Dagblaðið - 08.05.1979, Síða 18
V.
18
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979.
Skoda Pardus árg. ’76
til sölu, ekinn 22 þús. km, skipti á dýrari
litlum bíl æskileg. Uppl. í síma 76656.
Ford Granada (þýzkur) ,'
árg. ’76 til sölu. Góður bill, skipti mögu-
leg á ódýrari. Uppl. í síma 76656.
Felgur — grill — guarder.
I Til sölu og eða skipta 15 og 16 tommur
breikkaðar felgur á flestar gerðir jeppa.
Tek einnig að mér að breikka felgur.
Einnig er til sölu grillguarder á Bronco.
Uppl. isíma 53196.
Til sölu 1 líllman Minx
árg. ’70, nýskoðaður ’79. Selst ódýrt.
Uppl. ísima 99-4128 eftirkl. 19.
Til sölu
mjög fallegur brúnsanseraður Sunbeam
1600 DL árg. ’75, 2ja dyra. Tilbúinn i
skoðun. Ný vetrardekk, útvarp, teppa
lagður og fl. endurbætt. Ekinn 80 þús.
Chrysler vél. Verð 1500 þús. Góð
greiðslukjör. Þarfnast lagfæringar á
lakki. 4ra stafa R númer fyrir réttan
aðila. Uppl. gefur Már i síma 99-1399
Selfossi.
Willys Tuxedo park árg. ’67
til sölu, V-6, styrkt grind og ný blæja,
vökvastýri, körfustólar, veltigrind, breið
dekk. Uppl. í síma 97-7684 eftir kl. 18.
Ég get ómögulega hjálpað þér nema
ég viti hvað hefur komiðfyrir.
Cortina árg. ’70
til sölu, bíll í þokkalegu standi. Uppl. í
síma 71824 eftir kl. 18.
Varahlutir til sölu
i Cortinu árg. 1968, Volvo Duet og
kryppu, afturbretti á Citroén Ami o.fl.
Kaupum bíla til niðurrifs og bilahluti.
Varahlutasalan Blesugróf 34, simi
83945.
Til sölu Cortina árg. ’70,
þarfnast lagfæringar. Uppl. i síma 50300
eftir kl. 7.
Óska eftir aö kaupa
góðan og sparneytinn bil, útborgun 700
þús. og 150 þús. á mán. Uppl. í síma 94
4269.
Til sölu er Meyer hús
á Willys, einnig Hurricane vél í Willys -
Uppl. i síma 42140.
Moskvitch árg. ’72,
gott kram og gott boddí, óryðgaður, vé!
góð en þarfnast smálagfæringar, ekinn
50 þús. km. Uppl. í síma 22391, til sýnis
eftir kl. 4 að Framnesvegi 34.
Varahlutir.
Til sölu notaðir varahlutir i Renault 10,
VW '68, franskan Chrysler, Belvedete
Ford V-8, Skoda Vauxhall ’70 og Fíat
'71. Moskvitch, Hillman Hunter, Benz
'64. Crown '66, Taunus '61, Opel ’65,
Rambler, Cortinu og fl. bila. Kaupum
bila til niðurrifs. Uppl. að Rauða-
hvammi við Rauðavatn, sími 81442.
Chevrolet Blazer árg. ’73
til sölu, 8 cyl, 350 cup., sjálfskiptur,
vökvastýri og veltistýri. Litur svartur.
Verð 4,2 milljónir. Skipti geta komið til
greina. Uppl. i sima 10485 og 25889.
Willys árg. ’46.
Volvo B-18 vél, nýleg skúffa og blæja,
þarfnast viðgerðar. Tilboð. Uppl. í síma
21619 milli kl. 6 og 8 e.h.
Óska eftir Cortinu
árg. '61 til ’70 til niðurrifs. Uppl. í síma
71824 milli kl. 6 og 9.
Er að rífa
VW árg. 71, VW fastback árg. ’67 og
Moskwitch árg. 71. Mikið af varahlut-
um. Uppl. í síma 25125.
Til sölu Ford Escort 1300 L
árg. '76, ekinn um 23 þús. km, útlit og
ástand sem nýtt. Uppl. í síma 37487 eftir
kl. 20.
Vörubílar
Fjöldi vörubíla
og vinnutækja á söluskrá. Mikil eftir-
spurn eftir nýlegum bílum og tækjum.
Útvegum með stuttum fyrirvara aftani-
vagna af ýmsum gerðum. Vinsamlega
hafið samband. Val hf., Vagnhöfða 3,
simi 85265.
Scania Vabis ’76
með búkka, árg. '66, nýupptekinn mótor
í góðu standi, til sölu. Uppl. í síma 93-
2021.
Scania Vabis 56 árg. ’64
til sölu. Uppl. í síma 92— 1955.
Véla- og vörubílasalan.
Okkur vantar á skrá allar gerðir
vinnuvéla, svo og vöru- og vöru
flutningabíla, einnig búvélar alls konar.
svo sem traktora og heyvinnuvélar.
krana, krabba og fleiri fylgihluti. Opið
virka daga kl. 9—7, laugardaga 10—4.
Bila og vélasalan Ás, Höfðatúni 2, simi
24860. Heimasími sölumanns 54596.
Húsnæði í boði
Til leigu frá 1. júlí
3ja herb. íbúð í Hraunbæ, leigutími ca 4
ár. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist til
DB merkt „286” fyrir föstudagskvöld.
Til leigu I Hafnarfirði
40 fermetra bílskúr, 5x8 metrar, venju-
leg raflögn, ekki hiti, laus nk. mánaða-
mót, einnig 55 fermetrar í sama húsi
með stórum innkeyrsludyrum, hentugt
fyrir léttan iðnað eða verzlun. Laust
strax. Uppl. í síma 83757, aðallega á
kvöldin.
Hafnarfjörður—norðurbær.
Ný 4ra herbergja íbúð á 4. hæð til leigu
frá miðjum júni, góð umgengni og reglu-
semi áskilin. Tilboð er greini atvinnu og
fjölskyldustærð sendist til augld. DB
fyrir föstudagskvöld merkt „Gott útsýni
656”.
Til leigu 3ja herb. ibúð
í miðbænum. Laus strax. Leigist í lengri
tima. Tilboð leggist inn á augld. DB
merkt „Miðbær 287”.
Leigumiðlunin Mjóuhlíð 2.
Húsráðendur, látið okkur sjá um að út
vega ykkur leigjendur. Höfum leigj-
endur að öllum geiöum íbúða, verzlana
og iðnaðarhúsa. Opið alla daga vikunnar
frá kl. 8—20. Leigumiðlunin Mjóuhlíð
2, sími 29928.
Leigumiðlun Svölu Nielsen
hefur opnað að Hamraborg 10, Kópa-
vogi. Sími 43689. Daglegur viðtalstími
frá kl. 2—6 eftir hádegi, en á
fimmtudögum frá kl. 3—7. Lokað um
helgar.
Húsnæði óskast
Ungt rólegt par
óskar eftir 2ja til 3ja herb. ibúð, mjög
gjarnan í vesturbænum, fljótlega eða
fyrir I. júní. Meðmæli og fyrirfram
greiðsla ef óskaðer. Uppl. í sima 86713.
Óska eftir litlu
verzlunarhúsnæði í Rvík, Kópavogi eða
Hafnarfirði. Uppl. í sima 43021.
Innan 60 km frá miðborginni.
Reglusamur maður á fimmtugsaldri,
sem vinnur að ritstörfum, óskar eftir
smáíbúð eða herbergi með hreinlætis- og
eldunaraðstöðu. Má vera hvar sem er i
sveit eða þéttbýli innan .60 km frá
Reykjavik. Uppl. í síma 33746.
Félagsráðgjafi og tónlistarnemi
með 8 ára gamlan dreng óska eftir 3ja til
4ra ára herb. íbúð, helzt í mið- eða
vesturbænum, strax. Uppl. í síma 71043
eftirkl. 8ákvöldin.
Einstaklingsibúð
óskast á leigu. Uppl. i sima 32613.
Til leigu
tveggja herb. í búð í góðu standi ásamt
forstofuherbergi, teppalögð út i horn, á
góðum stað i Norðurnýrinni. Algjör
reglusemi áskilin, árs fyrirframgreiðsla.
Tilboð með.uppl. um fjölskyldustærð og
fleira leggist inn á augld. DB fyrir 11.
maí merkt „666”.
Leigjendasamtökin.
Ráðgjöf og upplýsingar. Leigumiðlun.
Húseigendur, okkur vantar íbúðir á
skrá. Skrifstofan er opin virka daga kl.
2—6. Leigjendur, gerist félagar.
Leigjendasamtökin, Bókhlöðustig 7,
sími 27609.
Kópavogur.
3—4 herb. íbúðóskast til leigu sem fyrst.
Reglusemi áskilin, fyrirframgreiðsla ef
óskaðer. Uppl. i síma 43119 eftir kl. 7 á
kvöldin.
Mæðgur vantar
2 herb. íbúð eða tvö herbergi með að-
gangi að eldhúsi og baði fyrir 14. mai.
Uppl. í síma 23284 og 26574.
Þrjár stúlkur
utan af landi óska eftir 4ra til 5 herb.
íbúð í 1 ár strax. Má þarfnast viðgerðar.
Fyrirframgreiðsla. Reglusemi og góðri
umgengni heitið. Uppl. í síma 25731
eftir hádegi.
Ung hjón með tvö börn
óska eftir 2—3 herb. ibúð sem fyrst.
Uppl. ísíma 84019.
Ungt par utan af landi
óskar eftir 2ja eða 3ja herbergja íbúð,
fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í
síma 16031 frákl. 1 til 6 á daginn.
Einstaklings-
eða tveggja herb. íbúð óskast til leigu.
Vinsamlegast hringið í síma 30457 eftir
kl.5.
Ungt og reglusamt barnlaust par
óskar eftir íbúð á leigu. Skilvísum
greiðslum heitið. Uppl. i síma 13064
eftir kl. 18.
Herbergi óskast
á leigu i vesturbæ. Uppl. í sima 20748.
tbúð með eða án húsgagna
óskast i 2—4 mánuði á Stór-Reykja-
vikursvæðinu, helzt í Hafnarfirði. Uppl.
hjá auglþj. DB í síma 27022.
H—243.
Sumarbústaður
eða annað húsnæði í Gnúpverjahreppi
óskast til leigu yfir sumarinánuðina.
Uppl.ísíma 91-72729.
Óska cftir að taka á leigu
litla íbúð, gjarnan með húsgögnum, þó
ekki skilyrði, í 3 mánuði frá júní. Uppl.
hjá auglþj. DB i sima 27022.
H—214.
Óska eftir að taka
á leigu bílskúr eða svipað húsnæði í
sumar og eitthvað fram á næsta haust,
helzt í Hafnarfirði eða Garðabæ. Bíl-
skúrinn mætti vera tvöfaldur. Nánari
upplýsingar í símum 51246 og 50397,
Einar.
Óska eftir að taka
á leigu góða 4ra herb. íbúð. Uppl. i síma
19583.
Litil ibúð óskast
á leigu. Uppl. i síma 77062 eftir kl. 6.
Reglumaður óskar
eftir herbergi í kyrrlátu húsi, helzt í Ár-
bæjarhverfi. Uppl. i sima 43340.
Ung stúlka óskar eftir
einstaklings- eða 2ja herb. íbúð fyrir 15.
maí. Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. í sima 27447.
Ung hjón með barn
utan af landi óska eftir 2ja herb. íbúð í
haust. Uppl. i síma 34534 á mánudag en
á þriðjudag og miðvikudag i sima 97—
5204.
Ung hjón óska
eftir 2—3 herb. íbúð, einhver fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 30247
eftir kl. 7.
Húsnæði óskast
á leigu fyrir bílamálun. Uppl. hjá auglþj.
DB í sima 27022.
H—301.
Ung hjón með 1 barn
óska eftír íbúð nú þegar, fyrirframgr. ef
óskaðer. Uppl. í síma 20568.
Einstaklings- eða 2ja herb. íbúð
óskast á leigu. Fyrirframgreiðsla ef ósk-
aðer. Uppl. i síma 73293 eftir kl. 5.
Einstaklings-
eða 2ja herb. íbúð óskast á leigu. Fyrir-
framgreiðsla ef óskað er. Uppl. í sima
24157.
45 ára reglusamur
maður óskar eftir herbergi. Uppl. hjá
auglþj. DB í síma 27022.
H—136.
Ungt parí námi
með barn á fyrsta ári óskar eftir 2ja til
3ja herb. ibúð fyrir I. júlí, helzt í Hafn-
arfirði. Til greina koma skipti á lítilli 2ja
herb. íbúð á Eskifirði. Uppl. í síma
53117.
Fjölskylda utan af landi
óskar eftir 3ja til 4ra herb. íbúð eða ein-
býlishúsi strax eða 15. maí. Uppl. i sima
43754.
Ung barnlaus hjón
utan af landi óska eftir að taka á leigu
litla íbúð i Reykjavik, algjör reglusemi.
Uppl. í sima 81114.
íbúð óskast í 3—4 mánuði
frá og með 20. júní, fyrirframgreiðsla.
Uppl. i síma 66339.
I
Atvinna í boði
D
Starfskraftur,
vanur buxnasaum, óskast. Ultíma Kjör-
garði, simi 22206.