Dagblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979.
POIMTIAC FORMULA1975
Nýinnfluttur til sölu.
Mjög glœsileg sportbifreið.
o
o
Sýningahöllinni við Bíldshöfða.
Símar 81199 og 81410
Liðsmannafiindur
Samfylkingar 1. maí verð-
ur haldinn að Hótel Esju
2. hæð miðvikudaginn 21.
marz (á morgun) kl. 20.30.
Fjölmennið.
Stjórnin.
Kranabif reið til sölu
30 tonna kranabifreið til sölu, með hagstæð-
um greiðslukjörum ef samið er strax. Nýupp-
tekin vél, með nýju olíuverki, nýir lagerar á
snúningshring. 4ra öxla undirvagn með drifi á
báðum afturöxlum. Tækið, allt í góðu standi.
Uppl. í símum 91—19460 og 91—32397 (kvöldsími.)
SAIHFYLKING
Elning á grnndvelll
stéttabaráttu!
Starf við innheimtu
og sendiferðir hjá Hafnarskrifstofu er laust til
umsóknar. Umsækjandi sé minnst 16 ára og
æskilegt er að hann hafi vélhjól til afnota.
Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir mið-
vikudaginn 28. marz, nk.
Hafnarstjórinn Reykjavík.
LÖGREGLUSTÖÐ
í KEFLAVÍK
Tilboð óskast í að reisa og fullgera lögreglu-
stöð í Keflavík.
Frágangi hússins að innan sé lokið 15. marz
1980, en utanhússverkum sé lokið 15. ágúst
1980.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri
Borgartúni 7, Rvk., gegn 30.000.- kr. skila-
tryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
lO.apríl 1979, kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
^ORGARTÚNI 7
§IMI 26844 PÓSTHOLF 1441 TELEX 2006
Weisman varnarmálaráöherra Israels:
ÍSRAELA 0G EGYPTA
GREINIR NÚ Á UM
„EINA 0LÍUTUNNU”
Ezer Weizman varnarmálaráðherra
ísraels sagði í gærkvöld að fsraelar
og Egyptar hefðu ekki leyst síðasta
ágreiningsefnið, sem stendur í vegi fyrir
því að fullar sættir náist milli land-
Mannskæðir
árekstrar
við Zagreb
Sjö manns fórust og fimmtán
slösuðust í tveimur árekstrum á
aðalveginum milli borgarinnar
Zagreb í Norðvestur-Júgóslavíu
og Adríahafsins í gær.
Að sögn júgóslavnesku lög-
reglunnar lentu hvorki meira né
minna en 25 bílar af öllum
stærðum og gerðum í þessum á-
rekstrum. Ástæðan var lélegt
skyggni vegna þoku og reyks frá
ruslahaugi, þar sem verið var að
brenna sorpi. — Árekstrarnir
urðu um það bil átján kílómetra
frá Zagreb.
anna. En hann kvaðst vera þess fullviss
að málið — dagsetning brottflutnings
ísraels frá Sinai olíuvinnslusvæðunum
— yrði leyst áður en langt um liði.
Weizman, sem var í Bandaríkjunum
er hann gaf þessa yfirlýsingu, flaug
heim til ísraels í nótt til að taka þátt í
umræðum um friðarsamningana á
þingi. Hann sagði að skilnaði við
fréttamenn: ,,Nú greinir okkur aðeins á
um eina litla olíutunnu.”
Hann var að því spurður, hvort
annað hvort ríkið yrði að gefa eftir til
að endanlegir samningar næðust.
Varnarmálaráðherrann taldi svo vera.
,,I öllum samningaviðræðum verðurðu
að láta af einhverjum kröfum.” Hann
bætti því við að hann byggist við því að
nefndin, sem undirskrifar friðar-
samningana fyrir ísraels hönd myndi
»
Weizman varnarmálaráðherra: Býst
við að ísraelski hópurinn, sem undir-
ritar friðarsamningana við Egypta
leggi af stað til Bandaríkjanna á
laugardagskvöldið.
leggja af stað til Washington á laugar-
dagskvöld.
STEINUM ÚR KÍNAMÚRNUM
STOUÐ TIL HÚSBYGGINGA
Sifellt færist i aukana að
kínverskir húsbyggjendur leiti sér
fanga um byggingarefni i Kínamúrn-
um margfræga. Af þessum sökum, er
hann orðinn hálfóhrjálegur sums
staðar, þar sem menn hafa látið
greipar sópa hvað mest.
Það var Dagblað alþýðunnar, sem
skýrði frá þessum spjöllum á
múrnum. Þar var sömuleiðis frá þvi
sagt að skemmdir hafi verið unnar á
fornum görðum i austurhluta
landsins. Aðeins sjö garðar af etiefu
ásamt garðhúsunt og hofum hafa
verið lánir i friði.
Dagblað alþýðunnar hvatti til þess
að menn yrðu ráðnir til að vernda
fornar leifar landsins, svo að þær
mættu standa enn lengur íbúum
landsins til ánægju.
»
Olíuborpallur á Statfjord i Noregj
F.nglendingum og Norðmönnum er
ráðlagt að selja sem mest af oliufram-
leiðslu sinni. Það skili mun meiri
hagnaði en að nota hana á heima-
markaði.
Bretar og Norömenn:
Seljið sem mest af
Norðursjávarolíunni
Bretar og Norðmenn eiga að ein-
beita sér að því að flytja sem mest út
af Norðursjávarolíu sinni í stað þess
að nota hana á heimamarkaði, segir
meðal annars i skýrslu, sem fjárhags-
ráðgjafi Lloydsbauka birti í
Financial Times i gær.
Ráðgjafi þessi, Christopher
Johnson, sem reyndar var eitt sinn
ritstjóri Financial Times, fullyrðir að
ríkisstjórnir landanna tveggja eigi að
leggja allt kapp á að leita annarra
orkulinda í stað oliunnar, — það sé
mesti hagnaðurinn. Þannig eigi Bret-
ar að einbeita sér að aukinni kola- og
gasneyzlu auk kjarnorku, en
Norðmenn á rafmagn úr vatns-
virkjunum. Hagnaðinum af
olíusölunni eigi að verja til þessara
endurbóta.