Dagblaðið - 08.05.1979, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979,
2
t
Fóstureyðingar
— réttur f ósturs borinn fyrir borð
Einn sem fékk að lifa skrifar:
Margt hefur verið rætt og ritað um
fóstureyðingar undanfarin ár, og nú,
'síðast er Þorvaldur Garðar Kristjáns-
ison flutti frumvarp um að félagslegar
ástæður fyrir fóstureyðingu yrðu af-
numdar. Þá risu rauðsokkur ásamt
fleirum upp á afturlappirnar og mót-
mæltu harðlega. Ég get ekki skilið
ungar stúlkur sem ganga með heil-
brigt fóstur og láta eyða því. Ég trúi
því ekki að það sé til svo mikil fátækt
á íslandi að ekki sé hægt að ala upp
eitt barn. Að heilbrigð stúlka sem
gengur með heilbrigt fóstur lætur
eyða því, finnst mér bera vott um
ansi mikla einstaklingshyggju og rétt-
ur fóstursins vera fyrir borð borinn
Það er nefniiega þánnig í pottinn
búið að stundum er fóstri eytt bara
vegna þess að móðirin vill alls ekki
eiga barnið þó að nógir peningar séu
fyrir hendi og aðstaða. Frægar eru
sögurnar sem gengu hér manna á
meðal um stúlkur sem áttu efnaða
foreldra og flúðu til Svíþjóðar til að
láta eyða lífi sem hafði kviknað í lík-
ama þeirra.
En það er annað sem mig langar til
að koma að. í öllum umræðum um
fóstureyðingar sem hafa farið fram
hér á landi í blöðum, útvarpi, og
sjónvarpi hefur einu veigamiklu
atriði verið algjörlega sleppt. Það er
möguleikinn fyrir ófrískar mæður á
að gefa barnið. Við vitum að það er
stór hópur barnlausra hjóna sem eiga
þá heitustu ósk að eignast barn, og
þessi þrá hefur orðið svo mikil að
bamlaus hjón hafa tekið að sér barn
frá annarri heimsálfu. Möguleikar
fyrir barnlaus hjón að eignast barn
eru ekki miklir, eins og við sjáum,
þegar barnlaus hjón hafa leitað til
annarrar heimsálfu um hjálp. Við
verðum að athuga það að eitt barn
sem gefíð er til barnlausra hjóna
hefur fært viðkomandi hjónum
mikla hamingju. Ég get aldrei fallist á
það að heilbrigðu fóstri sé eytt þegar
þessi möguleiki er fyrir hendi,
þ.e.a.s. að gefa barnið. Það er nefni-
lega þannig að væri ég getinn í dag
við sömu aðstæður og fyrir 21 ári eru
95% líkur á því að mér yrði sturtað í
klósettið.
Að fá að sitja aftan á hefur sjálfsagt veríð mjög spennandi.
Frásagnakeppni útvarpsins
— úrslitsenn kunn
Nafnlaus sögumaður skrifar:
f tilefni þess að Ríkisútvarpið efndi
til samkeppni um frásagnir ýmsar,
sem menn er lifðu hernámsárin á ís-
landi geymdu i minni sínu, og síðari
skilafrestur til útvarpsins rann út 1,.
marz, langar mig til að spyrja hver
orðið hafi afdrif þessarar samkeppni,
þar eða ekkert hefur heyrzt frá stofn-
uninni um hana síðan.
Ég var einn þeirra sem sendi inn
efni i þessa samkeppni og auðvitað
má ég ekki láta nafns míns getið. Það
er í lokuðu umslagi hjá þeim blessuð-
um.
DB hafði samband við Baldur
Pálmason hjá Ríkisútvarpinu og
kvað hann dómnefnd enn vera að
lesa ritgerðir þessar. Bjóst hann við
að úrslit yrðu kunn i lok þessa mán-
aðar og verða þau þá auglýst bæði í
útvarpi og í dagblöðunum.
Er ferðakostnaðurinn of hár?
— Það kostar sitt að f á nýjan síma
I.csandi hringdi:
Ég er einn af þeim mörgu Breið-
holtsbúum sem fengu nýjan síma nú
fyrir stuttu. Þegar ég fékk tilkynn-
ingu um að síminn ætti að koma inn-
an 6 vikna fór ég og greiddi fyrir-
framgreiðslu mína eins og vera ber.
Nú hef ég móttekið rukkun um síðari
hluta gre'ðslu sem hljóðar upp á
54.660 krónur. Við því er vist ekkert
að gera þótt manni finnist þessi upp-
hæð of há. Eitt er þó sem vakti sér-
staka athygli mína og það er liðurinn
Érðakostnaður sem hljóðar upp á
000 k.ónur. Hvernig er mögulegt að
ta mann greiða 4000 krónur í ferða-
astnað þessara símamanna?
DB hafði samband við Viktor
Ágústsson hjá Pósti og síma og
sagðist hann ekki sjá aðþettagjald
væri of hátt, m.a. vegna þess að leyfi-
legt er að taka hærra gjald í ferða-
kostnað þegar bifreið sú sem notuð er
er sérstaklega útbúin fyrir það erindi
sem viðgerðarmaður rekur. Er hér
um að ræða nokkurs konar lager á
hjólum, því í bifreiðinni eru öll verk-
færi og útbúnaður sem þarf til síma-
lagningar. Einnig kvað Viktor gjald
þetta nokkuð sniðið eftir því sem
einkafyrirtæki taka fyrir akstur ef
viðgerðarmenn eru kallaðir í heima-
hús.
DB hafði einnig samband við
Rögnvald Larsen hjá Rafiðjunni og
kvað hann fyrirtækið fara eftir
ákveðnum taxta við akstur. Rafiðjan
er staðsett við Smiðjuveg í Kópavogi.
Gjald frá Smiðjuvegi í Breiðholt yrði
um 1718 krónur. Frá Smiðjuvegi til
Hafnarfjarðar 2797 krónur og frá
Smiðjuvegi út á Seltjarnarnes 2405
krónur.
FYLGISKJAL MEÐ REIKNINGI C<:
!
I
31/3
Stofrgácld nýr síml, aíðarl hlutl.....
KostnaOargJald " " .......
Uppsetnlngarglald apaltengils.........
Afnotagjaid tll 1/5 '79...............
Ferðakostnaður........................
Vinna.................................
r 20* af kr.J8.467
23.000
11.100
1.800
2.567
4.000
t 4.500
46.967
7.693
Reykjsvlk.
-1/5-
1»79_
-54.66Q
V
4 1/2 mánaða gamált fóstur.
VORBLÓMK)
—verndum allan gróður
Helgi Þorláksson skrifar:
Á hverju vori hugar garðeigandinn
að gróðri sínum, leitar honum skjóls
og verndar, losar moldina og velur
besta áburðinn. Á harðindavori á
gróðurnálin erfitt uppdráttar og hana
keluroft.
En á þessu ári erum við sérstaklega
minnt á skyldur okkar við annan
frumgróður, börnin okkar. Við íhug-
um því hvar við getum hlúð betur að
þeim, svo að þeim líði vel og framtíð-
arheill þeirra verði sem best tryggð.
Við íslendingar stöndum þjóða
fremst hvað snertir líkamlega heilsu-
gæslu, en getum stundum verið í
nokkrum vafa hvort andleg líðan
barna sé jafn vel tryggð í velferðar-
ríki okkar. Spyrja má t.d. hvort
harkan og váfréttirnar sem sífellt ber-
ast að augum og eyrum barna okkar
herpi ekki þeirra sálargróður með
likum hætti og frostið nístir við-
kvæman gróður moldarinnar. Fjöl-
miðlar og bækur eru barmafull illtið-
inda. Þau tíðindin þykja markverð-
ust og seljanlegust prentvara í máli og
myndum. Margir óttast áhrif slíkra
uppeldisskilyrða. Bókin hefur verið
handhægasta afþreyingarefni okkar
og er það raunar enn. Bókin hefur
mótað íslendinginn, hugsanir hans
og viðhorf og svo mun áfram verða.
Ábyrgð höfunda og útgefenda er því
mikil. Vandi foreldra er líka sá að
velja barni sinu lesefni sem jafnhliða
vekur gleði og eflir þroska og þekk-
ingu hins unga gróðurs. í glys-
skreyttu fánýti fjölmargra bóka og
bæklinga sem fylla margar búðarhill-
ur verður ýmsum leit að góðmeti.
Það er því gleðiefni að geta bent
foreldrum á lítið og ódýrt rit, sem
okkur verður boðið til kaups nú um
helgina. Er það ársritið Vorblómið,
sem unglingareglan hefur nú gefið út
i hálfan annan áratug. Þar er ekkert
Ijótt aö finna, ekkert sem hrellir eða
veldur kali viðkvæmri barnssál, en
.nokkrar stuttar sögur, ljóð og leikrit
auk annars efnis til skemmtunar og
fróðleiks. Þrír valinkunnir kennarar,
Eiríkur Sigurðsson, Olafur Hjartar
og Ragnar Þorsteinsson hafa valið
efnið að þessu sinni og er það trygg-
ing fyrir vönduðu verki.
Ritið er fallegt og handhægt hvort
sem er til upplesturs fyrir börn eða í
hendur barns sem leitar sér sjálft
svölunar og þroska við lestur.
Og viljirðu gefa barni þínu vísi að
góðu bókasafni þá skaltu kanna í
bókabúð Æskunnar hvað enn fæst af
þ.eim 15 árgöngum Vorblómsins sem
áður eru komnir. Það lesefni skemm-
ir engan en veitir marga ánægju-
stund.
Verndum á þessu vori allan gróður
— en eigi síst þann sem okkur birtist
og býr í viðkvæmri barnssál.
„Verndum á þessu vorí allan gróður,
en eigi sist þann sem okkur birtist og
býr í viðkvæmrí barnssál.”
Raddir
lesenda