Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.08.1979, Qupperneq 11

Dagblaðið - 18.08.1979, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979. Hverjum er illa við bændur? Sameiginlegt með krötum, þegar þeir skrifa um landbúnaðarmál, er upphaf greina þeirra, en þær hefjast oftast á eftirfarandi setningu: „Gagnrýni á stefnuna í landbúnaðar- málum er túlkuð sem beinn fjand- skapur við íslenska bændastétt”. Þannig hefst einnig grein Eiðs Guðnasonar i Dagblaðinu 13. ágúst sl. Kratar virðast einnig hafa sérstakt dálæti á grátkonum og minnast því oft á þær. Eiður skrifar m.a. um það efni: ,, . . . bændur hafa ásamt iðn- rekendum og útgerðarmönnum komið sér upp opinberum grátkon- um til notkunar í fjölmiðlum”. Þótt svokölluðum grátkonum takist ekki alltaf að vekja athygli á sér og sínum vandamálum, lánast það stundum. Mér hefur verið sagt að Eiður hafi grenjað út úlpur handa sér og öðrum starfsmönnum sjónvarpsins fyrir nokkrum árum og fáir grátið betur né árangursríkara en hann. Fyrir 6 árum viidu bændasamtökin draga úr framleiðslunni Ef sleppt væri tali um fjandskap við bændur og grátkonuvæl en reynt að koma sér að efni greinar Eiðs að öðru leyti, þá er þar bent á helstu stefnumál Alþýðuflokksins í land- búnaði. Þau eru í stuttu máli: fækka bændum, draga úr framleiðslunni, styrkja búgreinar, sem ekki njóta stuðnings nú, hætta uppbyggingu í sveitunum og láta vinnslustöðvarnar drabbast niður. Aðrir stjórnmála- flokkar hafa lagt áherslu á að við- halda byggð í sveitunum, framleiða nægilega fyrir innlenda markaðinn miðað við meðalárferði. Bændasamtökin óskuðu eftir því fyrir 6 árum, að sett yrðu lög á Al- þingi, sem heimiluðu Framleiðsluráði landbúnaðarins að grípa til aðgerða til að draga úr framleiðslunni. Það var ekki fyrr en á síðasta vori, sem slík lög voru samþykkt á Alþingi. Er nokkrum illa við bændur? Ég geri ráð fyrir að flestum sé yfir- leitt vel við bændur og varla nokkr- Samtök neytenda og margir laun- þegahópar mótmæla hækkun þeirra. Þess vegna getur litið þannig út að fjöldinn allur af neytendum sé í stöð- ugu stríði við bændur. Við þessu er lítið að gera annað en að reyna eftir bestu getu að upplýsa neytendur um hvers vegna afurðaverð til bænda hækkar nokkurn veginn í samræmi við aðrar verðhækkanir í landinu og hækkun launa hjá launþegum. Þetta getur reynst býsna erfitt, sérstaklega þegar reynt er að skýra fyrir mönn- um, sem ekki vilja eða skilja eða átta sig ekki á,að bændur eru ekki frá- brugðnir öðru fólki, þeir vilja fá greitt fyrir sína vinnu. Það er gert ráð fyrir að bændur hafi svipaðar tekjur og ákveðnir hópar launþega. Það „Stefnan í verölagningu landbúnaðaraf- uröa í milliríkjaviðskiptum er röng...’ um manni illa við þá upp til hópa. Það er helst þegar rætt er um bændur sem framleiðendur matvæla sem sí- fellt hækka, sem viðhorf fólks breyt- ist. Hagfræðingar ríkisstjórna um allan heim beita þrýstingi til að halda niðri verði á landbúnaðarafurðum. hefur ekki tekist og enn breikkar bilið ef taka á af bændum verulegar upp- hæðir i verðjöfnunargjöld, vegna þess að útflutningsbótarétturinn er fullnýttur. Þarflaust ætti að vera að benda á, að bændur eru einnig neytendur og skattgreiðendur. Kjallarinn Agnar Guðnason Innanlandsverð og heimsmarkaðsverð Eiður skrifar: „ . . . vöntun út- flutningsbóta er vandamál, sem ekki er um að sakast við islenska bænd- ur”. Þetta er alveg hárrétt hjá Eiði. En skýring hans á vandanum er auð- vitað alröng. Það er fyrst og fremst stefnan í verðlagningu landbúnaðar- afurða í millirikjaviðskiptum, sem er röng, og það er þeirri stefnu eða stefnuleysi að kenna hvernig komið er í viðskiptum landa á milli með bú- vörur. Ef þær væru verðlagðar í sam- ræmi við framleiðslukostnað þeirra og innflutningslöndin greiddu nokk- urn veginn það verð, sem kostar að framleiða viðkomandi vöru, þá væri vandinn sáralítill vegna umfram- framleiðslunnar hér á landi. Gott dæmi um „heimsmarkaðs- verð” er verð á sykri undanfarin ár. í Ástralíu er einna minnstur frám- leiðslukostnaður á sykri, þar í landi er verðið 90% hærra en það verð, sem Ástraliubúar fá fyrir sykur á heimsmarkaði. Víða eru fluttar út mjólkurafurðir fyrir verð, sem ekki nær vinnslukostnaði vörunnar. Þannig að það má alls ekki blanda saman framleiðslukostnaði búfjár- afurða hér á landi og heimsmarkaðs- verði eins og það gerist nú. Eiður telur það óviðunandi fvrit lenska skattgreiðendur að gieióa niður mat fyrir erlendar þjóðir. Það má einnig segja um skattgreiðendur annarra landa, t.d. í EBE greiða þeir niður fóðurbætisverð og sykur, sem við notum hér á landi. Allir erum við skattgreiðendur, en fáir eru framleið- endurnir. Hætt er við að þyngjast mundi róðurinn ef engin framleiðsla væri í landinu, þá væri til einskis að reyna að grenja út úlpur eða önnur lifsins gæði, hvorki hjá sjónvarpi eða Alþingi. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna Tillögur „hallærísnefndar” Þann 28. júlí sl. skilaði svokölluð „Harðindanefnd” tillögum sínum til landbúnaðarráðherra. Nefnd þessi var skipuð 5. júní sl. en í henni voru Ingi Tryggvason, Steinþór Gestsson, Eiður Guðnason, Jón Guðmunds- son, Kjartan Ólafsson og Ásgeir Bjarnason. Verkefni nefndarinnar var að fjalla um erfiðleika bænda og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um. 1. aðgerðir vegna þeirra erfið- leika, sem skapazt hafa hjá bændum vegna ríkjandi vorharðinda. 2. lausn á vandamálum bænda vegna söluerfiðleika erlendis á um- framframleiðslu landbúnaðarafurða þannig, að tekjuskerðing bænda verði sem minnst. Nefndin klofnaði í meirihluta og minnihluta. Eiður Guðnason skilaði séráliti, en Steinþór Gestsson fylgdi að vísu meirihluta, en gerði sérstaka bókun. Segja má að nóg hafi verið að sjá skipunarbréf nefndarinnar og nöfn mannanna í nefndinni til að segja fyrir um niðurstöðurnar, en þær byggjast á því að senda reikninginn fyrir ranga landbúnaðar- stefnu til skattborgaranna fyrir siðasta verðlagsár og halda þar með áfram óþolandi skattaáþján án þess að komið sé með tillögur um það, hvernig draga megi úr offramleiðslu kindakjöts og mjólkur. Eiður Guðnason var sáeini i nefndinni, sem hafði hugrekki til að horfast í augu við staðreyndir. Lúmsk tilraun Menn skera oftast upp eins og til er sáð. Fyrstu mistökin voru gerð af landbúnaðarráðherra með verkefni nefndarinnar. Þar gerir ráðherra lúmska tilraun til að blanda saman tveimur vandamálum, þ.e. tíma- bundnum vorharðindum og al- mennum offramleiðsluvandamálum í landbúnaði. Þetta eru að mestu óskyld mál. Eini þátturinn, sem er þeim sameiginlegur, er kjaramála- þáttur bænda. Ef ætlunin var að fjalla eingöngu um kjaramál bænda, þá átti að nefna verkefnið réttu nafni. Niðurstöðuna ber því að lita sömu augum og launakröfu frá stétt- arfélagi. Annars virðist nefndarskipunin vera örvæntingarfull tilraun ráðherr- ans til að notfæra sér vissa vorkunn- semi gagnvart bændum vegna óvenjulegra vorharðinda. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós, að vandræði vegna vorharðindanna eru nú meiri en þyrftu að vera vegna of- framleiðslunnar! Röng landbúnaðar- stefna hefur þær afleiðingar að senda á tvöfaldan reikning til skattborgar- anna í harðæri. Annar reikningurinn er sendur Bjargráðasjóði og lána- stofnunum landsins vegna fóðurkaupa en hinn^er sendur beint til ríkissjóðs vegna niðurgreiðslna, svo neyzlan verði sem mest, og útflutningsbóta. Og enn eru til menn, sem halda að framleiðslumál bænda séu einkamál þeirra. Neytendum kemur náttúrlega ekkert við, hvað þeir eiga að borða, eða skattborgurum, hversu marga milljarða þeir eiga að greiða í skatta fyrir offramleiðslu, sem þeir vilja ekki borða, eða hversu marga tugi milljarða þeir eiga að borga með kindakjöti og mjólkurafurðum umfram það sem þeir fást til að greiða með góðu í verzlunum. „Framsóknarmenn" úr ýmsum flokkum Skipun manna í nefndina voru önnur mistök ráðherra. Fjórir af sex voru hreinir landbúnaðarfulltrúar og „framsóknarmenn” af gamla skólanum, en þó úr ýmsum flokkum. Þeir haga sér eins og þeir séu staddir í sjálfsafgreiðslubúð. Svo er bara að skrifa ávísun á skattborgarana! Þessir menn þurfa í sjálfu sér ekki að vera neitt vondir karlar. Þeir eru bara dálítið glámskyggnir og ganga um eins og kerruklárar með þeim eins og vatn af gæs. Það er ekki ósjaldan, sem maður heyrir raddir þaðan, er hæðast að hagfræði. Vissulega eru lifnaðarhættir nútíma iðnþjóðfélags í sjálfu sér ekk- ert eftirsóknarverðari en sauðfjár- búskapur, en gallinn er bara sá, að hinar hefðbundnu búfjárgreinar bjóða ekki upp á atvinnu fyrir nema lítið brot af þjóðinni. Ef of margir starfa í þessum greinum, er um at- vinnubótavinnu að ræða. Út- flutningur íslenzkra landbúnaðaraf- urða hlýtur að vera fjarstæða nema í undantekningartilvikum. Það er vegna þess, að víðast hvar er offram- leiðsla á matvælum, og aðrar þjóðir framleiða sambærileg matvæli (og ull) á lægra verði en við af ýmsum á- stR'ðum. Ef við samt sem áður reynum að troða út okkar fram- leiðsluafurðum erlendis með einhvers konar andhagfræði- eða landbún- aðarkontóra-hugsunarhætti, þá erum við að njörva niður íslenzk lífskjör. Slíkar ákvarðanir á ekki að taka í þröngum hagsmunahópum. Þetta verður Steingrímur Hermannsson að virða. Skipan nefndarinnar er því önnur höfuðsynd ráðherrans. Fulltrúi öfug- mælapostulans Það vakti verðskuldaða athygli í síðustu kosningabaráttu, að aðal • „Vandræöi vegna vorharðindanna eru meiri en þyrfti að vera vegna offram- leiðslustefnunnar.” augnspjöld á götum stórborganna. Þeir lifa og hrærast í lifnaðarháttum, sein komu þjóðinni að vísu til bjargálna, en þeir skynja það ekki, að efni þjóðarinnar umfram það urðu til með öðrum hætti. Verðmætasköpun í orku-, aðfanga- og þjónustufrekum nútíma land- búnaði verður að reikna á annan hán en i sjálfsnægtarbúskap fyrri alda. Þessir menn hafa vanizt þvi að reikna alla skapaða hluti aftur á bak. Nútíma hagfræðihugtök hripa af öfugmælapostuli þessa lands, Lúðvík Jósepsson, hélt því fram, að engin offramleiðsla væri i land- búnaði. Síðasta ríkisstjórn hefði rænt svo kaupmætti af fólki, að það gæti ekki keypt nægilega mikið af kinda- kjöti og mjólkurafurðum! Þetta var lúmskt bragð til að slá tvær fiugur í einu höggi. Með þessari lygi væri unnt að koma höggi á ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar og biðla um leið til örvæntingarfullra bænda! Staðreyndin er sú, að íslendingar borða meira af eggjahvítuefnum en allar aðrar þjóðir og um leið meira en þjóðir, sem hafa mun betri lífskjör. Kjötneyzlan er mjög einhæf kinda- kjötsneyzla, svo að ekki verður hún aukin. íslendingar hafa heldur ekkert gott af því að troða meira smjöri í sig. Landinn er þegar töluvert of þungur að meðaltali, og fæstir hafa Jónas Bjarnason áhuga á þvi að bæta meiri mör á sig í beltisstað. — Svona óskammfeilinn málflutningur ætti að heyra for- tíðinni algjörlega til. Hann er ennþá ein öfugmælakenning Lúðviks Jósepssonar til viðbótar við kenningar hans um stærð fiskiskipa- flotans, kenningar hans um æskilega fiskisókn og um þátt vaxta í verðbólgu. Það mætti halda, að Lúðvík hefði samið þessa lands- þekktu vísu: Fiskurinn hefur fögur hljóð, finnst hann oft á heiðum. Ærnar renna eina slóð eftir sjónum breiðúm. Að Kjartan Ólafsson skuli hafa fylgt boðorðum meistarans, þarf eng- an að undra. Kjartan er alþingis- maður í fámennu sauðfjárræktarkjör- dæmi, en hann hefur að sjálfsögðu áhuga á að leika sama leik og Lúðvík, en hætt er við, að sá leikur verði ekki leikinn aftur. Þessi nýblekkingar- stefna er sýnu verri en hin hefðbundna augnspjaldapólitík bú- fjárræktarmanna. Úpp koma svik um síðir! Eina eitur- lyfjasprautu í viðbót, takk fyrjr Eftir tvöföld mistök landbúnaðar- ráðherra tóku nefndarnienn hann á orðinu og sömdukröfugerð vrir stétt- arfélag u villigotum. Ltvcga skal þrjá milljarða í viðbót til þess að greiða útflutningsbætur umfram lög- buntínar útfiutningsbætur. Það er lausnin, sem þessir menn sáu! í nefndarálitinu stendur eftirfarandi dæmalausa málsgrein: ,, Vegna þeirra sérstöku aðstæðna, sem skapazt hafa vegna óheftrar framleiðslu undan- genginna ára, telur meirihluti nefnd- arinnar rétt, að lagt verði fram fé að þessu sinni til viðbótar lögboðnum útfiutningsbótum. Meirihlutinn álítur, að hinar nýju heimildir Fram- leiðsluráðs til aðgerða, sem ætlað er að koma skipulagi á framleiðslu landbúnaðarvara, muni fremur ná því marki að aðlaga framleiðsluna þörfum þjóðarinnar, ef ekki þarf að fást við fjárhagsvanda fra f.ir árun og söluerfiðleika veina eidn birgða”! — Sem sagt, skattpen- ingana fyrst. Síðan skal reynt að stjórna framleiðslunni! Þetta er dæmalaus ósvífni. I fyrsta lagi er ekkert vitað um stjórnunargildi þeirra heimilda, sem vitnað er í. Í öðru lagi hefur nefndin engar tillögur sjálf nema meiri skall- heimtu. í þriðja lagi eru nú ntargir bændur að fjárfesta í framleiðslu- aukandi ráðstöfunum, og ein eitur- lyfjasprauta nú gerir bændur enn háðari áframhaldandi sprautum og eykur vandamálið. I fjórða lagi átti sér stað gífurleg afkomubót bænda á síðasta ári og engin áreiðanleg úttckt hefur verið gerð á raunverulegum kjörum bænda. — — Eiður Guðna- son tók ekki þátt í þessari aðför, og á hann heiður skilið fyrir. Hann hefur nýlega gert grein fyrir tillögum sínum í Dagblaðinu og er margt gott um þær að segja. Tillögur nefndarinnar eru það heimskulegar við þær aðstæður, sem ríkja, að mun meiri snilld þarf til að koma þeim í gegnum Alþingi en 3 1/2 milljarða reikningnum i vor. Sennilegt er, að tillögurnar geri bændum meira tjón en gagn. Hverjir eru mestu óvinir bænda? Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.