Dagblaðið - 18.08.1979, Page 13

Dagblaðið - 18.08.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979. Í Iþróttir Iþróttir 13 Iþróttir Iþróttir I Enski boltinn rúll- arafstaðáný —meistarar Liverpool eiga þó f rí í fyrstu umf erð Enski boltinn byrjar að rúlla í dag á nýjan leik eftir rúmlega þriggja mán- aða hlé og það eru vafalítið margir hér heima á Fróni sem dusta rykið af gamla útvarpstækinu og fara að leggja við hlustir á laugardagseftirmiðdögum en laugardagamir i BBC eru undirlagðir af iþróttaviðburðum og skipar knatt- spyman, sem þjóðariþrótt Breta, veg- iegan sess. Miklar hreyfmgar hafa orðið á leikmönnum hjá mörgum 1. deildarfélaganna og hér á eftir er ætlunin að fara yfir hvert einstakt lið og segja frá kaupum og sölum á leik-x mönnum. Arsenal Arsenal hefur aðeins keypt John Hollins frá QPR á 75.000pund og þótti mörgum það undarleg kaup. Félagið reyndi mjög að fá Johann Neeskens til sín en það tókst ekki og hann hélt til móts við dollaraflóðið í Bandaríkjun- um og gerðist leikmaður með New York Cosmos. Arsenal hefur engan leikmann selt svo vitað sé frá síðasta keppnistimabili, en Malcolm McDonald mun ekki klæðast búningi félagsins aftur, þar sem hann meiddist illa í æfingaleik í Þýzkalandi og er hættur fótbolta. Aston Villa Villa hefur keypt Bob Morley frá Burnley fyrir 200.000 pund og selt þá John Gregory til Brighton fyrir 300.000 pund og Tommy Craig til Swansea fyrir 150.000 pund. Aðrar breytingar hafa ekki orðið hjá Villa en allar líkur eru á að tvær skærustu stjörnur félagsins, Andy Gray og John Gidman, yfirgefi það á næstu vikum. Báðir vilja þeir fara frá félaginu og einkum og sér í lagi eru mörg lið á höttunum eftir Gray, sem metinn er á 1 milljón sterlings- punda. Nottingham Forest hefur verið eins og grár köttur á eftir honum og þeir félagar, Brian Clough og Peter Taylor, sem þar ráða ríkjum, eru reiðubúnir til að láta Tony Woodcock og Gary Birtles í skiptum fyrir kappann auk peningaupphæðar. önnur félög er sýnt hafa Gray áhuga eru Liverpool, Ever- ton og Arsenal en Tottenham vill fá Gidman í sínar raðir. Ef að líkum lætur munu þeir báðir fara innan fárra vikna. m Bolton Wanderers Ian Greaves hefur ekki gert miklar breytingar á liði sínu. Hann hefur þó keypt þá Len Cantello frá WBA fyrir 350.000 pund og Dave Clement frá QPR fyrir 100.000 pund. Félagið hefur engan leikmann selt og hætt er við að tímabilið verði erfitt fyrir þá. Bristol City Alan Dicks, sem hefur setið lengur við stjórnvölinn hjá félagi sínu en nokkur annar framkvæmdastjóri í 1.‘ deild, treystir einnig á gamla hópinn að mestu. Hann hefur þó keypt Frank Fitzpatrick frá St. Mirren fyrir 300.000 pund og finnska landsliðsmanninn Mikkala Junntainen. Gary Collier fór frá félaginu til Coventry fyrir 200.000 pund og „gömlu” mennirnir Norman Hunter og Terry Cooper eru báðir farnir. Hunter gerðist leikmaður hjá Bamsley, sem er undir stjórn fyrrum félaga hans Allan Clark og Cooper verður player/coach (leikmaður og þjálfari) hjá Bristol Rovers. Brighton Alan Mullery hefur náð mjög góðum árangri með lið sitt og hann hefur styrkt annars sterkan hóp með þeim John Gregory frá Villa og Colin Foster frá Portsmouth, sem hann keypti á 150.000 pund í sumar. Félagið hefur engan leikmann selt en Peter Ward hefur lýst yfir miklum áhuga á að fara. Coventry City Coventry hefur keypt Collier frá Bristol C og Gary Jones frá Everton á 250.000 pund og í fyrradag seldu þeir Terry Yorath til Tottenham fyrir 300.000 pund, sem er ærið mikill pen- ingur fyrir svo gamlan leikmann. Crystal Palace Palace hefur keypt þá Gerry Francis frá QPR á 450.000 pund og Mike Flanagan frá Charlton á 650.000 pund. Einn leikmann hafa þeir selt og var það piltur nokkur sem fór til Manchester City fyrir 300.000 pund. Sá heitir David McKenzie og hefur aldrei leikið í aðalliði Palace hvað þá meira og er þar að auki kornungur. Derby County Derby, eða „Hagkaup” eins og liðið var gjarnan nefnt í fyrra vegna sífelldra kaupa og sala á leikmönnum, hefur haft ótrúlega hljótt um sig í sumar enda er framkvæmdastjórinn, Tommy Docherty, farinn til QPR og byrjaður að ausa út peningum þar. Everton keypti Ian Bailey frá Black- burn fyrir 250.000 pund og seldi Martin Dobson til Bumley fyrir smáupphæð. Mikil ólga er nú hjá félaginu og þeir Dave Thomas og Bob Latchford vilja báðir fara frá félaginu hvað svo sem úr verður. Þeir hafa verið uppsprettan að mörkum liðsins sl. keppnistímabil svo ekki er gott að spá um gengi liðsins fari þeir frá því. • IPSWICH ■ IpswichTown Þarna hefur engin hreyfing orðið nema hvað Trevor Whymark var seldur til Norwich fyrir skitin 25.000 pund og þykir það útsöluprís fyrir þennan ágæta leikmann. Lengi vel leit út fyrir að framkvæmdastjórinn, Bobby Rob- son, færi til Spánar og gerðist stjóri hjá Atletico Bilbao en það datt upp fyrir á síðustu stundu. Ipswich var Iengi á höttunum eftír Wilkins en hafði engin efni á að kaupa hann. Leeds United Leeds keypti strax í vor Alan Curtis frá Swansea fyrir 400.000 pund og einnig hafa þeir selt Tony Currie til QPR fyrir sömu upphæð. Franlde Gray fór til Forest, enn fyrir sömu upp- hæð, en Leeds ætti að verða mjög sterktívetur. Liverpool Liverpool hefur bezta félagsliði Evrópu á að skipa en engu að síður hafa tveir menn bætzt í hópinn. Liver- pool keypti Frank McGarvey frá St. Mirren fyrir 300.000 pund og áður Abi Cohen frá Maccabi, Tel Aviv, fyrir 200.000 pund og þóttu það nokkuð undarleg k'aup. Enginn vafi leikur á að Liverpool verður það lið sem allir verða að sigra i vetur til að ná árangri, en að vanda verður það erfitt. Manchester City Hjá City hefur orðið alger hreinsun á vegum þeirra Book og AUison og þykir mörgum breytingar þeirra ganga geð- veiki næst, enda er City spáð afleitu gengi í vetur. Þeir hafa selt Asa Hart- ford til Forest fyrir 500.000 pund, Peter Barnes til WBA fyrir 650.000 pund og Gary Owen til sama félags fyrir 450.000 pund. f stað þessara hafa þeir svo keypt Mick Robinson frá Preston fyrir 750.000 pund og unga strákinn frá Palace, David McKenzie, fyrir 300.000 pund. Ef þetta dæmi gengur upp hjá City eru þeir félagar Allison og Book hreinir töframenn. Auk þessara breytinga hefur City mik- inn áhuga á að ná í Steve Daly frá Úlf- unum og hefur félagið boðið þá Mick Channon og Colin Viljoen í skiptum fyrir hann auk hárrar peningaupp- hæðar. Manchester United Þarna hafa orðið dálitlar breytingar (og þær að sjálfsögðu helztar að Man- chester United keypti Ray Wllkins fyrir 825.000 pund frá Chelsea fyrr í vik- unni. United hefur selt þá Stuart Pearson til West Ham fyrir 200.000 pund og David McCreery til QPR fyrir 200.000 pund einnig og lét Tommy Docherty hafa eftir sér eftir þau kaup að hann hefði aldrei gert betri kaup í nokkrum manni. Þá eru einnig allar líkur á að Brian Greenhoff fari til West Ham. Middlesbrough Undir lok síðasta keppnistímabils keypti Boro Bosco Jankowich frá Júgóslavíu fyrir 100.000 pund og fyrir skömmu festi félagið kaup á Irving Nattrass, fyrrum fyrirliða Newcastle, fyrir 200.000 pund. NQRWICHCITVFC IMorwich City Norwich hefur keypt tvo leikmenn í sumar, þá John McDowell frá West Ham fyrir 100.000 pund og Trevor Whymark frá Ipswich fyrir fjórðung ftay Wilkins mun leika með Manchester United gegn Southampton á „The Dell” i dag, en félagið keypti hann frá Chelsea i vikunni fyrir 825.000 sterlingspund. Wilkins er hér f ensku landsliðspeysunni en hann hefur klæðzt henni reglulega sl. ár og I sumar sýndi hann mjög góðan leik með enska landsliðinu. þeirrar upphæðar. Félagið hefur engan selt enda ekki um auðugan garð að gresja og í raun merkilegt hvað John Bond hefur náð langt með þann mann- skap, sem hann hefur yfir að ráða. Q Nottingham Forest Forest hefur heldur betur styrkt lið sitt frá í fyrra og greinilegt er að nú er ætlunin að krækja í titilinn á nýjan leik en hætt er við að Liverpool sleppi honum ekki svo auðveldlega. Forest hefur keypt þá Asa Hartford frá City á 500.000 pund og Frankie Gray frá Leeds á 400.000 pund. Fyrir skömmu seldi Forest Archie Gemmill til Birm- ingham fyrir 150.000 pund. Þá hefur Frank Qark lagt skóna á hilluna og gerzt aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Sunderland. Ennfremur fór Chris Woods til QPR fyrir 200.000 pund. Southampton Þetta er eitt þeirra fáu félaga þar sem engar breytingar hafa verið gerðar á mannskap, en e.t.v. fer Alan Ball frá félaginu vegna kaupdeilna. Lawrie McMenemy framkvæmdastjóri veit sínu viti og hann þekkir sína menn vel og treystir þeim greinlega i hinni hörðu 1. deildarbaráttu. Ulp Stoke City Stoke hefur keypt hollenzka ungl- ingalandsliðsmanninn Ursem frá AZ ’67 fyrir 80.000 pund svo og Roy Evans frá Fulham fyrir 100.000 pund. Þá eru allar líkur á að Alan Dodd hverfi frá félaginu til Birmingham eða West Ham en hann hefur ekki viljað ganga að kaupsamningum Stoke og vill meiri peninga. Annars er Stoke liklegt til að lenda ibasli í vetur. Tottenham Hotspur Eina hreyfingin hjá Spurs eru kaupin á Terry Yorath frá Coventry á 300.000 pund en heldur þykir okkur ólíklegt annað en að vörnin verði áfram í sama baslinu þrátt fyrir tilkomu hans og meira til ef loka á þeim hrikalegu götum er þar mynduðust oft í fyrra. WBA Albion hefur nælt í þá Barnes og Owen frá City og eru það mjög góð kaup en í staðinn seldi félagið Laurie Cunningham til Real Madrid fyrir 900.000 pund. Þá hefur Albion einnig fest kaup á júgóslavneska landsliðs- markverðinum Ivan Katalinick fyrir 200.000 pund. Len Cantello fór svo til Bolton eins og getið er um áður. Albion mætir sterkt til leiks i vetur og bíða menn spenntir eftir að sjá hvemig þeir City-félagar falla inn í liðið. Wolves Úlfarnir hafa aðeins keypt Emlyn Hughes frá Liverpool fyrir 100.000 pund og er það eina breytingin í þeirra herbúðum frá i fyrra. Allt þykir þó benda til þess að Steve Daley yfirgefi félagið áður en langt um liður og fer þá helzta driffjöður liðsins. -SE/SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.