Dagblaðið - 11.05.1979, Page 15

Dagblaðið - 11.05.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1979. 19 þróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 2 ingu tslandsbikarsins. Skagamenn urðu meistarar þetta árið og á myndinni eru frá , Jón Leósson, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Þórður Jónsson, Halldór Sigur- i er Laugardalsvöllurinn þarna eins og teppi, en tslandsmótið i ár verður að hefjast á möl DEILDINNI IM HELGINA iðureign KR og Vals á þriðjudaginn verið frískir eins og undanfarin ár en allt of lítið hefur komið út úr liði þeirra enn sem komið er. Þeir voru án Páls Ólafssonar og Sverris Brynjólfssonar í Reykjavíkurmótinu, en eftir þvi sem bezt er vitað munu þeir báðir verða með á morgun. Jafntefli er líklegast en Þróttarsigur kemur einnig sterklega til greina. Á Akureyri maetast á sama tima á morgun, kl. 14, KA og nýliðar Hauka. Það verður vafalítið mjög hart barizt á Akureyri og sá leikur fer fram á möl- inni líka þar sem enn lengra er í að grasið þar verði tilbúið. KA barðist við fall í fyrra og tókst að sleppa á síðustu ir allt Brady Brian Talbot, Liam Brady, Graham Rix, Frank Stapleton og Alan Sunder- land. Varamaður verður Steve Wal- ford. Lið United: Gary Bailey, Jimmy Nicholl, Arthur Albiston, Gordon McQueen, Martin Buchan, Brian Greenhoff, Sammy Mcllroy, Micky Thomas, Steve Coppell, Jimmy Green- hoff, Joe Jordan, Lou Macari og Andy Ritchie. Arsenal setur allt sitt traust á Liam Brady en fullt eins líklegt er að þetta verði hans síðasti leikur með Arsenal því hann hyggst leika á Spáni næsta keppnistímabil. Gamla kempan Jimmy Greenhoff, sem skoraði sigur- markið á Wembley fyrir tveimur árum, verður vafalítið með og kemur til með að spila stórt hlutverk. Arsenal er talið líklegri sigurvegari i leiknum en við höllumst að sigri United. hindrun. Ekki er ólíklegt að bæði þessi lið verði í botnbaráttu í sumar og verður því ekkert gefið eftir. Haukarnir hafa mjög óreynt lið en inn á milli eru reyndir baráttujaxlar. Við spáum þó sigri KA — en naumt verður það. Á mánudagskvöldið leiða Vikingur og Fram saman hesta sína. Ef eitthvað má marka leiki liðanna í Reykjavíkur- mótinu virðist ekkert nema Framsigur geta komið til greina Framarara virkuðu mjög sannfærandi í mótinu, en hið sama verður ekki með sanni sagt um Víkingana. Framsigur ætti að verða uppi á teningnum. Leikurinn hefst kl. 20. Stórleikur 1. umferðarinnar verður á þriðjudagskvöldið kl. 20. þegar nýliðar KR mæta íslandsmeisturum Vals. KR- ingar sýndu dálítið misjafna leiki í vor en enginn vafi er á að mikið býr i liðinu. Valur vann reyndar Reykja- víkurmótið en ekki með neinum yfir- burðum og oft á tíðum fylgdi þeim stór sneið af meistaraheppninni. Hvorugt liðið mun gefa eftir en við spáum KR- sigri á þriðjudaginn. Síðasti leikur 1. umferðarinnar verður háður í Keflavík á miðvikudags- kvöld og þá mætast heimamenn og bikarmeistarar Akurnesinga. Skaga- menn ferskir og nýkomnir úr Indónesíuferðinni ættu að hafa undir- tökin en Keflavíkurliðið er mikið baráttulið, sem aldrei gefst upp. í fyrra varð jafntefli 2—2 í samsvarandi leik og jafntefli er einnig líklegast níu. Önnur deildin hefst, sem fyrr sagði, í kvöld með leik UBK og Selfoss og á morgun verða tveir leikir. Nýliðar Magna frá Grenivík leika gegn Austra á Akureyrarvelli kl. 16.30 og FH og Fylkir leika á Kaplakrikavelli kl. 16. Það ætti að geta orðið hörkuleikur. Á sunnudag leika síðan Reynir og fsa- fjörður kl. 14.30 í Sandgerði og kl. 16 leika Þór og Þróttur Neskaupstað á Akureyri. -SSv,- Fjölmargir leikmenn hafa skipt um félag — en ekkert f élag hef ur f engið fleiri menn til sín en Grótta Nú i vor, sem endranær, hafa mikil félagaskipti átt sér stað hjá knatt- spyrnumönnum. Mest ber að sjálf- sögðu á „stóru” nöfnunum en margir hinna litt þekktari falla í skuggann. Fjölmargir minni spámenn reyna þó ár hvert að freista gæfunnar hjá hinum ýmsu 1. deildarfélögum með ákaflega misjöfnum árangri. Fram til þessa hefur ekki verið fjallað mikið um félagaskipti leikmanna, en þar sem íslandsmótið hefst nú um helgina er ekki úr vegi að lita yfir listann. í apríl skipti t.d. Magnús Teitsson um félag og gekk úr FH í Stjörnuna í Garðabæ, en Magnús hóf einmitt feril sinn þar. Bjarni Sigurðsson gekk í raðir Skagamanna en hann lék áður með Keflavík. Annar markvörður — Þor- bergur Atlason — er kominn „heim” á ný, en hann hefur tilkynnt félagaskipti úr KA yfir í Fram. Þá hefur Erlendur Daviðsson, sem getið hefur sér gott orð í handknattleik með Fram, gengið í Þrótt Neskaupstað. Á stjórnarfundum KSÍ þann 26. apríl og }. maí voru samþykkt félaga- skipti 54 leikmanna og kennir ýmissa grasa í þeim hópi. Adolf Guðmundsson hefur tilkynnt félagaskipti úr Víkingi yfir í Hugin frá Seyðisfirði, en Adolf var einn af efni- legri leikmönnum Víkinga. Benedikt Valtýsson, hinn eitilharði baráttujaxl Skagamanna, hefur tilkynnt sig yfir í 'Vestra ísafirði, en Benedikt mun þjálfa ísFirðingana í sumar. Karl Hermannsson, fyrrum lands- liðsmaður úr ÍBK, mun leika með Njarðvíkingunum í sumar, en á síðast- liðnu sumri komst Njarðvík í úrslit 3. deildar keppninnar, en tapaði fyrir Magna í leiknum um 2. deildarsætið. Njarðvíkingar hyggja vafalítið á bættan árangur í sumar. Gamla markamaskínan Hreinn Elliðason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en auk hans og Magnúsar munu Þorvaldur Þórðarson, markvörður FH í fyrra, og Guðmund- ur Yngvason, sem lék með KR 1977 og Þrótti Neskaupstað í fyrra, leika með Stjörnunni 1 sumar. Stjarnan leikur í sama riðli og Njarð- vík í sumar, þannig að það verður hart barizt um toppsætið í riðlinum. Gunnlaugur Kristfinnsson, unglinga- landsliðsmaður úr Víkingi, ætlar að þjálfa Súluna á Stöðvarfirði í sumar og taka sér frí frá 1. deildinni. Þá hafa þeir félagar Haraldur Haraldsson og Þorgils Arason, báðir úr Víkingi, til- kynnt félagaskipti yfir í Austra. Það, sem vekur þó langmesta athygli í þessum 54 manna hópi er það, að 9 leikmenn hafa gengið til liðs við Gróttu á Seltjarnarnesi á þessum hálfa mánuði. Þar af koma sjö þeirra frá KR og tveir koma frá Snæfelli. Meðal KR- inganna má nefna Ólaf B. Lárusson og Sigurð Pál Óskarsson, en þeir voru báðir fastamenn í sigurliði KR í 2. deildinni í handknattleiknum í vetur. Grótta er einnig í sama riðli og Stjarna og Njarðvík og má búast við þeim sterkum í sumar. Grótta ætlaði sér að vera með í 3. deildinni á síðasta sumri en þá tókst ekki betur til en svo að það gleymdist að tilkynna liðið í íslandsmótið og þar með var draumurinn fyrirbí. Þorbergur Atlason Enn tapa Banda- ríkjamenn íkörfu — nú fyrir Tékkum 75-77 Bandaríkjamenn gera það svo sann- arlega ekki endasleppt I hinni miklu keppni milli landsliða i körfuknattleik frá heimsálfunum sitt hvorum megin við Atlantshafið. Sl. laugardag töpuðu þeir fyrir Frökkum, á þriðjudag fyrir Rússum og í gærkvöldi máttu þeir þola enn eitt tapið — nú fyrir Tékkum 75— 77, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 41—26 Tékkunum í vil. Bandarikjamennirnir hófu leikinn afar illa og eftir aðeins þrjár mínútur voru Tékkarnir komnir með 10 stiga forystu, sem þeir smájuku framaðleik- hléi. Leikur Bandaríkjamannanna var laus í reipunum. og hittnin var fyrir neðan allar hellur. Loksins tóku þeir sig á og völduðu mótherjana betur en áður i vörninni. Það skilaði sér fljótlega því þegar 6 mín. voru til leiksloka var jafnt 63—63. Þeim tókst siðan að komast yfir í fyrsta sinn i leiknum og voru komnir i 71 — 65. Tékkunum tókst að jafna metin og þegar 30 sek. voru til leiksloka var staðan 75—75. Bandaríkjamenn höfðu knöttinn og léku með hann þar til 5 sek. voru eftir, að einn þeirra skaut að körfu Tékk- anna. Boltinn hitti ekki ofan í og Tékk- arnir brunuðu upp og skoruðu sigur- körfuna á lokasekúndu leiksins. Von- brigði Kananna voru mikil, enda hafa þeir tapað þremur leikjum í „sinni eigin íþrótt" áeinni viku. Þá unnu Frakkar Mexíkana í gær- kvöldi í sömu keppni 109—82 eftir 55—45 í hálfleik. Stefnirí24 lið á HM Allt bendir nú til þess að það verði 24 lið, sem taki þátt í úrslitakeppni HM á Spáni 1982. Framkvæmdastjóm HM- keppninnar 1982 mun hittast á fundi með FIFA í næstu viku og þá verður ákveðið hvort fjölga skuli úrslitaliðun- um úr 16 í 24. Verði af þessu mun þurfa a.m.k. 12 velli til að keppa á. Eins og fyrr sagði eru allar líkur á að 24 lið keppi til úr- slita og myndu þá verða 13 frá Evrópu, 3 frá S-Ameríku, tvö frá Afríku, Asíu, Mið- og Norður-Ameríku og síðan gestgjafarnir og sigurvegarar síðustu keppni, sem í þessu tilviki eru Spánn og Argentína. Vegleg verðlaun eru I boði á fyrsta opna golfmóti sumarsins. Fyrsta opna golf mót sumarsins Golfvcrtíðin hjá Keilismönnum hefst á morgun með Beefeater / Borzoi Open mótinu, sem er 18 holu mót. Þetta er fyrsta opna mót ársins og keppt verður um vegleg verðlaun sem Íslenzk-Ameríska verzlunarfélagið hefur gefið. Verða veitt þrenn verð- laun, með og án forgjafar. Gert er ráð fyrir að mótið hefjist kl. 9 í fyrramálið, en síðari hópurinn verður liklegast ræstur um kl. 13. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku geta fengið allar upplýsingar i síma 53360. Sundsambandið með merkjasölu Sundsamband íslands hefur komið af stað merkjasölu til stuðnings hinu unga landsliði sinu sem mun á þessu ári glíma við mörg og skemmtileg verk- efni. Merki þessi verða seld við alla sund- staði landsins, á mannamótum og i ein- stöku tilfelli verður gengið í hús. Merk- in kosta krónur 200 og er fólk hvatt til að bregðast vel við þegar merkin verða boðin til kaups, en hluti andvirðis verður látinn ganga til styrktar sundi i viðkomandi heimabyggð. Kepptu í Danmörku Akurnesingar hafa fram til þessa dags ekki haft stórkostiegu körfuknatt- leiksliði á að skipa. Þeir hafa tekið þátt í 3. deildinni i íslandsmótinu en ekki gengið allt of vel. Fyrir skömmu lögðu þeir land undir fót og snöruðu sér yfir til Danmerkur til þátttöku á körfuknattleiksmóti, sem haldið var i vinabæ Akraness, Tönder. Það er skemmst frá að segja að Skaga- mennirnir urðu í 5. sæti af 10 liðum og verður það að teljast góður árangur. Vill deyjaáAnfield Bob Paisley, framkvæmdastjóri Livcrpooljýsti því yfir í ítarlegu viðtali við enska dagblaðið The Sun á þriðju- daginn, að hann ætti sér aðeins tvær óskir. Önnur væri sú, að Liverpool yrði Evrópumeistari i 3. sinn næsta keppnistímabil en hin var á þá leið, að hann vildi fá að deyja á Anfield, leik- velli Liverpool. Reykjavíkurmót fatlaðra Fyrsta Reykjavíkurmótið i íþróttum fyrir fatlaða verður haldið um helgina í Árbæjarskóla og Hagaskóla. Á morgun verður keppt í sundi í Sundlaug Árbæjarskólans og hefst keppnin þar kl. 15. Á sunnudaginn hefst keppni kl. 13 i íþróttahúsi Hagaskólans og verður þá keppt í borðtennis og boccia. Lyftingar verða kl. 15 og sveitakeppni f boccia kl. 15.30. Aðalfundur Gróttu Aðalfundur iþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi verður haldinn á laugar- daginn kl. 14 i Félagsheimili Scltjarnar- ncss. Fyrir fundinum liggja tillögur um lagabreytingar auk venjulegra aðal- fundarstarfa.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.