Dagblaðið - 11.05.1979, Side 14

Dagblaðið - 11.05.1979, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Þorsteinn Magnússon, íslandsmeistari 1 billjard sl. tvö ár. íslandsmótið íbilljard verðurum helgina Nú um helgina fer fram íslandsmótið í billjard og verður það háð íJúnó-saln- um við Skipholt. Þátttakendur munu verða 24 talsins og verður keppt í þrem- ur riðlum. Úr hverjum riðli komast þrír menn í úrslitakeppnina, sem fram fer á sunnu- daginn á sama stað. Allir beztu billj- ardleikmenn landsins munu verða meðal keppenda. T.d. koma 5 kepp- endur frá Akureyri og íslandsmeistar- inn, Þorsteinn Magnússon, sem hefur unnið mótið sl. tvö ár verður á meðal keppenda. Billjard er tiltölulega ung íþrótt hér- lendis og er einkum stunduð hér í höfuðborginni, á Akureyri og nú fyrir skemmstu var opnuð billjardstofa í Keflavík. Áhugi á billjard virðist fara, vaxandi og má gera ráð fyrir að 150— 200 keppendur stundi þessa íþrótt að staðaldri. Þátttökugjald í mótinu er kr. 10.000, en fyrir fyrsta sætið er veittur fagur bikar auk þess, sem þrír efstu fá pen- ingaverðlaun. Valur68áraídag Knattspyrnufélagið Valur er 68 ára í dag. Félagið var stofnað árið 1911 af Friöriki Friðrikssyni. Af þessu tilefni verður opið hús og kaffiveitingar að Hliðarenda frá kl. 15—18 í dag og má þúast við fjölmenni. Allir félagsmenn og velunnarar félagsins eru velkomnir. j Innanhússmót hjá tryggingafélögum í kvöld kl. 20 gengst Brunabótafélag- ið fyrir innanhússknattspyrnumóti milli tryggingafélaganna. Keppt verður í íþróttahúsinu Ásgarði I Garðabæ. Sex lið taka þátt i keppninni, Brunabóta- jfélag íslands, Tryggingamiðstöðin, Al- mennar tryggingar, Ábyrgð, Sam- vinnutryggingar, og Trygging hf. Keppt verður um veglegan bikar, sem Brunabótafélagið hefur gefið til keppninnar. Coventry City til Færeyja Enska 1. deildarfélagið Coventry City er nú sem stendur i heimsókn hjá vinum okkar Færeyingum. Coventry ætlar að spila þrjá leiki I Færeyjum en liðið kom til eyjanna á miðvikudag.j Leikmenn munu halda aftur til Eng- lands á laugardaginn. Eftir að hafa komizt á snoðir um þetta þykir manni anzi hart, að hér uppi á íslandi skuli ekki sjást erlend félagslið nema í Evrópukeppnunum á haustin. Jafntefli Danir og Finnar gerðu jafntefli 1—1 í landsleik i knattspymu, sem fram fór i gærkvöldi. Leikurinn var liður i undan- keppni ólympiuleikanna. Jan Andersen skoraði fyrir Dani en Harri Lindholm jafnaði fyrir Finna. Áhorfendur voru 2600. Shrewsbury skauzt á topp 3. deildar Shrewsbury skauzt i gærkvöldi á toppinn í 3. deildinni i fyrsta sinn í vetur, er liðið vann góðan sigur á Rotherham á heimavelli sínum. Wat- ford og Swansea hafa skipzt á um for- ystuna i deildinni í vetur — Watford oftast verið efst, en nú er meira að segja sá möguleiki fyrir hendi að hvor- ugt þeirra komist upp. Úrslit í gærkvöldi urðu þessi: 2. deild Wrexham — Bristol Rovers 0—1 3. deild Shrewsbury — Rotherham 3—1 4. deild Hartlepool — Port Vale 1—2 Skotland — 1. deild Dundee — Ayr United 2—2 2. deild Albion Rovers — Alloa 2—1 Cowdenbeath — East Stirling 2—1 Wrexham lék sinn þriðja leik á fjór- um dögum og þar sem liðið er nú úr allri fallhættu gátu leikmenn leyft sér að tapa á heimavelli fyrir Bristol Rovers, sem er þekkt fyrir flest annað en góðan árangur á útivöllum í vetur. En það er 3. deildin, sem allir fylgj- ast nú með af miklum áhuga. Fimm lið eru enn í baráttunni þótt staða Gilling- hani sé næsta vonlaus nú. Shrewsbury hefur hvergi gefið eftir á lokasprettin- um og það uppbyggingarstarf, sem Alan Durban vann hjá félaginu er nú að skila sér ríkulega. Staðan á toppi 3. deildar. Shrewsbury 45 20 19 6 56—38 59 Watford 45 23 12 10 79—52 58 Swansea 45 23 1 2 10 81—60 58 Swindon 44 25 7 12 71-45 57 Gillingham 44 19 17 7 61—43 55 0DDUR STAL SENUNNI — á vormóti ÍR í gærkvöldi Ungur stórefnilegur hlaupari úr KA á Ákureyri, Oddur Sigurðsson, stal al- gerlega senunni á vormóti ÍR, sem fram fór í Laugardalnum í gærkvöldi. Odd- ur, sem reyndar er fæddur og uppalinn Reykvikingur, vann 400 m hlaupið á stórgóðum tíma — 49,3 sek. og 100 m hlaupið á 10,5 sek. Vindur var 3 m/sek þannig að undir löglegum kringum- stæðum hefði hann hiaupið 100 metr- ana á 10,6—7 sek. Bæði hlaup Odds, sem er tvítugur, stálu senunni á mót- inu, en árangur varð allþokkalegur í mörgum greinum. Úrslit í mótinu urðu þessi: 400 m hlaup karla Oddur Sigurðsson, KA, 49,3 sek. Aðalsteinn Bernharðss., KA 49,7 — Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 51,5 — Kúluvarp kvenna Guðrún Ingólfsdóttir, Á, 12,82 m íris Grönfeld, UMSB, 10,14 — Katrín Einarsdóttir, ÍR, 9,49 — 1500 m hlaup drengja Magnús Haraldsson, FH, 4:31,5 mín. Jóhann Sveinsson, UBK, 4:35,8 — Einar Sigurðsson, UBK 4:43,4 — Langstökk karla Oddur Sigurðsson, KA, 6,48 m Helgi Hauksson, UBK 6,00 — Óskar Thorarensen, ÍR, 5,79 — 500 m hlaup karia ÁgústÁsgeirsson, ÍR, 15:18,4mín. Steindór Tryggvason, KA, 16:03,8 — Gunnar Snorrason, UBK 17:06,3 Langstökk kvenna Sigríður Kjartansdóttir, KA, 5,41 m Bryndis Hólm, ÍR, 5,33 — íris Grönfeld, UMSB, 5,23 — Kúluvarp karla Pétur Pétursson, UÍA, 14,78 m Þorsteinn Þórsson, UMSS 12,45 — Kúluvarp sveina Guðni Karlsson, FH 12,61 m Ólafur Arnarson, ÍR 12,52 - Guðni Sigurjónsson, UBK 10,11 — Hástökk karla Þorsteinn Þórsson, UMSS, 1,85 m Hafsteinn Jóhannesson, UBK, 1,80 — Hafliði Maggason, ÍR 1,65 — 100 m karla Oddur Sigurðsson, KA 10,5 sek. Jón Sverrisson, UBK 11,3 — Kristján Gizurarson, Á 11,4 — 110 m grindahlaup karla Valbjörn Þorláksson, KR, 15,1 sek. aðrir luku ekki keppni. 100 m hlaup sveina Jóhann Jóhannsson, ÍR ll,6sek. 200 m hlaup kvenna Sigríður Kjartansd., KA, 25,7 sek. Helga Halldórsdóttir, KR, 26,3 — Hrönn Guðmundsd., UBK, 27,2 — 800 m hlaup kvenna Thelma Björnsdóttir, UBK,2:23,6 mín. Sigurborg Guðmundsd., Á, 2:27,8 — Guðrún Karlsdóttir, FH, 2:31,1 — Helga Halldórsd., KR, 2:32,5 — Það er ekki oft sem tveir íslenzkir hlauparar hlaupa 400 metrana undir 50 sek. í sama hlaupinu. Það gerðu þeir félagar úr KA þó í gær og KA var afar sigursælt á þessu móti. Árangur þeirra Odds og Aðalsteins er því betri, að frekar kalt var þegar hlaupið var, þannig að báðir ættu að geta hlaupið mun betur síðar í sumar. Guðrún Ingólfsdóttir, sem nú keppir fyrir Ármann, náði góðum árangri í kúluvarpinu og lofar góðu fyrir sumar- ið. Tími Ágústs Ásgeirssonar í 5000 metra hlaupinu er nokkuð góður svona snemma sumars og ekki má gleyma því að Ágúst hljóp 36,5 km í sólarhrings- hlaupi ÍR um sl. helgi. Sigríður Kjartansdóttir úr KA vann þrenn gullverðlaun á mótinu, rétt eins og Oddur, og hún virðist í góðri æfingu. Þá náði Pétur Pétursson, UÍA, sinum bezta árangri í kúluvarpi til þessa — varpaði 14,78 m. Oddur Sigurðsson kemur i mark f 100 m hlaupinu i gærkvöldi á 10,5 sek. DB-mynd Bjarnleifur. Þessi mynd er frá árinu 1957. A henni sést Björgvin Schram halda ræðu fyrir afhend vinstri: Guðjón Finnbogason, Guðmundur „styrkur” Sigurðsson, Helgi Björgvinsson björnsson, Þórður Þórðarson, Helgi Danfelsson og Rikharður Jónsson. Eins og sjá mí inni. Myndina tók að sjálfsögðu Bjarnleifur Bjarnleifsson. KEPPNI í 1. HEFST NÚ U — stórleikur 1. umferðar verður vi Þá hefst íslandsmótið í knattspyrnu loksins um helgina. Margir eru orðnir ærið langeygir eftir fótboltanum en nú um helgina fer íslandsmótið af stað af fullum krafti. Heil umferð verður Icikin í 1. og 2. deildinni en keppni i 3. deild hefst ekki fyrr en í júnibyrjun. En hvaða leiki býður 1. umferðin upp á? Við skulum renna lítillega yfir leiki helgarinnar og kfkja aðeins fram í næstu viku. í kvöld er reyndar fyrsti leikur íslandsmótsins í ár — Breiðablik og Selfoss leika saman á grasvellinum í Kópavogi en vöUurinn þar er sá eini á landinu, sem er tilbúinn fyrir sumarið. Liðin mætast eiginlega á miðri leið. Selfoss vann 3. deildina í fyrra en Breiðablik féll niður úr þeirri fyrstu. Blikarnir verða þó að teljast mun sigur- stranglegri í þessum leik. En það er, eins og áður sagði, fyrsta deildin sem menn eru hvað spenntastir fyrir, a.m.k. hinn almenni áhorfandi. Aðeins einn leikur er í höfuðborginni um helgina í 1. deild. Þróttur og ÍBV leika saman á morgun kl. 14 og verður leikurinn háður á Melavellinum þar sem talsvert langt er enn í land með grasvöllinn í Laugardalnum. Það er nokkuð erfitt að spá um úrslit þessa leiks þar sem Eyjamenn hafa misst mannskap og ekki leikið mikið af æfingaleikjum i vor. Þróttararnir hafa Arsenal setu sitt traust á I — Manchester United virðist alltaf leika bezt, þegar ekki er búizt við neinu af liðinu, sagði Bobby Charlton i gær. — Það má ekki gleyma því, að Man- chester United vann Liverpool og það þarf sterkt liö til að geta það, sagði Lawrie McMenemy, framkvæmda- stjóri Southampton. Þrátt fyrir þessi ummæli eru Arsenal taldir iíklegri sigurvegarar. Á morgun fer fram mesti sýningar- leikur í knattspyrnuheiminum hvert ár. Úrslitaleikur enska bikarsins á Wembley hefur alltaf verið hápunktur hvers keppnistímabils og svo verður einnig nú en þetta er í 56. sinn, sem leikið er til úrslita á Wembley leikvang- inum. Arsenal leikur því til úrslita annað árið í röð, en United í 3. sinn á sl. 4 árum. Það hefur verið nokkuð undan- tekningarlitil regla í úrslitaleikjum enska bikarsins, að tapi lið í úrslitum og komist í úrslit aftur næsta ár vinnur það nær alltaf. Arsenal tapaði fyrir Ipswich í fyrra 0-1 og samkvæmt regl- unni ætti það því að vinna United. Síðasta dæmið um þetta er Manchester United 1976 og 1977. Brian Talbot, sem var aðalstjarnan í sigurliði Ipswich i bikarnum í fyrra, hefur nú gengið til liðs við Arsenal og hann vonast eftir sigurlaunum annað árið í röð. Uppselt er á leikinn fyrir löngu og rúmlega 90.000 áhorfendur munu koma til með að öskra sig hása á. Ieiknum á morgun. Arsenal tilkynnti endanlegt lið sitt í gær, en United tilkynnti 13 manna hóp. Liðin eru þannig: Arsenal: Pat Jenn- ings, Pat Rice, David O’Leary, Willie Young, Sammy Nelson, David Price,

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.