Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1979.
KÖPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 árdegis.
Fermdir verða Guðniundur Hannes Hannesson,
Moskvu USSR og Gunnar Lárus Hjálmarsson,
Álfhólsvegi 30a. Séra Arni Pálsson.
ASPRESTAKALL: Messa kl. 11 árdegis að Norður
brún 1. Séra Grímur Grímsson.
DOMKIRKJA KRISTS KONUNGS Landakoti:
Lágmessa kl. 8.30, árdegis. Hámessa kl. 10.30
árdegis. Lágmessa kl. 2. Alla virka daga er lágmessa
wkl. 6 síðdegis nema á laugardögum, þá kl. 2.
FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kLJ 1 árdegis.
KAPELLA ST. JOSEPSSYSTRA HAFNAR-
FIRÐI. Hámessa kl. 2.
KIRKJA ÓHAÐA SAFNAÐARINS: Messa kl. 11
árdegis. Séra Emil Björnsson.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa að Mosfelli kl.
10.30. Organisti Smári ólason. Séra Birgir Ásgeirsson.
FILADELFlA: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðu-
maður Óli Ágústson, forstöðumaður Samhjálpar.
NYJA POSTULAKIRKJAN, Strandgötu 29,
Hafnarfirði: Messa kl. 11 og kl. 4. Ræðumaður er
Lennart Hidan. Kaffi eftir messu kl. 4.
HALLGRlMSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra
Karl Sigurbjörnsson.Þriðjudagur: Fyrirbænamessa
kl. lO.árdegis.
LANDSPITALINN: Sunnudagur, messa kl. 10. Séra
Kar. Sigurbjörnsson.
LANGHOLTS- OG BUSTAÐAPRESTAKOLL:
Sameiginleg guðsþjónusta i Bústaðakirkju kl. II. Viö
orgelið Guðni Þ. Guðmúndsson. 1 stól séra Sigurður
Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndirnar.
Útivistarferðir
Sunnud. 19/8 kl. 13:
Fagridalur-Langahlið cða Breiðdalur — Skúlatún —
Gullkistugjá, létt ganga. Verð kr. 2000, frítt f. börn
m/fullorðnum.
Fararstj. Friðrik Danielsson.
Föstud. 24/8 kl. 18:
Skaftafell.
Irlandsferð 25/8—1/9, þar sem Irarnir sýna það sem
þeir hafa bezt að bjóða.
Dyrfjöll-Stórurð 21.-29. ág., gönguferðir, berjal., veiði
Fararstj^ Jóhanna Sigmarsdóttir.
Upplýsingar og farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími
14606.
Ferðafélag íslands
Gönguferð á Okið (1198 m).
Ekið norður á Kaldadal og gengið þaðan á fjallið.
Fararstjóri: Þorsteinn Bjarnar.
Verðkr. 3.500 gr. v/bilinn.
Farið frá Umferðarmiðstöðinm aðaustanverðu.
Sveppatínslul’erðinni er frtstað v<- sveppaleysis.
Talsvert af óskilafa».nað; og öð' dót> i sæluhúsunum
og ferðum er á '•krifs'ofunni. ,
Ferðirá næsiumn:
Sögustaðir Laxdælu 24.-26. ág.
Hreðavatn-Langivatnsdalur 25.-26. ág.
Arnarfell 24.-26. ág.
Norður fyrir Hofsjökul 30. ág.-2. sept.
Nánarauglýstsiðar.
24.-29. ág. Landmannalaugar-Þórsmörk.
5 daga gönguferð milli Landmannalauga og Þórs
merkur.
Aukaferð. Gist i húsum.
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Frá Kvenfélagi
Hreyfils
Sumarferö Kvenfélags Hreyfils verður farin sunnu
daginn 26. ágúst. Vinsamlcga tilkynnið þátttöku fyrir
22. ágúst í slma 38554 Asa og 34322 Ellen.
LAUGARDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glæsir, diskótek, opið til
kl. 3.
HOLLYWOOD: BobChristy með diskótekið.
HOTEL BORG: Diskótekið Dísa, róleg partý
stemmning slðasta hálftlmann, opið til kl. 3.
HÖTEL SAGA: Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar,
söngkona Vilborg Reynisdóttir. Sérstakur kvöld
verður saminn og matreiddur að fyrirsögn Sigrúnar
Davíðsdóttur.
INGÖLFSCAFE: Gömlu dansarnir.
KLUBBURINN: Hljómsveitirnar Hafrót og Goðgá,
opið til kl. 3.
LINDARBÆR: Gömlu dansarnir.
ÖÐAL: Diskótek, Karl Sævar plötuþeytir. opið til
kl.3.
SIGTUN: Hljómsveitin Pónik, Diskótekið Dísa, opið
til kl. 3.
SNEKKJAN: Hljómsveitin Sóló, opið til kl. 3.
ÞÖRSCAFE: Hljómsveitin Galdrakarlar, diskótek.
HREYFILSHUSIÐ: Gömlu dansarnir.
SUNNUDAGUR
GLÆSIBÆR: Hljómsveitin Glassir, opið til kl. 1.
HOLLYWOOD: Bob Christy með diskótekið, opið
tilkl. I.
HÖTEL BORG: Gömlu dansarnir, hljómsveit Jóns
Sigurðssonar, söngkona Mattý. Diskótek, opið til kl.
1.
HÖTEL SAGA: Hæfileikakeppni Dagblaðsins og
hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar ásamt söngkon-
unni Vilborgu Reynisdóttur.
ÖÐAL: Diskótek, plötuþeytir Karl Sævar, opið til kl.
1.
ÞÖRSCAFE: Hljómsveitin Galdrakarlar.
Iþróttír ^
Frjálsar
Unglingakeppni USAH á Blönduósi verður um'
helgina.
Keppni í fjrálsum iþróttum á milli Leiknis og FH
verður haldin um helgina á Kaplakrikavelli í Hafnar-
firði og er fyrir keppendur 14 ára og yngri.
Héraðsmót UMSB erður háð I Borgarnesi um helgina
og er þar á ferðinni margt af bezta frjálsíþróttafólki
landsins.
Golf
Hin árlega kvennakeppni Golfklúbbsins Keilis—Jens
Guðjónssonar keppnin — verður háð sunnudaginn
19. ágúst og hefst kl. 13.00 á Hvaleyrarvelli. Leiknar
verða 18 holur með og án forgjafar.
Körfubolti
Utimótið I Njarðvik með þátttöku flestra beztu
liðanna á landinu. Fyrst* mót sinnar tegundar í
körfuboltanum.
LAUGARDAGUR 18. AGUST
Laugardalsvðllur,
Þróltur-KA, l.deildkl. 14.00
VESTMANNAEYJAVOLLUR
ÍBV-Valur, l.deild,kl. 16.00
AKRANESVOLLUR
IA-Haukar, l.deild,kl. 15.00
AKUREYRARVOLLUR
Þór-Magni, 2. deild, kl. 14.00
KAPLAKRIKAVOLLUR
FH-IBI, 2. deild kl. 14.00
SANDGERÐISVOLLUR
Reynir-Austri, 2. deild kl. 14.00
ÞORLAKSHAFNARVOLLUR
Þór-Katla, 3. deild B, kl. 16.00
FELLAVOLLUR
Leiknir-Hekla, 3. deild B, kl. 16.00
STYKKISHOLMSVOLLU r
Snæfell-Stefnlr 3. deild C, kl. 16.00
BORGARNESVOLLUR
Skallagr.-Vfkingur, 3. deild C, kl. 16.00
SIGLUFJARÐARVOLLUR
KS-Hófóstrendingar, 3. deild D, kl. 16.00
FASKROÐSFJARÐARVOLLUR
Leiknir-Hrafnkell, 3. deild F, kl. 16.00
STOÐVARFJARÐARVOLLUR
Súlan-Valur, 3. deild F, kl. 16.00
VOPNAFJARÐARVOLLUR
Einherji-Huginn, 3. dcild F, kl. 16.
3. flokkur— Urslit.
4. flokkur — Urslit.
SUNNUDAGUR 19. ÁGUST
LAUGARDALSVOLLUR
Fram-IBK, l.deildkl. 19.00
VALLARGERÐISVOLLUR
UBK-IBV, 2. fl. A,kl. 16.00
ÞORSVOLLUR
Þór-IA, 2. fl. A, kl. 14.00
HVALEYRARHOLTSVOLLUR
Haukar-Vikingur, 2. fl. B, kl. 16.00
ARMANNSVOLLUR
Armann-Vólsungur, 2. fl. B, kl. 16.00.
3. flokkur — Urslit.
4. flokkur — Urslit.
Stóri messudagur
í Skálholti
Stóri messudagur veður haldinn i Skálholti um næstu
helgi, sunnudag 19. ágúst. Að þessu sinni verður
hann fyrst og fremst safnaðarhátíð, en gestir og gang-
andi eru aðsjálfsögðu velkomnir til þátttöku. Dagskrá
verður með þessum hætti:
Kl. 10.30 f.h.
Morgunbænir og bibliulestur, einkum fyrir starfsfólk
og aðra. sem verða svo snemma á ferli.
Kl. 14e.h.
Samkoma. m.a. i tilefni barnaárs. Safnaðaroddviti,
Skúli Magnússon, setur samkomuna. Þá mun Stína
Gisladóttir æskulýðsfulltrúi hafa þátt fyrir börn og
unglinga. Síðan mun söngstjóri Skálholtskórsins,
Glúmur Gylfason, stjórna söngæfingu safnaðarins, og
er vonazt til að yngri og eldri taki þátt i henni. Loka-
orð flytur væntanlega safnaðarfulltrúi Skálholts-
sóknar, Björn Erlendsson.
Kl. 15.30
verður kaffi á boðstólum í húsakynnum Lýðhá-
skólans.
Kl. 17.
Hátíðamessa. Þar predikar sira Sigfinnur Þorleifsson.
prestur í Stóra-Núpsprestakalli, en aðrir prestar annast
altarisþjónustu. Sungnir verða sálmar, sem æfðir
verða á samkomunni.
if^s^Eldridansaklúbburinn
(v^^Elding
^^^^(jömlu dansarnir öll laugardagskvöld í
Hreyfilshúsinu. Miðapantanir eftir kl.
MT 20 ísima 85520.
Orö krossins
Munið cftir aö hlusta á miöbylgju 205 m (1466 KHz)
á mánudagskvöld kl. 23.15—23.30. Pósth. 4187.
Rögnvaldur Sigurjónsson
kosinn forseti
Nordisk Solistrðd
Aðalfundur Nordisk Solistrád (Norræna einleikara
sambandsins) var haldinn i Kaupmannahöfn dagana
2. og 3. ágúst sl. Fyrir hönd Félags íslenzkra tónlistar
manna sátu fundinn Rögnvaldur Sigurjónsson,
formaður FlT, og Ragnar Björnsson, ritari félagsins.
A fundinum i Kaupmannahöfn var Rögnvaldur ein-
róma kosinn forseti samtakanna til næstu tveggja ára,
og tók Rögnvaldur við af danska sellóleikaranum Aas-
ger Lund Christiansen.
Samtökin Nordisk Solistrád hafa nú í undirbúningi
mjög aukið tónleikahalda ungra tónlistarmanna á
Norðurlöndum í nánu sambandi við tónlistarskóla
landanna og aðra þá aðila sem að tónleikahaldi
standa. Of snemmt er að skýra náið frá tilhögun þessa
tónleikahalds þvi mikil undirbúningsvinna er fram-
undan og samstarf og vilja margra þarf til áöur en af
stað verður farið. Hér er um samstarf að ræða sem
mikla þýðingu hefur fvrir unga tónlÍM.. *!ienn ;i
Norðurlöndum og þá ekki sízt fyrir okKar íslenzka
unga tónlu la.lólk þvi einn nauðayiilcgi.-u þáttur i
þroska hvers tónlistarmanns er að hafa tækifæri til
tónleikahalds sem oftast og víðast við hinar ólíkustu
aðstæður.
Nordisk Solistrád væntir góðra undirtekta við þetta
mál.
Frá Minningarsjóði
dr. Victors Urbancic.
Minningarsjóði dr. Victors Urbancic hefur frá
upphafi verið ætlað það hlutverk að stuðla að bættri
þjónustu viö sjúklinga á sviði tauga- og heilaskurð-
lækninga. Hefur hann á umliðnum árum m.a. sjyrkt
lækna eða hjúkrunarfólk til sémáms á þessu sviði.veitt
fé til kaupa á sérfræðiritum ö.fl., en í fyrra ákvað
stjórn sjóðsins að veita fjárhæð sem fyrsta stofn-
framlag til að kaupa á rannsóknartæki, sem á íslenzku
hefur verið nefnt tölvusneiðmyndatæki og grein var
gerð fyrir í fréttaauka ríkisútvarpsins nú fyrir
nokkrum dögum með viðtali við sérfróðan lækni um
þessi tæki, örn Smára Arnaldsson. Eins og þar kom
fram hafa tæki þessi valdið byltingu í rannsóknum á
heila og raunar fleiri liffærum og rutt sér mjög til
rúms erlendis, t.d. í nágrannalöndum okkar. Tæki
þessi eru mjög afkastamikil, en hins vegar afar dýr, og
hefur af þessum sökum ekki verið keypt slikt tæki
hingað til lands enn sem komið er, en sjúklingar, sem
rannsaka hefur þurft, orðið að sæta ófullkomnari
rannsóknum hér heima eða fara til útlanda, til
rannsókna, sem er bæði kostnaðarsamt og mikið álag
á sjúklinginn sem kunnugt er. Sjóðurinn setti sér það
mark í fyrra að hefja herferð með fjársöfnun til að
flýta fyrir, að þetta þjóðþrifamál komist i höfn svo
fljótt sem kostur er. I þvi skyni veitti stjórn sjóðsins
fyrsta framlag í fyrra, svo sem áður er rakið, kr.
160.000, en auk þess söfnuðust kr. 100.000 til viðbót-
ar þegar í stað meðal velunnara sjóðáns og almennings.
Eru framlög enn að berast, og má þar fyrst og fremst
nefna myndarlegt framlag Þjóðleikhússkórsins, sem
dr. Urbancic stjórnaði áður fyrr, enda er kórinn stofn-.
aðili að sjóðnum. Nú í ár hefur enn verið veitt
framlag af fé sjóðsins til þessa máls, 100.000. En betui
má, ef duga skal. Hugmyndin með þessu framlagi er
fyrst og fremst sú að ýta við bæði stjórnvöldum og al-
menningi i þessu þarfa máli, eins og fram kom i áður-
nefndu fréttaviðtali. Menn skyldu minnast þess, að
það, sem þeir leggja af mörkum fyrir aðra í þessu skyni
nú, getur komið þeim sjálfum til góða síðar. —
Framlögum er veitt móttaka í Bókaverzlun lsafoldar,
Auturstræti 10, og Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar-
stræti 4. Geta má þess, að framlög til sjóðsins eru nú
frádráttarbær til skatts, enda sé framvisað kvittun
fyrir framlaginu.
Light Nights
á Loftleiðum
í ráðstef nusalnum
Sumarleikhúsið Light nights hefur verið meðsyningar
i sumar eins og undanfarin sumur og eru 5 sýningar i
viku á sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum.
fimmtudögum og föstudögum. Þessar sýningar eru
eingöngu fyrir enskumælandi fólk, en allt efni er
íslenzkt, t.d. úr þjóðsögum, Islendingasögum, rímur
eru kveðnar og þjóðlög. Einnig er langspilið kynnt.
Alls eru 28 atriði sýnd á hverri sýningu. Síðasta
sýningin verður 31. ágúst. Allar sýningarnar hefjast
kl. 9 um kvöldið.
Líf og land
Stjórn og skipulagsnefnd Lif og lands fagna þvi að
tekin hefur verið ákvörðun um að friða húsaröðina
við Lækjargötu i Reykjavík milli Bankastrætis og
Amtmannsstigs. Verður að líta á þetta sem mikilvæg-
an áfanga i þeirri viðleitni að fegra miðbæjarsvæði
höfuðborgarinnar og glæða það lífi á ný.
Eðlilegt er að næsti áfangi verði að koma smám
saman upp neti af göngugötum í Grjótaþorpi,
Kvosinni og í gamla austurbænum ofan Lækjargötu.
Með þvi móti mætti beina þróun miðbæjarsvæðisins i
farveg, þar sem haidast i hendur varðveizlusjónarmið*
og gerð mannvirkja, sem falla vel að eldra umhverfi.
Ef gamli miðbærinn á að verða sú miðstöð fyrir
borgarbúa og landsmenn alla sem margir myndu kjósa
þyrfti jafnframt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að bæta aðstöðu fyrir alla þá starfsemi sem
dregur að sér fólk og skapar aukið mannlíf jafnt á degi
sem á kvöldin. Má t.d. nefna þar fjölgun íbúða,
verzlana, kaffihúsa og veitingastaða.
Ibúar kauptúna, kaupstaða og annarra þéttbýlis-
svæða eru hvattir til þess að taka virkari þátt í motun
byggðs umhverfis og reyna að stuðla að þvl að
miðbæjarsvæði í þéttbýli haldi áfram að verða líf-
vænlegur og eftirsóttur vettvangur fyrir fólk á öllum
aldri.
Borgarbókasafn
Reykjavíkur
Hljóðbókasafn Blindrafélagsins og Borgarbókasafns
* hefur tekið til starfa á nýjum staðað Hólmgarði 34,2.
h. Hin nýju húsakynni eru rúmgóð og öll aðstaða hin
ákjósanlegasta einnig fyrir gesti sem vilja koma á
safnið og velja sér bækur sjálfir.
I safninu eru 550 titlar bóka og hver bók er til i i
eintökum. Ætla má að lánþegar séu nú á sjöunda
hundað af öllu landinu. Af sjálfu leiðir að safnið býr
við verulegan bókaskort og gerir það starfsmönnum
erfitt að afgreiða bækur eftir óskum lánþega er oft
þurfa að bíða afar lengi eftir bókum sem þeir hafa
pantaðsér.
Stöðugt er þörf fyrir lesara og er því beint til þeirra
sem geta frjálst um höfuð strokið yfir sumartímann
eins og kennara og leikara að snúa sér til safnsins og
lesa eina bók. Innlestur bóka fer fram i húsi Blindra-
félagsins að Hamrahlíð 17,simi 33301.
Safnið að Hólmgarði 34 er opið frá kl. 9—4 alla virka
daga. Simatimi er frá kl. 10 til 12 og nýtt simanúmer
er 86922.
Frá Kennaraháskóla
Islands
Kennaraháskóli Islands gengst í sumar að venju
fyrir mörgum námskeiðum fyrir starfandi grunnskóla
•kennara.
A öllu landinu eru um 3000 kennarar starfandi á
grunnskólastigi, þriðjungur þeirra sækir endurmennt
unarnámskcið i sumar.
Nýlokið er námskeið i dönsku og ensku. Nú standa
yfir námskeið i kristrium fræðum. námskeið fyrir
æfingakcnnara, námskeið i sjóvinnu og námskeið um
breytta starfshætti í skólum vegna kennslu i blönduð
um bekkjum, samkennslu árganga og samþættingar. I
byrjun næstu viku hefjast námskeið í stærðfræði og
samfélagsfræði í Rcykjavík og námskeið i islenzku
sem haldið verðurá Hallormsstað.
Málþing um einstakling,
ríki og markað
Laugardaginn 18. ágúst nk. heldur Félag frjálshyggju-
manna 1. málþing sitt, og verður það um einctakling.‘
riki og markað. Málshefjandi verður dr. David Freid-
man, aðstoðarprófessor i hagfræði við Virginia
Polytechnic Institute og Virginia State Univeristy.
Hann reit 1973 bókina The Machinery of Freedom og
á þessu ári ritgerð í bandariska timaritið The Journal
of Legal Studies um ísl. þjóðveldið, en hann hefur
rannsakað réttarkerfi þess frá hagfræðilegu sjónar-
miði. David Freidman er sonur hins heimskunna hag-
fræðings og nóbelsverölaunahafa Miltons Friedmans.
Hann er framarlega i hópi einbeittustu markaðssinna i
Bandaríkjunum.
Blindrafélagið
50ára
I tilefni af 40 ára afmæli Blindrafélagsins sunnudaginn
19. ágúst verður útidagskrá i garðinum við Blindra-
heimilið.
Kl. 13.30. Lúðrasveit leikur.
Kl. 14.00 Ávarp — Halldór Rafnar, formaður
Blindrafélagins. Afmæliskveðja — Egill Skúli
Ingibergsson, borgarstjóri. Kórsöngur — Karlakór
Reykjavíkur. — Kynnir — Arnþór Helgason.
Húsið að Hamrahlíð 17, verður opnað almenningi.
Sýning á hjálpartækjum, framleiðsluvörum og
handíðum. Blindravinnustofan og aðrir vinnustaðir
opnir og fólk að störfum. Hljóðbókagerðin og bóka-
gerð á blindraletri í gangi.
Póstkort koma út þennan dag.
Allir velkomnir.
Blóma- og grænmetissýning
í Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í ölfusi
Opnuð verður blóma- og grænmetissýning í Garð-
yrkjuskóla ríkisins að Reykjum i Ölfusi laugardaginn
18. ágúst. Sýningin verður opin almenningi frá 19.—
26. ágúst, að báðum dögum meðtöldum.
Er þetta fyrst og fremst afmælissýning Garðyrkju-
skólans, sem á fjörutíu ára afmæli um þessar mundir.
Sýningin er haldin i samvinnu við ýmis félagasamtök,
Búnaðarfélag Islands, Félag blómasala, Félag garð-
yrkjumanna, Félag skrúðgarðyrkjumanna, Félag
skrúðgarðyrkjumeistara, Félag ísl. garðamiðstöðva,
Garðyrkjufélag Islands, Samband garðyrkjubænda og
Sölufélag garðyrkjumanna.
Fyrir utan blóm, tré og grænmeti verða sýndar nýj-
ungar í ræktun og tækjabúnaði, auk þess sem starf-
semi skólans veður rækilega kynnt.
Sýnignarsvæðið er nánast allt landrými skólans sem
er hvorki meira né minna en 100 þús. fermetrar að
stærð. Þar af eru rúmlega 6000 fermetrar undir gleri.
Verður kappkostað að kennarar, nemendur eða ein-
hver úr áðurnefndum samtökum verði sem viðast á
svæðinu og leysi úr spurningum sýningargesta.
Á sýningunni verður starfræktur blóma- og garð-
yrkjumarkaður. Einnig verður í gangi svokölluð græn
velta, likt og á landbúnaðarsýningunni i fyrra. Auk
þess verða kaffiveitingar á boðstólum. Hestamanna-
félagið Ljúfur í Hveragerði verður með hestaleigu
fyrir börn. Aðgangseyrir að sýningunni er 2 þúsund
kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn innan tólf ára i
fylgd með fullorðnum.
Dagana sem sýningin er opin verður gróðrarstöðin i
Fagrahvammi, sem er í næsta nágrenni við skólann,
opin almenningi. Þar eru eingöngu ræktaðar rósir.
Fagrihvammur er stærsta gróðrarstöð landsins i einka-
eign, en alls eru 5000 fermetrar undir gleri.
Vísis-Rall, 16.-19. ágúst.
Vísir-rallinu er hófst á miðvikud., lýkur nú um
helgina. Þetta er lengsta bilarall sem hér hefur verið
haldið, 2808 kílómetrar. Ekið verður á föstudag:
Sauðárkrókur-Akureyri-Húsavik.
Laugardagur: Húsavik-suður Sprengisand-Kirkju-
bæjarklaustur-Vík i Mýrdal-Hvolsvöllur-Laugarvatn.
Sunnudagur: Laugarvatn-Selfoss, Njarðvíkur-Reykja-
vík. Meðan á keppninni stendur verður hægt að
fylgjast með keppninni í SýningahöHinni Ártúns-
höfða. Einnig verður margt til skemmtunar, þar á
meðal Ljósin i bænum. Dagskráin i Sýningahöllinni er
þessi:
Föstudagur: kl. 16.00: Rallkynning og úrslit fyrri dags
kynnt. Kl. 17.00. Sýnendur halda uppi ýmsum
skemmtilegheitum. Kl. 20.30: Ljósin i bænum, hljóm-
leikar. Ymis skemmtiatriði: Tízkusýning, öðals-diskó-
dans, Vilhjálmur Ástráðsson snýr plötunum.
Laugardagur. kl 13.00: Rall-kynning og úrslit fyrri
daga kynnt. Ymislegt til skemmtunar, t.d. kveikt og
s'lökkt í bílum. Sigsýning utan á Sýningarhöllinni
Vélhjólalistir o. fl. kl. 18.00. Siðustu úrslit kynnt kl.
20.30. öðals-diskó-stuð, Ljósin i bænum, Magnús Sig-
mundsson leikur og syngur. Video, tiskusýning —
Model 79, öðals-diskó-dans, plötuþeytir Vilhjálmur
Ástráðsson.
Sunnudagur: kl. 14.00: Staða fyrri daga kynnt. Kl.
17.00: Keppendur koma í mark. Verðlaunaafhending
verður í lokahófi í Öðali fimmtudaginn 23. ágúst kl.
21.00.
Félag farstöðvaaigenda
FR deild 4 Reykjavík FR 5000 — simi 34200. Skrif
stofa félagsins að Siðumúla 22 er opin alla daga frá kl.
17.00—19.00. að auki frá kl. 20.00—22.00 á fimmtu
dagskvöldum.
Útkall um land allt
Brunaliðið er núna í ferðalagi um land allt til að kynna
nýjustu plötu slna og skemmta landsmönnum. Ferðin
hófst um verzlunarmannahelgina er Brunaliðið lék i
Árnesi. Um þessa helgi skemmtir liðið norður í landi
og halda svo áfram sem leið liggur þar til 1. september.
Ferðaáætlunin er þessi:
Laugardagur 18. ágúst: Flúðir
Sunnudagur 19. ágúst: Selfoss
Fimmtudagur 23. ágúst: Akranes
Föstudagur 24. ágúst: Stykkishólmur
Laugardagur 25. ágúst: Stapi
Sunnudagur 26. ágúst: Reykjavík
Föstudagur 31. ágúst: Stapi
Laugardagur 1. sept.: Hvoll
Félag einstæðra foreldra
Skrifstofan verður lokuð mánuðina júlí og ágúst
vegna sumarleyfa.
Mosfellsapótek
Opið virka daga frá kl. 9—18.30, laugardaga frá kl.
9— 12. Lokað sunnudaga og helgidaga.
SÁÁ - Samtök áhugaf ólks
um áfengisvandamálið.
Kvöldsimi alia daga ársins 81515 frá kl. 17 til 23.
Ö"b
BILL.1NNÞINN
OG BEN3NEYÐSLAN
N0W<U« RABTLÁlAONtWi NYIM
Bíllinn þinn og
bensíneyðslan
Oliuverzlun Islands hf. hefur nú gefið út bækling
sem heitir Billinn þinn og bensíneyðslan. Nokkur ráð
til aukinnar nýtni. Svo sem af nafninu má ráða fjallar
bæklingurinn um hvað hver bilstjóri getur gert til að
fyrirbyggja óþarfa bensineyðslu bíls sins.
Alls eru talin upp 18 atriði sem dregið geta, hvert
um sig, úr óþarfri bensíneyðslu bila, og margt smátt
gerir eitt stórt. Bæklingur þessi er hinn vandaðasti að
allri gerð, litprentaður og hvert atriði myndskreytt til
að það festist bilstjórum betur i minni.
Bæklinginn geta allir bilstjórar fengið afhentan án
endurgjalds á bensinafgreiðsltxm Olis.
GengiÖ
GENGLSSKRÁNING
Nr. 153 — 16. ágúst 1979.
Ferðamanna-
gjaldeyrir
Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala
1 BandarflcjadoHar 369.30 370.10* 406.23 407.11*
1 Steriingspund 824.80 826.60* 907.28 909.26*
1 Kanadadoilar 315.10 315.80* 346.61 347.38*
100 Danskar krónur 6995.00 7010.10* 7694.50 7711.11*
100 Norskar krónur 7345.30 7361.20* 8079.83 8097.32*
100 Sœnsfcar krónyr 8742.90 8761.80* 9617.19 9637.98*
100 Finnsk mörk 9652.40 9673.30* 10617.64 10640.63*
10fiLFranskir frankar 8656.80 8675.60« 9522.48 9543.18*
100 Belg. frankar 1260.00 1262.70* 1386.00 1388.97*
JOOSvbsn. frankar 22278.50 22326.80 24506.35 24559.48*
Í00 Gyllini 18353.95 18393.75* 20189.35 20233.13*
100 V-Þýzk möric 20169.30 20213.00* 22186.23 22234.30*
100 Lirur 45.08 45.18* 49.59 49.70*
100 Austurr. Sch. 2759.05 2765.05* 3034.96 3041.56*
100.Escudós 751.10 752.70* 826.21 827.97*
100 Pasaiar 559.05 560.25* 614.96 616.28*
100 Yen 170.03 170.40* 187.03 187.44*
1 Sérstök dráttarróttindi 480.27 491.31
•Breyting frá sföustu skráningu. Sfmsvari vegna gengisskráninga 22190.