Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. 5 Stóraukinn útflutn- ingur á ferskfiski flugleiðis? Fiskútflutningur með flugvélum kann að vera á næstu grösum i veru- lega stærri stíl en hingað til hefur þekkzt. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur fyrirtæki í Luxem- burg nú leitað eftir því við Cargolux að fá flutt 45—50 tonn af ferskfiski frá íslandi til Luxemburg um þessar mundir. „Mér vitanlega hefur umsókn um slíka flutninga ekki borizt Flugmála- stjóm enn,” sagði Björn Jónssor, deildarstjóri í viðtali við DB í gær, ,,Slik umsókn kann að vera á leið- inni,” sagði Björn, ,,og ég sé engin tormerki á því að leyfi verði veitt ef eftir því er leitað.” „Tugir tonna hafa verið fluttir með farþegavélum Flugleiða hf., meðal annars til New York og London,” sagði Sveinn Sæmunds- son, blaðafulltrúi Flugleiða hf., í viðtali við DB í gær. Sveinn kvað samtals um 40 tonn hafa verið flutt út í marzmánuði og þá í fragt með farþegaflugvélum. Hefði megnið farið til New York og Bretlands eins og fyrr segir. Þá mun eitthvað hafa farið til Luxemburg og þaðan til Þýzkalands og víðar. Könnun hefur að undanförnu verið gerð á möguleikanum á beinu fragtflugi á fiski með Cargolux. Virðist sú könnun hafa leitt i ljós að hagkvæm viðskipti sé hægt að gera með fiskútflutningi í flugi og góðar horfur á því að þau verði að veruleika ef ekkert óvænt gerist. -BSi Kópavogsbúar fá 1000 símanúmer f rá Breiðholti — þvíætti að rætast úr miklum símavandræðum Kópavogsbúa snemma næsta árs Mikil vandræði hafa verið í síma- málum Kópavogsbúa og margir beðið lengi eftir því að fá síma. Stækkun símstöðvarinnar i Kópavogi hefur dregizt úr hömlu vegna fjár- skorts Pósts og síma. Á bæjarstjórnarfundi nýlega spurðist bæjarfulltrúi borgaralistans í Kópavogi fyrir um hvað liði úrbót- um í símamálum Kópavogs. Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni og kom fram í máli hans að vegna mikillar fjölgunar sím- notenda í Kópavogi hefði verið gripið til aðgerða til þess að flýta lausn vandans. Fengið er fjármagn til þess að hraða viðbyggingu við símstöðina og er búið að semja við verktaka. Vænzt er þess að húsið verði uppsteypt í september. Þar sem langur afgreiðslufrestur er á tækjabúnaði erlendis frá, allt að 2 ár, hefur verið ákveðið að taka tækjabúnað fyrir 1000 númer sem áttu að fara i símstöð í Breiðholti og setja þau i þess stað í nýju Kópavos- stöðina. Þess er vænzt að hægt verði að hefja uppsetningu tækjabúnaðar- ins í september og taka viðbótina, 1000 númer, í notkun í byrjun árs 1980. Þetta er aðeins hægt með því að láta innréttingu hluta byggingarinnar bíða en einbeita sér fyrst eingöngu að vélasalnum. Vegna þarfa iðnfyrirtækja í nýja iðnaðarhverfinu í Kópavogi hafa til bráðabirgða verið tengdar línur úr Múlastöð við hverfið, þ.e. númer sem byrja á 7, og þannig leystur mesti vandinn vegna nýrra fyrirtækja. Að beiðni bæjarstjóra Kópavogs hefur póst- og símamálastjóri fallizt á að setja upp sjálfsala í einstökum fjölbýlishúsum, t.d. við Engihjalla og á miðbæjarsvæði. -JH Vafalaust gæti þessi litli lækur í Blesugrófinni verið hreinlegri þannig að l'remur væri prýði að honum en hitt. DB-mynd Bjarnleifur. Blesugróf: Sóðalegur lækur íbúar í Blesugróf í Reykjavík hafa Guðmundsson verkfræðing hjá borgar- kvartað við Dagblaðið vegna lækjar í verkfræðingi og sagði hann að aðeins Blesugrófinni sem sé lítt geðslegur og væri regnvatn í læknum. Klóak væri jafnvel leitt klóak í lækinn. Þarna séu alls ekki í honum. Klóak frá húsum börn að leik og fylgi því sóðaskapur þarna í grenndinni væri leitt í þéttu röri hinnmesti. i jörð þarna skammt frá.. Dagblaðið ræddi við Ólaf -JH. HALLELÚJA! — Pétur þulur skammaður fyrir „hnútukast” fgarð sjónvarpsmanna Eiður Guðnason og fleiri útvarps- ráðsmenn gagnrýndu Pétur Pétursson fyrir kynningu á laginu Hallelúja að morgni9. maí. Taldi Eiður að Pétur hefði misnotað aðstöðu sína og verið með hnútukast í garð starfsmanna sjónvarpsins. Raunar hefði viðkomandi þulur oft notað út- varpið sem tæki til að koma einka- skoðunum sínum á framfæri. Ýmsir útvarpsráðsmenn tóku undir þetta, segir í fundargerð ráðsins. Kynningin var svohljóðandi, gerð eftir segulbandsupptöku sem útvarps- ráð hlustaði á: „Útvarp Reykjavík. Klukkan er rúmlega 22 mínútur gengin í ellefu. Og þá er komið að þvi, eins og segir hér i dagskránni, að morgunþulur kynni ýmis lög að eigin vali. Og auðvitað er nú tekið tillit til fleiri sjónarmiða en persónulegra eingönguT’ViS” ætlum að byrja á þvi að hlýða á Hallelújasöpginn úr söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Þetta var nú sýnt á sinum tíma í íslenzka sjónvarpinu, þeirri deild Rikis- útvarpsins sem hefir skjáinn og birtir á honum ekki aðeins með myndum, heldur einnig í orðum og tónum, fréttir af helztu málefnum sem að ofarlega eru á baugi og gætir náttúrlega óhlut- drægni í hvívetna og kynnir mál ekki bara frá báðum hliðum, ef hliðarnar eru tvær, heldur frá öllum aðilum og kynnir sjónarmið sem jafnast. Svo var gert í sjónvarpskeppninni, en eitt lag var það sem bar þó sigur úr býtum — umdeilanlega — það var Hallelúja þeirra ísraelsmanna og hér kemur það.” -ÓV. Svar Péturs Péturssonar ..Logið með þögninni” „Hvað á betur við „fréttaflutning” af þessu tagi en orð séra Árna Þórarinssonar: „Þeir voru snillingar í að ljúga með þögninni,” segir Pétur Pétursson útvarpsþulur í svari við yfir- lýsingu fréttastofu útvarps sem kallaði Pétur ósannindamann. „Sigurður vefengir staðhæfmgu mina um að fréttastofur útvarps og sjónvarps hafi ekki starfað samkvæmt reglum (7. grein) er þær kusu að leiða hjá sér blaðamannafund Andófs ’79 og einnig það að hvorug stofnunin gaf fulltrúum okkar kost á aö koma fram um leið og leitað var álits aðila er stóðu að atkvæðagreiðslu um málið, en þátt- taka var bundin við fulltrúa BSRB og fjármálaráðherra,” segir Pétur. Hann segir að synjun fréttastofu sjónvarpsins við þeirri málaleitan að fulltrúi Andófs fengi að koma fram til jafns við for- mann BSRB að lokinni atkvæða- greiðslu sé í beinu framhaldi af neitun formannsins við þeim tilmælum sjón- varpsins að hann kæmí fram í Kast- Ijósi ásamt fulltrúa Andófs. Frétta- stofur útvarps og sjónvarps kjósi nú að bera smyrsl á sárin með því að leyfa einleik Kristjáns Thorlaciusar, „eða eigum við að segja samleik og pantleik þeirra Kristjáns og Tómasar?” spyr Pétur. Útvarpsráð hefur vísað á bug gagn- rýni Péturs um hlutdrægni fréttastofu útvarpsins. -HH. Nnstui liF QE0 PLASTPOKAR> 82655 Ik The GLOBE STUDY CENTRE For ENGLISH EXETER á suðurströnd Englands Gefðu enskunni færi á að festast Nýttu sumqrið til enskunáms í Englandi. 3—10 vikna námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. I fyrra sumar dvöldu margir ánægðir Islendingar á enskum heimilum í Exeter og stunduðu jafnframt nám í ensku við Globe Study Centre for English. Tækifæri býðst aftur í ár og er skráning hafin. Brottfarardagar frá íslandi: 23. júní (3ja vikna námskeið) 14. júlí (3ja vikna námskeið) 4. ágúst (4ra vikna námskeið) Þeir sem fara utan 23. júní geta dvalist 3— 1 0 vikur. Þeir sem fara 14. júlí geta verið 3—7 vikur. Þeir sem fara 4. ágúst verða 4 vikur. Verð fyrir 3 vikur kr. 237.000. Hafðu samband strax í dag Ummæli nemenda frá sumrinu 1978. Birna Björnsdóttir, Raufta- læk, R. sagW: Skólinn og skólastjórn var stórkostleg. Kennslan var ineó afbrigB- um góB. Engar vélrænar aB- ferBir notaBar , heldur persónuleg kennsla I smá- hópum. Nú get ég talah- skrifaB- og lesiB ensku og hefur þaB opnaB algjörlega nýja veröld fyrir mér. Allt skipulag kennslu og ferBa- laga var eins og best var á kosiB. allt stóBst. ViB gistum hiá úrvals enskum fjol- skyldum sem alltaf voru boBnar og búnar til aB hjálpa okkur. Feröalögin eru okkur öllum ógleymanleg enda undir öruggri fararstjórn kennara og Islenska farar- stjórans. öll aöstoö farar- stjóra frá byrjun og til enda feröar hefur ómetanlegt gtldi fyrir okkur sem kunnum aöeins' fáein orö I ensku viö upphaf feröar. ÞaB er mjog auBvelt aö mæla meö „THE GLOBE” Innifalið í verði er: 1. Aðstoð við útvegun farseðla og gjald- eyris. 2. Flugfargjöld (-f-flugvallarskattur) báð- ar leiðir. 3. Bilferð: London-Exeter-London flug- völlur 4. Aðstoð islensks fararstjóra, Keflavik- Exeter allan timann. 5. Fulit fæði og húsnæði hjá valinni enskri fjölskyldu (einn islenskur nemandi hjá hverri fjölskyldu.) 6. 14-20 kennslustundir á viku. 7. Allar kennslubækur og gögn ókeypis. 8. Skemmti og kynnisferðir 5 daga vik- unnar (t.d. 1 heildagsferð á viku, —þar af ein ferð til Lundúna á hverju námskeiði.) 9. Nauðsynleg læknis og tannlæknisþjón- usta. Allar nánari upplýsingar um tilhögun og verð gefur fulltrúi skólans á íslandi, Böðvar Friðriksson, i síma 44804 alla virka daga milli kl. 18 og 21 og um helgar. Litmyndabæklingur frá dvöl íslendinga i , fyrrasumar og upplýsingabréf sent þeim 1 sem þess óska. Fyrir byrjendur og lengra komna Fyrir unglinga og fullorðna

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.