Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. - MIÐVIKUDAGÚR 23. MÁÍ1979 - 116. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. ( Stór-Reykjavíkursvæðið: > FJARSKIPTABUNAÐUR LÖGREGLU- OG SJÚKRABÍLA ER RUSL ■( — sjábls.9 > iámm Nei, ég kem út, ég kem út — ekki koma inn! Kaupmaðurinn í Sport á Laugavegi 13 var fljótur út þegar hestamenn bar þar ad garöi og vildu fá beizli á hesta sína í mót- mælaskyni við „bensínokur” ríkisvaldsins. DB-mynd Sv. Þorm. Bráða- brigða- löginá borðinu? Þingmenn ræddu um það i göng- um Alþingishússins í gærkvöldi, að ríkisstjórnin væri með á borði sinu nokkurn veginn tilbúin bráðabirgða- lög til að stöðva verkfall farmanna. Ráðherrar fengust ekki til að viðurkenna þetta. Sumir þingmenn sögðu, að nú ætti að senda þingið heim í dag tjl auðvelda setningu laga til að stöðva verkfallið. Eftir þing-- lausnir nægja bráðabirgðalög, sem kunnugt er, og lögin þurfa þá ekki að fara gegnum þingið. „Við höfum áður lýst því hvernig við bregðumst við bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar,” sagði Páll Her- mannsson blaðafulltrúi FFSÍ í morgun. „Við erum sameinaðir og það kom fram fyrir viku, að ekki verður farið að slíkum lögum. Við erum í verkfalli.” -HH/JH. ----------\ Kratar káluðu frumvarpi Steingríms ^^--sjábaksíðu Ekkert samkomulagí ríkisstjórninni: Hinkrað f biðstöðunni —bíðum ekki límdirvið stólana, segir Tómas „Menn geta ekki beðið eftir því, límdir við þessa stóla, að ný holskefla verðbólgu ríði yfir þjóðina, án þess að hafast okkuð að,” sagði Tómas Ámason fjármálaráðherra í viðtali við DB í morgun, þegar hann var spurður um það, hvernig stjórnar- samstarfið gengi nú. ,,Ég vil kalla stöðuna nú biðstöðu,” sagði Tómas. „Við framsóknarmenn höfum lagt á það þunga áherzlu að þetta geti ekki gengið lengur í áttina til vaxandi verðbólgu,” sagði ráðherra. Hann kvað framsóknarmenn hafa lagt til, að staðan yrði fryst um nokkurn tíma til þess að launamálin og kjaramálin fari ekki úr böndunum og þá efna- hagsmálin öll. Tíminn verði notaður til þess að undirbúa allsherjarkjara- samninga frá áramótum og þá til tveggja ára. „Samtímis verður að gera ýmsar breytingar, meðal annars á vísitölunni, þannig að hún rási ekki stjórnlaus. Um þetta er ekki sam- staða í ríkisstjórn,” sagði Tómas. Hann kvað Alþýðuflokkinn tala um heildarkjarasamninga nú strax í haust. Alþýðubandalagið talaði um launahækkanir án tiltekins hámarks. „Það er því alveg ljóst, að sam- komulag er ekki um þessi stóru mál eins og sakir standa í ríkisstjórn,” sagði fjármálaráðherra. Niðurstaðan er líklegust sú, að sáttanefndir ráði fram úr vinnudeilum þeim , sem nú geisa, en menn hinkri um sinn í bið- stöðunni, til þess að leita að samnefn- ara, sem enn er ekki fundinn,” sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra. - BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.