Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 11

Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAl 1979. Fyrstu merki þess kornu fram í ræðu sem Jimmy Carter forseti Bandaríkjanna hélt 10. apríl síðast- liðinn. Þá tilkynnti hann að frum- ‘varp yrði lagt fyrir fulltrúadeild þingsins í Washington um að Tyrk- landi yrði veitt 150 milljón dollara fjárhagsaðstoð. Sagðist hann gera sér vonir um að Vestur-Þýzkaland og jafnvel fleiri ríki mundu einnig koma til hjálpar. Samkvæmt heimildum í Brussel ætla Vestur-Þjóðverjar að leggja fram 250 milljónir dollara en ekki er ljóst hvort þar er um aðstoð eða lang- tímalán að ræða. Frakkar munu leggja fram 80 milljónir dollara og Bretar 15 milljónir. Auk þessara ríkja Atlantshafs- bandalagsins er búizt við að Japan muni koma þarna til hjálpar auk Saudi-Arabíu, sem hyggst veita allt að 250 milljónum í formi vörukaupa- lána. Síðastnefnda ríkið hefur lengi haft það fyrir reglu að aðstoða illa stödd ríki múhameðstrúarmanna. t Tyrklandi eru fagrar og fornar byggingar.Verðbólgan er aftur á móti hrikaleg og atvinnuleysi mikið. Kjallarinn Kjartan Jónasson tekjur fyrir mikla vinnu eins og sjó- mennirnir okkar. Engu að síður er full ástæða til að ráðast gegn yfir- vinnunni rétt eins og hátekjunum þar sem alveg er Ijóst að stór hluti yfir- vinnunnar er óþarfur og með henni er verið að ræna þjóðfélagið miklum fjármunum og fjölskyldurnar tóm- stundum sínum. Þak á launin Og nú er mál að linni. Rikisvaldið og samtök launþega ættu að taka strax saman höndum um að segja aðlinum stríð á hendur með það fyrir augum að bæta hin verri kjör á kostnað óhófsins. Við höfum ekki efni á því að isíenskur launþegi verði að láta börn sín alast upp sjálfala á götunum til þess að annar islenskur launþegi geti ekið um á 10 milljón króna stöðutákni, búið undir Laugarásnum og farið til útlanda mörgum sinnum á ári. Það eina sem dugir eru lög sem binda hlutfall hæstu og lægstu tekna í landinu til dæmis þannig að hin hæstu laun geti aldrei orðið meira en helmingi hærri en hin lægstu. Slíkt er vel framkvæmanlegt og fram- kvæmdarleysið getur ekkert áfsakað nema viljaleysið. Þó slíkar aðgerðir passi hvorki inn i kerfi komma né frjálshyggjumanna passa þær þeim mun betur sanngirnis- og manngildis- sjónarmiðum og íslenskum þjóð- félagsveruleika. Nóg er nú samt þótt þjóðfélagið búi ekki meira en helmingi betur að einum manni en öðrum. Leyfi ég mér 'að fullyrða að enginn flugmaður eða ráðherra eða störf þeirra séu svo mikið sem helmingi meira virði en skrifstofustúlkan og störf hennar. Aftur á móti felst í störfum þessara manna að minnsta kosti helmingi meiri umbun burtséð frá launaliðum og fríðindum en nokkurn tímann felst í starfi skrifstofustúlkunnar okkar. Og er ekki nóg að menn hafi forréttindastöður þó þeir hafi ekki óhófleg forréttindalaun líka? Kjartan Jónasson blaðamaður. 11 \ Jafnaðarstefna: Að níðast jafnt á öllum Síðan nokkrir frambjóðendur Alþýðuflokksins fóru inná þing í síð- ustu kosningum hefur ýmislegt breytzt á þessu hraunúfna líkþorni norður á yztu nöf. Sú breyting, sem mest er áberandi, er að Kröfluævintýrinu margfræga virðist nú loks lokið. Er þar allt í lukkunnar velstandi og engar svæsn- ar kjallaragreinar sjást lengur um þá ógurlegu spillingu sem þar átti að vera á ferðinni. Dómsmálin virðast einnig vera komin í allgott lag eftir að kratarnir komust á þing, — þau munu hafa orðið allt önnur á einni nóttu. Neðanjarðarhagkerfið, sem fólk var farið að trúa að raunveru- lega væri til, gufaði upp skömmu eftir kosningar og hefur ekki síðan sézt. Eins og fólki er enn í fersku minni, var i síðustu kosningabaráttu talsvert 'rætt um þau gífurlegu skattsvik, sem áttu að eiga sér stað í landinu. Mikið var rætt um að nauðsynlegt væri að gera gangskör að því að koma lögum yfir þessa glæpastarfsemi, sem grass- eraði fyrir allra augum auk þess sem hún flytti skattbyrðina yfir á þá fáu, sem annaðhvort af meðfæddum asnaskap eða vegna „slæmrar að- stöðu” gætu ekki stolið undan skatti. En um leið og kratarnir komust á þing gufaði þessi spilling upp á auga- bragði og hefur ekkert heyrzt af henni síðan. í kosningabaráttunni, sem fólk er orðið þjálfað i að gleyma fljótt, fór einnig fram hið klassíska kjaftæði um aukinn kaupmátt, sérstaklega hinna lægst launuðu. Það var fjálg- lega talað um að efla þyrfti atvinnu- líf, stuðla að aukinni framleiðni (sem fæstir þingmanna vita hvað er) auk þess sem gjörbreyta átti skipulagi landbúnaðará íslandi. Eftir kosningar Það fyrsta sem kratarnir beittu sér fyrir var að hækka skattbyrði þeirra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, skattsvikurunum til enn meiri ábata. Ekki nóg með það: Eftir að kratarnir komust á þing var farið að bollaleggja um ýmiss konar aðgerðir í því skyni að girða fyrir að heiðarlegt fólk gæti unnið sér inn peninga í réttu hlutfalli við það vinnuframlag, sem hægt er að skapa með dugnaði og út- sjónarsemi. Slíku fólki skal hegnt með sérstökum skattálögum — það er bannað að vinna í landinu nema upp að ákveðnu marki, allar tekjur þar fram yfir eru illa fengnar hvernig sem þeirra er aflað. Ef til vill er kveikjan að þessum auknu skattálög- um nýgerðir launasamningar sem Flugleiðir hf., sem nú munu vera á hausnum, gerðu við flugmenn. Með fullri virðingu fyrir starfi flugmanna og þeirri miklu menntun og enn meiri þjálfun sem að baki slikum störfum býr, þá er það óeðlilegt að flugstjóri hafi nánast tvöföld laun háskólarekt- ors á íslandi, jafnvel þótt rektornum hafi ekki hugkvæmzt á sínum yngri árum að bæta flugi við lærdóm sinn, en það hefði hann getað í hjáverkum. Og þetta er ræfildómi rikisstjórnar að kenna, hvort sem við erum þeirrar skoðunar að þær hefðu átt að lækka laun flugmanna eða hækka laun há- skólarektors. Misræmið þarna á milli er táknrænt fyrir þann dómgreindar- skort, sem einkennt hefur afstöðu ríkisstjórna til þess fyrirbæris sem kallast þrýstihópur. 1 kjölfar þessarar kórvillu kemur síðan fram tillaga á Alþingi frá kröt- um, um að sérstakan hátekjuskatt skuli leggja á skattgjaldstekjur ein- staklinga fari þær uppfyrir 12 millj- ónir króna á ári og hefur verið nefnd- ur 80—90% skattur í þessu sam- hengi. Fjárkúgun og vinna iögð aðjöfnu Nú hafa mistök ríkisstjórna og lin- kind gagnvart óbilgjörnum kröfum þrýstihópa, sem beitt hafa fjárkúgun í krafti sjálfskipaðs valds yfir ákveðnum rekstrarþáttum samfélags- ins, leitt til þess að eitt skal yfir alla ganga: Fjárkúgun og vinna eru orðin einn og sami hluturinn. Almenningur á íslandi er orðinn Iangþreyttur á þeirri kúgun sem felst í óréttlátum skattalögum, þar sem heiðarlegu fólki er miskunnarlaust hegnt sem glæpamönnum fyrir það eitt að nenna að vinna. Engum finnst það óréttlátt þótt einhver leggi nótt við dag i því skyni að bjarga verð- Kjallarinn Leó M. Jónsson mætum sjávarafla frá skemmdum einhvers staðar úti á landi, það eykur útflutningstekjur þjóðarinnar og tryggir afkomu þingmanna og ann- arra sem eru í þjónustustörfum. Það er hins vegar glæpur ef einhverju þessa fólks tekst að nýta hæfileika sína og dugnað til þess að vinna sér inn meira en 12 milljónir á einu ijri með vinnuframlagi — af því einu að flugmenn eða einhver annar aðstöðu*: hópur á það ekki skilið. í stað þess að leiðrétta áður gerð mistök, verður stjórnvöldum það eitt fyrir að níðast jafnt á öllum, enda mun það vera eitt megininntakið í sósialismanum þegar umbúðirnar hafa verið fjarlægðar. Ráðstöfun vinnu í eigin þágu Þeir sem hugleitt hafa skattamál vita að skattbyrði er nú meiri á ís- landi en nokkru sinni. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd í V-Evrópu og iðulega er því haldið fram í fjölmiðlum að skattbyrði sé orðin svipuð á íslandi, sem hlutfall af þjóðarframleiðsluverðmætum, og i þeim löndum sem heimsfræg eru orðin fyrir skattpíningu. Reyndin er hins vegar sú, þegar öllu er á botninn hvolft, að skattbyrði hefur aukizt mest á milli ára á íslandi og þegar þess er gætt að viðmiðunarþjóðirnar verja frá 6—11% þjóðarframleiðslu- verðmæta til landvarnar- og hermála, sem við fáum greitt fyrir þótt lítið sé, þá er skattbyrði á íslandi orðin mest allra landa í V-Evrópu og í engu landi með svipaða skaltbyrði eru launþegar með jafn lág laun og á íslandi. Hagfræðingar að störfum fyrir ríkisstjórnir hverju sinni hafa verið óhræddir við að setja fram lygilegar tölur um þjóðarframleiðsluverðntæti á mann hérlendis. Liður i þessari verðmætasköpun er sú vinna sem al menningur í landinu leggur á sig, eftir venjulegan vinnutima, til þess að byggja sér og sínum híbýli. Hve mikil þessi verðmætasköpun er, sem þannig fer fram og á sér enga hlið- stæðu erlendis, hefur sennilega aldrei verið reiknað út. Óhætt er að full- yrða að án þessarar eigin vinnu hús- eigenda, hvort sem hún felst í frá gangi eða byggingu frá grunni, hefði aldrei tekizt að byggja þann fjölda ibúða, sem tekinn hefur verið í notk- un á undanförnum árum. Það eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir um það hvort eigin vinna sé hagkvæm miðað við verksmiðjuframleitt húsnæði, en á meðan þannig er að byggingariðn- aðinum staðið, að þau fyrirtæki sem geta byggt ódýrt eru nánast sett á svartan lista og gert allt til bölvunar, þá er ekki um aðrar leiðir að ræða, — flestir verða að vinna sjálfir i sínum byggingum. Fólk gerir þetta af illri nauðsyn vegna þess að það á ekki nægilega peninga og lánsmöguleikar cru yfirleitt mjög takmarkaðir. Oft eru heilu fjölskyldurnar að starfi, börnin og jafnvel afar. og ömmur koma á kvöldin að hjálpa til í sjálfboðavinnu. Þegar húsið er þannig komið upp og fjölskyldan kórtiið sér fyrir, byrjar taugastrekkj- andi barátta við tröllheimskt skatta- kerfi. Kerfið byrjar á því að verðmeta húsið samkvamit vísitölu þar sem allir kostnaðarliðir eru miðaðir við útselda vinnu saihkvæmt vitlausasta uppmælingartaxta sem þekkist á byggðu bóli. Siðan er spurt með þjósti: Hvaðan komu þér peningar til að gera þetta og gera hitt? Hali rólk ekki önnur svör við því en að hafa fengið hjálp ættinga auk þess að slita sér út við þetta á kvöldin og um helg- ar, og ekki sé minnzt á bannorðið út- sjónarsemi og sparnaður, þá er þvi refsað grimmilega með skattálagn- ingu. Að hægt sé að byggja hús á ódýrari hátt en vísitalan vitlausa segir til um gengur ekki í kerfinu. Þeir sem byggja ódýrt eru raktir glæpamenn í íslenzku skattakerfi. Það segir sig sjálft að með svona skattakerfi er hægt að leggja heil sólkerfi í auðn og þær afleiðingar blasa við á íslandi. Með leti skal land byggja Réttlátt skattakerfi er sennilega ekki til i heiminum. Breytingar á skattalögum eru bæði flóknar og erfiðar auk þess sem þær krefjast mikillar þekkingar og reynslu. Ekki verður annað séð en að þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum hafi verið hreint kák því það getur ekki verið, og má ekki vera stefna i skattamálum að refsa fólki fyrir það eitt að nenna að vinna og því meir sem það leysir sín störf betur af hendi. Hvað er að gerast í þessum málum sést, ef til vill, bezt á því að nú tíðkast það að aflaskip- stjórar á fiskiskipum eru orðnir tveir og þrír um eitt og sama skipið, þar sem einn væri annars, vegna þess að það borgar sig ekki fyrir þá að vinna lengur en nokkra mánuði á ári vegna skattpíningarinnar. Þetta cr ekkert annað en atvinnuleysi í einni mynd og skattakerfið hefur skapað það. í stað þess að skattleggja eyðsluna er verið að skattleggja tekjurnar. Með því að skattleggja tekjurnar er verið að minnka framleiðni landsmanna með því að refsa þeim miskunnarlaust fyrir dugnað. Þessu er hægt að breyta — og verður að breyta. Leó M. Jónsson, tæknifræðingur. 9 „Almenningur á íslandi er orðinn langþreyttur á þeirri kúgun, sem felst í óréttlátum skattalögum, þar sem heiðar- legu fólki er miskunnarlaust hegnt sem glæpamönnum fyrir það eitt að nenna að vinna.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.