Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1979. MMBIAÐIÐ frýálst,áháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdasfjórí: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. RitstjómarfuHtrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjóri ritstjórnar: Jóhannos Reykdal. Fréttastjóri: ómar VahHmarsson. Iþróttir: HaHur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðomenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. PAIsson, HHmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóösson. Skrífstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríeHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf., SkeHunni 10^ Áskriftarverð á mánuöi kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eintakið. Mykjuhaugurinn Til þessa lands er flutt gnótt af er- lendu kexi og sælgæti. Enginn hörgull er á þessum vörum, ekki einu sinni við enda langs farmannaverkfalls. Allan tímann voru hillur verzlana fullar af er- lendu kexi og sælgæti. Leyfisverzlunin með erlent kex og sælgæti verndar ekki innlendan iðnað. Reynslan sýnir, að höftin ná ekki þeim tilgangi að draga úr framboði á erlendum samkeppnisvörum. Það kom greinilega í ljós í farmannaverkfallinu. Hins vegar eru það háir tollar á erlendu kexi og sælgæti, sem vernda innlenda samkeppnisframleiðslu. Þeir valda því, að einungis borgar sig að flytja inn sumar tegundir, aðallega þær, sem ekki eru búnar til hér. Vélakostur og reynsla innlendra fyrirtækja í fram- leiðslu kex og sælgætis beinist að afmörkuðum vöru- tegundum. Þau hafa nóg að starfa á þeim sviðum, sem þau hafa sérhæft sig á, enda kemur þar tollverndin að gagni. Það er rúm fyrir innflutning líka, enda sýnir reynsla leyfisveitinganna, að yfirvöld treysta sér ekki til að vernda innlendu framleiðsluna umfram þá vernd, sem tollarnir veita. Svo getur farið, að tollar þessir lækki eða hverfi vegna alþjóðlegrar samvinnu. Þá kemur til greina að hætta að niðurgreiða mjólkurduft til útflutnings í inn- flutt kex og niðurgreiða það heldur til innlendrar fram- leiðslu. Leyfisverzlunin á þessum sviðum hefur meðal annars þau hliðaráhrif, að beztu innfluttu vörurnar njóta ekki jafnræðis markaðarins. Of mikið er gefið út af leyfum fyrirkex og sælgæti, sem neytendur hafa ekki áhuga á. Gjaldeyrisyfirvöld hafa nefnilega ekki sérþekkingu á, hvaða kex og sælgæti rétt sé að leyfa að flytja inn. Þá sérþekkingu hafa neytendur og þurfa því ekki á að- stoð skömmtunarstjóra að halda. Verra er þó, að risið hefur upp mykjuhaugur í kringum haftakerfið með stétt töskuheildsala, sem lifa á því að flaðra út leyfi hjá skömmtunarstjórum og selja þau síðan áfram grónum innflutningsfyrirtækjum, sem ekki fá leyfi í samræmi við umsetningu. Leyfakerfið býr til spillingu á þessu sviði eins og slík kerfi hafa alltaf gert og munu alltaf gera. Flaðrandi töskuheildsalar freistast til að bjóða einstaklingum i haftakerfinu hlutdeild í skjótfengnum gróða. Dagblaðið hefur að undanförnu sýnt fram á ýmis skúmaskot þessa leiks, sem leiðir til hækkaðs vöru- verðs til neytenda. í upplýsingasöfnuninni hefur blaðið rekizt á múrvegg kerfiskarla, sem stjórna haftakerlinu. Dagblaðið hefur reynt að fá til birtingar lista yfir gjaldeyrisúthlutanir til innflutnings á kexi og sælgæti. Ekki hefur það tekizt enn og bendi" það til þess, að við- kvæmir eiginhagsmunir séu í húfi. Skráin yfir ljúflinga kerfisins á þessu sviði og stétta- skiptingu þeirra flokkast undir bankaleynd að mati gjaldeyrisyfirvalda! Listinn yfir forréttindamenn leyf- anna af haftakerfinu er bankaleynd! Hér hefur verið bent á, að leyfakerfið þjónar engum tilgangi. Það verndar ekki innlendan iðnað. Það leiðir til óhagkvæms innflutnings og of hás verðs til neyt- enda. Allra alvarlegastur er þó mykjuhaugurinn, sem jafnan safnast kringum skömmtunarstjóra. Stjórnvöld þykjast vera að kanna málið. Kannski má vænta þess, að mykjuhaugurinn verði senn fjarlægður. .......----------- Vestur-Þýzkaland: SCHMIDT KANSLARI VILL AUKA TENGSL VIÐ AUSTUR-EVRÓPU Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýzkalands fór nýlega enn eina ferðina til Austur-Evrópu og í þetta skiptið ræddi hann við leiðtoga Ung- verjalands. Með þessari heimsókn vill kanslarinn, sem og með hinum fyrri, leggja áherzlu á að hann hefur fullan hug á að halda áfram Ostpoli- tik þeirri sem Willy Brandt var upphafsmaður að og einnig að Vestur-Þjóðverjar hafa áhuga á að minnka þá spennu sem enn er í sam- skiptum ríkja sitt hvorum megin við landamærin. Fyrr i sumar heimsótti Helmut Schmidt Pólland og Búlgariu. Hið siðarnefnda er það ríki Austur- Evrópu sem nánast er tengt Sovét- ríkjunum og hefur ávallt fylgt stefnu Moskvuvaldsins dyggilega.Allar hafa þessar ferðir kanslarans vestur-þýzka verið vel heppnaðar og Schmidt jafnvel orðinn virtari og vinsælli en Willy Brandt fyrrum kanslari sem upptökin átti að hinni svonefndu Ostpolitik, sem gerir ráð fyrir aukn- um ’samskiptum Vestur-Þýzkalands og Austur-Evrópu. Vestur-Þýzkaland er stærsti viðskiptaaðili þessara þriggja Austur- Evrópurikja allra. Viðskiptin þarna a milli eru einnig vaxandi. Sambúð Pólverja og Vestur-Þjóðverja virðist orðin næsta góð. Kom það mjög vel fram á fundi Schmidts með pólskum leiðtogum og sambúðin við Ungverja virðist tæpast siðri ef dæma má eftir móttökum þeim sem kanslarinn fékk hjá Janos Kadar flokksformanni og György Lásár forsætisráðherra landsins. í viðræðunum voru efnahagsmál og viðskipti efst á baugi. Vestur- Þýzkaland er reyndar ekki aðeins stærsta viðskiptalandið vestan tjaids. Það er þriðja stærsta viðskiptalandið í heild. Ungversku leiðtogarnir hvöttu Helmut Schmidt til að fella niður ýmsar takmarkanir á innflutningi ungverskra vara til Vestur-Þýzkalands, sem að þeirra mati væru óréttlátar. Einnig hvöttu þeir til þess að Vestur-Þjóðverjar beittu áhrifum sínum í sömu átt meðal bandamanna sinna innan Efnahagsbandalags Evrópu. Þegar að loknum fundi leiðtoganna var til- kynnt að samkomulag hefði náðst um að létta af vmsum hömlum við Krich Honecker llokkslciðtogi i Austur-Þý/.kalandi (dur að hcimsókn llclmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands sé löngu orðin tímabær. Sá siðamcfndi lætur sér samt ekki scgjast og hcfur nú þegar farið í þrjár heimsóknir lil Austur-Kvrópulanda t ár án þcss að koma við hjá löndum sínum i Austur- Þýzkalandi. / Tekjur bænda og viðmiðunarstétta Allir skammast út af verðbólgunni, enginn gerir neitt til að stöðva hana fyrr en kemur að leiðréttingu á verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara, þá vantar ekki ráðin, þau eru einföld, verð á búvörum á að vera óbreytt. Það vill gleymast að verðhækkun á landbúnaðarafurðum er afleiöing verðbólgunnar en ekki orsök hennar. Bændur fá leiðréttingu á verði afurð- anna eftir að tilkostnaður við fram- leiðsluna hefur hækkað. Það væri mesta kjarabótin fyrir bændur ef tækist að halda verðlagi stöðugu og samkomulag næðist um að aukin hagræðing i landbúnaði skiptist nokkurn veginn jafnt á milli fram- leiðenda og neytenda. • „Það mótmælir því enginn að afkoma bænda var yfirleitt góð á síðastliðnu ári, ef tekið væri mið af skattframtölum þeirra.” A „Hvenær og hvernig verður hægt að ^ gera þessum mönnum til hæfis? Trúlega er aðeins eitt svar við því — leggja niður landbúnað á íslandi.” Kjallarinn AgnarGuðnason V____ „Ráðherrar Alþýðu- flokksins andvígir hækkunum búvöru- verðs" Þetta er haft eftir Magnúsi H. Magnússyni félagsmálaráðherra. Það undrar sjálfsagt engan að hann eða allur landslýður séu á móti hækkun búvöruverðs. Bændur eru óhressir yfir því einnig, fulltrúar þeirra í sex- mannanefnd vildu svo sannarlega að til þessara hækkana hefði ekki þurft að koma. Hvað er til ráða? Varla ætl- ast ráðherrann til þess að bændur sætti sig við mikla kauplækkun þegar allar aðrar stéttir fá kauphækkun. Það eru að visu fordæmi fyrir því að bændur hafi gefið eftir verðhækkun, en það var gert í þeirri góðu trú að allar stéttir færðu smá fórn til að vinna bug á verðbólgunni en það brást. Svo það má segja að það hafi tekið bændastéttina um 35 ár að vinna það upp sem þá var gefið eftir, ef þeim hefur tekist nú að fá sam- bærilegar tekjur og viðmiðunarhóp- arnir. Ekki liggur fyrir frá Hagstofu íslands samanburður á tekjum bænda fyrir árið 1978 og tekjum launþega. Undanfarin ár hafa bænd- ur ekki náð meira en 70 til 78% af tekjum viðmiðunarstéttanna; að sjálfsögðu hafa bændur verið óánægðir með að ekki skuli hafa verið tryggt með verðlagsgrundvellin- um að þeir næðu tekjum þeirra. Það mótmælir því enginn að af- koma bænda var yfirleitt góð á siðastliðnu ári, ef tekið væri mið af skattframtölum þeirra. Margt hjálp- aðist að, m.a. góðæri, endurgreiðsla á verðjöfnunargjaldi, breyting á fyrningu fasteigna, uppbót til bænda vegna frestunar á hækkun búvöru- verðs árið 1977. Þetta allt samanlagt hækkar skattskyldar tekjur bænda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.