Dagblaðið - 08.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979.
5
Garðar frá PatreksGrði. Elzta skip flotans en eigi að sfður færði það mest afla-
verðmæti að landi f krónum talið allra vertfðarbáta.
BÍLALEIGA
Til sölu er bílaleiga á góðum stað, leiguhús-
næði, um 250 ferm, góð aðstaða. Hentugt að
reka verkstæði eða sprautun jafnhliða. Til-
boð leggist inn á augld. DB merkt „Bíla-
ieiga" fyrir 15. maí.
Elzta skipið —
mest verðmæti
— Garðar f rá Patreksf irði með efstu skipum
— verðmæti aflans mest eða 120,5 milljónir
„Verðmæti fisksins upp úr sjó var
120,5 milljónir króna, mesta verð-
mæti á vertíðarbát í vetur,” sagði
Jónatan Stefánsson vélstjóri á mb.
Garðari Ba-64 frá Patreksfirði þegar
DB hitti hann á förnum vegi í
Reykjavík í gær.
Garðar var með aflahæstu bátum á
vetrarvertíð, þó ekki efstur, en vegna
góðs mats á fiskinum og mikils
þorsks í afla var afli hans verðmæt-
astur í heildina.
Garðar er sem kunnugt er eitt elzta
skip islenzka bátaflotans og stundum
kallaður — sögualdarbærinn —.
Skipið er stálskip, smíðað i Noregi
árið 1912, en eigi að síður mjög gott
skip með öruggri aflvél, 460 ha. List-
er Blackstone frá árinu 1964.
„Hún sló aldrei feilpúst og hlýddi
eins og þægt barn,” sagði Jónatan
vélstjóri okkur. „Mætti kannski vera
hraðgengari en stundum er líka gott
að fara hægt en komast það.”
Kannski fylgir góður andi þessu
forna aflaskipi sem 'eitt sinn var
þekkt sem aflaskipið Siglunesið á
síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Áhöfnin .var samhent að sögn Jóna-
tans og eitt var sameiginlegt með
bátnum og matsveininum: báðir
komnir á ellilaunaaldurinn, 67 árin.
Stóðu báðir líka vel fyrir sínu.
Mest fengu þeir á Garðari 42 tonn i
lögn í vetur. Næsta verkefni skipsins
er að fara í slipp í Stykkishólmi en
þar á að hressa eitthvað upp á hinn
sextíu og sjö ára öldung.
—emm/ÓG.
Ný leið til að minnka smjörf jallið?
SMJÖR BLANDAÐ
S0JA0LÍU
— smjörlíkislögin ekki látin gilda
Osta- og smjörsalan hefur áhuga á
framleiðslu á smjöri með íblöndun
óhertrar jurtaolíu, sojaolíu, svipað því
sem Svíar hafa selt síðustu 10 ár undir
nafninu Bregott. Með stjórnar-
frumvarpi, sem kom fram í gær, er ætl-
unin að greiða fyrir slikri framleiðslu
hér.
Með frumvarpinu á að taka slíka af-
urð undan lögum um tilbúning og
verzlun með smjörlíki og láta gilda um
hana sömu lög og taka til framleiðslu á
venjulegu smjöri.
Með breytingunni, sem frumvarpið
felur í sér, á að koma þeirri skipun á að
önnur feitiefni en úr mjólk megi nema
allt að 25% af heildarfeitimagni rjóma,
smjörs, osta eða mjólkur án þess að
nefnist smjör-, rjóma-, ost- eða mjólk-
urlíki.
í greinargerð segir að þessi breyting
eigi að vera kleif með hliðsjón af nýjum
viðhorfum við geymslu og gerð mat-
væla. Mun þess vegna talið að ekki
þurfi jafnströng lög.
-HH.
Fóturinn tvíbrotnaði
í vélh jólaslysi
Ungur piltur hlaut mjög alvarlegan
áverka í umferðarslysi fyrir síðustu
helgi. Var hann léttu vélhjóli á leið
austur Álfhólsveg er hann lenti í
árekstri við bifreið sem kom móti
honum Álfhólsveginn og sveigði svo að
því er virtist fyrir hann upp i Meltröð.
Höggið var mikið og bæði bill og hjól
skemmdust mikið.
Pilturinn lærbrotnaði og einnig
brotnaði leggur sama fótar og var það
opið brot. Að sögn Kópavogslögregl-
unnar missti pilturinn mikið blóð og
var um tíma í gjörgæzludeild en dvelst
nú í skurðdeild til aðgerða.
-ASt.
Kuldinn róaði menn niður
Kuldinn virðist hafa haft nokkuð reglunni. Að vísu væri ávallt nóg að
letjandi áhrif á marga um liðna helgi. gera við ýmiss konar vandamál fólks en
Rúnar Guðmundsson aðalvarðstjóri í engin stórmál hefðu verið á ferðinni.
Reykjavíkurlögreglunni sagði að bæði Einkum ætti þetta við þegar tekið væri
aðfaranótt laugardags og sunnudags tillit til að þetta var fyrsta helgi eftir
hefði verið venju fremur rólegt hjá lög- mánaðamót. -ÓG.
Línubrengl í f rétt DB
Línubrengl varð í baksíðufrétt DB í „Sambýliskona Ómars Valdimars-
gær um nýja fréttastjóra blaðsins, sonar er Dagmar Agnarsdóttir og eiga
þannig að merkingin varð mjög vill- þau þrjú börn.”
andi. Rétt átti umrædd málsgrein að
vera svona: Þetta leiðréttist hér með.
Þú sparar þér 10% af bensínnotkun þinni ef þú setur ný
Champion kerti í bílinn þinn á 8—10 þús. km fresti.
Hvar er þetta ókeypis bensín?
Það er í bensíntankinum á bílnum þínum, ef þú gætir þess
að setja alltaf ný Champion kerti í bílinn á réttum tíma, en
kaupir áfram bensín í sama magni og sá sem trassar það.
Eyði bíllinn 10 lítrum á hundraðið sparar þú bensín fyrir kr.
25.600 á 10 þús. km akstri. Kerti í 4 cyl. vél kosta kr. 2.240.
Endanlegur sparnaður er þá kr. 23.360. Fyrir þá upphæð
færðu á núverandi verði 91 lítra af bensíni.
Tekur tankurinn þinn svo mikið?
CHAMnON
o
-<
r~
2
3J
+
Q
P°
I
iv>
cn
Allt á sama stað Laugavegi 118-Simi 22240
EGILL VILHJÁLMSSON HE