Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.03.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. % << Munið okkar vinsælu rétti fyrir fermingar Röld borð Heitir og kaldir réttir Snittur Brauðterttur Rjómaterttur O.fl. m a/ftwrum í Glæsibæ MOKKA- JAKKAR KÁPUR Veitum 15% afslátt AF MOKKAFLÍKUM OG PELSUM NÆSTU DAGA SKINNHÚSIÐ AUSTURSTRÆTI 8 Þorlákshöfn: 72% aflaaukning íbol- fiski f rá því f fyrra —8422 lestir í ár móti 4900 lestum í fyrra Gífurleg aukning hefur orðið á fiskafla þeim sem borizt hefur til Þorlákshafnar á vertíðinni í ár miðað við fyrra ár. Hafa alls borizt á land í Þorlákshöfn frá áramótum til 18. marz 8422 lestir af bolfiski. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 4900 lestir. Aukningin milli ára er því 3522 lestir eða tæplega 72% og hefur afli í Þorlákshöfn aldrei verið jafnmikill á þessum árstíma. Meðalaflinn í róðri er nú 10,3 lestir en var í fyrra 9.2 lestir. Heildar- loðnuaflinn sem til Þorlákshafnar barst var 14500 tonn og kom Húna- röst með 10750 tonn af því magni. Nokkrir bátar hófu netaveiðar strax upp úr áramótum. Fjórir afla- hæstu netabátanna eru: Höfrungur Ill.með 646 lestir í 25 sjóferðum, Jón á Hofi með 613 lestir í 25 sjóferðum, Jóhann Gíslason með 588 tonn í 25 sjóferðum og Friðrik Sigurðsson með 558 tonn í 22 sjó- ferðum. Skuttogarinn Jón Vídalin hefur fengið 600 lestir af fiski fráára- mótum. Þorlákshöfn mun nú í ár vera með allra hæstu aflastöðum. Til Grinda- víkur hefur borizt um 100 lestum meira en til Þorlákshafnar en tölur í Vestmannaeyjum fengust ekki í gær, en þessir munu þrír efstu löndunar- staðimir. -GS/ASt. Falla þessi tré til þóknunar blikkbeljunni? DB-mynd Bjarnleifur. Á að fórna íslenzkum trjám á altari blikkbeljueignar bankamanna? ,,Við, sem búum hérna i grenndinni og eigum daglega ferð um, megum ekki til þess hugsa, að einn elzti og fegursti garðurinn í borginni verði eyðilagður og tekinn undir bílastæði,” sagði Pétur Pétursson, útvarpsþulur, í viðtali við DB. Pétur á þarna við fallegan trjálund i garðinum við Suðurgötu númer 12 í Reykjavík. Pétur sagðist hafa veður af þvt. að fyrir borgarráðsfund í dag verði lögð beiðni um þessa röskun. Fylgdi það sögunni að með þessu ætti að leysa vöntun einhverra banka á bílastæðum. „Þarna er verið að ráðgera óbætan- legt tjón fyrir svipmót þessarar gömlu og virðulegu götu,” sagði Pétur. Hann bætti við: „í Grænu byltingunni verður að vcrnda þennan stað fyrir árásum rauðu knteranna.” Ekki hefur verið leitað álits eða samráðs íbúasamtaka Vesturbæjar um þettamál. „Þarna við Suðurgötu 12 ræktaði Niels Dungal, prófessor, einhver dýrustu og fegurstu skrautblóm jarðar- innar í mörg ár. Nú sjást þarna aðeins rústir af grindum gróðurhúsanna.” sagði Pétur. ,,Við því er ekkert að segja né gera, þótt orkídeuræktun hafi verið hætt i Suðurgötunni af eðlilegum ástæðum,” sagði Pétur. ,,Hitt eralvar- legra, ef nú á að fórna ekki færri en 15 íslenzkum trjám í hjarta borgarinnar á altari blikkbeljueignar bankamanna og leggja í þeirrastaðdautt malbik.” „Þetta er mál, sem okkur Reykvík- inga varðar og kjörnum fulltrúum okkar í borgarráði er nteðal annars treysttilað standa vörð um.” Óþolandi skattaívilnun samvinnufélaganna öll íslenzk f yrirtæki sitji við sama borð segja íslenzkir stórkaupmenn miamuituii vi v,iui 11 l£,j ui 11 andi og þarf að hverfa, segir í ályktun manna. -BS. Fjörutíu og sjö snúðar Samvinnufélögin sitja við allt annað og betra borð í skattamálum en önnur félagsform að mati Félags íslenzkra stórkaupmanna. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins nýlega. Það var álit fundarins, að skattlagn- ing fyrirtækja skuli fara eftir sömu reglum, óháð því, hvert rekstraform- ið er. í ályktun aðalfundarins var bent á heimild samvinnufélaganna til greiðslu á 3/4 hlutum ágóðans i stofn- sjóð. Þessi heimild veldur því, að sam- vinnufélögin njóta algerrar sérstöðu við skattlagningu tekjuskatts. Þessi Bókaútgáfan Bros hf. í Hafnarfirði hefur sent frá sér nýja teiknimyndabók eftir Gísla J. Ástþórsson. Nefnist hún Fjörutíu og sjö snúðar. Þar er greint frá i máli og aðallega myndum Siggu Viggu, Blíðu og Gvendi. Allt eru þetta þekktar fígúrur úr Morgunblaðinu, Sigga Vigga hefur unnið hjá Þorski h/f síðan hún man eftir sér, Blíða hefur griðarlegt dálæti á snúðum ogtorgarað meðaltali 47 stk. á dag og Gvendur útgerðarmaður sent grætur á útborgunardögum. -JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.