Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. Virkjun Jökulsár í Fljótsdal gefur 43% ódýrari raforku en fæst í Bessastaðaá áform uppi um aðra stærstu virkjun f Evrópu á Austurlandi 0RKUST0FNUN-RAFMAGNSVBTUR RfKISINS Forathuganir á virkjunarsvæði þriggja jökulsáa á Austurlandi eru nú tilbúnar hjá Orkustofnun. Fjalla þær um það stórkostlega verkefni að veita Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá í Fljótsdal í Jökulsá á Brú og reisa þar tvær virkjanir, Hafrahvammavirkjun og Brúarvirkjun. Þessar virkjanir eru taldar gefa 1422 megavött raforku. Kostnaðarverð hverrar kílóvattstund- ar var talið 2.46 kr. á verði í september 1977 og í þeim áætlunum, var miðað við 12% vexti og full- nýtingu strax. í janúar 1979 var einingarverð kwstundar talið 3.06 kr. Svæðið á Austurlandi sem athugað hefur verið gefur eitt allra ódýrasta vatnsafl, sem til er á landinu, en vegna stærðar sinnar eru þessar virkj- anir að sinni óhugsandi án stórnot- enda, sem kaupi megnið af orkunni, eins og segir í fréttatilkynningu frá Orkustofnun. Jökulsársvæðin gefa mikla og margháttaða möguleika á virkjunar- framkvæmdum. Heppilegast nú er talið vera að bíða með stóru virkjan- irnar við Hafrahvamma og Brúar- virkjun en láta fyrsta áfanga Austur- landsvirkjunar verða virkjun Jökuls- ár í Fljótsdal, sem taka má ákvörðun um án tengsla við virkjanir á Jökulsá á Brú. Slík virkjun er reiknuð 1770 gígavött og 295 megavött miðað við 6000 stunda nýtingartíma á ári og gefur orkuverðið 2.65 kr. á kílówatt- stund á verðlagi í september 1977. Hafrahvammsvirkjun er talin gefa 485 megavött og Brúarvirkjun 937 megavött eða samtals 1422 megavött. Orkukostnaður er talinn verða 2.44 kr. á kílóvattstund. Fyrir liggja áætl- anir um þá litlu áfangaskiptingu sem orðið getur í þessum stórvirkjunum. Miklar rannsóknir eru enn eftir til að þetta virkjunarnet komizt á rann- sóknarstig sem kallast verkhönnun. Er þetta svæði talið á svipuðu stigi hvað rannsóknir snertir og Þjórsár- Hvítársv.æðið var 1966 er mynstur- áætlanagerð lauk þar. Fyrst liggur fyrir að einbeita sér að rannsóknum á virkjunarsvæði Jökulsár í Fljótsdal og stefna á tilbúna áætlun eftir 3—4 ár um stórvirkjun. Virkjunarröðin í Austurlandsvirkj- un er meðal hinna virkilega stóru i heiminum. Brúarvirkjun ein er að Austurlandsvirkjun ‘RATHUGUN VIRKJANA A VATNASVIDUM JðKUlíAR A FJOLLUM. JOKULSAR A BRÚ0GJÖKUI.SAR I FLJOTSOAL afli til ein af 100 stærstu virkjunum heims og að orkuvinnslugelu helm- ingi ofar í stærðarviðmiðuninni. í Evrópu utan Sovélrikjanna er um næststærstu virkjun að ræða i afli. Stærst er virkjun Dónár i Járnhlið- inu. Sú virkjun er helmingi stærri að afli en Brúarvirkjun. En hvort orku- vinnslugeta hennar sé meiri en rann- sóknarmönnum íslenzkum ekki kunnugt um. Stíflan í Hafrahvammagljúfri skipar líka virðulegan sess þar sem ekki er vitað um nema um 20 stíflur hærri í heiminum 1973 þar af 5 í Evrópu. Hagkvæmni áðurnefndra stór- virkjana á Austurlandi hefur verið reiknað út á verðlagi í janúar 1979. Til samanburðar eru sambærilgar tölur fyrir nokkrar aðrar virkjanir, sem að undanförnu hafa verið í sviðs- ljósinu. í tölunum er alls staðar reiknað með 6000 klst. nýtingartíma á ári, svo hann sé marktækur. Afl- tölur eru af þeim sökum aðrar fyrir Bessastaðaá og Hrauneyjafoss en þær sem algengastar eru í áætluninni. r- -• V.s~ •• ■ Einingarverð kílóvattstundar Brúarvirkjun, l.áfangi Veita Jökulsárog 3.34 kr. Heildartilhögun 1 3.11 kr. síðariáfangi Bog H 1.67 kr. Fljótsdalsvirkjun 3.33 kr. Bessastaðaá (56 MW) 5.84 kr. Jökulsárvirkjanir Blanda(135 MW) 3.71 kr. á Brú í heild 3.06 kr. Villinganes (30 MW) 4.92 kr. Hafrahvammavirkjun Hrauneyjafoss(154 MW) 3.43 kr. 1. áfangi 5.10 kr. -ASt. Vestmannaeyjar: Bullandi þorskur — Grunnskólanemar drifnir fvinnu Feikimikil atvinna hefur verið í Vest- Það er bullandi þorskur og ekki að sjá mannaeyjum að undanförnu og svo að þorskurinn sé alveg búinn. mjög að gefa varð frí í 9. bekk grunn- Trillukarlar hafa fengið góðan afia skólans í Vestmannaeyjum, þar sem og þess eru dæmi að trillurnar fylli sig sárlega vantaði mannskap til vinnu. tvisvar sama daginn. -RS/JH. Eskif jörður: „Piparsveina- höllin” tilbúin f maí „Piparsveinahöllin” á Eskifirði verið tilbúin í maímánuði að sögn Ásgeirs H. Jónssonar, bæjarstjóra. Vinna nú 10—12 fagmenn að uppsetn- ingu tréinnréttinga í blokkina, sem í eru átta íbúðir, en byrjað var á byggingu hennar 1974. í upphafi var blokkin ætluð verka- fólki, sem lág laun hefur og sá sér ekki fært að koma þaki yfir höfuð sér á annan hátt. Var mikill áhugi í fyrstu hjá fólki sem bjó í heilsuspillandi húsnæði að fá íbúðir í blokkinni og taldi það sig nú fyrst hafa dottið í lukkupottinn og bjartir dagar væru framundan. En vegna seinagangs við bygginguna og vaxandi dýrtíðar hættu fjölskyld- urnar smátt og smátt viðsinn hlut. Ungir peningamenn, sem ekki voru komnir á giftingaraldurinn gengu í kaupin og þess vegna er blokkin kölluð í daglegu tali Eskfirðinga „piparsveina- höllin”. -Regína/ASt. „Piparsveinahöllin” Eskifiröi. DB-mynd JH. Höfum fengið sendingu af hinum vinsælu útskornu hurðum - Takmarkaðar birgðir - Nú er tækifærið Þeir sem lagt hafa inn pantanir eru beðnir að vitja þeirra ATH! TAKMARKAÐAR BIRGÐIR INNRÉTTINGAR SKEIFAN 7 Símar31113 - 83913

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.