Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 10

Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 10
10 Útgefandí: Dagblaöiö hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. EyjóHason. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Halgason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannas Reykdal. Fróttastjórí: Ómar Vaidimarsson. íþróttir Hallur Simonarson. Menning: Aðalsteinn IngóHsson. Aðstoóarf réttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Rw*ai Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guöjón H. Pólsson. Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, BjamleHur BjamloHsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurösson, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞoríeHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjórí: Mór E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiösla, áskrHtadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aðalsimi blaösins er 27.22 (10 Hnur). SeUung og umbrot Dagblaðiö hf., Síðumúla 12. Mynda og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10. Verö I lausasölu: 180 krónur. Verö f óskríft innanlands: 3500 krónur. Mismunur á mistökum Ríkisstjórnin vinnur ötullega að smíði verðbólgufjárlaga undir forystu fjármálaráðherra. Nú stefnir í, að niðurstöðutölur fjárlaga fyrir næsta ár fari vel yfír 300 milljarða króna og hækkunin milli ára verði 50—60 af hundraði. Tómas Árnason fjármálaráðherra kynnti ríkis- stjórninni drög að fjárlagafrumvarpi í byrjun vikunnar. í ljós kemur, að ríkið ætlar að halda áfram að vera í fararbroddi á verðbólgusprettinum. Þar hleypur fjármálaráðherra á undan öllum öðrum. Ekki er annað að sjá af fyrirliggjandi gögnum en núverandi ríkisstjórn ætli að takast að ganga enn lengra en fyrirrennarar hennar í verðbólguhvetjandi verkum. Forvera Tómasar, Matthíasi Á. Mathiesen, tókst fjármálastjórnin þó með slíkum endemum, að nær óslitinn hallarekstur var á rikisrekstrinum og skuldasöfnun í samræmi við það. Fátt eða ekkert jók verðbólguna jafnmikið og þetta í tið ríkisstjórnar sjálf- stæðis-og framsóknarmanna. Núverandi fjármálaráðherra lét Tímann slá því upp eftir sér á forsíðu í fyrradag, að skattar væru lágir hér miðað við nágrannalöndin. Réttara væri að setja fram, að núverandi ríkisstjórn hefur svo aukið skatta og stefnir að slíkri aukningu að auki, að ísland fer að komast upp að hlið þeirra ríkja, sem heimsmetið eiga í skattpíningu, það er Norðurlandanna. Tilefni Tímafréttarinnar var, að fjármálaráðherra hefur í ríkisstjórninni borið fram tillögur um stór- aukna skatta til að mæta halla, sem við blasir þegar á þessu ári. Með drögunum, sem hann hefur lagt fram að fjár- lögum fyrir næsta ár, stefnir í enn aukna skatta. Bæði á þessu ári og hinu næsta, samkvæmt drögunum, eru stór göt á ríkissjóði. Vera má, að gatið sé tíu milljarðar króna í ár. Með hallarekstrinum og stóraukningu umsvifa hins opinbera, sem felast í aukinni skattheimtu, er fjár- málastjórn ríkisins helzti hvati verðbólgunnar. Meðan enn ný verðbólgufjárlög hafa verið í meðferð lagasmiðanna, hefur verið höggvið í kaup- mátt launa. Skerðing kaupmáttarins, sem ríkisstjórnin hefur gengizt fyrir, nemur frá um tveimur prósentum á lægstu laun upp í um fjögur prósent á miðlungslaun, sé litið á tímabilið frá 1. marz til 1. september í ár. Ríkisstjórnin hefur fengið gott veður flestra verka- lýðsforingja við þessa kaupmáttarskerðingu á þeim forsendum, að landsmenn þurfi að fórna í baráttunni við verðbólguna. Meðan fjármálaráðherra og rikisstjórn hafa þannig haft verkafólk í taumi, geysist ríkið sjálft áfram á sprettinum. Fjármálaráðherra hét við gerð fjárlaga fyrir þetta ár, að jafnvægi yrði og ríkisreksturinn hallalaus, svo að verðbólgubálið yrði ekki magnað. Nú liggur hið sanna ljóst fyrir. Þetta er rétt, að fólk hafí í huga, þegar það hlýðir á hróp ráðherra um meiri skatta nú á næstunni. Samráðherrar hans hika nokkuð við og íhuga tvo illa kosti, hvort sé skárra að demba nýjum sköttum yfir landsmenn með bráðabirgðalögum eða láta götin á ríkiskassanum standa ófyllt um sinn. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks féll fyrst og fremst á verðbólgustefnu sinni, sem var samfara kaupráni. Núverandi ríkisstjórn fylgir nákvæmlega sömu stefnu í meginatriðum og jafnvel enn greinilegar. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979. 13. AGÚST 1961 ÞEGAR KOMMARNIR ÞURFTU AÐ LOKA SÆLUNAINNI: EKKI LEYFl TIL AÐFERDASTUM B0RGINA SÍNA Rothögg sósíalíska kerfisins í raun var að margra áliti þegar Ulbricht forseti Austur-Þýzkalands tók þá ákvörðun að loka aðgangi hins almenna borgara á milli sovézka hernámssvæðisins og þess hluta sem ávallt er kallaður Vestur-Berlin en er formlega hernámssvæði Banda- ríkjanna, Bretlands og Frakklands. Sem sagt, hinn 13. ágúst árið 1961 barst sú frétt um heimsbyggðina að hafin væri bygging múrs þvert í gegn- um Berlín, hina gömlu höfuðborg Þýzkalands. Berlín var ekki höfuðborg Þýzkalands þá og er það ekki heldur í dag. Löngum var sagt að Vestur-Berlín væri nokkurs konar skrautútstilling Vesturlanda. Þar var sagt, að allt væri lagt upp úr því að velferðin væri sem mest. í það minnsta á yfirborðinu. Ástæðulaust er að fjalla um hvort sú ætlan hafi tekizt. Það er Ijóst. Um það er Berlínarmúrinn bezta sönnunin. Allir gera sér Ijóst að efna- hagskerfi, sem sér ekki aðra leið í samkeppninni en þá en byggja múr og lofa „viðskiptavinunum” ekki að velja um það sem þeir í raun vilja, hefur tapað. Ekki þarf heldur að spyrja hvort ástæðan fyrir byggingu múrsins hafi verið sú að ekki hafi verið réttlátlega dæmt um lífskjör fólks. Síðastnefnda kenningin átti nokkurn hljómgrunn á árunum 1961 og næstu árin þar á eftir. Sagt var að vestrænir aðilar leggðu sérstaka áherzlu á að Vestur-Berlín og líf þar og lífskjör litu sem bezt út. Þvi var jafnvel haldið fram að Bandaríkja- menn stæðu fyrir því að þessi borg — Berlín — væri jafnglæsileg og mann- líf þar hressilegt og líflegt og raun bar vitni. Þessi kenning hefur ekki staðizt tönn tímans. í dag er Vestur-Berlín hálfgerð vandræðaborg. Stærstur hluti borgarbúa er erlendur, það er að segja ekki vestur-þýzkir ríkisborg- arar. Borgina hrjá eðlileg vandamál sem alltaf hljóta að hrjá milljóna- borgir sem einangraðar eru frá grundvelli sinum. Rétt er að rifja upp að Vestur-Berlín er langt inni i Austur-Þýzkalandi eða formlega inni á hinu sovézka hernámssvæði. Þegar rætt er um hernámssvæði þarf að muna að enn stendur hin formlega skipting Þýzkalands, skiptingin sem gerð var af sigurvegurunum við lok síðari heimsstyrjaldarinnar árið 1945. Samkomulag fimmveldanna, Sovét- ríkjanna, Frakklands, Bretlands, Bandaríkjanna og Kína hefur aldrei verið afturkallað. Aldrei hefur náðst samkomulag um hvernig afgreiða ætti örlög Þýzkalands Hitlers. Sovét- menn styðja Austur-Þýzkaland og vesturveldin þrjú standa aftur á móti með Vestur-Þýzkalandi. Efnahagsuppbygging Vestur- Þýzkalands varð mun hraðari en Austur-Þýzkalands. Á því eru að sjálfsögðu margar skýringar. Má nefna að i austurhluta landsins var áður fyrr landbúnaðarhérað. Þess vegna var sagt að eðlilegt væri að iðn- aðaruppbyggingin tæki þar lengri tima en vestan megin. Þar var líka spýtt hressilega í efnahagsbyssuna að undirlagi Bandaríkjamanna og Er- hards, fyrrum efnahagsmálaráðherra Vestur-Þýzkalands. í stuttu máli má segja að enn sé múrinn — Berlínarmúrinn — þvert í gegnum Berlín. Engar horfur eru sagðar á að hann hverfi. Ferðamenn, sem koma til Vestur-Berlínar fara að honum. Múrinn er orðinn eins konar merki um lífið og þær staðreyndir sem ibúar beggja vegna við hann mega búa við, hvort sem þeir vilja eða ekki. Öðru megin eru vopnaðir hermenn sem skjóta þá sem reyna að fara yfir múrinn í leyfisleysi. Berlínarmúrinn er því, átján árum eftir að hann var reistur, merki um það að hin sósíalíska efnahagsstefna hefur ekki staðizt í baráttunni við þá Irjálshyggjukenningu sem í raun er rekin vestan við hann. Sú staðreynd þarf greinilega ekki að tákna að til betri vegar verði snúið. Forsvarsmenn Austur-Þýzka- lands segja að Berlinarmúrinn hafi verið nauðsyn. Fyrir hann hafi of margir menntamenn og ungt fólk farið yfir til Vestur-Þýzkalands. Ekki hafi verið réttlátt að ætlast til að þjóðfélagið fyrir austan tjald þyldi svo mikla blóðtöku. í dag er það staðreynd að „múr- inn” skiptir borgarhlutunum. í Spandau-fangelsinu situr Rudolf Hess fyrrum staðgengill Hitlers. Hann er á níræðisaldri. Sovétmenn vilja ekki að hann fái uppgjöf saka eða eyði síðustu ævidögunum utan fangelsisveggjanna. Á meðan stendur múrinn, einhver ljósasta sönnunin fyrir því að betra er að lifa og starfa fyrir vestan járntjald en austan. Hitt er annað mál, hvort þessi ósigur sósíalismans i „praksís” segir okkur nokkuð um hvort er betra eða rétt- ara, sósíalisminn eða kapítalisminn. Þvi verður hver að svara fyrir sig.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.