Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 10

Dagblaðið - 20.03.1979, Síða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979. BIAÐID 'Útocfandt DagbtaM hf. FramkvnmdastJóri: Svainn R. EyJóHsson. Rltstjóri: Jónas Kristjénsson. Fréttastjóri: Jón Blrgir PMurssOfL Rhstjómarfultrút Haukur Hsigason. Skrtfstofustjóri ritstjómar Jóhannas RaykdaL Iþróttlr Halur Sknonarson. Aðstoðarfréttastjdrar Atll Stalnarsson og Úmar VakJL marsson. Msnnkigarmét Aðalstsktn IngóKsson. Hsndrit Asgrimur Piisson. Blaðamann: Anna BJamason, Asgak Tðnwason, Bmgl Slgurðsson, Dóra StafénsdðttJr, Gissur Slgurðs- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Hséur Haðason, Hslgl PStursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Gairsson, Ólafur Jónsspn. Hónnun: Guðjón H. Pélsson. LJósmyndlr Aml PéB Jóhannsson, BJamlaHur BJamlaHsson, Hðrður Vlhjéknsson, Ragnar Th. Slgurðs- son, Svakin Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkari: Prékin PoriaHsson. Sðtustjórk Ingvar Svainsson. DrsHlng- arstjóri: Mér E.M. HaHdórkson. Rltstjóm Siðumúls 12. Afgralðsla, éskriftadald, auglýslngar og skrif stofur Þ varholti 11. Aðabknl blaðslns sr 27022 (10 Onuri. Askrift 3000 kr. é ménuðl Innanlands. I lausasðki 150 kr. skitakið. Satning og umbrot DggMaðlð hf. Siðumúia 12. Mynda- og plðtugarð: HOmk hf. Siðumbla 12. Prantun: Arvakur hf. SkaHunnl 10. Aumastir allra Rannsóknaráð ríkisins hefur sett fram óhóflega íhaldssöm markmið við eflingu rannsókna og þróunar í þágu at- vinnuveganna. Samkvæmt þessum markmiðum mun ísland áfram hafa sérstöðu meðal efnaðra þjóða í litlum fjárveitingum á þessu sviði. Árið 1972 notuðu Vestur-Þjóðverjar 2,5% af þjóð- arframleiðslu sinni til rannsókna og þróunar. Þá voru íslendingar komnir upp í 0,4% og eru nú ekki komnir upp í nema 0,5%, Þjóðverjar eru fimmfalt duglegri á þessu sviði, þótt miðað sé við íbúafjölda. Bilið milli íslendinga og Þjóðverja hefur sífellt verið að aukast. Þjóðverjar hafa bætt við sig sem nemur 0,1% á ári, en íslendingar eru heil fimm ár að ná því marki. í markmiðum Rannsóknaráðs felst, að það taki íslendinga enn fimm ár að hækka sig um 0,1%. Þjóðverjar eru auðvitað þeir, sem hafa fengið harð- ast fram í að beizla vísindin í þágu atvinnuveganna. Enda er efnahagskerfi þeirra um það bil að taka við af efnahagskerfi Bandaríkjanna sem hornsteinn Vestur- landa.,Hin miklu vísindaútgjöld Þjóðverja eiga tölu- verðan þátt í þessu. Norðurlandaþjóðirnar hafa dregizt aftur úr í þessu kapphlaupi. Sem dæmi má nefna, að Norðmenn eru aðeins komnir upp í 1,3% af þjóðarframleiðslu til rannsókna ogþróunar og Svíar upp í 1,5%. En þetta er þó alténd þrefalt hærra en íslendingar. Við ættum að stefna að því að brúa þetta bil í stað þess að breikka það. Við ættum að stefna að því að bæta okkur um 0,2% á ári. Þá værum við tíu ár að ná núverandi stigi Þjóðverja, 2,5% þjóðarframleiðslu til rannsókna og þróunar. Því hefur verið spáð, að þjóðarframleiðsla íslend- inga verði 700 milljarðar á þessu ári. 0,2% af því er 1,5 milljarðar króna. Við þyrftum því að auka útgjöld til rannsókna og þróunar úr 3,5 milljörðum króna í 5 milljarða króna á árinu. Þetta er auðvitað ekki hægt að gera allt innan kerfis- ins. Rannsóknir og þróun þurfa að flytjast í síauknum mæli inn í fyrirtækin á sama hátt og með þeim þjóð- um, sem vel eru á vegi staddar, Þjóðverjum, Banda- ríkjamönnum og Japönum. Ef það á að takast, þarf að byrja að leyfa fyrirtækj- um að græða peninga. Einnig þarf að veita þeim sér- stakar skattaívilnanir fyrir framlög til rannsókna og þróunar. En þar með erum við komin að öðru vanda- máli, óbeit stjórnmálamanna á hagnaði hjá fyrir- tækjum. Rannsóknaráð ríkisins setti fram markmið sín í maí í fyrra. Þau markmið mótast sjálfsagt á raunsæju mati á, hvaða fjárveitingar sé unnt að kreista út úr stjórn- málamönnum, er lítinn sem engan áhuga hafa á rann- sóknum og þróun. Stjórnmálamenn okkar eru svo gæfusnauðir, að þeir taka ekki einu sinni mark á þeim vísindamönnum, sem þeir rausnast þó til að borga laun. Árum saman hefur ekkert mark verið tekið á tillögum fiskifræðinga um hámark leyfilegs þorskafla, svo að grófasta dæmið sé tekið. Markmið Rannsóknaráðs eru meingölluð, einmitt af því að þau byggjast á raunsæju mati á óraunsæjum stjórnmálamönnum. Þessi markmið eru svo hófsöm, að þau gefa stjórnmálamönnunum þá ímyndun, að við séum svo vel settir á sviði rannsókna og þróunar, að hægfara aukning dugi. Stundum getur umhverfið verið svo óraunsætt, að menn verða að setja fram markmið, sem virðast óraun- sæ miðað við aðstæður, en eru raunsæ miðað við efnahagslegar vonir þjóðarinnar. Rannsóknaráð hefur sett markið allt of lágt. f Salt 2 viðræðurn- ar komnar á loka- stig ; eykur vonir um að dragi úrvígbúnaðarkapp- hlaupi Bandaríkjamanna og Sovétmanna Viðræður um nýtt sovézk-banda- rískt samkomulag um takmörkun gereyðingarvopna nálgast nú loka- stig. Báðir aðilar eru sammála um að hægt verði að undirrita samning- inn í náinni framtíð. Þessa atburðar er beðið með eftirvæntingu, og það ekki aðeins meðal þjóða samnings- aðila: Með viðræðunum, sem hafa nú staðið yfir í sex ár, hefur verið fylgzt af áhuga í öllum löndum heims og þýðing þeirra fyrir varðveiziu friðar og framtíð mannkyns er fyrir löngu viðurkennd um heim allan. Samningurinn hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Efni hans er þó Herstyrkur stórveldanna er ógn- vekjandi og hljóta allir friðelskandi menn að styðja tilraunir til þess að draga úr framleiðslu gereyðingar- vopna. Myndin er af bandarisku flugmóðurskipi. það kunnugt að það hefur gefið tii- efni til umræðna og ýmist bjartsýni eða bölsýni, eftir því hverjir hafa um hann fjallað. Eins og allir samningar þar sem aðilar verða að taka tillit til álits og hagsmuna beggja og mætast á miðri leið verður hinn nýi samningur ekki neinn „óskasamningur” í öllum atriðum. Samt sem áður inniheldur hann eitt meginatriði, þ.e.a.s. vilja beggja aðila til að hætta við aukn- ingu vopna með miklum eyðingar- mætti og að búa í haginn fyrir niður- skurð þeirra vopna sem þegar eru fyrir hendi. Rundruð milljóna íbúa jarðar byggja vonir sínar á samningnum, því hann gefur vonir um frið á jörðu. Skoðanakannanir í Bandaríkjunum hafa staðfest að yfir 81% Banda- ríkjamanna styðja undirritun Salt-2 samningsins. Engin slík könnun hefur farið fram í Sovétrikjunum. en vitað er að þar styður sovézka þjóðin stefnu ríkisstjórnar sinnar, þar á meðal Salt-2 samninginn. Salt- viðræðurnar eiga sér andstæðinga, meðal annars í Bandaríkjunum sjálfum. Og enda þótt þeir séu ekki margir eru þeir áhrifaríkir í þjóðlíf- inu. Það er mjög líklegt að þeir séu flestir meðal þeirra hópa sem missa spön úr aski sínum með takmörkun vígbúnaðar og afvopnun. Þar er einnig að finna þá sem neita að fallast á nokkurt hugsanlegt samkomulag milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna. Einnig eru sumir bandarískir stjórnmálamenn ekki svo mótfallnir samningnum sem slíkum, en vilja nota hann til að koma fram þrýstingi á Sovétrikin. Tilraunir til að nota samninginn til þrýstings á Sovétríkin byggjast á þeirri skoðun, að Sovétríkin þurfi meira á honum að halda en Banda- Götunauðganir og aðrar nauðganir Nauðgun hefur sérstöðu meðal annarra afbrota, því að fyrirlitning almennings á afbrotinu bitnar oft jafn mikið á fórnarlambinu og af- brotamanninum. Konan, sem kærir nauðgun, er í þeirri einstöku að- stöðu, að það er hún, sem þarf oft á tíðum að sanna sakleysi sitt. Og til þess að gera það, verður hún að skýra frá einkamálum sínum og því, sem á daga hennar hefur drifíð. Fortíð hennar getur því skipt meira máli fyrir úrslit málsins heldur en ferill af- brotamannsins. Hún er að vísu betur stödd, ef nauðgunin hefur átt sér stað á dimmum og drungalegum stað, og ef hún er ókunnug manninum, sem hefur nauðgað henni, og ef hann hefur misþyrmt henni svo áverkar sjáist. Hún er betur stödd að því leyti, að henni verður frekar trúað. Ef hún þekkir manninn, sem hún kærir og hefur ekki sýnilega áverka, þarf hún ekki að búast við, að frá- sögn hennar þyki trúverðug. Hér leynast þær hugmyndir að baki, að konan hafi sjálf á einhvern hátt hvatt manninn til afbrotsins. Hún hafi gefið honum vísbendingu, sem hann nauðgana.sem verða fréttaefni í dag- blöðum. Þá er um átök á milli ókunnugra að ræða. Átökin geta gerst hvar sem er, í húsasundi eða á göngustíg til dæmis. í hugum margra er þetta hin dæmigerða nauðgun. ^ „Konan, sem kærir nauðgun, er í þeirri ein - stöku aðstöðu,að það er hún, sem þarf oft á tíðum að sanna sakleysi sitt.” hafi farið eftir. Konur geti þess vegna sjálfum sér um kennt, ef illa fer.' Þannig stuðlar nauðgunarhræðsla að því, að konur geta ekki hegðað sér eins og þær sjálfar kjósa. Skýringa á henni er oftast leitað í af- brigðilegu kynlífi mannsins, sem nauðgar. Það er hins vegar margt, sem bendir til þess, að þessar nauðg- anir séu aðeins lítið brot af þeim

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.