Dagblaðið - 08.05.1979, Blaðsíða 10
3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979.
MMBIAÐIÐ
v>ígefandi: Dagbiaðið hf.
mkvæmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson.
•• !>..stjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannos Roykdal. Fréttastjóri: Ómar
i, Vrxkiimarsson.
‘--óttir Hallur Símonarson. Monning: Aðalsteinn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson.
"•laðamflnn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, AtJi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt-
r, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson.
hönnun: Guöjón H. Pálsson.
jósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs
on, Sveinn Pormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorioifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Droifing-
. rstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Titstjóm Síðumúla 12. Afgroiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
, Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 tínur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið.
i .otning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun:
'lrvakur hf. Skoifunni 10.
Ríkið sveltir
Neytendasamtökin
, ,,Núna á síðustu misserum hafa átt
sér stað ánægjulegar breytingar í neyt-
endamálum á íslandi,” sagði Svavar
Qestsson viðskiptaráðherra nýlega í
kveðju til Neytendasamtakanna. Síðan
sagði hann:
,,Ein ástæðan, og ef til vill ekki sú
þýðingarminnsta, er sú, að ýmis dagblaðanna hafa
tekið upp fastar neytendamálasíður, sem hafa orðið til
þess að vekja fjölda fólks, fleiri en nokkru sinni fyrr,
til umhugsunar um neytendamálefni.”
Lengst í þessu efni hefur gengið Dagblaðið, sem
hefur um árabil birt daglega neytendasíðu. Þar hefur
mikil áherzla verið lögð á verðkannanir, útgjaldakann-
anir og kannanir á matreiðslukostnaði. Fjöldi fólks
hefur tekið þátt í þessum útreikningum.
Markmiðið er fyrst og fremst að afla neytendum
verðskyns í verðbólgunni. Slíkt er einkar erfitt, þegar
verðbreytingar eru örar. Mismunandi verð getur verið
á sömu vöru*i sömu búð, þóttálagning sé jafnan rétt.
Er varan þá yfírleitt keypt til landsins á mismunandi
tíma og á misjöfnu gengi.
Um þetta segir Svavar: ,,Svona þröskuldar mega
hins vegar ekki verða til þess, að menn gefist upp. Ég
held, að þessir þröskuldar verði í raun og veru að verða
mönnum hvatning til þess að ganga enn rösklegar til
verks en ellaværi.”
Reynsla Dagblaðsins er sú, að neytendur geti þjálfað
með sér verðskyn, þrátt fyrir verðbclguna. Hin ótal-
mörgu bréf, sem blaðinu hafa borizt út af athugunum
á heimiliskostnaði, benda til þess, að margar fjöl-
skyldur verði sér úti um umtalsverða lífskjarabót með
útsjónarsemi í innkaupum.
Þetta nýja verðskyn þarf að virkja í frjálsum sam-
tökum. Viðskiptaráðherrann segir réttilega í kveðju
sinni, ,,að umtalsverður árangur verði aldrei, fyrr en
upp hefur risið í landinu víðtæk og marktæk neytenda-
hreyfing, hreyfing sem er svo sterk, að stjórnvöld verði
að taka tillit til óska hennar og ábendinga.”
Neytendasamtökin hafa eflzt á undanförnum miss-
erum. Stofnun ákaflega öflugrar deildar í Borgarnesi
varð hvati stofnunar deildar á Akranesi. í undirbún-
ingi eru deildir á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og
Norðfirði. Vonandi fylgja aðrir kaupstaðir og kaup-
tún landsins í kjölfarið.
Svavar Gestsson segir líka: ,,Svona hreyfíng þarf að
komast af stað miklu víðar og ef það gerist, þá líður
ekki langur tími þangað til neytendasamtök í landinu
verða virkt afl í verzlunar- og viðskiptamálum öllum.”
Verðlags- og gæðaeftirlit er bezt komið í höndum
neytenda og samtaka þeirra. Á þann hátt einan geta
neytendur komið fram sem sterkur aðili að markaðin-
um á sama hátt og seljendur vöru og þjónustu. Til-
raunir ríkisins til verðlagseftirlits ættu að beinast að
stuðningi við rannsóknir og fræðslu Neytendasamtak-
anna.
Nágrannar okkar á Norðurlöndum hafa séð þetta.
Þar er víðast hvar lítið sem ekkert opinbert verðlags-
eftirlit, en neytendasamtök njóta aftur á móti mikils
stuðnings hins opinbera. Þar eru opinberir styrkir 80®7o
af tekjum samtakanna en hér aðeins 25%.
Neytendasamtökin skortir mikið fé til eigin rann-
sókna og til staðfæringar erlendra rannsókna, svo og
til fræðslu og skipulagsmála. Útgáfumálin koma svo af
sjálfu sér, því að samtökin hafa greiðan aðgang að
Dagblaðinu og ýmsum öðrum fjölmiðlum. Nú síðast
hafa samtökin samið við Vikuna um neytendafræðslu.
Ríkið þarf bara að margfalda fjárframlögin til neyt-
endamála.
Vestræn samvinna:
Aö halda Tyrk-
landiá floti
—ef nahagsvandi Vestur-Evrópu ekki jaf n mikilvægur
fyrir Atlantshafsbandalagið síðan á dögum Marshall-
hjálparinnar
Efnahagslíf vestræns ríkis hefur
ekki blandazt jafnmikið inn í við-
horfið til Atlantshafsbandalagsins
siðan á tímum Marshallhjálparinnar.
Augu manna beinast að Tyrklandi,
einu af meðlimum Atlantshafs-
bandalagsins þar sem löngum hefur
verið sviptivindasamt í efnahags-
málum. Ástandið þykir óvenju alvar-
legt um þessar mundir.
Forráðamenn Atlantshafsbanda-
lagsins hafa mestar áhyggjur af því
að núverandi lýðræðisstjórn í land-
inu falli og við taki hernaðareinræði.
Þar með gæti hafizt keðja atburða
sem eru ófyrirsjáanlegir en mjög al-
varlegir í augum hernaðarsérfræð-
inga Atiantshafsbandalagsins.
Tyrkland er og hefur verið talið
ráða yfir þeim landsvæðum sem
mikilvægust eru fyrir bandalagið
hvað varðar allt eftirlit á hernaðartil-
burðum Sovétmanna. Mikilvægi
Tyrklands hefur enn aukizt eftir að
Khomeini og menn hans ráku Banda-
rikjamenn frá íran og þeir geta því
/0\
ekki lengur rekið eftirlitsstöðvar
sínar þar í landi.
Stöðugleiki í Tyrklandi er einnig
mikils virði fyrir ríki Vestur-Evrópu
ekki síður en Bandaríkin. Tyrkland
er stærsta ríkið innan Atlantshafs-
bandalagsins i Evrópu. Um það bil
jafnstórt að fiatarmáli og Frakkland
og Vestur-Þýzkaland til samans.
Mannfjöldi þar er um það bil 43
milljónir og Tyrkland hefur einnig
mestan fjölda undir vopnum af
Vestur-Evrópurikjum, 600.000
manns.
Ekkert riki Atlantshafsbandalags-
ins hefur lengri sameiginleg landa-
mæri með Sovétríkjunum en Tyrk-
land. Auk þess Jiafa tyrknesk yfir-
völd stöðugt auga með ferðum allra
sovézkra skipa sem leið eiga úr
Svartahafinu út á Miðjarðarhafið.
Efnahagslífið í Tyrklandi er aftur á
móti í rústum. Verðbólgan hefur
verið rúmlega fimmtíu af hundraði
árlega. Afkastageta atvinnuveganna,
í það minnsta iðnaðar, er aðeins nýtt
til hálfs. Atvinnuleysi er rúmlega
tuttugu af hundraði.
Stjórnendur Tyrklands hafa stöð-
ugt síðan í byrjun síðasta árs farið
fram á efnahagsaðstoð frá banda-
mönnum sínum í vestri. Lítið hefur
gengið í þeim efnum til skamms tíma.
En þó tókst Bulent Ecevit, forsætis-
ráðherra Tyrklands, sem kom til
valda snemma á árinu 1978, að semja
við Alþjóðabankann um greiðslufrest
og fá ráðamenn Atlantshafsbanda-
lagsþjóðanna til að lofa að kanna
málefni Tyrklands gaumgæfilega.
Alexander Haig, yfirmaður herafla
bandalagsins, hefur lagt þunga
áherzlu á nauðsyn þess að styðja
Tyrkland efnahagslega. Eftir stöðug-
an drátt á ákvörðunum virðist nú svo
komið að fjölþjóðahjálparáætlun sé í
burðarliðnum.
r
Til hvers er barizt?
Séu þeir einhverjir launþegarnir i
þessu landi sem skilið eiga hærri laun
en almennt gengur og gerist eru það
vissulega sjómenn. Vil ég sist að þeim
sneiða i þeim efnum en hitt er þó
jafnvist að miðað við ástand kjara-
mála i landinu nú og þjóðfélags-
ástandið yfirleitt eru síðustu launa-
kröfur yfirmanna á farskipum full-
komlega óverjandi. Þó mikill munur
sé á kjörum þessara manna og flug-
manna eru verkfallsaðgerðir þessara
stétta nú til að knýja fram óheyri-
legar kröfur beint tilræði við vinnu-
friðinn og allar tilraunir til að hemja
víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags.
Það er kannski sorglegast til þess
að hugsa þegar fjallað er um kjara-
mál að forysta verkalýðsfélaga og
ríkisstjórnir landsins hafa gersamlega
brugðist þvi hlutverki að stemma
stigu við óhóflegum launamismun í
landinu. Hann hefur á síðustu ára-
tugum vaxið að mun og af þeim sök-
um er friðurinn á vinnumarkaði eilíf-
lega í hættu og það ekkert síður
vegna ágreinings milli starfsstéttanna
en milli atvinnurekenda og launþega.
Og nú er svo komið að ótrúlegt er að
hinir lægstlaunuðu meðal launþega
geti tekið á sig kjaraskerðingu eða að
minnsta kosti kaupstöðvunina sem
fyrirsjáanleg er ef einhver árangur á
að nást í baráttunni við verðbólguna
en hún er jafnframt mestur vágestur
einmitt þessara þjóðfélagshópa. Og
til hvers er þá barist?
Launaaðall
Sjómannastéttin er á ýmsan hátt
miðlæg I allri launamálaumræðu i
landinu enda þótt allflestir sjómenn
eigi öðrum lögmálum að lúta en
flestir launþegar, þ.e.a.s, aflahlut. Sú
staðreynd kom þóekki í veg fyrir það
að fyrir nokkuð mörgum árum hófu
nokkrar stéttir launþega róttæka
kjarabaráttu og vildu miða sig í laun-
um við skipstjóra á aflahæstu bátum,
einkum sildarbátum.
Þótt ótrúlegt sé varð þessum
hópum vel ágengt og eru nú orðnir að
launaaðli í landinu. Þeir verja nú
kjör sín með tilvísun til kjara stéttar-
bræðranna erlendis enda þótt aug-
Ijóst sé að væri öðrum stéttum gefinn'
kostur á slíku þyrftu tekjur manna
allvíða að tvö- eða þrefaldast.
Síðan þessi óheillastefna var upp
tekin og af því ekki var spyrnt nægi-
lega við fótum I upphafi hefur stöð-
ugt aukist launamismunurinn milli
launþega og er nú svo komið að í
landinu hefur komist á legg launaað-
all, launþegar sem ekki „arðræna”
aðra launþega samkvæmt ritúalinu
en ræna þá samt. í þeim hópi ber
mest á flugmönnum en þar er einnig
að finna fjölda háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna og margar stéttir
launarrjanna aðrar.
Óhófleg yfirvinna nokkurra stétta
verður raunar til að skekkja þessa
mynd þar sem slíkir hafa miklar
9 „Ríkisvaldiö og samtök launþega ættu aö
taka strax höndum saman um að segja
aðlinum stríð á hendur með það fyrir augum
að bæta hin verri kjör á kostnað óhófsins.”
I