Dagblaðið - 20.03.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. MARZ 1979.
ríkin. Það er þannig hugsað, að ef
Sovétríkin vilja fá þennan samning
þá verði þau að hafna sumum grund-
vallarsjónarmiðum sínum í utanríkis-
og jafnvel innanríkismálum.
En staðreyndin er að báðir aðilar
þarfnast samningsins og báðir græða
á honum. Með þetta í huga væri eðli-
legt að Sovétríkin gerðu hliðstæðar
kröfur til hins aðilans. En það er
alveg ljóst að slíkt myndi á engan hátt
flýta fyrir undirritun hans eða færa
hann nær. Það ætti að vera fyrir
löngu orðið öllum ljóst að þýðing
samningsins er svo mikil að það má
ekki tengja undirritun hans neinu
öðru.
IT I JI
Að lokum finnast þeir sem gagn-
rýna samninginn af því að, sam-
kvæmt þeirra áliti, hann gangi ekki
nógu langt í átt til raunhæfrar
afvopnunar. Vissulega gerir hann
það ekki, það er ekki hægt að búast
við að hann taki til slíkra langtíma-
sjónarmiða. Það reyndist nógu erfitt
á þessu stigi málsins að fá reist þak á
þróun hinna hættulegri vopna-
tegunda. En það sem er þýðingar-
meira er að Salt-2 samningurinn
skapar hagstæðar kringumstæður
til að ná lengra á vegi raunhæfrar
afvopnunar, bæði hvað snertir
vopnategundir og vopnamagn, en
þetta væri að miklum mun erfiðara
án Salt-2samnings.
Salt-2 samningurinn er líklegur til
að gefa nýjum afvopnunarviðræðum
byr undir báða vængi, svo sem um al-
gert bann við tilraunum með kjarn-
orkuvopn, eða niðurskurð víg-
búnaðar og fækkun í herjum í Mið-
Evrópu. Síðast en ekki sízt, undir-
ritun saltsamningsins myndi án efa
hafa mjög jákvæð áhrif á alþjóðlegt
andrúmsloft í heild.
Hvað gerist ef samningurinn
verður ekki uridirritaður? Það gæti
orðið endurvakning kalda stríðsins,
ásamt áróðri striðsæsingamanna sem
vilja halda áfram vigbúnaðarkapp-
hlaupinu. Slíkt myndi leiða til hömlu-
lausrar vopnaframleiðslu. Með
öðrum oröum yrði kjarnorkueyði-
legging fyllilega raunhæfur mögu-
leiki.
nauðgunum, sem eiga sér stað. Og að
þær séu af öðrum ástæðum en flestar
nauðganir.
Ýmsar rannsóknir benda til þess,
að algengustu nauðganirnar séu þær,
þar sem þolandinn þekkir afbrota-
manninn. Þau hafi ekki hist af tilvilj-
un, heldur hafi stefnumótið verið
fyrir fram ákveðið. Jafnvel eru dæmi
þess, að menn skipuleggi nauðguniná^
áður, að svo miklu leyti, sem það er
hægt. Hér duga ekki þær skýringar,
að maðurinn sé á einhvern hátt kyn-
ferðislega afbrigðilegur. Þessar
nauðganir eiga ekkert skylt við kyn-
líf. Markmið nauðgunarinnar er að
lítilsvirða og niðurlægja konuna. í
slikum tilvikum er um beina valdbeit-
ingu að ræða. Átök milli tveggja, þar
sem hinn sterkari sigrar.
Það hefur verið ríkjandi viðhorf að
líta á nauðgun sem einstakan atburð.
Sem sorglegt dæmi um ógæfu fólks.
Þessi skoðun hefur orðið til vegna
þess, að talið hefur verið, að nauðg-
un táknaði útrás á bældum hvötum.
Þessi viðhorf þarfnast endurskoðun-
ar vegna þess, að afbrotið nauðgun
verður ekki skýrt nema tengja það
þjóðfélagsgerð þess þjóðfélags, sem
um ræðir. Hér er átt við það að ríkj-
andi viðhorf til kynlífs á hverjum
tima hafa áhrif á það, hvernig litið er
á nauðganir. Meðferðin á þolandan-
um, konunni, fer eftir því, hvernig
athafnafrelsi kvenna er háttað_og
Kjallarinn
HildigunnurOlafsdóttir
eftir því hvaða leikreglur gilda um
samskipti karla og kvenna. Eru allir
sammála eða ríkir misskilningur um
það, hvernig nútímakonan er?
Hvernig er valdakerfi þjóðfélagsins
byggt upp? Verða þeir, sem eru
valdalitlir, að sætta sig við réttlæti,
sem þeim er skammtað af hinum
valdameiri? Þannig, að þeim sem
kæra yfirgang er ekki trúað nema
kæran falli inn í hina hefðbundnu
mynd af nauðgunum?
Hildigunnur Ólafsdóttir
afbrotafræðingur.
11
SLAGORD LEYSA
ENGAN VANDA
1 33. þing Alþýðusambands íslands
markaði stefnu í Iánamálum, sem
kölluð var þá launajöfnunarstefna.
Þessi stefna setti svip sinn á
samningana sem gerðir voru 1977,
hina svokölluðu „sólstöðu-
samninga”. Þá var tekin upp sú
regla að hækka kauptaxta um
sömu krónutölu upp launastigann, en
ekki i prósentuvís, einnig var það
látið gilda um verðlagsbætur, þær
komu í sömu krónutölu á allt kaup.
Þarna var tekin upp launajöfnun,
sem lengi var búin að vera
réttlætismál og er reyndar enn. En
Adam var ekki lengi í Paradís, því í
mars 1978 var aftur upptekin, við
verðbótaútreikninginn, sú gamla
útjaskaða prósenturegla, sem alla tíð
hefur stuðlað að launamisrétti í
landinu.
Hvers vegna hefur forusta
Alþýðusambandsins fallið frá þeirri
launajöfnunarstefnu sem samþykkt
var á 33. þingi þess? Ætlar stjórn
Alþýðusambandsins ekki að fara að
koma til framkvæmda ályktunum
um atvinnumál og kjara- og efna-
hagsmál og beita til þess öllum
tiltækum ráðum?
Síðan þetta þing var haldið, hefur
margt gerst og mikið vatn runnið til
sjávar. Kosningar fóru fram á síðasta
ári, og þá gerðist sá gleðilegi at-
burður, sem lengi verður í minni
hafður, að fyrrverandi ríkisstjórn
fékk verðskuldaða ráðningu, en
verkalýðsflokkarnir unnu sinn
glæsilegasta sigur fram að þessu. En
slíkum sigri fylgir mikil ábyrgð sem
þessir flokkar mega ekki bregðast,
þeir verða að fara að vinna að
framgangi þeirra mála sem
Alþýðusambandsþing gerði ályktanir
um, og þeir tóku upp á arma sína í
kosningabaráttu sinni, og er baráttan
við verðbólguna þar efst á blaði. Hér
dugir ekkert hálfkák lengur, það
verður að ráðast að rótum meinsins
af festu og áræði.
Sama ráðning
Forsætisráðherra hefur lagt fram
drög að frumvarpi í ríkisstjórninni,
þar sem gerð er heiðarleg tilraun til
að takast á við þann vanda, sem
verðbólgan er og hefur alltaf verið,
en þegar loksins á að takast á við
meinið í fullri alvöru, þá fara sumir
stjórnmálamennirnir og forustu-
menn verkalýðshreyfingarinnar, allt í
einu að hlaupa útundan sér, og það í
takt við sjálft afturhaldið í landinu,.
höfuðóvin alþýðunnar. Þeir þora
ekki að skera að rótum meinsins,
vegna þess að það gæti orðið
óvinsælt hjá einhverjum og kannski
og í stjórn landsins, að nú geta þeir
komið þessum málum fram ef hugur
fylgir máli. Hví er það ekki gert, til
hvers er verið að draga þetta á
langinn? Það er ekki nóg að semja
fagrar ályktanir. Það þarf að koma
þeim í framkvæmd.
Fyrir verð-
bólgubraskarana
Ennfremur segir: „Efnahagsá-
stand er nú ótryggt og þjóðarbúið
gengur á stórkosdegri skuldasöfnun
erlendis, sem vex ár frá ári. Sóknin i
verðbólgugróða beinir fjárfestingu í
óskynsamlegar framkvæmdir, sem
ekki skila auknum þjóðartekjum og
nýtast ekki alþýðu landsins.” Er ekki
kominn tími til að stöðva slíka fá-
sinnu? Hverjum er verið að hampa
með því að viðhalda þessu ástandi?
Ekki hinum almenna launamanni,
sem engan veginn getur látið dag-
vinnutekjur sínar hrökkva fyrir
brýnustu nauðþurftum. Hann verður
að vinna myrkranna milli til að lifa
mannsæmandi lífi. Nei, hér er verið
að vinna fyrir verðbólgubraskara og
aðra þurfalinga íhaldsins.
Enn skal vitnað i ályktunina:
„Þingið telur að núverandi efnahags-
ástand, sem einkennist af óða-
verðbólgu, stórfelldri skuldasöfnun
erlendis og óskipulegri fjárfestingu,
valdi óvissu um atvinnuhorfur og
gefi tilefni til uggs, þótt ekki hafi
komið til almenns atvinnuleysis.”
Þessi lýsing átti vel við ástandið
eins og það var, er stjórn Geirs
Hallgrímssonar sat að völdum, sem
hélt að sér höndum og lyfti ekki einu
sinni litla fingri til að sporna við
verðbólgunni, en steig hrunadansinn
af miklum fjálgleik, svo að nálgaðist
heimsmet í verðbólguaukningu. Enda
Kjallarinn
Ólafur Sigurðsson
£ „Það mætti líkja Alþýðubanda-
íaginu við hest, sem lengi hefur verið
í hafti en heldur áfram að hoppa, þótt
búið sé að losa hann við haftið.”
tapast eitthvað af atkvæðum. Nú
verða þessir vísu menn að taka sig á
og horfast í augu við vandann, beita
raunhæfum aðferðum til Iangtímaúr-
bóta í efnahagsmálum þjóðarinnar
og kveða verðbólgudrauginn niður í
eitt skipti fyrir öll. Ef þeir sameinast
ekki um það nú að reisa efnahags-
málin við og kveða verð-
bólgudrauginn niður, já, þá eru
þetta glataðir menn, sem ekki ættu
að koma fram fyrir alþjóð í næstu
kosningum, því þá fá þeir sömu
ráðningu og íhaldið fékk í síðustu
kosningum.
f ályktun um atvinnumál frá 33.
þinginu segir. „öryggi í atvinnu og
afkomu verður einungis reist á
heilbrigðu efnahagslifi. Beita verður
samræmdri efnahagsstefnu til þess
að tryggja vinnu og bæta kjör alls
vinnandi fólks.”
Finnst ykkur ekki, góðir
forustumenn í ASÍ, vera kominn tími
til að gera eitthvað raunhæft í
þessum málum? Nú er tækifærið til
að framkvæma hlutina og koma
fram hagsmunamálum launþega. Nú
er staða stjórnmálanna sú og styrkur
flokkanna, sem telja sig berjast fyrir
hina lægst launuðu, svo mikill á þingi
var í lok kjörtímabilsins allt að fara í
strand og atvinnulífið að stöðvast. Þá
hélt atvinnuleysið innreið sína hér á
Suðurnesjum, því það svæði hafi allt-
af verið afskipt, ekki
talið með öðrum landshlutum og þar
af leiðandi illa í stakk búið til að
standast þann mikla samdrátt i
sjávarafla, sem orðið hefur hér á
síðustu árum.
Nú, en hefur þetta þá ekki lagast,
síðan hinir ágætu sigurvegarar
kosninganna tóku við? Því miður
hafa viðbrögðin ekki verið nógu
hressileg og borið alltof mikirin keim
af hinum gömlu íhaldsúrræðum und-
anfarandi ára, þar sem aldrei hefur
verið tjaldað nema til einnar nætur í
senn.
Sanngjarnar
verðbætur
lægstlaunaðra
Nei, ágætu stjórnmálaskörungar
og forustumenn verkalýðshreyfing-
arinnar, hættið þessum skrípaleik,
sem búið er að leika alltof lengi, að
rétta launafólki nokkrar krónur á
þriggja mánaða fresti sem eru svo
hirtar aftur um leið með hækkuðu
verðlagi, gengissigi og alls konar
brögðum, svo að verðlag breytist svo
að segja daglega. Væri ekki rétt að
þið gerðuð nú ærlega tilraun og að
þið tækjuð upp sanngjarnar
verðbætur á laun, þannig að hinir
lægstlaunuðu séu ekki alltaf
hlunnfarnir? Sé það niðurstaða
verðlagsnefndar að verðbætur þurfi
að greiða á laun, þá greiðið öllum
sömu bætur, það er að segja að allir
fái jafnmargar krónur. Það er algert
ranglæti að sá sem hefur 400 þús. i
mánaðarlaun fái helmingi hærri
verðbætur en sá sem hefur 200 þús.,
svo dæmi sé tekið. Hækkandi
verðlag hlýtur að koma verr niður á
þeim, sem lægri launin hefur, þannig
að í raun og veru ætti hann að fá
hærri verðbætur en hinn til þess að
mæta hækkandi verðlagi, vegna þess
að hann hefur helmingi minna til að
spila úr. Finnst ykkur það nokkur
sanngirni að sá, sem lægstu launin
hefur, geti til dæmis aðeins fengið
einn lítra af mjólk fyrir sínar
verðbætur, þegar hinir, sem eru í
hærri launaflokkum fá tvo lítra eða
jafnvel fjóra lítra? Er þetta réttlæti?
Nei, hér eiga allir að fá jafnt, annað
er ekki réttlætanlegt.
Enn segir í ályktun 33. þings ASI
„Verðbólgan brennir upp spariféð,
veldur þjóðfélagslega óhagkvæmri
umframfjárfestingu og beinir fjár-
magni frá atvinnuuppbyggingu og í
spákaupmennsku og brask, jafnvel í
svo ríkum mæli, að stofnað er til
sýndarrekstrar til þess að fá aðgang
að fjármagni og verðbólgugróða í
skjóli aðstöðu og fáleitra skattaá-
kvæða. Byrðunum af verðbólgunni
er á hinn bóginn sífellt velt af fullum
þunga yfir á herðar alþýðunnar. Þvi
ítrekar þingið þá grundvallarkröfu,
að dregið verði úr verðbólgunni og
fjárfestingarmálum komið í skipulegt
horf.”
Sá flokkurinn, sem stærstan sigur
vann í kosningunum í sumar,
Alþýðuflokkurinn, en hann nær þre-
faldaði þingmannatölu stna, setti á
oddinn í kosningabaráttunni að
glíma við verðbólguna, koma henni
niður á viðráðanlegt stig og taka fjár-
festinguna fastari tökum og beina
henni inn á skynsamlegar brautir með
hag alþjóðar í huga. Út á þessa
stefnu vann hann sinn stóra sigur, því
að það er staðreynd, sem þið stjórn-
málamenn ættuð að taka tillit til, að
launafólk er farið að sjá hvílík fjar-
stæða og vitleysa það er að stíga á-
]fram þennan tryllta hrunadans verð-
bólgunnar, þgr sem kaupgjaldið
eltir verðlagið og verðlagið
kaupgjaldið i eilífum hringdansi, eins
og kom fram í fyrra, að 70%
kauphækkun gaf aðeins 5%
kaupmátt. Slíkt er dauðadæmt. Þetta
jer launafólk farið að sjá og er því
reiðubúið að taka á sig nokkrar
jfórnir, tímabundið, til að hægt sé að
Istöðva hringekjuna og taka upp
■heilbrigða launa- og efnahagsstefnu,
er tryggir því bætta afkomu og betri
|og öruggari lífskjör, er frá líður.
Það er því alveg óskiljanlegt, að
það skuli vera Alþýðubandalagið,
'hinn sigurvegari kosninganna, sem
íennþá tvístígur í hringdansinum og
tefur framgang þessa máls, þannig
að ekki er enn eftir sex mánaða
stjórnarsamstarf farið að gera neitt
raunhæft til að stöðva darraðar-
dansinn, heldur eilífar smáskammta-
lækningar, með hinum gömlu íhalds-
úrræðum, og aðeins tjaldað til einnar
nætur. Það . mætti líkja
Alþýðubandalaginu við hest, sem
lengi hefur verið i hafti en heldur á-
fram að hoppa, þótt búið sé að losa
hann við haftið, þangað til hann áttar
sig á þvi að hann getur hreyft
fæturnar eðlilega. Það er kominn
tími til fyrir Alþýðubandalagið að
átta sig á því, að kjósendur veittu
verkalýðsflokkunum brautargengi í
síðustu kosningum og veittu þeim
vald til að hafa áhrif á stjórn lands-
ins, ekki til þess að allt veltist fram
sem áður, heldur til að framkvæma
þá „grundvallarkröfu, að dregið
verði úr verðbólgunni og fjárfesting-
armálum komið í skipulegt horf”.
Takið á málunum af festu og einurð.
Slagorð leysa engan vanda.
Ólafur Sigurðsson
formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Gerðahrepps.