Dagblaðið - 08.05.1979, Page 23

Dagblaðið - 08.05.1979, Page 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 1979. G Utvarp 23 Sjónvarp i Ungir Akureyringar una sér vel í návist brezkra hermanna á hernámsárunum. Á HUÓÐBERGI - útvarp kl. 23.15: Þeir komuT sáu og sigruðu „Þessi þáttur var gerður árið 1975 en þá var ég hjá finnska útvarpinu. Þátturinn var gerður í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá stríðslokum,” sagði Borgþór Kjærnested er tók saman þátt- inn „De kom, sa og segrade”, er verður fluttur Á hljóðbergi í kvöld. „Þátturinn er að mestu byggður á V_____________________________ bók Gunnars M. Magnúss Árin sem aldrei gleymast. Ég var búinn að vera að læra í Finnlandi og var að vinna við dagskrár- gerð og þetta var eiginlega mitt próf- verkefni. Ég þýddi allt efnið sjálfur og var nokkuð erfitt að þýða dreifibréfið sem Bretarnir fleygðu yfir Reykjavík á hernámsdaginn. Hins vegar eru þarna nokkrir lesarar með mér,” sagði Borgþór. Þátturinn fjallar um hernám íslands 10. maí 1940 og hersetuna á stríðs- árunum. Meðal efnis má nefna hluta af ræðu Hermanns Jónassonar þennan dag. -GAJ- _________________________________) r~---------------------------------------* UMHEIMURINN—sjónvarp íkvöld kl. 21.25: Um ómælt gildi Salt-samninganna „Það verður nær eingöngu fjallað um Salt-viðræðurnar i þessum þætti. Hér eru um þessar mundir staddir tveir bandarískir sérfræðingar í þessum málum og ætlunin er að tala við annan hvorn þeirra eða þá báða,” sagði Bogi Ágústsson, umsjónarmaður Umheims- ins í sjónvarpinu í kvöld. „Salt er sem kunnugt er samningur um takmörkun á útbreiðslu gereyðingarvopna. Fyrsti samningur- inn var undirritaður árið 1972 af þeim Nixon og Breshnev og átti að gilda í 5 ár en hann hefur síðan verið fram- lengdur vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag um nýjan. Fréttir undanfarnar vikur benda hins vegar til þess að samkomulag hafi tekizt um Salt 11 sem sé mun víðtækari en Salt I. Menn telja þcssa samninga hafa alveg ómælt gildi vegna þess að þeir hafa hemil á vígbúnaðarkapp- hlaupinu þó að nái aðeins til kjarn- orkuvopna. Þegar frá samningnum verður endanlega gengið er búizt við að þeir Carter og Breshnev hittist til að undirrita samkomulagið en viðræðurn- ar hafa gengið dálitið snubbótt síðan Carter tók við og þar til nú,” sagði Bogi. -GAJ- Þriðjudagur 8. maí 12.00 Dagskráin. Tónlcikar. Tilkynningar. A frívaktlnni. Signin Sigurðardóttir kynnir ðskalðgsjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Þorp í dögun” eftir Tsjá-sjó-ií. Guðmundur Sæmundsson byrjar iestur þýðingar sinnar. 15.00 Miðdegistónieikar: Shiriey Verrett syngur ariur úr «5perum eftir Berlioz og Gounod / Filharmoniusveitin i Los Angeles leikur „Dýrðarnótr sinfóniskt Ijóð op. 4 eftir Arnold Schönberg; Zub(in Mehta stj. 15.45 Neytendamifc Rafn Jónsson talar um ncytendasamtökin 1 Noregi. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Popp. 17.20 Sagan: „Ferð út i veruleikann” eftir Inger Brattström. Þuríður Baxter les þýðingu sina, sögulok (6). 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. FrétUauki. Tilkynningar. 19.35 thuganir Platons og Xenófóns um efna- hagsraáL Haraldur Jóhannsson hagfræðingur flyturerindi. 20.00 Kammertónlist Bruxelles-tríóið leikur Trió i Es-dúr op. 70 nr. 2 eftir Becthoven. 20.30 (itvarpssagan: „Fórnarlambið” eftir Hermann Hesse. Hlynur Árnason les þýðingu sina (5). 21.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur: Kristinn Hails- son syngur islenzk lög. Guðrún Kristinsdóttir Selkur á pianó. b. í maímánuði fyrir 75 árum. Gunnar M. Magnúss rithöfundur ies kafla úr bók sinni „>að voraði vel 1904”. c. Þrjú kvæði þriggja þjóðskálda. Sigurður Haraldsson i Kirkjubæ á Rangárvölium les. d. Tvær hæglát- ar manneskjur. Þuriður Guðmundsdóttir frá Bæ í Steingrímsfirði segir frá móður sinni, Ragnheiði Halldórsdóttur, og Guðmundi Guðmundssyni á Hólmavík. Pétur Sumarliða- son les. e. Huldukonan í kinninni. Jón Gisla son póstfulltrúi flytur frásöguþátt. f. Kórsöng- un Liljukórinn syngur islenzk lög. Söngstjórí: Jón Ásgeirsson. 22.30 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.50 Víðsjá: ögmundur Jónasson sér um þátt- inn. 23.05 Harmóníkulög: Bragi Hlíðberg leikur. 23.15 Á hljóðbergi. Umsjónarraaðun Bjöm Th. Björnsson listfræðingur. „De kom, sa og segr- ade”, dagskrá frá finnska útvarpinu (sænsku ráwnni) um hernám Islands 10. mai 1940 og hersetuna á striðsárunum; — fyrri hluti. Borg- þór Kjærnested tók saman. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Miðvikudagur 9. maí 7.00 VeSurfregnir. Fréttir. Tónleiltar. 7.10 l.eikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturlnn. Umsjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. 18.00. Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. lúidr.l. Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis Iðg að eigln vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Ármann Kr. Einarsson heldur áfram að lesa ævintýri sitt „Margt býr í fjöllunum" (2). 9.20 Leikfími. 9.30 Tilkynningar. Tðnleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréltir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulurkynnirýmislögfrh. 11.00 Kirkjutónlist Frá orgelhitiðinni I Uhti I Finnlandí I fyrrasumar, Notski organleiltarinn Kjell Johnsen leikur verk eftir Bach og Reger. 12.00 Dagskrá. Tðnlcikar.Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tðnleikar. 14.30 Miödegissagan: „Þorp i dögun" eftir Tsjá-sjú-ii. Guðmundur Sæmundsson les þýð- ingu slna (2|. 15.00 Miðdegislðnlelkar: Jamcs Galway og Ungverska fiiharmoniusveitin ieika „Ung- veraka hjarðljððafantasiu" fyrir flautu og hljómsveit op. 26 eftir Albert Franz Doppler; Charks Gerhardt stj. / lishak Perlman og Fll- harmoniusveit Lundúna icika Fiðlukonsert nr. I i fis moil op. 14 eftir Henryk Wieniawski; Sciji Ozawa stjðrnar. 15.40 lslenzkt mál: Endurtekinn þáttur Gunn- laugs Ingðlfssonar frá 5. þ.m. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregn- ir). 16.20 Poppborn: Halldðr Gunnarsson kynnir. <17.20 Litii banudlmimi. Umsjón Unnur Stef ánsdðttir. Minnzt vorsins. 17.40 Tónlistarlimi barnanna. Egill Friðleifsson sér um timann. Þriðjudagur 8. maí 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Kjarnorkubyltíngin. Fjórði og siöasti þátt ur. Kjarnorka tíl friösamlegra nota. Þýðandi og þulur Einar Júlíusson. 21.25 Umheimurinn. Viöræðuþáttur um erienda viðburði og málefni. Umsjónarmaður Bogi Ágústsson. 22.15 Hulduherinn. Syrtír í álinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 23.05 Dagskrárlok. Stúlkur óskast Óskum að ráða stúlkur í eftirtalin störf: 1. Smurbrauösstúlku. 2. Stúlkur til afgreiðslustarfa. 3. Stúlkur til eldhússtarfa, til greina kemur 1/2 dags starf. Upplýsingar í Veitingahúsinu Gafl-inn v/Reykjanesbraut milli kl. 1 og 5. Sími 51975. Nýkomið------- TÆKIFÆRIS- FATNAÐUR Elízubúðin —-Skipholti 5. (-----------------;-----------* KJARNORKUBYLTINGIN —sjónvarp kl. 20.30: Kjarnorka til frið- samlegra nota „Þessi fiórði og síðasti þáttur fjallar um friðsamlega notkun kjarnork- unnar. Síðustu ár hefur kjarnorkan verið tekin í notkun í sívaxandi mæli einkum til orkuframleiðslu,” sagði dr. Einar Júlíusson, þýðandi Kjárnorku- byltingarinnar sem er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld. „Hún hefur mætt vaxandi andstöðu umhverfisverndarmanna sem telja að mannkyninu og náttúrunni stafi mikil hætta af geislavirkni frá kjarnorku- verum og slysum sem þar geta grðið. Þeir benda á að úrgangurinn frá þessum verum helzt geislavirkur í árþúsundir og jafnvel milljónir ára. Enn hefur ekki fundizt frambúðarlausn á því hvað gert skuli við þennan úrgang, sem engin leið er til að gera ógeislavirkan. Fyrr eða síðar þarf að taka ákvörðun um hvað gera skuli við hann og virðist vart annað koma til greina en sökkva honum djúpt í jörðu. Fyrsta kjarnorkuverið, Calder Hall, var reist í Bretlandi árið 1956. Var það um 50 megavött, eða á stærð við Kröfluvirkjun. Síðan hafa verið reist hundruð kjarnorkuvera, flest mun stærri eða nærri 1000 megavöttum. Frakkar eru komnir allra þjóða lengst og hafa byrjað smíði kjarnyrkjustöðva sem ganga fyrir plútóni og framleiða úr náttúrlegu úrani meira plúton en þær sjálfar nota. Um byggingu þeirra hefur staðið mikill styr því að menn óar við framleiðslu plútons i svo miklum mæli en aðeins þarf 5—10 kg af því til að gera ' kjarnorkusprengju. Enn- fremur er plúton banvænasta eitur- efni sem menn þekkja og helzt geisla- virkt um árþúsundir. Bandamenn vildu komast að samkomulagi um þann við slíkum verum en það hefur strandað á andstöðu Evrópubúa, sem benda á að kjarnyrkjan er forsenda þess að byggja orkubúskap mannkynsins á kjarnorku því birgðir heimsina af kjarnakleifu úrani eru mjög takmarkaðar. Um hag- kvæmni slikra stöðva er þó enn lítið vitað. E.t.v. verður orkubúskapur framtíðarinnar byggður á samrunaork- unni en um það er þó ekki hægt að spá því enn hefur ekki fundizt leið til að hagnýta samrunaorkuna nema í vetnis- sprengju.” -GAJ- Kjarnorkusprengja.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.