Dagblaðið - 18.08.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
9
Hæf ileikakeppnin hefst á ný:
Draugakvöld
hjá dansflokki
— Dracula og djákninn á Myrká
verða vaktir upp
—
Sigurvegarinn í fyrsta ríðli hæfileika-
keppninnar, Evelyn Adólfsdóttir. Með
henni tróð upp Kolbrún Sveinbjörns-
dóttir og lék á harmóníku. Þær eru
báðar frá Grindavík.
-----►
Dansflokkur JSB í diskódansi. Flokk-
urinn ætlar að dansa frumsamda dansa
um Dracula og djáknann á Myrká og
Garúnu hans á sunnudagskvöldið.
Söngur og hjólreiðar eru atriðin sem
keppendur í næsta hæfileikaralli Dag-
blaðsins og Birgis Gunnlaugssonar ætla
að spreyta sig á. Keppni þessi, sem er
hin sjöunda og fyrsta eftir tveggja
vikna hlé, fer fram annað kvöld á sama
stað og venjulega; i Súlnasal Hótel
Sögu.
Kepp'endurnir eru þrír að þessu
sinni, eins og oftast áður. Frá Grundar-
firði kemur Ásdís Valdimarsdóttir,
sem ætlar að syngja fyrir rallgesti.
Magnús Krístjánsson frá Reykjavík
ætlar að syngja nokkrar revíuvísur og
loks kemur Bragi Henningsson Kópa-
vogsbúi fram og sýnir listir sínar á
einhjóli. Bragi tók þátt i öðrum riðli
hæfileikakeppninnar. Sá riðill var
dæmdur ógildur, þar eð sigurvegari
hans, Grétar Hjaltason eftirherma,
telst fremur til atvinnu- en áhuga-
manna.
Auk hæfileikakeppninnar sjálfrar
verður ýmislegt annað til skemmtunar í
Súlnasalnum annað kvöld. Sigurveg-
arinn úr sjötta riðli, Þór östensen,
kemur og þenur harmóníkuna af mikl-
um móð. Það sást til Þórs á þjóðhá-
tíðinni i Vestmannaeyjum með
harmóníku undir hendinni, svo að
, hann ætti að vera í prýðisgóðri æfingu
þessadagana.
Þá skemmtír Dansfiokkur JSB aö
vanda. Það verður sannkallað drauga-
kvöld hjá dönsurunum að þessu sinni,
því að þeir ætla að vekja upp félagana
Dracula og djáknann á Myrká. Sá fyrr-
nefndi ætlar meira að segja að mæta í
eigin persónu og er farkostur hans að
sjálfsögðu líkkista. Dansflokkur JSB
hefur komið fram á öllum sex kvöldum
hæfileikakeppninnar til þessa og
fengið prýðisgóðar viðtökur.
Flokkurinn hefur alla jafna komið
fram tvisvar á hverju kvöldi og með
nýtt atriði í hvert skipti.
Þá verður hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar á sínum stað sem
enaranær. Áður en dagskrá kvöldsins
hefst ædar hljómsveitin að rifja upp
nokkur lög frá þeim tíma, þegar laga-
einvaldarnir voru við lýði. Sem dæmi
um lög frá þessum tíma eru Sverðdans-
inn, Take Five og fleiri i þeim dúr.
Vegna mikillar aðsóknar á
hæfileikarallið er byrjað að taka við
borðapöntunum á laugardaginn. Viss-
ara er fyrir fólk að panta sér borð í
tima, því að alloft hefur það komið
fyrir að margir hafa orðið að standa og
horfa á meðan skemmtiatriðin fóru
fram.
-ÁT-
« ■
spennu og gífurlegri sjálfsögun sem
dansararnir verða að temja sér. í
myndinni eru einnig dansaðir hlutar
úr þekktum ballettum og koma þar
fram margir frægustu ballettdansarar
Bandaríkjanna. Að öllum ólöstuðum
virtist Rússinn Mikhail Baryshnikov
eiga hug og hjörtu áhorfenda og
virðist hann vera liklegur arftaki
landa sins Rudolf Nureyev. En meðal
áhorfenda, sem eru litlir unnendur
balletts, má búast við að mörgum
þyki lopinn teygður um of. En við því
erlítiðaðgera.
Vantar
ferskleikann
Helsti ókostur myndarinnar er hve
hefðbundin hún er. Leikstjórinn
fylgir eftir ákveðinni formúlu og
tekur aldrei neina áhættu. Fyrir
bragðið virkar yfirbragð myndarinn-
ar bitlaust og einhæft. Sérstaklega
kemur þetta vel fram í ballettatriðun-
um, þar sem skemmtileg myndataka
og lýsing hefði gert þessi atriði miklu
áhrifameiri. Einnig er sviðsmyndin
ekkert sérstök ef undanskilið er atrið-
ið eftir frumsýningu dóttur Dídi
þegar gömlu vinkonunun lendir
heiftarlega saman. Því hvílir megin-
þungi myndarinnar á handritinu.
Þetta stingur nokkuð í stúf við
sumar eldri myndir leikstjórans Her-
bert Ross og þá sérstaklega myndina
Lausnin sem Laugarásbíó sýndi fyrr
á þessu ári. Af öðrum myndum hans
má nefna Funny Girl (1969), The
Owl and the Pussicat (1970), Play it
again Sam (1972) og The Sunshine
Boys (1975). Það er helst að A kross-
götum líkist myndinni The Goodbye
Girl sem hann gerði 1978 og verður
sýnd hér bráðlega en hún er byggð á
handriti eftir leikritahöfundinn Neil
Simon.
Þær Shirley MacLaine og Anne
Bancroft fara vel með hlutverK sm,
sem þvi miður bjóða upp á of fá
tækifæri fyrir þessar leikkonur til að
sýna hvað í þeim býr. En fyrir þá sem
hafa gaman af þessum leikkonum og
ballett býður myndin Á krossgötum
upp á ágætis skemmtun eina kvöld-
stund. Þeim sem er illa við ballett er
ráðlegt að eyða kvöldstundinni á
annan máta. Þess má geta í lokin að
samnefnd saga birtist sem framhalds-
saga í Vikunni fyrrá þessu ári.
Shirley MacLaine leikur Díd: i mynd-
inni Á krossgötum.
' ■
Hver hef ur
sinn djöful
að draga
Það er ballettinn semer hafður í
hávegum í myndinni Á krossgötum sem
Nýja Bíó sýnir um þessar mundir
Hoiti: The Tuming Point
Loikstjórn: Horhert Ross
Handrít: Arthur Laurents
Kvikmyndun: Robort Surtoes
KKpping: Wiiliam Reynolds
Tónlist flutt af Tho Los Angelos Philharmonic
Orchostra
Gerð I Bandaríkjunum 1977
Sýningarstaður Nýja Bk5
Aðalhlutverk: Shirley MacLaine
Anne Bancroft
Mikhail Baryshnikov
Leslie Brown
Flestir lenda í því fyrr eða síðar á
æviferli sinum að standa andspænis
ákvarðanatöku um framtíðarstarf
sitt. Ef valkostirnir eru fleiri en einn
reynist valið oft erfitt, menn velta
lengi vöngum og svo þegar
ákvörðunin liggur fyrir naga menn
sig í handarbökin það sem eftir er
ævinnar yfir að hafa ekki tekið hinn
kostinn. Það er þessi efi, þessi hugs-
un um að maður hafi farið á mis við
eitthvað, þessi árátta að vilja gína
yfir öllu, sem er megininntak myndar
Herbert Ross.
Endurfundir
í myndinnileiðir hann saman gaml-
ar vinkonur sem höfðu starfað í ball-
Kvik
myndir
BaldurHjaltason
ett á sinum yngri árum en síðan
höfðu leiðir þeirra legið í andstæðar
áttir. Dídí ákvað að segja skilið við
balléttinn og stofna heimili þótt
frægð og frami virtist í seilingarfjar-
lægð. Emma aftur á móti ákvað að
halda ótrauð áfram á listabrautinni
og helgaði sig alla dansinum. Nú,
þegar þær hittast að nýju er aldurinn
farinn að taka sinn toll. Það er farið
að halla undan fæti hjá Emmu, því
samkeppnin er hörð og nóg af ungum
efnilögum dönsurum til að taka við
hlutverki hennar. Þótt Dídí sé ánægð
í hjónabandinu þá hefur allan þenn-
an tíma sótt á hana sú spurning hvort
hún hefði náð eins langt og Emma ef
hún hefði ekki orðið ófrísk á þessum
tima. Inn í þetta spilar svo dóttir
hennar sem fær vinnu við sama dans-
flokk og þær Emma störfuðu við. En
í ferli dóttur sinnar sér Dídí öll tæki-
færin sem hún taldi sjálfa sig fara á
mis við. í raun eru þær báðar
óánægðar og öfunda hvor aðra þótt
þær vilji ekki viðurkenna það fyrir
sjálfum sér.
Rólegt yfirbragð
Upphaf myndarinnar lofar ekki
góðu. Atriðið þegar Didí hittir gömlu
félagana sína í The American Ballet
Theatre virkar bæði yfirdrifið, til-
gerðarlegt og væmið. En smátt og
smátt nær leikstjórinn betri tökum á
viðfangsefni sínu.
Myndin er byggð kringum ballett
og allt það sem að honum snýr.
Þannig fá áhorfendur t.d. að kynnast
þrotlausum æfingum, sífelldri