Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979. Iþróttir Iþróttir D 16 d Iþróttir Iþróttir V-Þjoðverjar lögðu írana — og Skotar unnu N-íra 1-0 — Englendingar tefla fram gerbreyttu liði gegn Wales íkvöld Vestur-Þjóflverjar unnu írland I vin- áttulandsleik, sem fram fór i Dublin í gærkvöldi að viðstöddum rúmlega 20.000 áhorfendum. Staðan í hálfleik var 1—1. Þetta var fyrri leikur V- Þjóðverja í vikunni en sem kunnugt er halda þeir frá írlandi hingað til íslands og eru reyndar væntanlegir til Keflavík- urflugvallar upp úr kl. 17 f dag. Leikurinn í gær var mjög skemmti- legur á að horfa fyrir áhorfendur og bæði liðin léku opinn sóknarleik enda ekkert i húfi. Heimaliðið náði forystu á Þotukeppnin um helgina Golfvertíðin hófst opinberlega fyrir tveimur vikum og hefur verið mjög gófl þátttaka i þeim tveimur stórmótum, sem haldin hafa verið til þessa. Fyrsta stigamót sumarsins verður háð um næstu helgi á Hvaleyrarholtsvellinum og er það sjálf Þotukcppni Flugleiða, sem um árabil hcfur verið eitt allra skemmtilegasta golfmót sumarsins. Leiknar verða 36 holur mefl og án forgjafar og er ráflgert að keppnin hefj- ist kl. 8.30 á laugardagsmorgun. Þátttaka tilkynnist í síma 53360 fyrir kl. 19 á föstudag. Þátttakendur eru vin- samlega beðnir afl sýna forgjafarkort sitt. Hvaleyrarholtsvöllurinn verður opinn til æfinga á morgun og föstudag. Mjög glæsileg verðlaun (sjá mynd að ofan) eru I boði og þar afl auki verða veitt aukaverðlaun þeim sem næstur verður holu á 5. og 17. flöt. Aukaverð- launin eru flugfar til Akureyrar frá Reykjavík, fram og til baka. 26. mínútu þegar Gerry Ryan skoraði með stórkostlegri hjólhestaspyrnu. Þetta var fyrsta mark Ryan fyrir írska landsliðið. Dýrðin stóð þó ekki lengi og þrátt fyrir að í lið Þjóðverja vantaði marga af þeirra beztu leikmönnum tók það þá ekki nema tvær mínútur að jafna metin. Karl Heinz Rummenigge skoraði þá fallegt mark með lúmsku skoti og eftir það náðu V-Þjóðverjar betri tökum á leiknum. Þaðgekk þó hvorki né rak og boltinn barst marka á milli án þess að mark væri skorað. Það stefndi því í jafntefli en á 80. minútu urðu miðverði íranna, Mick Martin, á herftleg mistök. Hann gaf boltann beint i tæmar á varamann- inum Walther Kelsch og hann þakkaði boðið og stormaði upp völlinn og skor- aði. Réttri minútu fyrir leikslok innsigl- aði síðan Dieter Höness sigur Þjóðverj- anna. Þetta var fyrsta tap íranna á heimavelli í rúm tvö ár — töpuðu síðast fyrir Spánverjum i febrúar 1977. Þá léku Skotar og Norður-írar í landsliðakeppni Bretlandseyjanna í gærkvöldi og unnu Skotar 1—0 eftir að Jock Stein hafði gert talsverðar breyt- ingar á liði sínu, m.a. sett þá Rough, Hansen og Wallace út. Skotarnir höfðu umtalsverða yfirburði allan leikinn án þess þó að skapa sér verulega hættuleg færi. Eina mark leiksins kom á 75. minútu þegar Arthur Graham potaði boltanum í netið eftir að Pat Jennings hafði aðeins hálfvarið skot frá Kenny Dalglish. Graham var langbezti maður skozka liðsins og hann skoraði reyndar annað mark á 89. mínútu, sem var dæmt af vegna þess að Joe Jordan hafði handleikið knöttinn. í kvöld leika Englendingar og Walesbúar á Wembley og er mikill áhugi fyrir leiknum eftir hinn glæsilega sigur Wales yfir Skotlandi á laugardag þegar John Toshack skoraði þrennu. Englendingar unnu N-íra 2—0 i Belfast á laugar- dag og þrátt fyrir þann góða sigur ger- breytir Ron Greenwood liði sínu. Joe Corrigan kemur í markið i stað Ray Clemence. Keith Sansom úr Crystal Palace leikur líkast til sinn fyrsta lands- leik, sem vinstri bakvörður. Þá leikur Laurie Cunningham einnig að öllum likindum sinn fyrsta lands- leik, en hann hefur eins og Hughes ekki verið fastamaður i félagsliöi sínu siðari hluta vetrar og vekur val hans því tals- verða undrun. Wales teflir hins vegar fram ná- kvæmlega sama liði og vann Skotana, nema hvað aðalmaðurinn, Toshack, getur ekki verið með vegna meiðsla. adidas íþróttavörur best þekktar -— mest seldar f EINKAUMBOÐ Á (SLANDI Björgvin Schram [ Umbods- 03 hefldYewhw ^ Trygairaaata 8 Sími ÍWO íslenzka landsliðið I badmonton á æfingu í gær. DB-mynd Bjarnleifur. Landsleikur gegn Færeyingum verður háður á Selfossi á föstudaginn Petur Hansen Hans Jacob Stenberg Einliðaleikur kvenna: Sigrid Andreasen Tvíliðaleikur karla: Kari Nielsen Petur Hansen Hans Jacob Stenberg Paul Michelsen Tvenndarleikur: Jóan Patur Midjord Sigrid Andreasen Nýtt sérsamband íslenzka iandsliðið í badminton leikur landsleik við Færeyinga föstu- daginn 25. maí og fer hann fram i hinu glæsilega iþróttahúsi á Selfossi. Þetta er fyrsti landsleikur í badmint- on, sem fer fram utan Reykjavtkur og er það von stjórnar BSÍ, að Selfyssing- ar og nágrannar þeirra fjölmenni á þennan landsleik, þvi með því að koma 1 íþróttahúsið á föstudaginn koma þeir til með að sjá alla sterkustu badminton- leikmenn þjóðanna. Þetta er fimmti landsleikur þessara þjóða og hefur ísland unnið þá alla hingað til. í þessum landsleikjum er keppt um forkunnarfagran bikar, sem gefinn cr af Föroya Fiskasölu. Undanfarin ár hefur aðeins verið keppt i karlagreinum, vegna þess að Færeyingar hafa ekki talið sig eiga nægilega sterkt kvenfólk til að mæta okkur. En nú hefur komið ósk frá þeim um að bæta við kvennakeppni í þennan landsleik og verður því keppt í 3 ein- liðaleikjum karla, I einliðaleik kvenna, 2 tvíliðaleikjum karla og I tvenndar- leik. Leikirnir verða því sjö í staðinn fyrir fimm á undanförnum árum. Fyrir ísland keppa eftirtaldir leik- menn: Einliðaleikur karla: Jóhann Kjartansson Sigfús Ægir Árnason Broddi Kristjánsson. Einliðaleikur kvenna: Kristin Magnúsdóttir Tvíliðaleikur karla: Sigfús Ægir Árnason Sigurður Kolbeinsson Broddi Kristjánsson Guðmundur Adolfsson Tvcnndarleikur: Jóhann Kjartansson Kristín Berglind. Fyrir Færeyjar keppa eftirfarandi leikmenn: Einliðaleikur karla: Kári Nielsen Stofnfundur íþrótlasambands Fatl- aðra var haldinn 17. maí sl. að Hótel Loftleiðum. Eftirtalin 12 héraðssam- bönd stóðu að stofnun sambandsins: íþróltabandalag Reykjavikur, íþróttabandalag Akureyrar, íþróttabandalag Kefiavikur, iþróttabandalag Vestmannaeyja, Ungmenna- og iþróttasamb. Austur- lands, Ungmenna- og íþrótlasamb. Ólafs- fjarðar. Héraðssambandið Skarphéðinn, Íþróttabandalag Akraness, Íþróttabandalag Siglufjarðar, Héraðssamband Suður-Þingeyinga, Íþróttabandalag tsafjarðar, Héraðssamband V-ísfirðinga. Gísli Halldórsson, forseti ÍSI stýrði siofnfundinum og i setningarræðu greindi hann frá tilkomu íþróltastarf- semi fatlaðra hérlendis og aðdraganda að stofnun sambandsins. i 1. grein íþróttasambands fatlaðra er tekið fram, að það sé æðsti aðili um iþróttir fallaðra innan ÍSÍ og i 3. gr. segir m.a., að það skuli vinna að efl- ingu þeirra í hvívetna og koma fram er- lendis i þvi sambandi. Lögin eru i ölluni aðalatriðum samhljóða lögum annarra sérsambanda innan ÍSÍ, sem nú eru orðin 17 að lölu. Starfsemi ÍSF verður þó miklu fiókn- ari og víðtækari en annarra sérsam- banda, þar sem starfsemi þess nær yfir allar iþróltagreinar, sem fatlaðir iðka, en þess utan er fötluðum skipt i niarg- vislega flokka innbyrðis, allt eftir þvi um hvers konar fötlun er að ræða. En þegar i keppni er komiðer leitast við að skapa sem jafnasta aðstöðu milli ein- staklinganna og þá er höfð til hliðsjón- ar fötlun viðkomandi iþróttamanns. í fyrstu stjórn Íþróttasambands fatl- aðra voru kjörin: Sigurður Magnússon skrifstofustj., formaður, Páll B. Helgason, orku- og endurhæfinga- læknir, Hörður Barðdal, endurskoð- andi, Sigriður Nielsdóttir iþróttakenn- ari, Ólafur Þ. Jónsson nuddmaður. Endurskoðcndur sambandsins voru kjörnir Trausti Sigurlaugsson og Þórður Þorkelsson. Auövitaö Benidorm o // u< beint leiguflug reroamiosfoöiri nf> aðalstræto—sími28 28133 Seljum farseöla um allan heim á lægsta veröi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.