Dagblaðið - 08.05.1979, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAt 1979.
Veðrið
Spáð er áframhaldandi norðan átt
en hœgarí. Sœmilega hlýtt verður að
doginum sunnanlands en kalt á nótt-
unni. Kah verður allan sótarhrínginn
fyrir noröan.
Klukkan sex í morgun var norð-|
vestan 2, skýjað og 2 stlga frost (j
Reykjavflc, norðaustan 5, skýjað ogl
tvoggja stlga frost á Gufuskálum, j
norðaustan 2, skýjað og 4 stiga frost i
á Galtarvíta, norðaustan 2, alskýjað
og 3 stiga frost á Akureyri, norönorð-
vestan 3, skýjað og 3 stlga frost á
Raufarhöfn, norðan 3, skýjað og 2
stiga frost á Dalatanga, norðan 4,j
skýjað og 2 stiga frost á Höfn ogi
norðnorðaustan 2, léttskýjað og 1
stigs hhi f Vestmannaeyjum.
í Þórshöfn var 2 stiga hhi og skýj-j
að, 7 og rigning í Kaupmannahöfn, 5
og skýjað ( Osló, 7 og skýjaö I,
London, 9, rigning og súld f Hamborg,
11 og alskýjað ( Madríd, 11 og lótt-
skýjað f Lissabon og 15 og heiðrikt í
New York.
Andlát
Sigurður Sigurbjörnsson Hringbraut
92 A Keflavík lézt 7. maí. Sigurður var
fæddur 27. maí 1920. Hann var um-
boðsmaður Dagblaðsins i Keflavík.
Eirikur Kristjánsson vélstjórí lézt 30.
apríl. Eirikur var fæddur 25. desember
1904. Foreldrar hans voru hjónin Guð-
ný Eyjólfsdóttir og Kristján Eiríksson.
Eiríkur hóf sjósókn frá Djúpavogi.
Hann útskrifaðist sem vélstjóri frá
Vélskóla íslands árið 1932. Árið 1937
lauk Eiríkur prófi frá Stýrimannaskóla
íslands sem stýrimaður. Eiríkur
starfaði á árunum 1931 —1942 sem vél-
stjóri og skipstjórnarmaður á mótor-
bátum, aðallega frá Suðurnesjum. Þá
hóf hann starf sem vélstjóri hjá frysti-
húsi Voga hf. í Vogum á Vatnsleysu-!
ökukennsla-æfingatimar-bifhjóiapróf.
Kenni á Simca 1508 GT. Nemendur
greiða aðeins tekna tíma. Nemendur'
g&ta byrjað strax, ökuskóli og öll
prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason,
jími 66660.
Ökukennsla — æfingatímar. ,
Nýir nemendur geta byrjað strax. Kenni
á Mazda 323. Ökuskóli og prófgögn fyrir
þá sem þess óska. Hallfríður Stefáns-
dóttir, Helgi K. Sesselíusson, sími'
81349.
ökukennsla-æfingatimar.
Kenni á Datsun 180B árg. ’78, sérstak-
lega lipran og þægilegan bíl. Útvega öll
prófgögn, ökuskóli. Nokkrir nemendur
geta byrjað strax. Greiðslukjör. Sigurður
Gislason ökukennari, simi 75224.
Ökukennsla — endurhæfing — hæfnis-
vottorð.
Kenni á lipran og þægilegan bíl, Datsur-
180 B. Lágmarkstímar við hæfi nem-
enda. Nokkrir nemendur geta byrjað
strax. Greiðslukjör. Halldór Jónsson
ökukennari. Sími 32943 og hjá auglþj.
DB í sima 27022.
H—526
strönd. Eiríkur starfaði við frystihúsið
frá opnun þess til ársins 1963. 5. marz
árið 1932 kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni, Huldu Þorbjörnsdóttur,
ættaðri frá Hafnarfirði. Hulda og
Eiríkur eignuðust þrjú börn.
Ásgeir B. Jónsson iézt á Landspitalan-
um mánudaginn 30. apríl. Ásgeir
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
i dag, þriðjudag.
Aðalheiður Knudsen, Hellusundi 6,
lézt í Borgarspitalanum mánudaginn 7.
maí.
Unnur Jóhannsdóttir lézt að Hátúni
10 B laugardaginn 5. maí.
Guðmundur Kristinn Guðjónsson,
Goðatúni 30 Garðabæ, lézt 25. apríl.
Útförin hefur farið fram.
Jón Guðni Pálsson kaupmaður frá
Garði lézt á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri föstudaginn 4. mai. Útförin
fer fram frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 12.maíkl. 13.30.
Sigríður Ragna Sesselíusdóttir, Nönnu-
felli 1 Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. maí
kl.3.
Fíladelfía
Almcnnur biblíulestur I kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur
Einar J. Gíslason.
Hjálprœðisherinn
Biblíulestur og bæn í kvöld kl. 20.00. Flokksforingj-
arnir, Hringbraut 37.
ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ: Tófuskinnið, Islenzki dans-
flokkurinn kl. 20.
Spilakvöld
Frá Félagi
einstæðra foreldra
Spilað verður bingó að Hótel Sögu, hliðarsal 2. hæð,
miövikudaginn 9. mai kl. 21. Spilaðar verða 10 um
ferðir. Myndarlegir vinningar í boði. Veitingar á
staðnum. Gestir og nýir félagar velkomnir.
Útivistarferðir
Fimmtud. 10. mai kl. 20:
Seltjarnarnes — Grótta. Létt kvöldganga með Jóni I.
Bjarnasyni. Verð 1000 kr., fritt f. böm m/fullorðnum.
Fariðfrá BSÍ, bensinsölu.
Föstudagur 11. mai kl. 20:
Helgarferð í TindfjöU. Fararstjóri Jón I. Bjarnason.
Farseðlar á skrifstofunni, Lækjargötu 6 a, simi 14606.
Reykjavíkurmótið
í knattspyrnu
FRAMVÖLLUR:
Fram—Fylkir, l.fl.kl. 20.
VALSVÖLLUR:
Valur—Óðinn, 1.0. kl. 20.
Kvenfélag
Keflavíkur
Fundur verður haldinn i Tjarnarlundi þriðjudaginn 8.,
mai kl. 9. Fundarefni: Skrúðgarðarækt.
IMemendasamband
Löngumýrarskóla
Fundur verður haldinn fimmtudaginn 10. mai kl.
20.30 i Safnaðarheimili Innri-Njarðvíkur.
Fíladelfía Reykjavík
Síðasti systrafundurinn á þessu starfsári veröur mið-
vikudaginn 9. maí kl. 20.30 að Hátúni 2. Fórn tekin
vegna samhjálpar. Veriðallar velkomnar.
L Aðalfundir
Aðalfundur
Skákfélagsins Mjölnis verður haldinn þriðjudaginn
15. mai kl. 8. í JC-húsinu við Krummahóla Breiðholti.
Dagskrá. Samkvæmt lögum.
Aðalfundur í Félagi
matráðskvenna
verður haldinn í matsal Landspítalans miðvikudaginn
16. mai kl. 16. Venjulagaðalfundarstörf.
Aðalfundur Heimdallar
verður haldinn i Valhöil sunnudaginn 13. mai kl. 14
e.h.
Dagskrá: I. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Um-
ræður um skýrslu stjórnar og reikninga. 4. Stjóm-
málaáylktun. 5. Kosning stjórnar. 6. önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.
Kaupfélag
Árnesinga auglýsir
Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga verður haldinn í
fundarsal félagsins á Selfossi fimmtudaginn 10. maí
k|. 13:30. Dagskrá. Samkvæmt félagslögum. Fulltrúar
mætiðkl. 12.
Aðalfundur
Búnaðarsambands
Kjalarnesþings
verður haldinn laugardaginn 12. maí nk. að Félags-
garði Kjós og hefst kl. 10 f.h. Venjuleg aðalfundar-
störf.
Fimleikadeild ÍR
heldur námskeið í fimleikum fyrir byrjendur, drengi
og stúlkur, í iþróttahúsi Breiðholtsskóla. Námskeiöið
hefst mánudaginn 14. maí og stendur til 25. maí. Inn-
ritun fimmtudaginn 10. maí og föstudaginn 11. mai
kl. 17—19 í anddyri iþróttahússins. Kennarar verða
Þórir Kjartansson, Droplaug Sveinbjörnsdóttir og Jón
Júlíusson.
Snæfellingar—Hnappdælir
Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavik býður
öllum eldri Snæfellingum til kaffidrykkju i félagsheim-
ili Bústaðakirkju sunnudaginn 13. mafnk. kl. 15.
Junior Chamber
Kópavogur
Nýlega var gerð könnun á vegum Junior Chamber
Kópavogur þar sem reynd var ný tegund lyfjaglasa
sem hönnuð eru og framleidd af Jóhannesi Pálssyni,
Hvolsvelli. Þetta var liður í einu verkefni félagsins,
„BÖrnin og hætturnar heimafyrir", en það er hluti af
heimsverkefni Junior Chamber International: „Eflum
öryggi asskunnar”.
Lyfjaglösin hafa verið í notkun á einstaka stöðum
en þau eru þannig útbúin að opna þarf þau með ann-
aðhvort sérhönnuðum lykli eða öðru áhaldi, t.d. 10
eða 50 kr. peningi. Könnunin fór fram á dagheimilum
og leikskólum Kópavogskaupstaðar og var vinnulýs-
ing félagsins á verkefninu samþykkt af Lyfjaeftirliti
ríkisins.
Könnunin sýndi að af 202 börnum á dagheimilum
og leikskólum Kópavogskaupstaðar kom i Ijós að:
14 tveggja ára börn (6,94%) gátu hvorki opnað með
áhöldum né lykli,
af 44 þriggja ára börnum (21,78%) gátu 7% opnað
með áhöldum og 13,6% gátu opnað með lykli,
af 70 fjögurra ára börnum (34,6%) gátu 7% opnað
meðáhöldum og 48,6% gátu opnað með lykli,
af 74 fimm ára börnum (36,63%) gátu 36,5% opnað
með áhöldum og 77% gátu opnað með lykli.
Af niöurstöðunum má draga þá ályktun að þessi
nýja tegund lyfjaglasa geti á raunhæfan hátt komið i
veg fyrir flestöll þau sviplegu slys sem verða á tveggja
ára börnum og yngri vegna óæskilegrar lyfjatöku en
langalgengast er að einmitt börn á þessum aldri verði
fyrir þeirri ógæfu.
Vitund&Veaileiki
Vitund og veruleiki
Nýlega er komið út annað hefti af timaritinu Vitund
& veruleiki. Markmið ritsins er að birta greinar
merkra höfunda er lítt hafa verið kynntir hérlendis og
koma einkum þeim sjónarmiðum á framfæri er skir-
skota til mannúðarstefnu i félags- og menningar-
málum.
1 þeirri viðleitni fjallar nýútkomið tölublað mest-
megnis um ráðandi gildismat í íslenzku þjóðlifi. Reynt
er að skilgrcina þær forsendur sem lcgið hafa að baki
menningarþróun Vesturlanda. Leitt eru að þvi rök að
forsendur cinstaklinga og gildismat menningarinnar
séu afar mikilvægar vegna þcss aö þær leiði i raun
hina félagslegu þróun. Jafnframt er sýnt fram á að
gildismat samtímans er orðið úrelt og þvi í algjöru mis-
ræmi við þjóöfélagsveruleikann.
Timaritið Vitund & veruleiki er gefið út af áhuga
fólki um mannúðarstefnu og kemur út fjórum sinnum
áári.
Ámi Garðar sýnir
á Hótel Borg
Ámi Garðar Kristinsson opnaði um helgina mál-
verkasýningu á Hótel Borg og stendur hún til 13. maí.
Ámi sýnir 50 myndir, þar af 20 oliumálverk, 28 vatns-
litamyndir og 12 úr oliukrit og pastel. Þetta er fyrsta
einkasýning Áma i Reykjavik, en hann hefur áður
sýnt úti á landi og á samsýningum Myndlistarklúbbs
Seltjarnamess.
GafMnn stækkar við sig
Veitingahúsið Gafl-Inn í Hafnarfirði hefur nýverið
opnað talsverða viðbót við fyrra húsnæði við Reykja-,-
víkurveginn. *
Auk kaffiteriunnar, þar sem hægt er að fá heita og
kalda smárétti til kl. 23.30, eru nú opnir salir sem
nægt er ao ta leigoa tu skemmtananalds. Annar salur-
inn er með dansgólfi og rúmar um 100 manns en hinn,
sem aðallega er ætlaöur fyrir fundi, rúmar um 30
manns.
Gafi-Inn sendir m.a. út heitan mat til fyrirtækja og
stofnana. Eigendur eru Jón Pálsson og Einar Sigurðs-
son. DS/DB-mynd Bj.Bj.
Sigursveit Heimakjörs. F.v. Þröstur
Einarsson, Egill Þörðarson og Stefán
Bjarnason.
Frá Taflfélagi Kópavogs
Sunnudaginn 6. mai lauk firmakeppni Tafifélags
Kópavogs. Sigurvegari varð verzlunin Heimakjör með
23,5 vinninga af 27 mögulegum. Þeir sem tefidu fyrir
Heimakjör voru Egill Þórðarson, Þröstur Einarsson
og Stefán Bjarnason.
I öðru sæti með 19,5 vinninga kom slðan byggingar-
fyrirtækið Karl Einarsson sf. Fyrir það tefidu þeir Jón.
Pálsson, Jörundur Þórðarson og Einar Karlsson. I
þriðja sæti varð Skodaumboðið, Jöfur, meö 16,5 vinn-
inga. Fyrir það tefldu þeir Jón Þór Jóhannsson, Hjalti
Karlsson og Eggert Kaaber.
Röð þeirra sem á eftir koma er þessi:
4. Rannsóknarlögregla ríkisins.....16 v.
5. Blikksmiðjan Vogur..............12,5 v.
6. Málning h/f.....................II v.
7. -8. Sparisjóður Kópavogs........10 v.
7.-8. Kársnesskólinn...............10 v.
9. Hjálparsveit skáta...............9 v.
10. Snælandsskólinn ;...............7 v.
Hjálpræðisherinn
tekur nú ekki á móti notuðum fatnaði fyrr en með
haustinu.
Félagsmálanámskeið
Félag ungra framsóknarmanna i Reykjavlk hyggsl
ganga fyrir félagsmálanámskeiði dagana 12. og 13.
mai. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst I síma
24480. Dagskrá námskeiðsins nánar auglýst siðar.
Sigurjón Eiriksson, eftiriitsmaður vit-
anna, Blönduhlíð 11, er 80 ára í dag,
þriðjudag 8. maí. Sigurjón starfaði sem
eftirlitsmaður í rúm fjörutíu ár en lét af
störfum sjötugur að aldri. Kona hans
er Lilja Pálsdóttir. Sigurjón tekur á
móti gestum á heimili sínu í dag.
Gengið
V GENGISSKRÁNÍNG Ferflamanna- %
( Nr. 83 — 7. maí 1979 gjaldeyrir
Eining 1 Kaup t Kaup JSala
1 BandaríkjadoHar 330,40 331,20 363,44 364,32
1 Stariingspund 687,45 689,05* 756,20 757,96*
1 KanadadoHar iN 288,95 289,65* 317,85 318,62*
100 Danakar krónur 6216,35 6231,45* 6837,99 6854,60*
100 Norskar krónur 6404,35 6419,85* 7044,79 7061,84*
100 Sœnskar krónur 7519,80 7538,00* 8271,78 8291,80*
100 Fbinsk mörk 8237,35 8257,25* 9061,09 9082,98*
100 Franskir frankar ; 7562,80 7581,10* 8319,08 8339,21*
,100 Belg. frankar 1093,70 1096,30* 1203,07 1205,93*
100 Svlssn. frankar 19269,80 19316,50* - 21196,78 21248,15*
100 Gyflini 16087,25 18126^5* 17695,98 17738,88*
100 V-Þýzk mörk l 17715,80 17758,70* 19487,38 19534,57*
100 Lfrur 39,08 39,18* 42,99 43,10*
100 Austurr. Sch. 2375,25 2381,05* 2612,78 2619,18*
100 Escudos 673,90 675,50 741,29 743,05
100 Posetar 500,20 501,40 1 550,22 551,54
w100 Yen 152,33 152,70* 167,57 167,97*
\ ~ . . A . •Brevting frá sfðustu skráningu. Sknsvari vegna gengtsskráninga 221fl0l<
TT '---