Dagblaðið - 19.05.1979, Side 5

Dagblaðið - 19.05.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. MAÍ 1979. 5 VíkíMýrdal: HQLSUGÆZLUSTÖD- IN ÓNOTUÐ FRÁ SL HAUSH —þrátt fyrir að hún sé fullkláruð í vikunni kom læknir úr Reykjavík til Víkur i Mýrdal að prófa heyrn heimamanna. Gengu fjölmargir Vikurbúar undir þetta heyrnarpróf sem fór fram í hinni nýju og glæsi- legu heilsugæzlustöð í þorpinu. Er það fyrsta starfsemin sem fer fram þar. Stöðin hefur hins vegar ekki enn verið tekin formlega í notkun en reiknað er með að það verði innan tíðar. Þykir ýmsum sem timi sé kominn til að taka hana í notkun því að hún hefur staðið fullkláruð en ónotuð frá því í haust. Mun þessi dráttur einkum stafa af því að staðið hefur á ýmsum tækjábúnaði. —GAJ/KG, Vík. Magnús Gíslason, formaður Lionsklúbbsins Suðra i Vík, afhendir Vigfúsi Magnússyni héraðsiækni hjartalínurita frá klúbbnum fyrir skömmu. Að baki Magnúsi stendur liknarnefnd klúbbsins. DB-mynd Kristmundur. Hún Lóló, sem verið hefur i starfskynningu á Vikunni, nágranna okkar, sl. viku, dró úr réttum krossgátulausnum í gær. DB-mynd RagnarTh. Hinir heppnu í páskakrossgátu Dagblaðsins Þá er búið að draga úr réttum lausnum sem bárust við páskakross- gátunni. Upp komu þessi nöfn: 1. Guðrún Erlingsdóttir, Garðavegi 20, Hvammstanga. 2. Stefán Már Ingólfsson, Kaplaskjólsvegi 27, Rvík. 3. Halldór Karlsson, Asparfelli 6, Rvík. Í þetta sinn hefur gátan sennilega verið talsvert strembin þvi það voru mjög margir sem ekki voru með báð- ar vísurnar réttar. Flestir voru þó með aðra visuna (Fátt er betra en friðsælt skjól) rétta. Hin vísan var aftur á móti mörgum erfið, enda tók ég fram að hún væri „torskilin og stirt kveðin”. Það var fyrsta orðið í síðustu línu vísunnar sem olli mörg- um vandræðum. Margir voru með „fargar” eða „fagnar” en þar á að standa „fangar” (höndlar, grípur). Svo voru líka margir sem misskildu „æskusinni” („æskuhugur, geð), höfðu þar tvö orð og héldu að „sinni” væri fornafn. Nokkrir, sem þó voru með vísurnar réttar, vissu ekki að númerin á vísunum voru ann- ars vegar vinstra megin og hins vegar hægra megin í reitum gátunnar, og það kalla ég gott. En hérna eru þá vísurnar: Fátt er betra en friðsælt skjól i fangi mömmu sinnar, þegar bliknar bernsku sól og bleyta tárin kinnar. Vinar þcl og velsæmi valdi breytni þinni, því fullorðinna fordæmi, fangar æskusinni. Svo þakka ég ykkur kærlega þátt- tökuna og lofa því að næsta vísugáta verði ekki svona strembin. Kveðjur, Ranki. í langþráð f rí fyrir mæðrablómin í dag, laugardag, mun Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur efna til sölu á mæðrablómum. Ágóðanum af sölu þessari mun verða varið til eldri kvenna sem ekki eiga kost á að fara í hvíldar- viku í sumar. Eru þær konur fjölmargar sem þessa hafa notið undanfarin ár en hefðu ann- ars farið á mis við alla sumarhvild. Þess má geta að síðastliðið sumar dvöldu um 40 konur að Flúðum í Árnessýslu. Mæðrablóm Mæðrastyrksnefndar verða seld í blómaverzlunum og einnig munu sölubörn ganga í hús og bjóða tU sölu. Mæðrastyrksnefnd skorar á Reyk- víkinga að taka sölubörnum hennar vel. -SÞ. EIGNATJONSSLYSUM í UMFERDINNIFER ÖRT FJÖLGANDI —en tala óhappa með slysum á fólki svipuð Heildartala umferðarslysa í apríl- mánuði varð 522 samkvæmt bráða- birgðaskráningu Umferðarráðs. í apríl í fyrra urðu slysin 480 talsins. Aukning- in er öU í slysum þar sem einungis er um eignatjón að ræða. Slík slys urðu nú 492 en voru 449 i fyrra. Slys með meiðslum i aprílmánuði urðu nú 30 og er það sama tala og i apríl i fyrra. í fyrra varð eitt dauðaslys í apríl í um- ferðinni, ekkert núna. Tölur þessar eiga við allt landið en flest eru slysin í apríl að sjálfsögðu í Reykjavík eða 248. Næst kemur Kefla- vík með 31 slys, 25 urðu i Hafnarfirði, 23 á Akureyri, 21 i Kópavogi, 19 i Ár- nessýslu, 15 á Keflavíkurflugvelli, 14 á Akranesi, 13 í S-Múlasýslu og 10 í Garðabæ, Snæfells- og Hnappadals- sýslu og i Húnavatnssýslu. Það sem af er þessu ári hafa tveir látið lífið í umferðarslysum (4 í fyrra) en 156 hafa slasazt í umferðinni (182 í fyrra). Umferðarslys, þar sem aðeins varð eignatjón, eru 2450 á þessu ári en voru 2079 í fyrra. Niðurstaðan er að útkoman er heldur betri í ár en í fyrra hvað snertir umferð- aróhöpp með slysum á fólki, en heild- artala annarra slysa hefur hækkað um næstum 20%. -ASt. Ríkið leggur nú 144 krónur ofan á hið hækkaða innkaupsverð hve bensínlítra. Hér er hæsta bensínverð sem vitað er um í heiminum. Mótmælaaðgerð 1. Allir bíleigendur í landinu þeyta bílhornin í 2 mínútur n.k. mánudags- kvöld klukkan hálf átta. (þ.e. frá kl. 19.30 til 19.32.) ATH Sé bíllinn þar sem hávaðinn getur valdið skaða, s.s. nálægt sjúkrahúsi eða elliheimili, þarf eigandinn að koma honum hæfilega langt þaöan í tíma. Mótmælaaðgerð 2. Næsta dag, þriðjudaginn 22. maí, hreyfum við ekki bíla okkar NÚSEGJUMVID -OGÞOFYRR HEFÐIVERIÐ F.f.B.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.