Dagblaðið - 08.05.1979, Page 12

Dagblaðið - 08.05.1979, Page 12
i DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979. íþróttir Iþróttir Sþrótt !'■ .j Iþróttir Iþróttir i Sex með ellefu rétta um helgina í 36. leikviku Getrauna komu fram 6 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 151.000.- en með 10 rétta voru 97 raöir og vinningur- inn kr. 3.600.- Einn leikurinn, Leeds — Q.P.R., var færður fram til föstudagskvölds og fellur því niður af seðlinum, og eru 11 réttir því allir leikir réttir. Þessir sex seðlar voru frá Borgarnesi, Patreksfirði, Akureyri, Eyrarbakka, auk tveggja frá Reykjavík. Með þessum seðli lýkur starfi Getrauna að þessu sinni, í ágúst verður þráðurinn tekinn upp að nýju um leiö og enska knattspyrnan fer af stað á ný. Frank McGarvey til Liverpool fyrir 300 þús. sterlingspund Bob Paisley, framkvæmdastjóri Liverpool, festi í gær kaup á miðherja St. Mirren, Frank McGarvey að nafni, fyrir 300.000 sterlingspund. McGarvey þessi hefur lengi verið undir smásjá stóru félaganna en lengst af var taliö að Arsenal myndi klófesta hann. McGarvey er mjög sterkur miðherji, sem skorar mikið með skalla. Kaupin á McGarvey komu tals- vert á ó.vart þar sem ekki er að sjá að Liverpool sé í mannahraki. Paisley hyggst einnig krækja sér í Peter Barnes og er reiðubúinn að snara 750.000 pundum á borðið fyrir hann og er þá líklegt að David Fairclogh fljóti með i kaupunum en honum hefur ekki tekizt að vinna sér fast sæti í Liverpoolliðinu í vetur, enda ekki heiglum hent. Liverpoo! keypti nýlega Abi Cogen frá ísrael fyrir 200.000 pund þrátt fyrir að tveir mjög sterkir bakverðir, Phil Neal og Alan Kennedy, séu fyrir hjá Liverpool. John McEnroe sló þeim beztu við — Þrátt fyrir sigurinn er enginn vafi á því, að Björn Borg er ennþá langbezti tennisleikari heimsins, sagði hinn tvítugi John McEnroe eftir ævintýralegan sigur sinn yfir bæði Björn Borg og Jimmy Connors á miklu tennismóti, sem haldið var í DallasTexas. McEnroe þurfti að berjast við Borg í 3 klukku- stundir og lokst tókst honum að ná fram sigri og verða þar með fyrsti maðurinn, sem er yngri en Borg, til að sigra hann. McEnroe vann 7—5, 4—6, 6—2 og 7—6 eftir að Borg hafði komizt í 5—3 i sið- ustu lotunni. McEnroe fékk 100.000 dollara fyrir vikið — ekki amalegur peningur það. í undanúrslit- unum vann hann Jimmy Connors sannfærandi, en McEnroe er á fyrsta ári sem atvinnumaður í tennis. Fyrir skömmu vann hann sér inn 100.000 dollara á móti, þannig að hann hefur haft um 200.000 dollara í tekjur á sl. 20 dögum Brian Greenhoff meiddist í gær Manchester United varð fyrir miklu áfalli i gær- kvöldi er hinn sterki varnarmaður þess Brian Green- hoff meiddist illa í leiknum gegn Úlfunum. Allar líkur eru taldar á þvi, að hann verði alls ekki með á laugardaginn í úrslitaleiknum gegn Arsenal á Wembley. DB-mynd Hörður. Sigurður N. Brynjólfsson — annar frá vinstri — í hópi kunnra glímumanna á árum áður. Íslandsglíman 1979 — Sigurður N. Brynjólfsson: Utsláttarfyrirkomu- lag á ekki rétt á sér á íslandsmótinu Íslandsglíman var háð i íþróttahúsi Kennaraskólans 27. apríl sl. Keppendur voru 13, frá eftirtöldum félögum og héraðssamböndum: frá Armanni 3, Víkverja 1, HSK einn og HSÞ 3. Keppt var með svokölluðu útslátt arfyrir- komulagi, sem fer þannig fram eftir þvi, sem stendur í mótsskrá. ,,Þeir, sem saman eigast glima jafnaðarglímu, þ.e.a.s. þeir glima saman í það minnst tvær viðureignir. Hafi annar hærri vinningstölu eftir tvær viðureignir sigrar sá, en séu þeir sem jafnir glíma þeir eina viðureign i viðbót til að útkljá jafnaðarglimuna og þá án tillits til lotu- lengdar. Sá, sem ber lægri hlut í jafn- aðarglimunni gengur úr, en sigurvegar- inn glímir áfram.” Glimustjóri var Gunnlaugur J. Briem, en yfirdómari Sigurður Jóns- Æðisgengin barátta á toppi 3. deildar Æðisgengin barátta er nú á milli þeirra fimm liða, sem eru á toppi 3. deildarinnar í Englandi. Enn er ekki séð hvaða liö fara upp, en þrjú efstu liöin færast upp í 2. deild. Gillingham tapaði dýrmætu stigi í gærkvöldi gegn Colchester. Það stefndi þó allt í sigur Gillingham því Gary Armstrong og Danny Westwood komu Gillingham í 2—0 en með mikilli baráttu tókst Col- chester að jafna fyrir leikslok með mörkum Ian Allison og Bobby Gough. 1. daild Manchester Unitcd — Wolves 3—2 QPR — Birmingham City i —3 2. doild Cardiff Cit'y — Bristoi R. 2—0 Wrexham — Luton Town 2—0 3. deild Colchester — Gillingham 2-2 Hull — Exeter 1—0 Lincoln — Blackpool 1—2 Mansfield — Shrewsbury 2—2 Shefficld Wed. — Rotherham 2-1 4. doild Bradford — Wigan 1 — 1 Darlington— Hartlepool 0—1 Halifax— Rochdale 2—1 Hereford — Portsmouth 0-1 York — Port Vale 4—0 Staðan á toppi 3. deildar: Watford 45 23 12 10 79- -52 58 Swansea 45 23 12 10 81- -60 58 Shrewsbury 44 19 19 6 55- -39 57 Swindon 43 24 7 12 69- -44 55 Gillingham 44 19 17 8 61- -43 55 HANDKNATTLEIKS- ÞJÁLFARAR! Handknattleiksdeild U.M.F. Selfoss óskar að ráða þjálfara næsta keppnistímabil. Fullkomin aðstaða, mikill áhugi. Upplýsingar veitir Þórður i síma 99-1740 eða 99 1139 U.M.F. SELFOSS. son. Áhorfendur voru með fleira móti, en nokkur vonbrigði urðu það móts- gestum að beltishafinn frá þvi í fyrra, Ómar Úlfarsson, keppti ekki og tveir ágætir glímumenn, þeir Hjálmur Sigurðsson og Eyþór Pétursson, gátu ekki keppt sökum meiðsla. Sigurvegari varð lngi Þór Yngvason HSÞ. Annar Pétur Yngvason HSÞ og þriðji Guðmundur Ólafsson Ármanni. Flestir keppendurnir voru áhorfendum að góðu kunnir frá mörgum mótum undanfarin ár, því vakti það athygli að frá KR komu, auk hinnar gömlu kempu Rögnvalds Ólafssonar sem ekki hefur keppt um nokkurt skeið, fjórir ungir og mjög efnilegir glímumenn. Al- veg sérstaka athygli vakti stórglæsileg frammistaða hins unga glímumanns Ólafs Hauks Ólafssonar, sem hafnaði í 4. sæti. Þá keppinauta sína, sem hann sigraði, lagði hann á hreinum og falleg- um brögðum, og veitti þeim köppum Inga og Guðmundi Ólafssyni harða keppni. Að sjálfsögðu kom það glöggt fram á þessu móti að hann á margt eftir ólært sem von er til. Helzti galli hans er að hann er allt of stífur og nær ekki nauðsynlegri afslöppun á milli bragða. Eins þarf hann að bæta klofbragðsvörn sína, sem er ekki rétt útfærð. En allt slíkt stendur til bóta hjá svo ungum manni. Ef sá drengur heldur áfram að æfa af alúð verður enginn of sæll af að sækja sigur í greipar hans tvítugs. Úrslitaglímurnar milli þeirra tvíbura- bræðra Inga og Péturs var þeim báðum til mikils sóma. Ástæða var til að ætla að viðureign þeirra svo jafnra og kunn- ugra manna mundi lenda i sviplitlu varnarþófi þegar um sjálft Grettisbeltið var að keppa, en svo varð aldeilis ekki. Glímur þeirra voru snarpar og frjáls- legar, sem sagt með beztu glimum sem á mótinu sáust. Ekki hef ég trú á því að þetta útslátt- arfyrirkomulag eigi rétt á sér — í það minnsta ekki hvað íslandsglimuna áhrærir. Keppendafjöldinn er sjaldan svo mikill, því miður, að mótið sé ill- viðráðanlegt sakir fjölmennis. Ég efast um að sú verði raunin á að marga fýsi að sækja slíkt mót, jafnvel um langan veg, til þess eins að glíma viðeinn ein- asta mann, en sú verður raunin á hjá mörgum með þessu fyrirkomulagi. Ef um mjög fjölmennt mót er að ræða, tel ég miklu heppilegra að glimt sé í riðlum en með þessu fyrirkomulagi. Sigurði Jónssyni fórst dómgæzlan vel úr hendi að vanda. Hann er án efa einn af okkar vandvirkustu og ná- kvæmustu dómurum. Verðlaunin af- henti að þessu sinni Ingimundur Guð- mundsson fyrrverandi glímukappi. Á þessu vori eru einmitt rétt 40 ár síðan hann vann beltið. Hann sleit einnig mótinu skörulega með nokkrum vel völdum orðum. Sigurður N. Brynjólfsson. Hvað gera nýlið- amir í sumar? — íslandsmótið í knattspyrnu hefst um helgina. Hvernig verður 1. deildin í sumar með nýliðana Hauka og KR innanborðs? "Magnús Jónatansson stjórnar æfingu hjá KR í gærkvöldi. KR er nú 1 fyrstu deild á ný eftir eins árs fjarveru. DB-mynd Hörður. Vel heppnað Reykja- víkurmót fatlaðra Nú líður óðum að fyrstu leikjunum í íslandsmótinu, en það hefst á föstu- dagskvöld á Selfossi með leik heima- manna og Breiðabliks i 2. deildinni. Á laugardag byrjar boltinn svo að rúlla í 1. deildinni með leik Þróttar og ÍBV. I fyrra féllu Breiðablik og FH niður í 2. deild en í stað þeirra komu KR og Haukar úr Hafnarfirði. Haukarnir leika nú í fyrsta sinn i 1. deild undir eigin nafni, en hér á árum áður tefldu FH og Haukar fram sameiginlegu liði — ÍBH. KR lék í fyrsta skipti i 2. deild og var ekki að sjá að þeim líkaði dvölin þar ýkja vel því þeir unnu 2. deildina með miklum yfirburðum og eru því komnir á meðal hinna beztu á ný. DB brá sér á æfingu hjá KR í gær- kvöldi og þar stjórnaði Magnús Jónatansson af mikilli röggsemi. Magnús er yngsti I. deildarþjálfarinn i ár en hefur náð mjög góðum árangri undanfarin ár. KR virðist hafa nógan mannskap og mikill áhugi var ríkjandi á æfingunni. KR hefur fengið þá Jón Oddsson og Hreiðar Sigtryggson frá ísafirði til liðs við sig og hafa þeir styrkt liðið mikið. Jón eldsnöggur framherji og Hreiðar örugggur í markinu. Einnig hefur það flogið fyrir, að Stefán Örn Sigurðsson, sem hefur leikið með Holbæk í Danmörku, hyggist snúa heim á ný og þá að sjálfsögðu til KR. Eggert Jóhannesson, þjálfari Haukanna, á æfingu á Hvaleyrarvelli i gær. DB-mynd Hörður. Baráttan um skozka meistaratitilinn er nú að komast á lokastig og Ijóst er að hún mun aðeins koma til með að standa á milli Glasgowrisanna Celtic og Rangers. I innbyrðislcik liðanna á laugardag vann Rangers 1—0, en liðin mætast á heimavelli Celtic á þriðjudag í næstu viku og verður sá leikur líklegast úrslitaleikurinn um titilinn. KR ætti að spjara sig vel i 1. deild- inni og það er trú mín, að það verði í efri helmingi deildarinnar. Haukarnir hafa ekki verið nógu sannfærandi í æfingaleikjunum í vor og ekki unnið marga sigra. Eggert Jóhannesson var með æfingu hjá Haukunum í gærkvöldi og ríkti mikill áhugi í herbúðum Haukanna rétt eins og hjá KR. Haukar komust frekar óvænt upp í 1. deildina í fyrra og liðið hefur ekki mjög sterkum einstaklingum yfir að ráða. Leikmenn eru mjög sam- ■ hentir og ætti það að geta fleytt þeim áfram, en þeir verða vafalítið í fallbar- áttunni. Vörnin er þeirra höfuðverkur ásamt markvörzlu og geti Eggert lag- fært þetta tvennt er ekki að vita nema Haukarnir standi sig i sumar. Það verður að öllum líkindum harðari barátta um fallið en á toppn- um. Þau lið, sem gætu lent í þeirri bar- áttu eru auk Haukanna, Þróttur, KA frá Akureyri, ÍBV og jafnvel Keflavík og Víkingur. Þróttur hefur sýnt slaka leiki í vor. Ekki skortir kraftinn í leikmenn en oft leika Þróttarar af meira kappi en forsjá. í nýafstöðnu Reykjavíkurmóti sýndu Þróttarar ákaflega lítið og maður hafði það á tilfinningunni að leikmenn skorti alla trú á sjálfa sig. Þrótlarliðið er mikið baráttulið og það má fara langt á henni. í fyrra dróst Þróttur i fallbaráttuna og slapp naum- lega við fall en fallið gæti hæglega orðið þeirra í sumar, ef þeir ekki gá að sér. KA bjargaði sér á ævintýralegan hátt frá falli í fyrra. Leikmenn voru úti á Spáni, vitandi vits að Breiðablik, sem þá var langneðst, yrði að vinna FH í síðasta leik liðanna til að KA héldi sæti sinu. Það ótrúlega gerðist og leik- menn KA ætluðu varla að trúa eigin augum er þeir fengu skeyti héðan að heiman þar sem þeim var sagt að þeir væru áfram í I. deild. KA-liðið átti afar misjafna leiki í fyrra. Liðið gat spilað virkilega skemmtilegan fótbolta en datt svo þess á milli niður á meðalmennskuplanið. Sóknin hefur verið nokkuð spræk, en vörnin var vandamál i fyrra. Nú hefur KA fengið Einar Þórhallssön, fyrrum Blika, til liðs við sig og ætti hann að geta bundið vörnina saman hjá þeim. KA vcrður þó alls ekki laust við fall- drauginn i sumar. Eyjamenn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku. Þeir hafa misst aðalmarka- skorara sinn, Sigurlás Þorleifsson. Auk þess urðu Eyjamenn að sjá á bak Karli Sveinssyni til Svíþjóðar og Einar Frið- og á ekki lengur möguleika á titlinum. Það er sama hvernig leikur Celtic og Rangers fer nk. þriðjudag, annað hvort liðanna verður meistari. Staðan á toppnum: DundeeUtd. 36 18 8 10 56—37 44 Rangers 33 17 9 7 48—29 43 Celtic 33 18 6 9 54—35 42 Aberdeen 35 12 14 9 57—35 38 þjófsson er kominn upp á land. Þeir hafa ekki mikinn mannskap, en eru rómaðir baráttujaxlar. Menn eins og Örn Óskarsson, sem aldrei gefast upp, eru dýrmætir og líklegast verður það reynsla eldri leikmanna liðsins, sem sker úr um það hvar í deildinni Eyja- menn verða. Keflavík hefur ekki virkað sannfær- andi í vor — utan Þorsteinn Ólafsson, sem virðist ætla að spila sig beint inn í landsliðið á ný, en hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í markinu í vor. Keflvíkingar hafa á að skipa mjög ungu og óreyndu liði, en þessu liði tókst í fyrra að tryggja sér UEFA sæti í haust. Leikmenn eru dálitið villtir og ef Gisli Torfason verður þeim ekki til traust og halds má búast við að liðið vanti kjölfestu. Reynslan er ómetanleg og Keflvíkingar hafa ekki mörgum leik- reyndum köppum á að skipa. Með góðri baráttu ætti Keflavík að geta orðið í efri helmingi deildarinnar. Víkingur hefur valdið geysilegum vonbrigðum í vor og bókstaflega ekkert hefur komið út úr liðinu. Dr. Youri lli- tschew þjálfar þá í sumar jafnhliða landsliðinu og enn hefur hann ekki náð að setja sín mörk á leikmenn. Sigurlás Þorleifsson kom til Víkings frá Eyjum og ætti hann að skerpa fremur dapra framlínu. Vikingar misstu mikið þegar Arnór fór til Lokeren og það verður væntanlega framlínan, sem verður þeirra höfuðverkur i sumar. Vörnin er traust og miðjuleikmennirnir eru baráttuglaðir. Víkingur ætti að geta orðið í efri helmingi deildarinnar en allt eins er líklegt að liðið dragist í botnbar- áttuna. Byrjunin í Islandsmótinu hefur mikið að segja og ræður miklu um þróun mála. Valsmenn verða vafalítið toppliðið í sumar. Lið, sem hefur efni á því að geyma menn á við Ólaf Danivalsson á varamannabekknum hlýtur að vera vel sett. Sigurganga Valsmanna hefur haldið áfram í vor og þeir hafa unnið bæði Meistarakeppnina og Reykja- víkúrmótið. Liðið er mjög sterkt og varla veikan hlekk i því að finna, nema ef vera skyldi markvarzlan. Þá má eitt- hvað meira en lítið gerast ef Valur á ekki aðverða meistari aftur. Fram er það lið, sem líklegast kemur mest á óvart í sumar. Þeir hafa endur- heimt Martein Geirsson í vörnina og auk þess mun Gunnar Bjarnason leika með Fram. Vörnin ætti þvi ekki að verða vandamál. Sóknarleikmenn Fram eru litlir en ákaflega tekniskir og þeir Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev eiga eftír að skora mörg mörk i sumar. Það er spá mín að Fram veiti Val einna mesta keppni í sumar. Skaga- menn, sem urðu bikarmeistarar i fyrra, hafa orðið fyrir gífurlegri blóðtöku. Þeir hafa misst þá Karl Þórðarson og Pétur Pétursson i atvinnumennskuna en þeir tveir ásamt Árna Sveinssyni báru Akranesliðið uppi i fyrra. Akurnesingar hafa fengið talsverðan liðsauka og ber þar fyrst að nefna þá Sigþór Ómarsson, Sigurð Lárusson og Kristján Olgeirsson. Ekki er hægt að búast við að þessir menn fylli algerlega skarð það sem Pétur og Karl skildu eftir sig en Skagaliðið er nógu sterkt til að geta verið eitt af þremur efstu. SSv. Reykjavíkurmót fatlaðra var háð um helgina — sundkcppni á laugardag í Árbæjarskóla en aðalkeppnin í Haga- skóla á sunnudag. Þátttaka var mikil og keppendur cru stöðugt i framför. Úrslit urðu þessi: Sund konur 25 m frjáls aðferð 1. Edda Bergmann 29.9 2. Sunneva Þráinsdóttir 40.6 3. Guðrún Ólafsdóttir 41.0 Sund karlar 25 m frjáls aðferð. 1. Jónas Óskarsson 15.2 2. Pétur Kr. Jónsson 18.0 J. Óskar Konráðsson 22.3 Lyftingar, léttari flokkur. 1. Arnór Pétursson. Setti íslandsmet í 60 kg flokki, lyfti 95 kg. Eldra met hans var 85 kg. 2. Jónas Óskarsson 87.5 kg 3. Jónatan Jónatansson 80 kg Þyngdarmörk 67.5 kg. Jónas var í 67.5 kg flokki — Jónatan 56 kg. Lyftingar, þyngri fiokknr. I. Sigmar O. Maríusson 115 kg sem er íslandsmet í 75 kg flokki. Víkingur varð í gærkvöldi íslands- meistari í 2. flokki kvenna í handknatt- ieik eftir jafnan og spennandi úrslita- leik við Val. I.okatölur urðu 5-4 eftir að Vikingur hafði leitt 4-1 í hálfleik. Upphaflega átti þessi leikur að fara fram á Akureyri, sem hann reyndar gerði á föstudag, en þá fengust ekki úr- slit. Liðin gerðu jafntefli, 10-10, en unnu síðan bæði Þór, þriðja liðið í úr- slitunum. Var þvi ákveðið að færa leik- 2. Gísli Brynjólfsson 96.5 kg sem er íslandsmet í 82.5 kg flokki. 3. Hafsteinn Jósefsson 85 kg. í kvennaflokki í borðtennis sigraði Guðný Guðnadóttir. Guðbjörg Eiríks- dóttir varð önnur og Elsa Stefánsdóttir þriðja. í karlaflokki sigraði Viðar Guðnason. Sævar Guðjónsson varð annar og Arnór Pétursson þriðja. í boccia — standandi — sigraði Jack Nicklaus, „gullbjörninn”, eins og hann er iöulega kallaður var i gær útnefndur íþróttamaöur áratugarins 1969—1979 í kosningu bandarískra iþróttafréttamanna. Nicklaus er frægasti kylfingur heims fyrr og síðar og hefur unnið fleiri stór- keppnir en nokkur annar golfleikari. inn til Reykjavíkur þannig að betra hefði verið heima setið en af stað farið. Lætur nærri að þessi ferð Víkinga til Akureyrar hafi kostað félögin til sam- ans hátt í eina milljón. Hvað um það. Stúlkurnar voru ákaf- lega taugaveiklaðar í báðum liðum og greinilegt að taugaspenna þjakaði bæði lið. Valsstúlkurnar voru ekkert líkar sjálfum sér í fyrri hálfleik og guldu þess því staðan í leikhléi var 4-1 fyrir Vík- ing. Loks undir lok leiksins fór Valur' Lárus Ingi Guðmundsson. Sævar Guð- jónsson varð annar og Kristín Hall- dórsdóttir þriðja. í boccia — hjólastól — sigraði Viðar Guðnason. Lýður Hjálmarsson varð annar og Birna Ármannsdóttir þriðja. í sveitakeppni í boccia sigruðu Jónas Óskarsson, Birna Ármannsdóttir og Guðný Guðjónsdóttir. Hornaboltastjarnan Rod Carcw varð annar i kjörinu, Kareem Abclul Jabbar körfuknattleiksmaður varð þriðji og ishokkileikmaðurinn Bobby Orr varð fjórði. Muhammed Ali vann þennan titil í fyrra þegar kosið var á milli áranna 1968—1978. að sýna tennurnar en það var bara of seint og sanngjarn Víkingssigur var í höfn. Þá léku FH og Víkingur til úrslita i bikarkeppni 2. flokks karla í gær- kvöldi. FH vann 13-7 eftir að hafa komizt í 5-0 og leitt 8-3 í hálfleik. FH vann því tvöfalt í 2. flokki því á laugar- dag unnu þeir íslandsmeistaratitilinn. Handknaltleiksvertíðinni lauk þar með í vetur, en þráðurinn verður tekinn upp að nýju í haust. Celtic og Rangers unnu bæði í gær íslandsmeistarar Víkings i 2. flokki, ánægðar á svip eftir sigurinn yfir Val i gærkvöldi. r r DB-mynd Hörður. VIKINGUR VARDISLANDS- MEISTARI í 2. FL. KVENNA „Gullbjörninn” kjörinn íþróttamaður áratugarins í gærkvöldi léku bæði liðin og úrslit leikja i skozku úrvalsdeildinni urðu þessi: Hearts-Morton 0—1 Ranges-Aberdeen 2—0 Partick-Celtic 1—2 Rangers vann afar sannfærandi sigur á Aberdeen, sem er í fjórða sæti í deild- inni. Sigur Celtic yfir Partick er athyglisverður og greinilegt er nú að Jóhannes og félagar leggja allt í söl- urnar. Jóhannes var ekki með í gær- kvöldi vegna meiðslanna sem hann hlaut á laugardag. Dundee United er enn efst en hefur lokið leiknum sínum Símar: 29330/29331 Ford Galaxie árg. ’68, rauður, glimm- er flake lakk, 302 cub., sjálfsk., 2 dyra, hardtopp, bíll i sérflokki. Skipti koma til greina. Mercury Cougar árg. 1969,8 cyl., 289 cub., sjálfsk., sumard., útvarp, króm- felgur, rauður og gulur. Góður i sukk- ið. Verðl750 þús. Cherokee árg. ’75, 6 cyl., beinsk., brúnn, aflstýri + -bremsur, krómfelg- ur, góður. Verð 3,5 millj. Ford Maverick árg. ’73, 6 cyl., sjálfsk., sumard., útvarp, brúnsanser- aður. Fallegur bill I góðu standi. Verð 2,4 millj. — skipti.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.