lieb.
-ÓV.
Hæ, krakkarl Ekki fara á undan mér
Hs krakkar, ekki fara á undan mér, gæti hún verið að segja, skessan hans Ásmundar Sveinssonar á Stakkagerðistúninu i
Vestmannaeyjum, þar sem Jónas Sigurðsson tók þessa mynd.
DÆMT í GRJÓT-
JÖTUNSMÁLINU
Búizt er við, að í dag verði mennirnir hafi keypt skipið frá
kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur Noregi á sinum tima fyrir 2.4
dómur i svoköUuðu GrjótjötunsmáU. milljónir norskra króna, en gefið hér
Ákærðir eru tveir lögmenn fyrir fjár- upp 2.8 milljónir og þannig t.d.
drátt, umboðssvik og falska fengið aukna lánafyrirgreiðslu.
skýrslugjöf 1 sambandi við kaup Rannsóknin hefur staðið yfir í nær
sanddæluskipsins Grjótjötuns til þrjú ár og farið fram að hluta til i
fandsins 1974. Noregi.
Þvi er m.a. haldið fram af Dómari í Grjótjötunsmálinu _er
ákæruvaldsins hálfu, að lög- Haraldur Henrýsson sakadómari. ÓV
Flugmannadeilan:
„SAMNINGAR TAKAST
EKKIÚR ÞESSU”
—segirfélagiíFÍA
„Það hefur lengi legið í loftinu að og þeim orðum félagsmálaráðherra að
svona kynni að fara, og ég held að það ríkisstjómin mundi grípa inn í deiluna.
sé útséð um að samningar takist úr „Það verður bara að koma í ljós,
þessu,” sagði einn samninganefndar- hvert framhaldið verður. Aðgerðir
manna FÍA í samtali við DB í morgun okkar hefjast á föstudaginn, og á
er blaðið innti hann álits á þeirri stöðu meðan enginn hefur samband við
sem er komin upp í flugmannadeilunni okkur þáer biðstaða í þessu máli.”GAJ
Bæjarsjóður Vestmannaeyja:
UNDIRBYR MILUONA-
KRÖFUR í ÞROTABU
BREIDHOLTS HF.
Endurskoðendur Bæjarsjóðs
Vestmannaeyjar gerðu þær athuga-
semdir við reikninga, er þeir lögðu þá
endurskoðaða fyrir bæjarstjóm fyrir'
skömmu að bæjarsjóður hafi ofgreitt
Breiðholti hf., í lokauppgjöri við
fyrirtækið vegna Byggingaáætlunar
Vestmannaeyja.
Vbtlar þeir, sem Bæjarsjóður
samþykkti sem greiðslur, námu um
áramótin ’77-’78 tæpum fjómm
milljónum. Er upp komst um mis-
tökin hætti sjóðurinn að greiða inn á
víxlana, sem liggja í innheimtu hjá
Landsbankanum. Með áföllnum
kostnaði mun talan nú þvi standa í
nálægt 5,5 milljónum.
Bæjarsjóður vinnur nú að
— vegna of mikilla
greiðslna til fyrir-
tækisins fyrir
byggingafram-
kvæmdir
kröfugerð í þrotabú Breiðholts vegna
þess máls og annarra krafna, sem
upp hafa komið vegna verkefna
fyrirtækisins í Eyjum. Er enn óljóst
hver endanleg krafa verður, en talið
er að hún verði allverulega hærri en
fyrmefnd tala.
-GS.
ÞRIÐJUDAGUR 13. MARZ
Loðnan:
„Engin heilög
tala um
aflamagn”
- en ótal endar upp á
borð hjá ráðherra
„Það virðist vera hálfgerð biðstaða i
loðnuveiðimálum og ótal endar, sem
liggja upp á borð hjá ráðherra í
þeim,”sagði Andrés Finnbogason hjá
loðnunefnd í viðtali við DB í morgun.
„Við stöndum nú með samninga um
mjög gott söluverð á meira magni en
þegar hefur verið náð úr sjó,” sagði
Andrés, og það er erfitt að hugsa sér
nokkra heilaga tölu um skynsamlegt
aflamagn.
í hittifyrra kom mikil loðna að
vestan með landinu og gekk inn í Faxa-
flóann. Fiskifræðingar hölluðust allt
eins að því, að þar væri um að ræða
undantekningu. Engin loðna kom svo
að vestan í fyrra, en nú er hún á ferð-
inni þaðan og segja fiskifræðingar það
„mikið magn”,” sagði Andrés. „Ætli
það verði ekki leyft að veiða eitthvað
meira en það, sem nú hefur náðst,”
sagði hann að lokum. Talið er að veiða
þurfi a.m.k. 100 þús. tonn til viðbótar
til að standa við gerða samninga um
fryst hrogn og loðnu, en fróðir menn
um eðU göngunnar telja að þrátt fyrir
að veiðar verði leyfðar ótakmarkað
áfram, muni það magn aldrei nást,
vegna þess hversu h ún er komin nálægt
hrygningu. Að henni lokinni drepst
loðnan. -BS/GS.
Haukur Heiðar
ákærðurídag
í dag verður gefin út opinber ákæra
á hendur Hauki Heiðar, fyrrum for-
stöðumanni ábyrgðardeildar Lands-
banka íslands, fyrir stórfeUdan fjár-
drátt.
Saksóknari hefur haft málið til
meðferðar undanfarnar vikur og mun
afgreiða það frá sér í dag með ákæruút-
gáfunni, skv. þeim upplýsingum, sem
DB hefur fengið hjá embættinu.
Haukur Heiðar var handtekinn
skömmu fyrir jól 1977 þegar upp komst
um fjárdrátt hans og margra ára mis-
ferli. Stóð rannsóknin yfir í rúmt ár og
þótti sannað, að hann hefði dregið að
sér að minnsta kosti 51 mUljón króna á
því verðgUdi, sem var er féð var dregið.
Málinu verður nú vísað tU sakadóms
Reykjavíkur, þar sem dæmt verður í
því. ÓV.
Stokkseyri:
Allt á kaf i f
snjóogloðnu
Unnið hefur verið að heita má dag
og nótt í loðnu og fiski á Stokkseyri að
undanförnu. Á laugardagskvöld fór
hópur starfsfólks í frystihúsinu á
ball og kom síðan til vinnu fljótlega að
dansleik loknum, — fór heim og skipti
um föt og síðan í vinnuna.
Þá hefur allt verið á kafi í snjó á
Stokkseyri að undanförnu og bílar ekki
komizt milli húsa í þorpinu. Hefur lítið
verið mokað nema að frystihúsinu.
GAJ/AG, Stokkseyri.
A
v
ír RauproWv
TÖLVUR. W
BANKASTRÆTI8
I
\
í