Dagblaðið - 18.08.1979, Qupperneq 2
í Hver er „sölu-
maður dauðans?”
Jónmundur Kjartansson, Bolungar-
vík, hringdi:
1 Vikunni, 31. tbl. 1979, er birt við-
tal við „sölumann dauðans”, mann
sem sagður er selja fíkniefni í Reykja-
vík. Er ekki lögbrot að hylma yfir
með glæpamanni? Er ekki athugandi
fyrir yfirvöld að fara ofan i málið og
kanna það?
,,Er ekki lögbrot að hylma yfir með
sölumanni fíkniefna?” Myndin sýnir
maríjúana-reykingamann.
Raddir
lesenda
Stýrimaðurinn var á vakt:
„HRING FOR
HÚN EKKr
Erlingur Halldórsson, stýrimaður á
mb. Lárusi Sveinssyni, hringdi:
Ég vil gera athugasemd við frétt i
DB 10. ágúst, sem höfð er eftir Hálf-
dáni Kristjánssyni, sjómanni á Flat-
eyri. Hún var þess efnis að litlu hafi
munað að trilla Hálfdáns hefði verið
sigld niður af mb. Lárusi Sveinssyni.
Þar sem ég var á vakt aðfaranótt
II. júli, þegar umrætt atvik átti sér
stað, vil ég taka fram að rangt er að
enginn hafi verið í brúnni. Þar var ég
á vakt. Hitt er annað, Hálfdán, að ég
sá þig ekki fyrr en togarinn var kom-
Hirsihmann
Utvarps-od (
sjónvarpsloltnet fyrir
litsjónvarpsteeki,-
magnarakerfi og
tilheyrandi'
loftnetsefni.
Odýr loftnet
og gód.
f
Aratuga
reynsla
Hcildsala
Smásala.
Sendum l
póstkröfu.
Radíóvirkinn
Týsgötu 1 - Simi 10450
inn mjög nálægt trillunni þinni. Þá
hægði ég á og fylgdist með trillunni
aftur með stjórnborðssiðu togarans.
Ekki sá ég að skakrúllur eða mastur
snertu togarann. Þú talar um að trill-
an hafi snúizt til, en hring fór hún
ekki. Eftir smástund sá ég að þú settir
á ferð i norðausturátt. Það er með
ólikindum hve trillur sjást oft illa og
þarf að sjálfsögðu að vera vel á verði.
Lipur af greiðslumaður:
Bjargaði
verzló fyr-
ir Patreks-
firðingi
Pafreksfirðingur hringdi:
Bílaumboðin eru oft skömmuð
fyrir lélega þjónustu. Ég get nefnt
dæmi um góða þjónustu og vil þakka
hana. Ég á Cortinu. Fyrir verzlunar-
mannahelgi pantaði ég varahlut í
hana frá Fordumboðinu í Skeifunni.
Afgreiðslumaður sendinga út á land
fór með hann á Vöruflutningamið-
stöðina. Ég komst síðan að því að
ekki yrði bílferð hingað frá Reykja-
vík fyrr en eftir helgi og hringdi í um-
boðið hálftima áður en flugvél til
Patró átti að leggja af stað. Af-
greiðslumaðurinn brá við og fór strax
með hlutinn út á völl. Bíllinn komst i
lag og var notaður í ferðalag um
Strandirnar. Þessi lipri og góði af-
greiðslumaður bjargaði verzlunar-
mannaheiglnni fyrir mér.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
„Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson eru slikir heiðursmenn að þeir láta kunningsskap við Norðmenn engin áhrif
hafa á sig.” Hér eru þeir tvfmenningar á tali við Magnús Magnússon ráðherra. DB-mynd Bjarnleifur
Dagblaðið ofgott
tilaðtaka
undir róg Þjóðviljans
Guðmundur Jónsson, Æsufelli 2,
skrifar:
Hvernig væri fyrir Dagblaðið að
athuga svona i ró og næði, hvort það
hefur ekki gengið of langt i rógskrif-
um um Benedikt Gröndal út af Jan
Mayen-málin og tekið um of trúan-
legan gauragang og froðufall Ólafs
Ragnars Grímssonar, ásamt ótrúleg-
ustu „lekum”. Og athuga hvort til-
lögur utanríkisráðherra eru ekki ein-
mitt betri en aðrar tilllögur sem fram
hafa komið í málinu?
Um norskt „kratagull” er ekki við-
eigandi að ræða í þessu sambandi.
Allir vita að þeir Benedikt Gröndal
og Kjartan Jóhannsson eru slíkir
heiðursmenn að þeir láta kunnings-
skap við Norðmenn engin áhrif hafa
ásig i þessum efnum.
Dagblaðið er of gott blað til að
vera að taka undir róg Þjóðviljans
um ráðherra Alþýðuflokksins. Og
því miður er ekki lengra síðan en i
fyrra að Dagblaðið birti í ógáti upp-
logna frétt um fjárstyrk frá Norður-
löndum til handa Alþýðuflokknum.
Þar á ég við hið fræga falsskeyti, sem
varð að dómsmáli vegna þess að Dag-
blaðið birti umrædda „frétt” án þess
að kanna sannleiksgildi hennar.
Sendum hjálpargögn
til flóðasvæðanna í Bandaríkjunum
Helgi skrifar:
Þó islenzkum ráðamönnum sé
orðið tamt að lítillækka sig, skríða
fyrir bandariskum hermönnum og
þakka fyrir sig, þá er sannleikurinn
sá að bandarískur almenningur, er á
annað borð veit að ísland og islen-
dingar eru til, fréttir ekki slíkt og
hugsar því með hlýjum hug og velvild
til íslendinga. Trú þeirra, að á íslandi
búi stoltir afkomendur víkinga, með
erfðaeiginleika forfeðara sinna,
stoltir og trúir þjóðerni sínu, leiðir af
sér virðingu í garð íslendinga.
Af þessum ástæðum hefur það oft
komið í ljós að Bandaríkjamenn hafa
komið rausnarlega fram og sem sann-
ir vinir íslendinga bæði hér á landi og
erlendis.
Síðustu „stórverk” íslenzkra
stjórnmálamanna í þjóðernismálum
íslendinga verða tæplega til að efia
álit á islenzku þjóðinni. En vera má
að það verði minnstur skaðinn af
þeim bleyðulegu myrkraverkum.
Nú sem oftar hafa Bandaríkin
orðið fyrir mjög sterkum hverfilvind-
um og rigningum, svo að stór land-
svæði liggja undir vatni. Fólk hefur
þurft að flýja heimili sín í hundruða
þúsunda tali. Mikið af þessu fólki er
það fátækasta sem fyrirfinnst í
Bandaríkjunum, svo að varla var á
þess vandamál bætandi. Nú geta ís-
lendingar sýnt hvað i þeim býr, þegar
þeir sem hafa verið rausnarlegir við
þá eru í vanda. Flytjum ekki kyn-
þáttavandamál til íslands en sýnum
vinum okkar drengskap. Sendum
matvæli, klæðnað, sérfræðinga,
lækna og peninga til neyðarsvæða
Bandaríkjanna.
Ein raunhæf leið væri t.d. að ís-
lenzka stjórnin semdi við Coldwater
og Sambandið um að setja upp
bráðabirgða „Fish and chips” staði á
neyðarsvæðunum og gæfi eða seldi á
mjög lágu verði þennan vinsæla fisk-
rétt.
Ég er ekki að tala um að leysa ein-
hver stórvandamál á kostnað fram-
tíðarkynslóðar íslendinga. En hér er
eitt tækifærið til að ganga uppréttir
með reisn og sýna vinum vorum
rausn.
Hver ræður í Torff umálinu?
RciAur húsfriðunarsinni hringdi:
Er Ragnar Arnalds að hafa okkur
húsfriðunarmenn að fíflum með yfir-
lýsingu sinni á dögunum, eða hefur
Bernhöftstorfan verið friðuð í raun?
Ég skildi yfirlýsingu ráðherrans á
þann veg að héðan í frá yrði haldið
verndarhendi yfir Torfunni. Svo
hefur vafalaust verið um fieiri, þar á
meðal formann Torfusamtakanna.
En svo ryðst Óli Jó fram á völl og
dæmir yfirlýsingu Ragnars mark-
lausa! Forsætisráðherrann segir að
Ragnar Arnalds eigi bókstaflega ekk-
ert með að ráðskast með Torfumálið.
Það heyri undir sitt embætt. Enn
segir Óli að ef af endurbyggingu
Bernhöftstorfu verði, þá skuli hún
notuð undir skrifræðisbákn stjórnar-
ráðsins!
Mér þykir nóg komið af ráðherra-
karpi um Jan Mayen og fieiri stór-
mál, þó ekki bætist Bernhöftstorfan
við. Ríkisstjórnin verður að leggja
spilin á borðið: Hvaða ráðherra
hefur vald til þess að láta endur-
byggja eða rífa niður Bernhöfts-
torfu? Og hver er afstaða ráðherr-
anna til málsins?
„Rikisstjórnin veröur að leggja spilin á borðið: Hvaða ráðherra hefur vald dl þess
að láta endurbyggja eða rífa niöur Bernhöftstorfu?” DB-mynd Hörður