Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. 9 MisskiBningur vegna flóttamannasöfnunar RKÍog Hjálparstofnunar kirkjunnar: RIKH) FÆR EKKIAÐ SNERTA SÖFNUNARFÉÐ —það rennur óskipt til SA-Asíu, enda væsir ekki um víetnömsku f lóttamennina hér „Það verður að kveða niður drauginn í eitt skipti fyrir öll,” sagði Hilmar Sigurðsson skrifstofustjóri Rauða kross Íslands er DB ræddi við hann um orðróm þess efnis að lands- söfnun Rauða krossins og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar væri fyrir þá Víetnama sem komu hingað til lands og að rikið sæktist nú eftir þvi fé, sem safnaðist hér. „þessi söfnun var fyrir það flótta- fólk sem er i SA-Asíu, eins og glöggt var tekið fram í upphafi söfnunarinn- ar. Það er ekki verið að safna fyrir það flóttafólk sem kom hingað, enda væsir ekki um það fólk. íslendingar eru gestgjafar góðir og taka fólkið vel að sér. Hin$ vegar fór þessi söfnun fram á sama tíma og Víetnamarnir voru væntanlegir hingað og það hefur ruglað fólk í ríminu. Langflestir gef- endur gáfu þó til fólksins sem eftir situr í SA-Asíu enda var það rækilega auglýst hvert féð ætti að renna. Einstaka maður eyrnamerkti þó sitt framlag því flóttafólki sem hingað kom og það er tekið út úr hinni al- mennu söfnun og gengur til þess. Alls hafa nú safnazt 27 milljónir króna til flóttafólksins og þegar dæmið hefur verið gert endanlega Gott hljóð ívestfirzkum rækjusjómönnum: Veiðarnar að hefjast — engin haustvertíð var ífyrra vegna seiða íaflanum Rækjusjómenn við Arnarfjörð Skv. rannsóknum nú er mun áforma að hefja rækjuveiðar strax minna af seiðum og því óhætt að upp úr næstu mánaðamótum og ís- veiða rækjuna. í fljótu bragði kann firzkir sjómenn tala um 12. október. svo að virðast að hið litla seiðamagn Er þeim kærkomið að fá að byrja nú þýði kyrking í öðrum fiskstofnum svo snemma nú því I fyrra var þeim en fiskifræðingar benda á að seiðin ekki leyft að veiða neitt fram yfir ára- geti flutt sig til eftir skilyrðum í sjón- mótin vegna þess hversu mikið var um. um seiði á rækjuslóð. -GS upp má búast við að söfnunarfé verði um 30 milljónir brúttó. Hver einasta króna verður síðan send til hjálpar þessu flóttafólki. Ástæða þess að söfnunin fór fram á þessum tíma er sú að hér var um að ræða sameigin- lega söfnun Evrópulanda og var tím- inn ákveðinn af Paul Hartling flótta- mannafulltrúa SÞ. En söfnunin og koma flóttamannanna hingað voru algerlega aðskilin verkefni. Það má nefna það,” sagði Hilmar, ,,að starfsmenn Rauða krossins og Hjálparstofnunarinnar komu fram í útvarpi og sjónvarpi þar sem áherzla var lögð á það að söfnunin væri fyrir það fólk sem eftir biði. Þá voru og hertar auglýsingar í sjónvarpi eftir að þessi misskilningur kom upp.” í samstarfsnefnd söfnunarinnar eru Þorsteinn Steingrimsson, Sveinn Skúlason, Guðmundur Einarsson, Ómar Friðþjófsson og Hilmar Sigurðsson. Nefndarmenn hittust daglega meðan söfnunin stóð og vildi Hilmar geta sérstaklega þáttar Hauks Haraldssonar auglýsingateiknara sem sá um allar auglýsingar ehdurgjalds- laust. -JH. HÖFUDMEIÐSU, UER- BROT 0G FLEIRISÁR í árekstri sunnan Hiísavíkur Helgin sem leið var mikil óhappa- helgi í umferðinni í umdæmi Húsa- • víkurlögreglunnar. Fjögur óhöpp og slys urðu frá föstudagskvöldi til sunnudags. Var hið síðasta sýnu verst. í því óhappi rákust saman tveir Húsavíkurbilar sunnan við kaup- staðinn. Ökumaður annars bílsins hlaut mikil höfuðmeiðsli og var flutt- ur til Reykjavíkur ásamt farþega i hinum bílnum en hann lærbrotnaði auk annarra meiðsla er hann hlaut. Síðasta óhappið varð um hádegis- bilið á sunnudag og varð á svokall- aðri Kaldbakshæð sunnan við bæinn. Fyrsta óhapp helgarinnar varð í Ljósavatnsskarði um kvöldmat á föstudag. Þar varð mikið eignatjón en lítil meiðsl en þó var kona flutt í sjúkrahús vegna taugaáfalls. Talið er að bílbelti hafi bjargað fólkinu. Annar bílanna valt heila veltu og er talin mildi að ekki fór verr. Á laugardag varð árekstur í Húsa- vikurkaupstað án meiðsla og verulegs eignatjóns. Á sunnudagsmorgun fór bifreið út af vegi í Aðaldalshrauni móts við flugvöllinn. Valt hún ekki en skemmdist mikið í hrauninu. Svona óhappatarnir segja til sin hjá litlum lögreglustöðvum eins og er á Húsavík. Aðeins tveir eru á vakt hverju sinni og beri eitthvað út af verður að kalla út aukamenn til starfa. -A.St. Stjórnmála- flokkurinn gefst ekki upp Ólafur E. Einarsson endurkjörinn formaður Stjórnmálaflokkurinn erekki af baki dottinn og á fundi sem haldinn var i flokknum sl. sunnudag var flokks- starfsemin rædd og endurskipulögð. Kosið var í nefndir og ákveðið að fjölga mönnum i stjórn flokksins. Ólafur E. Einarsson forstjóri var endurkjörinn formaður flokksins en með honum i stjórn voru kjörin þau Tryggvi Bjarnason stýrimaður, Eirikur Rósberg raftæknifræðingur, Steinunn Ólafsdóttir uppeldisfræðingur, Sig- urður Þorkelsson pipulagningameist- ari, Ari Eggertsson háskólanemi og Sigfús Eiríksson múrari. Þrír hinir siðasttöldu eru nýir í stjórn flokksins. Að sögn var mikill áhugi ríkjandi á fundinum fyrir áframhaldandi starf- semi og uppbyggingu flokksins. -A.St. Herstöðva- andstæðingar halda áfram aðgerðum Samtök herstöðvaandstæðinga hafa í hyggju að efna til fjöldafundar og að- gerða i herstöðinni í Keflavík fyrir framan flugstöðvarbygginguna á fimmtudag. Fundurinn hefst kl. átta um kvöldið og hefur lögregluyfirvöld- um á Keflavíkurflugvelli verið tilkynnt um aðgerðirnar. Þá munu herstöðvaandstæðingar ganga frá Hvaleyrarholti til Reykja- víkur á laugardag, en á leiðinni verða stuttir fundir, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. Aðgerðir þessar fylgja i kjölfar mót- mælaaðgerða herstöovaandstæðinga i Sundahöfn í fyrri viku. Þar urðu nokkur átök milli mótmælenda og lög- reglu og hugleiða samtökin nú að höfða mál á hendur lögreglu vegna meiðinga. -JH. Mestabreidd: 264 cm Mesta lengd: 207cm 2dýnur: 75x.200cm Afborgunarkjör: 20% út, rest á 5 mán. \ Bíldshöfða 20 - Slmar 81410 - 81190 Sýningahöllin, Ártúnshöfða BifjBiÓasala Laugavegi 188. Notaðir bílar til sölu: Wagoneer 79 með öllu, ekinn 4000 km. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Wagoneer 77 með öllu, ekinn 30000 km. Skipti koma til greina. Wagoneer 74 með öllu, ekinn 76000 km. Wagoneer 74 ekinn 58000 km, 6 cyl., beinsk., vökvast. Cherokee S 79 með öllu, ekinn 12000 km. Cherokee 74 með öllu, ekinn 28000 km. Cherokee 74, ekinn 47000 km, 6 cyl., sjálfsk., vökvast., aflbremsur. Hornet de Luxe 78, ekinn 20000 km, sjálfsk., vökvast. AM Concord de Luxe station 79, ekinn 5000 km, 6 cyl., sjálfsk., vökvast. Spirit Lrftback 79, ekinn 6000 km, 8 cyl., 304 cid., sjálfsk., vökvast. Hornet 77, ekinn 49000 km, 6 cyl., sjálfsk., vökvast. Hornet 75, ekinn 86000 km. Hornet Hatchback 75, ekinn 70000 km, sjálfsk., vökvast. Galant 2000 GLX 77, ekinn 30000 km, sjálfsk. Galant 1600 GL 75, ekinn 83000 km, sjálfsk. Lancer 1400 77, ekinn 20000 km. Lancer 1200 75, ekinn 50000 km, 2ja dyra. Dodge Aspen SE 76, ekinn 20000 km, 2ja dyra, 8 cyl., sjálfsk., vökvast. Dodge pickup 73, ekinn 64000 km, 8 cyl., sjálfsk., vökvast. Fiat 128 78, ekinn 3000 km. Skipti á nýlegum japönskum bíl með aftur- drifi. Subaru 1600 78, ekinn 6500 km, 2ja d. Saab 96 72, ekinn 78000 km. Cortina 1600 st. 76, ekin 61000. Cortina 1600 L 74, ekin 76000 km. Daihatsu st. 78, ekinn 20000 km. Sunbeam 1500 st. 73, ekinn 120000 km, upptekin vél. Sunbeam 1500 70. Údýr bíll. iComet 4 dyra 73,6 cyl., sjálfsk., vökvast. Tökum aliar gerðir bifreiða í umboðssölu. Sýningarsvæði úti og inni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.