Dagblaðið - 18.08.1979, Síða 24
Att þú inni leiðréttingu
á sköttum 6 ár til baka?
Vcra kann að hundruð eða þús
undir skattgreiðenda eigi rétt á leið-
réttingu skattálagningar sinnar allt að
sex árum aftur í tímann. Kann þetta í
ýmsum tilfellum að varða háum upp-
hæðum, en lágum i öðrum. Veltur
málið á þvi hvort menn hafi notfært
sér rctt til frádráttar visitöluálags á
húsnæðislán til jafns við vexti af slík-
um lánum, og hve hátt hið ófram-
taldavísitöluálagvar.
Gísli Jónsson prófessor ritaði um
það kjallaragrein i DB 27. janúar sl.
að ríkisskattstjóra 'nafi láðst að til-
greina i upplýsingapistli sínum til
framteljenda að visitöluálag á hús-
næðislán eru frádráttarbær til skatts
á borð við vexti af slíkum lánum.
Lýsti Gísli þvi í greininni aðembætti
rikisskaltsjóra hafi viðurkennt að
þessi réttur sé fyrir hendi, þó láðst
hafi að geta þess réttar i upplýsingun-
um.
Jafnframt kom fram hjá Gísla, að
ríkisskattstjóraembættið hefur heim-
ild til að fara ofan í saumana á skatt-
framtölum fólks allt að sex ár aftur í
timann — og hefur oft notað þann
rétt. Þessi réttur til leiðréttingar sex
ár aftur i tímann er gagnkvæmur.
Framteljendur mega óska leiðrétting-
ar mála sinna sex ár aftur í tímann.
Þetta gerði Gísli, því hann hefur
aldrei sett visitöluálagið á húsnæðis-
láni sínu á skattframtalið til frádrátt-
ar.
Óskaði Gísli leiðréttingar og fékk
hana í gær. Nam endurgreiðslan til
Gísla tæpum 20 þúsund krónum.
Gísli tók fram í kjallaragrein sinni
að hans húsnæðislán væri mjög lágt
miðað við slík lán á undanförnum
árum. Hjá fólki sem ekki hefur talið
fram vísitöluálag húsnæðislána
sinna, sem fengin eru á síðustu árum,
kann að vera um verulegar upphæðir
að ræða og leiðrétting fæ’st allt aftur
til 1972. -ASi.
KONNIKÆRDUR FYRIR GRÓFAN BÍLÞJÓFNAD
Skelfdur á svip segir Konni Baldri frá því er löggan tók hann fastan fyrir aö stela bíl.
„Hann sem stóð fyrir utan kirkjugarðinn, og auðvitað taldi ég að eigandinn væri
dáinn,” segir Konni. Þeir félagarnir skemmtu í gær I miklu afmælisboði sem haldið
var I tilefni ársafmælis Utimarkaðsins á l.ækjartorgi. Var afmælið sérlega tileinkað
börnum á barnaári.
-DS/DB-mynd: R. Th.
Læknadeild missir aðalkennslustof una á Landspítalanum:
LÆKNANEMAR Á GÖTUNNl
— fær deildin inni f Iffúkrunarskólanum þar sem nægt húsrými er?
,,Þetta er mjög bagalegt fyrir lækna-
deild og brýna nauðsyn ber til að út-
vega húsnæði hið fyrsta,” sagði dr.
Gunnar Guðmundsson prófessor, vara-
forseti læknadeildar Háskólans, í sam-
tali við DB.
Stjórn rikisspítalanna svipti nýverið
læknadeild aðal kennslustofu sinni á
I andspítalanum. Er ætlunin að Rann-
sóknarstofa spitalans fái þar inni en
hún hefur búið við mjög alvarleg
þrengsli um hrið.
Að sögn dr. Gunnars Guðmunds-
sonar hefst kennsla í læknadeild 17.
september og verður að finna húsnæði
fyrir þann tíma.
Davið Á. Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri ríkisspitalanna, sagði í
samtali við DB að vonir stæðu til að
unnt yrði að útvega læknadeild hús-
næði innan skamms. Kvað hann augun
einkum beinast að Hjúkrunarskóla ís-
lands, sem er staðsettur á Landspitala-
lóðinni og býr við mjög rúmt húsnæði
sem ekki er nýtt sem skyldi. Þar er l.d.
stór heimavist, leifar gamals tíma.
Davíð Á. Gunnarsson sagði að heil-
brigðisráðuneytið hefði ritað mennta-
málaráðuneyti bréf um þetta mál og
væru viðræður að fara í gang. -GM
Fær læknadeild Háskólans inni í
Hjúkrunarskólanum?
DB-mynd Arni Páll
Jan Mayen:
Norsk útfærsla áður
en viðræðum lýkur
—kemur til greina að sögn Eyvinds Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs
í viðtali við norska blaðið Verdens
Gang i gær, segir Eyvind Bolle
sjávarútvegsráðherra Noregs að
mjög erfitt sé að segja hvenær
Norðmenn geti fært út landhelgi sína
við Jan Mayen, en það geti i sjálfu sér
gerzt áður en samningaviðræðurnar
við íslendinga eru yfirstaðnar.
Við ætlum að ráðfæra okkur við
aðrar þjóðir í þessu máli, fyrst og
fremst Sovétrikin, Efnahagsbanda-
lagslöndin og Bandarikin,” sagði
Bolle.
Ráðherrann er að því spurður
hvort ástæða sé til að ætla að
eitthvert þessara landa muni hafa
eitthvað á móti norskri útfærslu við
Jap Mayen.
„Við skulum ekki horfa fram hjá
því að eitthvert þessara landa kann
að sýna mótþróa,” svarar Bolle. En
jafnframt telur hann öruggt að
afstaða þessara landa mundi ekki
seinka útfærslu. Spurningin sé bara
hvort íslendingar sýni nægan skilning
á vandanum þegar viðræður hefjast
að nýju.
-GM/SJ, Osló.
frfálst, úháð dagblað
LAUGARDAGUR 18, ÁGÚST 1979.
Olían á loðnubátana
hefurhækkaðtajji
250%áeinuári
Dagskammtur-
innferyfir
hálfa milljón
ábát
. A
Eitt af þvi sem veldur verðlagsyfir-
völdum miklum vandræðum við
ákvörðun loðnuverðs þessa dagana er
250% olíuverðshækkun síðan við
upphaf haustloðnuvertíðar í fyrra.
Láta mun nærri að stærri loðnubát-
ar eyði eitthvað um 4 þúsund lítrum af
olíu á dag, miðað við veiðitilhögun á
haustvertíð. Sá skammtur kostaði í
fyrrahaust 157 þúsund, en kostar nú
um 550 þúsund.
Þá hafa veiðarfæri hækkað mun
meira en nemur hækkunum vegna
verðbólgunnar, þar sem þau eru eink-
um gerð úr olíu. *GS.
Á ritstjórn Tímans í gærdag: frétta-
stjórinn og íþróttafréttamaðurinn.
-DB-mynd. ÁPJ.
Samdráttur á Tímanum?
..Ekkert
hæftí
þessu”
— segir Jón Siguró^pn
ritstjóri
„Nei, það er ekkert hæft i þessu,”
sagði Jón Sigurðsson, ritstjóri Tímans,
þegar DB bar undir hann staðhæfingar
um að ákveðið hefði verið að leggja
niður daglegar erlendar fréttir í
Tímanum, slíta sambandinu við
Reuterfréttastofuna, fækka blaðsíðum
í átta til tólf o. fl.
Jón Sigurðsson sagði að Tíminn
byggi við alvarleg fjárhagsvandræði og
á ritstjórnarfundum væru þau mál'
rædd opinskátt. Þá kæmu fram ýmsar
hugmyndir um breytingar á blaðinu og
rekstri þess, m.a. hefði verið rætt
hvernig gera mætti Tímann að stærsta
og vandaðasta blaði landsins.
Jón neitaði því ekki að breytingar
þær sem um er rætt hefðu komið til
tals, en kvað engar slíkar ákvarðanir
hafa verið teknar. Sér kæmi á óvart að
Helgarpósturinn nefndi aðeins nei-
kvæðar hugmyndir sem einhvern
tímann hefði verið varpað fram á rit-
stjórnarfundum, en þegði um hinar já-
kvæðu, svo sem þá að gera Tímann að
bezta blaði Iandsins.
Jón Sigurðsson kvaðst ekki hafa
upplýsingar um fjársöfnun Tímans á
borðinu en hann vissi ekki betur en hún
gengi sinn gang. „Það rignir ekki yfir
okkur,” sagði ha*nn, „en safnast smám
saman.” -GM.