Dagblaðið - 08.05.1979, Side 1
5. ÁRG. - ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ1979 — 103. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.
— „mánaðarf ramleiðsla umfram” fyrstu fjóra mánuði ársins
„Það hafa aldrei verið eins margar
fæðingar hjá okkur og núna. Það má
segja að við séum komin með heila
mánaðarframleiðslu umfram það
sem vant er á fyrstu fjórum mánuð-
um ársins,” sagði Kristín Tómasdótt-
ir, ljósmóðir á fæðingardeild Lands-
spitalans, í samtali við fréttamann
DB.
„Fæöingar núna eru orðnar 140
fleiri en á fyrstu fjórum mánuðunum
í fyrra. Við höfum aldrei farið yfir
200 fæðingar á mánuði fyrr en núna í
marz að við fórum upp i 210. Hinir
mánuðirnir þrír voru einnig yftr
meðaltali.
Fjölburðafæðingar eru einnig
fleiri. 11 tvíburar eru þegar fæddir og
von á nokkrum núna í mai. En allt
árið í fyrra fæddust 28 tvíburar.
Skýring? Ætli hún sé ekki sú, að
fólki finnst gaman að eiga börn,”
sagði Kristín.
Hulda Jensdóttir forstöðumaður
Fæðingarheimilisins í Reykjavik
hafði svipaða sögu að segja. ,,Við
höfum meira að segja orðið að út-
hýsa verðandi mæðrum þvi við
höfum ekki haft nóg pláss. Flestar
voru fæðingarnar í marz og apr'tl en
þá var alltaf fullt út úr dyrum.
Ætli skýringin sé ekki að fólk vill
eiga börn á þessu barnaári,” sagði
Hulda.
Árni Ingólfsson, yfirlæknir
fæðingardeildar sjúkrahússins á
Akranesi, hafði einnig orðið var við
taisverða fjölgun fæðinga. „Fæðing-
ar eru heldur fleiri en í fyrra. Árið
1977 voru óvenjufáar fæðingar.
Þeim fjölgaði aftur í fyrra og enn í
ár,” sagði hann.
Kristmundur Ásmundsson, að-
stoðarlæknir á fæðingardeild sjúkra-
hússins á Akureyri sagði: „Það hefur
verið óvenjumikið að gera bæði i
fæðingum og mæðraskoðun. Fernir
tvíburar fæddust í síðasta tnánuði og
þykir þaðmikið hér nyrðra.”
Ungviðið leitar i sólskinið eftir kuldakastið sunnanlands að undanförnu.
DB-mynd Hörður
\
Ríkisstarfsmenn felldu:
Uggvænleg verðbólguþróun
— segir fjármálaráðherra—áfall fyrir ríkisstjórnina og stjórn BSRB
Ríkisstarfsmenn felldu samkomu-
lag stjórnar og samninganefndar
BSRB við fjármálaráðherra. Niður-
stöður lágu fyrir seint i gærkvöldi.
4510 voru á móti en 2032 vildu sam-
þykkja.
,,Ég geri ráð fyrir því að 3% verði
greidd, en það hefur þó enn ekki-
verið rætt í ríkisstjórninni,” sagði
Tómas Árnason fjármálaráðherra í
morgun. Kostnaður ríkisins þá níu
mánuði sem greiða þarf til áramóta
nemur um 1700—1800 milljónum
króna, en ekki var gert ráð fyrir þess-
um greiðslum við fjárlagaundirbún-
ing.
Það má líta á útkomuna sem áfali
fyrir ríkisstjórnina og stjórn BSRB.
Þetta gengur á svig við stefnu ríkis-
stjórnarinnar. Það er ákaflega erfitt
að skapa samstöðu með þjóðinni
gegn verðbólgu, því svo mikil er tor-
tryggni launþegahópa hvers í annars
garð.
Alvarlegast er að sú stefna ríkis-
stjórnarinnar um samstöðu um engar
grunnkaupshækkanir á árinu hefur
beðið skipbrot. Orsökin er vafalaust
sú að töluverðar breytingar hafa
verið á launum, þótt engin grunn-
kaupshækkun hafi orðið. Mestu
veldur að Alþýðubandalagið í
borgarstjórn Reykjavíkur knúði fram
þaklyftingu á laun hærri launa-
manna. BHM fylgdi í kjölfarið og
siðan aðrir, m.a. flugmenn.
Slík 3% hækkun þýðir um 2%
aukna verðbólgu og það er uggvæn-
leg þróun ofan á þá verðbólgu sem
fyrirer.” -JH
Eftir BSRB-atkvæðagreiðsluna:
„ALLT FER AF STAÐ*
„Stilla verður hálaunamönnum upp við vegg,” segja stjórnarliðar
„Ég tel víst að allt fari af stað eftir
að BSRB hefur fellt samkomulagið,”
sagði Árni Gunnarsson alþingis-
maður (A) í morgun. Launþegar
mundu gera kaupkröfur. Hálaun-
hópar væru þegar i gangi. „Við
verðum að stilla hálaunamönnum
upp við vegg,’” sagði Ólafur Ragnar
Grímsson alþingismaður (AB).
Magnús H. Magnússon félagsmála-
ráðherra sagöi að „kauphækkunar-
skattur” kæmi til greina, þannig að
kauphækkanir yrðu jafnóðum teknar
með skatti á launþega og atvinnu-
rekstur.
„Annaðhvort verður að hindra að
hálaunamenn fái kauphækkanir eða
taka þær jafnóðum af þeim með
öðrum aðgerðum,” sagði Ólafur
Ragnar. Hann sagði að nýtt launaþak
eða hátekjuskattur kæmi til greina.
„Efnahagsstefna forsætisráðherra
er farin fyrir bí,” sagði Ólafur
Ragnar ennfremur. _hh
Norðanáttin
hægir á
— en ekki koma
sunnanvindar
„Við skulum nú ekki taka of djúpt i
árinni með veðrabreytingar,” sagði
Markús Á. Einarsson veðurfræðingur í
viðtali við DB í morgun.
„Hlýtt loft er ekkert farið að berast
til okkar og gerir líklega ekki á næst-
ur.ni. Það sem hefur gerzt er hins vegar
það að hægt hefur á vindum að
norðan, þannig að sæmilega hlýtt er að
deginum. Og sólin hjálpar til. En við
búumst ennþá við að svalt verði á nótt-
unni og frost allan daginn fyrir
norðan,” sagði Markús. Nánar má sjá
veðurfar í morgun á dagbókarsíðunni á
bls. 20. - DS
Tjaldanesmálið:
„Engin ný
gögn haf a
borizt”
„Þetta eina mál, mál drengsins sem
átti að hafa vcrið barinn, var rann-
sakað og afgreitt,” sagði Ólafur Ólafs-
son landlæknir um ásakanir Réttar-
verndar á hendur forstöðumanni
Tjaldaness. „Niðurstöður og aðgerðir
hafa alla tíð verið kunnar aðstandend-
um málsins og þeim heimilt að krefjast
frekari aðgerða, en engin ný gögn hafa
borizt.
öll málsskjöl liggja á skrifstofu land-
læknis og samkvæmt lögum eiga allir
aðilar málsins rétt á fullum aðgangi og
innsýn í þau.
Lögfræðingar Réttarverndar fengu
alla þá fyrirgreiðslu sem óskað var
eftir. Ef núverandi lögfræðingi sam-
takanna er ekki kunnugt um þetta,
getur hann leitað upplýsingar um slíkt
hjá fyrirrennurum sínum.
Þáttur fréttamanns í máli þessu er
slíkur, að embættið mun leita áli(s siða-
nefndar Blaðamannafélagsins á
'honum,” sagði landlæknir að lokum.
— sjánánarábaksíðu
Ólafur Ólafsson landlæknir: „Þetta
eina mál rannsakað og afgreitt.”
-Visismynd.