Dagblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979.
22
S
Útvarp
Hvað er á seyði um páskana?
Sjónvarp
19.35 Þjóðarmorð i Kampútseu. Olafur Gisla-
son flytur erindi.
20.00 KammertónUst Brussel-trióið leikur Trió
op. 1 nr. 2 í G-dúr cftir Ludwig van Beet-
hovcn.
20.30 jSUdarhreistur”, smisaga eftir Guðlaug
Arason. Höfundur les fyrri hluta.
21.00 Kvðldvaka. a. Einsöngun Þorsteinn
Hannesson syngur islenzk lög með Sinfóniu-
hljómsveit íslands; PáU P. Pálsson stj. b.
Þegar eldavélin kom. HaUgrímur Jónasson rit-
höfundur flytur frásöguþátt. c. Melkot I
Reykjavik. Baldur Pálmason les stutta frásögu
Guðrúnar Eiríksdóttur í Hafnarfirði um
hjónin i Melkoti, Bjöm og Guörúnu, — svo og
kvœði Jóns Magnússonar um þau. d. Litið eitt
af langri ævl Sigurrós Guðmundsdóttir rifjar
upp sitthvað í viðtaU við Guðrúnu Guðlaugs-
dóttur. e. Ormurinn og skrimslin i Lagarfljóti.
Rósa Gisladóttir ies úr þjóðsögum Sigfúsar
Sigfússonar. f. Kórsöngun Karlakór Reykja-
vikur syngur lög eftir Björgvin Guðmundsson;
Páll P. Pálsson stj.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Viösjá: ögmundur Jónasson sér um þátt-
inn.
23.05 Harmonikulög. John Molinari leikur.
23.20 Á hljóðbergi. Umsjón: Bjöm Th. Bjöms-
son. Kvöldstund með dönsku leikurunum Lise
Ringheim og Henning Moritzen.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
**£ Sjónvarp
^ * •_
Miðvikudagur
18. apríl
18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stund-
inni okkar frá siðastliðnum sunnudegi.
18.05 Börnin teikna. Kynnir Sigríður Ragna
Sigurðardóttir.
18.15 Hláturleikar. Bandarískur teiknimynda-
flokkur. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.40 Náttúruskoðarinn. Nýr, brezkur fræðslu-
myndaflokkur um náttúrufar og dýralif viða
um heim, gerður af náttúrufræðingnum David
Bellamy. Fyrsti þáttur. Þýðandi óskar
Ingimarsson.
19.05 Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Nýjasta tckni og visindL Umsjónarmaður
ömólfur Thorlacius.
21.00 Lifl Benovský. Fimmti þáttur. Afanasia.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
22.15 Lax I hættu. Mynd þessi lýsir tjóni þvi,
sem reknetabátar valda á norska laxastofnin-
um. Þcir veiöa fisk, sem laxabændur hafa
ræktað með ærinni fyrirhöfn, og netin særa og
eyðileggja fjölda fiska, sem ganga síöan i
árnar, en cru varla mannamatur. Þýðandi
Bogi Amar Finnbogason. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
22.35 Dagskrárlok.
Útvarp
Miðvikudagur
18. apríl
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
7.10 Leikfiml. 7.20 Bæn: Séra Bernharður
Guðmundsson flytur.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn: Páll
Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00
Fréttir).
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.).
Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin
valL 9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: Sigrún Valbergs-
dóttir heldur áfram að lesa þýðingu slna á sög-
unni „Steffos og páskalambið hans” eftir An
Rutgers (2).
9.20 LeikfimL
9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög, frh.
11.00 Höfundur kristindómsins, bókarkafli eftir
Charles Harold Dodd. Séra Gunnar Bjömsson
i Bolungarvik les kafla um dauöa og upprisu
Krísts, — þriðja og slðasta hluta.
11.25 KirkjutónUst „Missa brevis" eftir Zoltán
Kodály.MariaGyurkovics, Edit Gancs, Timoa
Cxer, Magda Tiszay, Endre Rö6ler og György
Littassy syngja með Búdapestkómum og Ung-
versku ríkish(jómsveitinni; höf. stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir. Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.20 Litli barnatíminn. Stjórnandinn, Sigríður
Eyþórsdóttir, rabbar um sumardaginn fyrsta
SÖNGVAKEPPNISJÓNVARPSSTÖDVA
EVRÓPU,—sjónvarp á annan í
páskum kl. 21,20:
M jólk og hun-
ang hallelúja
Hljómsveitin Milk and Honey sem sigraði I Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu
með laginu Hallelujah.
Af flutningi skemmtiþáttar Sam-
einuðu þjóðarinnar sem boðaður hafði
verið~á annan í páskum verður ekki
að sinni þar sem ákveðið hefur verið að
geyma þáttinn til 17. júní. En i staðinn
geta poppáhorfendur glatt sig viö að
sýnd verður söngvakeppni sjónvarps-
stöðva Evrópu, Eurovision.
Söngvakeppnin var í þetta sinn
haldin í ísrael og þótti mörgum það
skjóta nokkuð skökku við þar sem
keppnin er kennd við Evrópu. Er þar
sem ísraelar sigruðu á síöasta ári urðu
þeir að halda við fornri venju og bjóða
heim. AUar þær þjóðir sem undanfarin
ár hafa tekið þátt i keppninni þáðu
boöið að undanteknum Júgóslövum og
Tyrkjum sem ekki mættu af póUtískum
ástæðum.
Varúðarráðsáfanir voru gífurlegar i
kring um keppnina. AUir þeir sem voru
\__________________________________
viöstaddir hina beinu útsendingu urðu
aö sýna sérstök skilriki og fylgdi öllum
keppendum öflugur lífvörður. Ekki var
selt inn á keppnina en sérstaklega völdu
fólki boðið að koma og vera viðstatt.
Enda varð kostnaðurinn gifurlegur.
Sagt er að keppnishaldið hafi kostað
eina milljóna doUara eöa hátt á fjóröa
hundrað mUljóna íslenzkra króna. Er
þetta hreint ekki svo lftið fyrir þjóð sem
er að byggja efnahag sinn upp frá
grunni jafnframt því að reka einn
öflugasta her i heimi.
En ísraelar eiga rétt á þvi að halda
keppnina aftur á næsta ári. Þeir
sigruðu sem sé alla gesti sina i keppn-
inni. Hljómsveitin Milk and Honey bar
sigurorö af öllum þó ekki munaði
miklu á henni og spænska fuUtrúanum
Betty Missiego. Þriðja 1 röðinni var svo
franska söngkonan Anne Marie David.
-DS.
___________________________________/
AFTURGÖNGURIBSENS,—sjónvarp páskadag kl. 20.00:
Það borgar sig ekki
að giftast til fjár
Þetta leikrit Ibsens vakti á sínum
tíma mikla hneykslun og víða hefur
verið bannað að sýna það. Ástæðan er
sú að ein persónan, ungi sonurinn í Al-
ving-fjölskyldunni, er með kynsjúk-
dóminn sýfilis. Hann hefur erft hann
frá föður sínum, Alving skipstjóra,
sem var jafnlauslátur og hann var
ríkur.
Kona skipstjórans, Helena, giftist
honum á' sínum tima fyrir áeggjan
móður sinnar og frænkna, sem fullviss-
uðu hana um, að það væri ófyrirgefan-
legt af henni að neita svo efnuðum
biðU. Hún elskaði prestinn, séra
Manders, en það gat nú ekki af þvi
orðið, að þau næðu saman,-
Þegar leikritið hefst, er Alving eldri
löngu dáinn. Frú Alving hefur byggt
munaðarleysingjahæli fyrir arfinn og
séra Manders er kominn til að vígja
það. Og sonurinn Osvald er nýkominn
heim frá París. Hamingjan virðist blasa
við þeim öllum.
En ekki er allt sem sýnist. í raun og
veru er andrúmsloftið á þessu heimili
gegnsýrt af ótta, falsi og sjálfsblekk-
ingu.
V____________________________________
Engin af persónunum er skoðuð eins
rækilega niður í kjöUnn og frú Helana
Alving. Ibsen hefur oft velt fyrir sér
stöðu eiginkonunnar, þeirrar, sem er
vernduð af efnuðum eiginmanni, en í
raun og veru er eins og fangi í gylltu
búri. Hvergi dregur hann upp grimmari
mynd af þessum aðstæðum heldur en í
Afturgöngunum. Leikritið er eins og
byggt á ummælum, sem höfð voru eftir
honum um þetta leyti: „Þeir, sem gifta
sig af öðrum hvötum en ást, leiða refs-
ingu skapanornanna yfir afkomendur
sína, eins þótt þeir beri fyrir sig trúar-
legar eða siðrænar ástæður.”
- IHH
Frú Helena Alving (Henny Moan) og
hinn sjúld einkasonur hennar, Oswald
Alving (Bentein Baardson).
J
og lesnar verða tvær smásögur eftir Sigurbjörn
Sveinsson.
13.40 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Sú nótt gleymist aldrei”
eftir Waher Lord. Gisli Jónsson les þýðingu
sina (3).
15.00 Miðdegistónleikan Zino Francescatti
leikur með Filharmoniusveitinni i New York
Fiðlukonsert i EWúr op. 77 eftir Johannes
Brahms; Leonard Bemstein stjómar.
15.40 ísienzkt mák Endurtekinn þáttur Gunn-
laugs Ingólfssonar frá 14. þ.m.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn-
ir).
16.20 Poppborn: Halldór Gunnarsson kynnir.
17.20 Útvarpssaga baraanna: „Leyniskjalið”
eftir Indriða (Jlfsson. Höfundur les (8).
17.40 Á hvitum reitum og svörtum. Jón Þ. Þór
flytur skákþátt og segir frá skákþingi Islands.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar.
19.35 Gestir i útvarpssaL Ingvar Jónasson og
Hans Paalsson frá Svíþjóð lcika saman á víólu
og pianó Sónötu f f-moll op. 120 eftir
Johannes Brahms.
20.00 Úr skólalifinu. Kristján E. Guðmundsson
stjómar þættinum, þar sem fjallað verður um
fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi.
20.30 jSfldarhrcistur”, smásaga eftir Guðlaug
Arason. Höfundur les siðarí lestur.
21.00 Tuttugustu aldar tónlist Áskell Másson
kynnir „Vor i Appalachiufjöllum” eftir Aaron
Copland. Filharmoniusveitin í New York
leikur; Leonard Bernstein stj.
21.30 Kvæði eftir Bjaraa Thorarensen. Þorleifur
Hauksson lcs.
21.45 Sextándu aldar tónlist fyrir gitar og áslátt-
arhljóðfæri. Siegfried Behrend og Siegfried
Fink leika.
22.10 Loft og láð. Pétur Einarsson sér um flug-
málaþátt og ræðir við Bjöm Jónsson deildar-
stjóra um Alþjóðafiugmálastofnunina og
tengsl hennar við ísland.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun-
dagsins.
22.50 Úr tónlistarlifinu. Knútur R. Magnússon
sér um þáttinn.
23.05 Svört tónlist Umsjón: Gerard Chinotti.
Kynnir: Jórunn Tómasdóttir.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
19. apríl
Sumardagurínn fyrsti
,8.00 Heilsað sumri. a. Ávarp útvarpsstjóra,
Andrésar Björnssonar. b. Sumarkomuljóðeftir
Matthias Jochumsson. Herdis Þorvaldsdóttir
leikkona les.
8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Útdráttur úr
forystugreinum dagbl.
8.30 Vor- og sumarlög, sungin og leikin.
9.00 „Vorið og sumarið” úr Árstíöunum eftir
Joseph Haydn. Edith Mathis, Nicolai Gedda,
Franz Crass syngja ásamt Madrigalakórnum i
MUnchen með hljómsveit Rikisóperunnar í
Múnchen; Wolfgang Gönnenwein stj.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 „Vorhljómkviðan”. Nýja filharmoniu-
svcitin i Lundúnum leikur Sinfóníu nr. 1 op.
38 eftir Robert Schumann; Otto Klemperer
stjórnar.
11.00 Skátamessa.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 Vaglaskógur. Óskar Halldórsson dósent
les stutt erindi eftir Jón Kr. Kristjánsson á
Viðivöllum í Fnjóskadal.
13.45 Sigfúsar-syrpa.Sinfóniuhljómsveit íslands
leikur lög eftir Sigfús Halldórsson; Páll P. Páls-
son stjómar.
14.00 Erum við á réttri leið? Finnborg Scheving
stjómar þætti um uppeldismál. Rætt við Jar-
þrúði Ólafsdóttur, Guðfinnu Eydal og Krist-
ján Guðmundsson.
14.30 Miðdegistónleikar. Frá landsmóti
islenzkra barnakóra á Akureyri 17. marz sl.
Sextán bamakórar víðsvegar að syngja islenzk
og erlend lög.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn-
ir).
16.20 „Vorsónatan”. Mischa Elman og Joseph
Seiger leika Sónötu nr. 5 i F-dúr fyrir fiðlu og
pianó eftir Ludwig van Beethoven.
16.40 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen kynnir
óskalög bama.
17.30 Baraatími. Fóstumemar sjá um efnisval
og flutning.
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. FréttaaukL Tilkynningar.
19.35 Daglegt máL Ámi Böðvarsson flytur þátt-
inn.
19.40 tslenzldr einsöngvarar og kórar syngja.
20.10 Leikrit: „Vitni saksóknarans” eftir
Agöthu Christíe. Þýðandi: Inga Laxness. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson. Persónur og leik-
endur
Sir Wilfrid Robarts.......Gísli Halldórsson
Leonard Vole..........Hjalti Rögnvaldsson
Romaine...................Helga Bachmann
Myers.................Steindór Hjörleifsson
Mayhew.......................ÆvarKvaran
Wainwright dómari............Valur Gislason
Carter................Guðmundur Pálsson
Heame leynilögreglufulltrúi..............
..........................Helgi Skúlason
Réttarritari..........Valdemar Helgason
Janet Mac Kenzie.................Guðbjörg
Þorbjamardóttir
Gréta.................Kolbrún Halldórsdóttir
Hin konan.................Lilja Þórisdóttir
22.00 Kvöldtónleikar islenzkra llstamanna. a.
Kammerkórinns yngur sumarlög. Söngstjóri:
Rut L. Magnússon. b. Sinfóníuhljómsveit
íslands leikur lög eftir Emil Thoroddsen; Páll
P. Pálsson stj.
t----------------------------T
HREKKLAUSILIÐHLAUPINN SLOVIK,
ÓBREYTTUR HERMAÐUR
NR. 36.896.415:
Eini liðhlaup-
inn sem skot-
inn var
Laugardaginn fyrir páska verður
flutt í útvarpinu dagskrá sem nefnist
Hrekklausi liðhlaupinn Slovik, óbreytt-
ur hermaður nr. 36.896.415. Klemenz
Jónsson, leiklistarstjóri útvarpsins,
stjómar flutningnum og sagði hann að
dagskráin væri flutt þennan dag þar
sem um væri fjallað nokkurs konar
krossfestingu. Því krossfestingar hefðu
átt sér stað á öllum tímum.
Dagskráin er gerð af Dananu n
Viggo Clausen cftir verkum Þjóðverj-
ans Hans Magnus Ezenberger. Viggo
hefur unnið átta slíkar dagskrár og
hefur ein þeirra verið flutt áður í út-
varpi. Var það á páskum fyrir tveim
árum og nefndist dagskráin Siðustu
bréfin. Hún var samantekt á bréfum
manna sem þeir höfðu skrifað rétt áður
en þeir voru teknir af lífi. Áætlanir eru
uppi um að flytja hinar sex dagskrárnar
síðar.
Sagan af hrekklausa liðhlaupanum
Slovik er saga Bandaríkjamanns sem
tekinn var af lífi fyrir liðhlaup í síðari
V_____________________________________
heimsstyrjöldinni. Þó að yfir 40 þús-
und bandarískir liðhlaupar væru þá um
alla Evrópu var Slovik sá eini sem tek-
inn var af lífi. Hann var skotinn öðram
til viðvörunar og til þess að hægt væri
að segja að liðhlaupi hefði verið tekinn
aflífi.
Sögu Sloviks er fylgt alveg frá fæð-
ingu þar til hann stendur uppi við vegg-
ínn framan við byssuhlaupin.
Sögumaður í dagskránni er Hjörtur
Pálsson, Klemenz les hlutverk Viggo
Clausen, Hjalti Rögnvaldsson les
Slovik og Anna Kristín Arngrímsdóttir
hlutverk konu hans. Aðrir lesarar eru
Óskar Halldórsson, Óskar Ingimars-
son, Gunnar Stefánsson, Gerður G.
Bjarklind, Knútur R. Magnússon og
Þorbjörn Sigurðsson.
Klemenz Jónsson sagði að eftir sínu
mati væri dagskráin frábær frá hendi
höfunda. Hér á landi er samvinna á
milli dagskrárdeildar og leiklistar-
deildar um gerð hennar.
- DS
____________________________________;