Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.05.1979, Blaðsíða 10
10 ÍHgsfandc Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Rits1)órí: Jónas Kristjánsson. Ritst)ómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal. Fréjttastjórí: Ómar Valdimarsson. íþróttir HaUur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoðarfréttastjórí: Jónas Horaldsson. Handrít: Ásgrímur Pólsson. Blaðamonn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gtssur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sjgurður Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson; Ragnar Th. Sigurðs- son, Svoinn Þormóðsson. Skrifstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur ÞverhoKi 11. Aðaliimi blaðsins er 27022 (10 linur). Áskríft 3000 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 150 kr. eintakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Siöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. SkeHunni 10. Gjaldþrota launastefna Stefna ríkisstjórnarinnar í launamál- um er gjaldþrota. Kauphækkanakapp- hlaup blasir við. Almennir launþegar í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja stóðu í at- kvæðagreiðslu sinni að vantraustsyfir- lýsingu á launastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Forystumenn Alþýðusambandsins mega vita, að sams konar vantraust yrði samþykkt í þeirra samtök- um. Almennir launþegar bera ekkert traust til stjórnar- stefnunnar. Hæstlaunuðu flugmenn hafa fengið meiri hækkun mánaðarkaups en þorri launþega getur náð sem heildarkaupi á mánuði. Yfirmenn á kaupskipum halda áfram verkfalli. Undirmenn eru í verkbanni. Margir aðrir hópar eru í vígstöðu. Kjaradómur samþykkti að lyfta launaþakinu hjá hinum hærra launuðu opinberu starfsmönnum, eftir að Reykjavíkurborg hafði haft frumkvæði um það. Verðhækkunarskriða á opinberri þjónustu hefur fallið yfir landsmenn síðustu vikur. Hinn almenni launþegi hefur fylgzt með þessari þró- un og ekki séð annað en hann væri troðinn undir í óða- verðbólgukapphlaupi, sem geisaði áfram, þótt hann hefði fórnað af kjörum að beiðni forystumanna sinna og ríkisstjórnar. Því er viðbúið, að launþegafélögin muni ekki ætla að biðja um þá þriggja prósenta kauphækkun, sem forsætisráðherra ætlar þeim, heldur fylgja fordæmi hinna hærra launuðu og stilla kröfunum nær hundrað prósentum en þremur. Sú stefna stjórnarflokkanna, sem rituð var i sam- starfssáttmála þeirra, að grunnkaup skyldi ekki hækka á þessu ári, er fallin. Fallið felst ekki einungis í úrslit- unum í BSRB heldur miklu frekar í stöðu kjara- og verðlagsmála í landinu almennt. í fyrsta sinn í sögu landsins hafa hagfræðingar sett á blað þann möguleika, að verðbólgan fari yfír eitt hundrað prósent. Ríkisstjórnin hefur eytt sínum dýrmæta tíma í inn- byrðis karp. Út úr þvi hefur ekkert komið nema efna- hagslög forsætisráðherra, sem engan vanda leysa. Vont hefur versnað í meðferð fjármála ríkisins, sem eru einn helzti verðbólguvaldurinn hér á landi. Vont hefur versnað í meðferð á verðlagningu opin- berrar þjónustu, þar sem almenningur hefur síðustu daga horft upp á allt upp í sextíu prósenta hækkanir. Ríkisstjórnin hefur notið meiri samúðar forystu- manna launþegasamtaka en dæmi eru um. Hún fékk því upp í hendurnar það, sem til þurfti til að framfylgja raunhæfri launastefnu. Kaup hinna lægstlaunuðu er enginn aðalþáttur í verðbólguþróun hér á landi. Skilningur á þessu megin- atriði fer óðum minnkandi. Ríkisstjórnin hefur einbeitt sér að því að nota verkalýðsforingja flokka sinna til að láta láglaunafólkið bera byrðarnar. Fólk sér ekki ann- að í stjórnarstefnunni en látlaust krukk í kaupið. Sú kerfísbreyting, sem fólk vænti og hefði þýtt frá- hvarf frá verðbólgustefnu, hefur ekki farið fram. Stjórnarliðið hefur engan áhuga á henni. Við þessar aðstæður getur ríkisstjórnin ekki búizt við sérstakri fórnarlund láglaunafólksins. Hún getur sjálfri sér um kennt, skelli kauphækkana- kapphlaup yfír. Þar verður ekki um að kenna undir- róðri neinna , ,illra afla”. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. Ef nahagsbandalag Evrópu: Samningalipurð Grikkja vekur undrun margra „Gættu þín á Grikkja, sem vill færa þér gjafir,” segir gamalt orð- tæki. Hið slæma orð sem af þeim fer í viðskiptum og stjórnmálum er leif- ar frá fornri tíð. Hins vegar eru stjórnmálamenn ríkja Efnahags- bandalagsins farnir að velta fyrir sér ástæðunum fyrir því að samningar Grikklands við bandalagið gengu óvenju vel og auðveldlega. Ætlunin er að ganga formlega frá þeim í Aþenu hinn 28. þessa mánaðar. Ekki er nokkur vafi á að Kara- manlis forsætisráðherra Grikklands hefur einkum í huga ýmsar stjórn- málalegar ástæður þegar hann vill hraða sem mest inngöngunni í Efna- hagsbandalagið. Saga Grikklands sem lýðræðisríkis i nýrri tíð er vægast sagt heldur óbjörguleg. Þar hafa yfir- leitt skipzt á hægri sinnaðar her- stjórnir eða þá ýmiss konar borgara- styrjaldir á milli hægri og vinstrí afl- anna. Ekki er nokkur vafi á að Kara- manlis telur þjóð sína betur borgið í hópi lýðræðisþjóðanna sem innan Efnahagsbandalagsins eru. Þeir eru þó margir í Grikklandi sem ásaka Karamanlis um að hafa fórnað ýms- um mikilvægum efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar fyrir stjóm- málalegt öryggi. Þessi skoðun er meðal annars sú, sem höfuðflokkur stjórnarandstöð- unnar heldur fram. Sósialistaflokkur Andreas Papandreous vill tengja inn- gönguna í Efnahagsbandalagið nán- ari tengslum við fjölþjóðafélög og Atlantshafsbandalagið. Eru þetta vanaleg deiluefni í grískum stjórn- málum. Papandreou segir að í fram- tíðinni eigi að gera Grikkland að ríki framreiðslumanna og hótelstarfs- manna. Grikkland verði Flórída Efnahagsbandalagsins. Þrátt fyrir andstöðu stjórnarandstöðunnar við inngöngunni í Efnahagsbandalagið er engum að fullu ljóst hvaða efnahags- legar afleiðingar inngangan muni hafa. Satt að segja hafa almennar um- ræður um inngönguna í Efnahags- Nokkurorðíbelg Fóstureyðingar „Móðir mín i kví, kví kviddu ekki því, þvi ég skal lána þér duluna mína að dansa í og dansa í” Þannig kvað eða vældi útburður- inn forðum við kvíavegginn eftir því sem þjóðsagan hermir og var að tjá móður sinni að hún mætti fá duluna sína að láni á næstu árshátíð þar sem W „Auðvelt er að láta sér detta í hug að það hafi verið félagslegar ástæður sem knúðu griðkonuna í þjóðsögunni til að bera út barn sitt. . .” hún var að kvarta yfir því að hún ætti ekki nógu skartbúinn kjól til þeirrar hátíðar. Enn vantar fína kjóla. Það hefði orðið mikill kveðandi, mikið útburðarvæl, ef öll þau fimm hundr- uð börn, sem borin voru út á íslandi árið 1978, hefðu tekið undir með kvíaveggsútburðinum. í ljósi kristinnar lífsskoðunar getur ekki verið nema stigsmunur á þvi að granda barnsfóstri í móðurlífi eða bera það út nýfætt til tortímingar eins og stúlkan í þjóðsögunni gerði. Hvort tveggja er freklegt brot gegn helgi mannlegs lífs. Það var engin til- Samtökin 1979 Á landsfundi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem haldinn var 28. apríl, var samþykkt að starf Samtak- anna á landsvísu yrði lagt niður að sinni. Nú hafa menn nokkuð velt því fyrir sér hvað þetta þýddi í raun. Um það verður fjallað í þessum greinar- stú f. í kosningunum á síðastliðnu ári fengu Samtökin mjög slæma útreið. Þau náðu þá ekki því marki að koma manni kjörnum á þing. Þetta var í annað sinn á sínum stutta lífsferli sem þau komu illa út úr kosningum og þó sýnu verr i hið seinna sinnið. Ástæður til þessa eru margar og skulu ekki tíundaðar hér nema að litlu leyti. Forystumenn höfðu yfir- gefið þau og haslað sér völl annars staðar og vonleysisáróðurinn var auðveldur fyrir andstæðingana. Sam- tökin höfðu í síðustu kosningum á að skipa ágætri sveit manna, fólki sem margir vildu hafa á þingi. Slikt er hins vegar ekki það sem nægir í dag. í kosningabaráttunni skorti bæði fé og mannafla. Starf stjórnmálaflokks, og ekki síst kosningabarátta, kostar mikið fé. Á landsfundinum var gerð grein fyrir kostnaði við kosningarnar í Reykjavík, en þar var sameiginleg skrifstofa flokksins og Reykjavíkur- kjördæmisins. Sá kostnaður var kr. 3.008.931. Kjördæmin utan Reykja- vikur sáu um kostnað heima fyrir og er hann ekki hér með talinn. Enginn stjórnmálaflokkanna hefur gert opin- bera grein fyrir útgjöldum kosning- anna þrátt fyrir orð um slíkt fyrir fram. E'ms og menn vita voru umsvif Samtakanna í algeru lágmarki og má ætla að t.d. Alþýðuflokkurinn, sem hafði geysilega auglýsingastarfsemi í frammi, hafi notað a.m.k. tíu sinn- um meira fjármagn til kosninganna og hefur þá norræna kratagullið komið sér vel. Samtakamenn hafa ekki geð til slíkra hluta. Enginn vildi leggja flokkinn niður Þegar þau úrslit lágu fyrir að Sam-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.