Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. DB á ne ytendamarkaði 0 Forðizt slysin íhálkunni: ) DRAGID UT KLÆRNAR Daglega berast okkur fréttir af vin- um eða kunningjum, sem dottið hafa á öllum þeim svellbunkum, sem nú eru um allar götur. Menn eru að bráka sig eða beinbrotna og þessi „litlu slys” eru af mörgum talin þau slys, sem hvað mestu tjóni valda. Fólk er frá vinnu vikum saman, — eitt ökklabrot getur þýtt margra vikna erfiði og leiðindi sem eru því samfara að þvælast um í gifsi og því- umlíku. Það er því ekki óskiljanlegt, að menn leiði hugann að því, hvað hægt sé að gera til þess að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Margir taka þann pól í hæðina, að bezta ráðið sé að vera ekkert á ferli þegar svellalög eru mikil, en eins og veðurfar hefur verið hér á landi að undanförnu er slíkt varla gerlegt, myndi þýða margra mánaða inniveru. Mannbroddar hafa löngum talizt góð verkfæri í hálkunni og margir notfært sér þá. Hins vegar eru þeir illmeðfærilegir og því þóttu menn hafa himin höndum tekið, er þeim var bent á enn eina nýjungina á þessu sviði, klær, sem festar eru á skóna og þarf ekki nema eitt handtak til þess að draga þær út. Þrjár skóvinnustofur hér á landi verzla með klær þessar, Skóvinnu- stofa Einars i Sólheimum, Skóvinnu- stofa Hafþórs í Hafnarstræti og Skó- vinnustofa Halla Péturs á Akureyri. Þessar hugvitssamlegu klær eru fluttar inn frá Englandi og hafa notið mikillar hylli af skiljanlegum ástæð- um. Skósmiðirnir, sem nefndir eru, festa klæmar á skóna fyrir 4.700 krónur og á meðfylgjandi myndum er sýnt, hvemig klóm þessum er beitt. Fyrir litinn pening sóla skósmiðir svona skóhlifar, sem eingöngu er ætlaðar til brúks yfir vetrartimann. Uppskrift dagsins: Fiskf lök með fyllingu 500 g fiskflök (tvö þunn fiskflök eða eitt stórt) ca 340 kr. sitrónusafi, salt og pipar laukur, tómatar, sveppir, paprika eða annað smátt skorið grænmeti fyrir ca 300 kr. 25 g smjörlíki nokkrar ostsneiðar. 1. Hreinsið flökin, þerrið þau og kryddið. 2. Saxið grænmetið smátt og látið á annað flakið. Leggið hitt flakið yfir. Ef þið eru með eitt stórt flak er hægt að skera rauf eftir endilöngu, láta fyllinguna þar í og festa aftur með tannstönglum. Látið flökin i eldfast fat eða ofnmót og stráið smjörlíkis- bitum yfir. Ef flökin eru vafin í álpappír þarf ekki að festa þau saman með tannstönglunum. 3. Steikið flökin við 200 gráður neðarlega í ofninum í 30—40 mín. 4. Leggið ostsneiðamar yfir og steikið þær með ef till siðustu mínúturnar. Berið fram með soðnum kartöfium. Myndirnar þrjár sýna hvernig klónum er komið fyrir við hæl skónna. Með einu handtaki er svo hægt að „draga klærnar út” og beita þeim. DB-mynd RTHS. Guðlaugur kaupmaður skrifar Þrjár verzlanir á Eyrarbakka Guðlaugur Pálsson kaupmaður á Eyrarbakka hefur sent blaðinu línu vegna fréttar á Neytendasíðu 2. þ.m. Vitnar hann í Kristján Ásgeirsson kaupfélagsstjóra á staðnum, sem sagði í viðtalinu að kaupfélagið væri eina verzlunin á staðnum, fyrir utan það að gamall maður væri þar með smáverzlun, sem opin væri nokkra tima á dag. Um þetta segir Guðlaug- ur í bréfi sínu: „Nei Kristján, þú situr svo sannar- lega ekki að allri verzlun á Eyrar- bakka og kem ég að því síðar. Hvað viðvíkur lokunartima okkar þá hefi ég 12 klst. lengur opið í viku hverri heldur en útibú KÁ og vissu- lega veit Kristján það. Það er rétt hjá Kristjáni, að gamall máður, 83ja ára, er ég, enda tæpast getað verið búinn að verzla i rúm 62 ár ef svo væri ekki. Ég get eins og Kristján gerði í sinni grein nefnt nokkrar vörutegundir, svo sem allar algengar matvörur (þö ekki kjötvörur), ritföng, tóbak, húsa- olíu o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Að gera Kristjáni grein fyrir því, að önnur verzlun sé á staðnum er nærtækast með því að benda á að ég greiddi í söluskatt í desember og janúar krs 299.500. Þetta er að vísu ekki há upþhæð og mætti vera hærri, en auk þess sel ég söluskattsfrjálsar vörur svo sem matvörur allar, tóbak og olíur. Og Kristján heldur áfram: Að reka verzlun þar sem engin verzlun er fyrir er mikill vandi. Þetta kalla ég ný- mæli. Einu gleymdir þú, Kristján, í ákefðinni í að telja fólki trú um, að engin verzlun væri hér á staðnum nema þin: Það er þriðja verzlunin hér á staðnum, verzlunin Túnberg. Hún er með mikið af vörum ekki síður en við.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.