Dagblaðið - 18.08.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
Beðið um lag með Joan Baez:
Spilaði öskurlag með
Rollingunum í staðinn
Sigurður Björnsson skrifar:
í siðasta sjómannalagaþætti gerð-
ust þau ánægjulegu tíðindi að einhver
hlustandi bað um lagið „It’s all over
now, baby blue” með söngkonunni
frábæru, Joan Baez. En, því miður,
stjórnandi þáttarins sagði að útvarp-
ið ætti þetta fallega lag ekki til með
Joan Baez!
Mér er spurn: Getur þetta verið
rétt? Árið 1965 var þetta lag ofarlega
á vinsældalistum út um allan heim
með Joan Baez. Meðal annars var
það ofarlega á enska og ameríska list-
anum, sem ísl. útvarpið virðist taka
svo mjög ti! fyrirmyndar. Þettalager
til á a.m.k. 4 stórum plötum með
Joan Baez í mismunandi útsetning-
um. Allar hafa þær plötur verið mjög
vinsælar og verið seldar og eru
margar hverjar enn til sölu í hljóm-
plötuverzlunum í Reykajvík. En út-
varpið á ekki þetta lag til með Joan
Baez!
Þess má geta að þetta sama lag er
til á plötu með Bob Dylan, Animals,
Byrds o.fl. Það hefði því verið
hægðarleikur að leika lagið með ein-
hverjum þessara snillinga í staðinn,
fyrst útvarpið á það ekki með þeim
söngvara sem kom þvi efst á vin-
sældalistana. En nei, þess í stað spilar
stjórnandinn lag með Rolling Stones,
gjörólíkt því lagi sem beðið var um.
Og ekki nóg með það, heldur hélt
stjórnandi þáttarins því fram að þetta
væri samalagið!
Er nema von að maður spyrji: Eru
ekki gerðar neinar kröfur til um-
sjónarmanna óskalagaþátta? Þurfa
þeir ekki að hafa neina innsýn í tón-
listarheiminn? Einhvern veginn
finnst mér að allir, sem komnir voru
til vits og ára árið 1965, þekki lag
Joan Baez „It’s all over, baby blue”,
að því yrði ekki ruglað saman við
eitthvert öskurlag með Rolling
Stones. Eða hvað finnst ykkur?
Söngkonan fræga, Joan Baez. Hún hefur látíð tíl sfn taka f pólitfkinni Ifka. Hún
gagnrýndi Bandarfkjamenn fyrir Vfetnamstrfðið. Nú beinir hún spjótum sfnum að
yfirvöldum Vfetnams.
Afsökun fyrirklaufa-
leg og léleg skrifum sundið?
Hörður S. Óskarsson á Selfossi skrif-
ar:
Eftirfarandi bréf sendi ég klp á
Visi 31. júli, sem athugasemd og leið-
rétting frá mér vegna skrifa hans um
sundmeistaramót íslands — þar sem
hann virðist hafa öðrum hnöppum að
hneppa en þeim sem passa honum.
Bréfið hefur ekki birzt í Vísi og þvi
sendi ég DB það.
Um leið og ég hlýt að mótmæla
þeim neikvæðu og að sumu leyti niðr-
andi skrifum, sem birtast á síðum
dagbl. Vísis um sundmeistaramót
Islands 1979 og áður um sund yfir-
leitt vil ég taka fram að Vísi, eins og
öllum öðrum fjölmiðlum, var send
fréttatilkynning um SMÍ 3 vikum
fyrir mótsdag, svo ekki er því um að
kenna að blaðinu hafi ei verið kunn-
ugt um mótið. Enda kom útvarps-
frétt um það og skilmerkilega sagt frá
því alla 3 dagana sem það stóð yfir. í
Mogganum birtist frétt um SMÍ-
mótið 5. júlí og þar getið um leið
unglingameistaramótsins sem haldið
verður á Sauðárkróki 25. og 26. ágúst
nk. Er miklu líklegra að tilkynningin
hafi glatazt hjá blaðamanni í bréfa-
flóðinu, eins og ýmislegt annað sem
sent er út um sundmál.
í öðru lagi er það vissulega leitt að
hinir réttu verðlaunapeningar skyldu
ekki hafa verið afhentir strax að
sundgreinum loknum. Það var þó
ekki vegna þess að þeir væru ekki til
búnir, heldur hins að þeir voru lok-
aðir inni hjá fyrirtæki því sem ann-
aðist smiði þeirra og náðust ekki út í
tæka tíð vegna sumarleyfis starfs-
manna þess. Þetta vissu allir starfs-
menn og keppendur mótsins og voru
beðnir afsökunar.
Um réttmæti þess að kalla upp á
verðlaunapall þá sem áttu viður-
kenningu skilið má svo deila og
gera grín að að vild, eins og blaða-
maður gerir. Auðvitað virðist það
mikið meiri frétt fyrir hinn neikvæða
blaðamann að blása upp eitthvert
moldviðri um þetta mál og eitra pínu-
lítið í kringum sig. Óbeint dettur
manni í hug að blaðamaður sé að
naga sig handarbakið og afsaka á
klaufalegan háu léleg og lítil skrif um
sundíþróttina.
í þriðja lagi er það að sönnu rétt að
mótið bar vissulega ekki þá reisn sem
það á skilið og væri hægt að tína
ýmislegt til sem orsakavald. En þrátt
fyrir það var þó í mörgum greinum
jafnbetri árangur þegar á heildina er
litið en á síðasta móti, og nægir að
bera þau saman til að sannfærast.
Það er þó engan veginn nægjanlegt
til að hrópa húrra yfir og er sannar-
lega umhugsunar- og áhyggjuefni
sannra sundáhugamanna, hvernig
eigi að auka velgengni sundsins sem
keppnis- og afreksíþróttar.
En það verður þó alls ekki gert
með þeim æsifréttastíl og þeim niður-
rifsskrifum sem tíðkast hjá sumum
íþróttafréttamönnum í dag.
Raddir
lesenda
„Sannarlega umhugsunar- og áhyggjuefni sannra sundáhugamanna, hvernig eigi að auka velgengni sundsins sem keppnis- og afreksfþróttar.” DB-mynd Hörður
Spurning
dagsins
Hvað lest þú helzt í
dagblöðunum?
Lilja Bára Gruber, bara húsmóðir: Ég
les eiginlega allt. Skemmtilegast þykir
méraðlesa um frægt fólk.
Guðfinnur Friðjónsson sjómaður: Ég
les mest allt, þó helzt teiknimyndasög-
urnar, t.d. Mumma meinhorn.
Guðbjörg Sandholt, vinnur hjá lltsyn:
Ég les dagblöðin yfirleitt ekki. En
þegar ég kemst í þau les ég stjömu-
spána, teiknimyndasögur og bióauglýs-
ingar.
Jóhanna Baldvinsdóttir húsmóðir: Það
langskemmtilegasta eru stjörnuspárn-
ar, þærles ég alltaf.
Stefanfa Baldursdóttir húsmóðir: Ég
fletti yfirleitt upp á Neytendasíðu DB.
Annars les ég yfirleitt allt í Dagblaðinu.
Kristján Ragnarsson, vinnur á bfla-
verkstæði: Ég les helzt atvinnuauglýs-
ingar, fréttirnar og ýmislegt fleira.