Dagblaðið - 23.05.1979, Side 2

Dagblaðið - 23.05.1979, Side 2
2 r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR23. MAÍ1979. V Hafði nótu en enga og gengur þvíilla að fá greitt Sveinn Jóhann Sveinsson, bílstjóri hjá sendibilastöðinni Þresti, skrifar: Fyrir stuttu var ég beðinn að flytja timbur fyrir fyrirtæki eitt í bænum. Hafði ég vitanlega afrit af nótu fyrir timbrinu í höndunum og hljóðaði upphæð hennar upp á 79.380 krónur. Er ég kom með timbrið á tiltekinn stað tók á móti því maður sem bauðst til þess að kvitta fyrir akstursreikn- ing minn. Taldi ég það óþarfa þar sem ég hefði í höndunum sönnun fyrir flutningi mínum þar sem nótan fyrir timbrinu var. Fékk ég síðan að vita að aksturs- reikning minn fengi ég greiddan á skrifstofu fyrirtækisins á miðviku- dögum milli kl. 9 og 11. Er þangað kom var reikningsgreiðandi ekki við og var mér sagt að koma viku síðar. Ég átti leið þarna framhjá hálfum mánuði síðar og fór því inn með reikning minn. Hitti ég þar fyrir þann sem greiðir slíka reikninga og lét hann hafa reikning minn fyrir akstrinum ásamt afriti af nótunni fyrir timbrinu. Leit hann á hvort tveggja og sagði svo að þetta þyrfti hann að athuga því hann vissi ekkert hvort ég hefði skilað timbrinu á réttan stað, þar sem akstur- reikningurinn var ekki undirritaður af móttakanda. Tók ég þá reikning minn og hugðist hitta mann þann sem tók á móti timbrinu og biðja hann að kvitta. Er ég kom á staðinn var búið að slá upp timbrinu sem ég hafði flutt og maðurinn hvergi sjáanlegur. Lítur þyi helzt út fyrir að ég fái reikning minnekkigreiddan. kvittun Myndin er tekin á bilastæði sendibilastöðvarínnar Þrastar við Siðumúla. [HUSTLER PoiMilarOedwnlcs mm. rmsim swoimím cmm^* ftmsm Þetta er aðeins sn*ásýnisHorn af okkar mikla úrvali. Póstsendum um land allt. n fcniv iiiii — BOftA HCJSIÐ Sími 86780. Laugavegi178 viö öll tœkifœri SIGMAR 6. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A — Slmi 213SS. Ég vil því vara bilstjóra við því að flytja nokkurnskapaðan hlután þess reikninginn, því það er slæmt að vera flytja á og fá reikning sinn kannski að láta kvitta fyrir því á akstur- sakaður um að hafa stolið því sem aldreigreiddan. Þingmenn og ráð- herrar — skapi gott fordæmi ílaunamáium Jón Ólafur Bjarnason skrifar: Eftir að hafa fimmtudaginn 17. maí hlustað á talsmenn allra stjórn- málaflokka, ráðherra og alþingis- menn, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að ef þeir ætlast til þess af almenningi og á ég þá við bæði hina svonefndu þrýstihópa, sem hið svokallaða láglaunafólk, að hann slaki á sínum launakröfum, verði þeir sjálfir að gefa fyrst eftir eitthvað af sínum háu launum, svo og þeim fjöl- mörgu fríðindum sem þeir sjálfir hafa skammtað sér úr sameigin- legum sjóði þjóðarbúsins, en þeir hafa sjálfir ákveðið að þau skuli vera skattfrjáls. Án þess að þeir gangi á undan og ætlist svo til góðs eftirleiks, þurfa þeir ekki að búast við að almenning- Bunki við bunka. ur, hvorki hár né lágur, sé reiðubúinn til að slaka á um greiðslu á umsömdum launum sinum, né því sem þeir telja sanngjarnar launakröf- ur. Ef svo heldur fram, sem horfir, munu allir halda fast fram þeim samningum sem þeir hafa gert og þeim launakröfum, sem þeir telja að eigin mati sanngjarnar. Ef áframhald verður á þeim kröfu- gerðum og stéttastríði, sem nú geisar víðsvegar í þjóðarlíkamanum, mun verðbólgudraugurinn magnast meira en nokkru sinni fyrr. Það er því liklegt, að ef ekkert verður að gert á þessu mikilsverða þjóðmálasviði, geti svo farið að spádómar stjórnarandstæðinga og fleiri, um 50—100% verðbólgu fyrir lok þessa árs, verði að veruleika, en allir viðurkenna, að það yrði allri þjóðinni til stórtjóns og mest yrði þá tjón hinna lægst launuðu og þeirra sem minnst mega sín í lífsbar- áttunni. Það eru einmitt þeir, sem þessir þjóðkjörnu fulltrúar fólksins í landinu þykjast ætla að vernda og vilja vernda þegar þeir stíga niður og tala til almennings. Ljósmynd með leyfi —þingmenn spéhræddir? Andri skrifar: Eru nú blessaðir þingmennirnir okkar líka spéhræddir? Mér fannst það heldur broslegt þegar ég sá í blöðunum að nú mega ljósmyndarar ekki taka af þeim myndir nema með sérstöku leyfi. Þeir eru víst hræddir um að fá af sér afkáralegar myndir í blöðin. Ekki hef ég hingað til rekizt á eina einustu mynd af alþingismanni sem hefur verið svo afkáraleg að hún mætti ekki birtast. Það er heldur enginn að ætlast til þess að þessir menn sitji á þingi með stífar grímur á andlitinu. Þeir verða þó að geispa, klóra sér í höfðinu og annað eins og ég og þú á vinnustað. Mér finnst því að leyfa ætti ljósmyndurum allar myndátökur á þingi og ef einhverjum lesanda finnst eitthvað fyndið við það að sjá þingmann með einhver svipbrigði þá skulum við bara leyfa þeim að hlæja. Þeir sjá þá kannski eitthvað gott við Alþingi. Og ég held að þeir ættu bara að vera ánægðir með að sem flestar myndir séu af þeim teknar. Þeir geta þá ekki kvartað yfir því að vera ekki í sviðsljósinu. Raddir lesenda KASSABILARALLY SKATA frá Hverageröi til Kópavogshælis til styrktar Kópavogshæli dagana 26. og27 maínk. CTVDIÍT A PMIA A D semía^ramteruhappdrættismiðar, verða 911IfIV I Alf IflltlMII seldirnæstudaga — Takið sölumönnum vel og styrkið gott málefni—Markmiðið er að kaupa FÓLKSFLUTNINGABÍL FYRIR VISTFÓLK KÓPAVOGSHÆLIS —— .......mmmmmmm—mm—Friálst framlae er hæst að senda á gírónúmer63336-4—

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.