Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1980. 5 „HINN ÓGUÐLEGITEKUR LÁN EN BORGAR EKKI” þrasað um peninga og skuldir á þingfundi „Ég fullyrði að ríkið skuldar sveitarfélögunum í landinu á annan milljarð króna og mun beita mér fyrir jrvi að fjárhagsstaða ríkissjóðs gagn- vart sveitarfélögum verði könnuð og niðurstaðan birt opinberlega,” sagði Alexander Stefánsson (F) í umræðum á Alþingi í gær. Salóme Þorkelsdóttir (S) tók til máls utan dagskrár og gerði að umtalsefni drátt sem orðið hefur á greiðslu úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna kostnaðar við grunnskóla. Sveitarfélög greiða fyrir hönd ríkis- sjóðs aukavinnu kennara, aðra en við kennslu, skrifstofustörf, starf við bókasöfn i>g kennslutæki, félagsmála- störf, auk vörzlu í matar- og kaffi- timum. Mikil brögð voru að þvi að sveitarfélögin fengju ekki endur- greitt fyrir áramót það sem þau höfðu lánað ríkinu. Fræðslustjórar og fjárhaldsmenn skóla hafa illa unað við þessa seinkun á greiðslu. Hafa fjármálaráðherra og skólamenn skipzt á skoðunum í fréttum útvarps undanfarna daga. Salóme Þorkelsdóttir sagði að heildarskuld ríkissjóðs vegna þessa hafi um áramótin verið um 200 milljónir króna, auk 52 milljóna sem vantað hafi upp á kaupgreiðslur til tónlistarskólakennara. „Það átti að gera ráðstafanir strax til að hið opinbera gæti staðið við skuldbindingar sínar, í stað þess að taka vaxtalaus lán hjá sveitar- félögum ” sagði Salóme. Hún, Alexander Stefánsson og fleiri þing- menn bentu á hve bagalegt það væri fyrir lítil og févana sveitarfélög að sitja uppi með reikninga sem ríkið ekki greiddi á réttum tima. „Hinn óguðlegi tekur lán en borgar ekki,” sagði Páll Pétursson (F) m.a. í sínu innleggi í umræðuna og vitnaði til Predikarans. 92 milljónir á IMorðurlandi eystra „Skuld ríkissjóðs við sveitarfélög- „Þrátt fyrir að reynt væri að koma á ýmsum sparnaðar- og aðhaldsaðgerðum, sem fólu í sér m.a. fækkun kennslustunda, takmörkun yfirvinnu o.fl., fóru greiðslur rikis- sjóðs vegna rekstrar grunnskóla um 630 millj. króna fram úr verðbættum fjárveitingum fjárlaga. Greiðslustaða hinna ýmsu fræðslu- umdæma er hins vegar mjög misjöfn eða frá því að vera innan fjárlaga til þess að fara tæpar 250 milljónir fram úr verðbættum framlögum,” segir in sem standa að Laugabakkaskóla er ekki undir 10 milljónum króna. Mér var sagt af embættismanni mennta- málaráðuneytisins fyrir jól að peningarnir bærust okkur ekki fyrr en eftir áramót. Enn hefur ekkert borizt og það er auðvitað bagalegt þegar ríkið stendur ekki við sinn hluta.” sagði Jóhannes Björnsson, oddviti í Ytri-Torfustaðahreppi í Húnavatnssýslu og reikningshaldari Laugabakkaskóla, í samtali við DB i gær. m.a. i yfirlýsingu sem menntamála- ráðuneytið sendi frá sér í gær vegna deilunnar um greiðslufrestun úr rikis- sjóði til sveitarfélaga. Skýring ráðuneytisins á töfunum er sem hér segir: „Afgreiðsla reikninga var með þeim hætti að þeir reikningar sem bárust ráðuneytinu fyrir 20. nóv. voru afgreiddir um mánaðamót nóvember/desember, en þeir reikn- ingar sem bárust eftir þann tíma og fram í miðjan desember voru af- Annar rcikningshaldari, sem blaðinu er kunnugt um, saknar 5.4 milljóna úr ríkiskassanum og enn annar 17 milljóna. Fram kom í umræðum á þingi að skuldasúpa ríkissjóðs var þykkust og matarmest í Norðurlandskjördæmi eystra, 92 milljónir. „Furðulegt moldviðri" Sighvatur Björgvinsson fjármála- ráðherra sagði á þingfundinum að greiddir til greiðslu um áramót. Undantekningar voru að sjálfsögðu frá þessari reglu þar sem þannig stóð á að greiðslur voru innan marka fjár- laga og í þeim tilvikum er fræðslu- stjórar upplýstu að sveitarsjóðir stæðu sérstaklega illa fjárhagslega, þá var greitt strax. Sú vinnuaðferð sem hér var við höfð af hálfu menntamálaráðu- neytisins beindist að því að jafna greiðslustreymi milli ríkissjóðs og sveitarfélaga án þess að auka skuldir „furðulegu moldviðri hafi verið þyrlað upp vegna þessa máls.” Hann flutti síðan langa ræðu og fjallaði mest vítt og breitt um ríkisfjármálin. Hann sagði að ullir reikningar, sem fjármálaráðuneytinu hefðu borizt fyrir 13. desember, hefðu verið greiddir fyrir áramót. Sighvatur benti á að í mörgum umdæmum hefði ver- ið leyfð allt að 10% meiri yfirvinna við grunnskólana en heimildir Al- þingis leyfðu. Aðhald væri nauðsyn- legt, svo sem fjármáladeild mennta- málaráðuneytisins hefði beitt sér fyrir. -ARH ríkissjóðs við sveitarfélög þegar á heildina er litið, jafnhliða því sem reynt var að tryggja það að ekki yrði farið fram úr heildarfjárveitingum til menntamála. Við hvort tveggja var staðið. Greiðslustaða ríkissjóðs gagn- vart sveitarfélögum vegna rekstrar grunnskóla er sizt lakari um þessi áramót en verið hefur undanfarin ár. Frávik frá verðbættri heildarfjár- veitingu ráðuneytisins eru innan við Menntamálaráðuneytið: 630 MILUONIR UMFRAM FJÁRLÖG TIL GRUNNSKÓLA Tvær tillögur frá Eggert Haukdal Byggðasjóði gert kleift að jafna raf- magnsverðið — og ríkisstyrkur til fiskflutninga milli plássanna í Ámessýslu Eggert Haukdal alþingismaður vill, að Byggðasjóði verði gcrt kleift að jafna rafmagnsverð á landinu. Eggert segir, að rafmagnsverðið verði ekki jafnað frekar en orðið er með hækkun verðjöfnunargjalds, enda hafi gjaldið alltaf verið skil- greint sem bráðabirgðaskattur frá ári til árs. Þingmaðurinn leggur til, aö tekjur Byggðasjóðs verði 1 þessu skyni auknar um þrjá milljarða, fjárhags- vandi Rafmagnsveitna rikisins, RARIK, verði þannig leystur og stefnt að sem jöfnustu raforkuverði um alit land. Þriðja hluta tekna Byggðasjóðs verði varið í þvi skyni, Þingmaðurinn lagði nú i vikunni fram frumvarp þessa efnis. Samtímis bar Eggert fram þings- ályktunartillögu um aöstoð hins opinbera við fiskflutninga milli Þorlákshafnar, Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar. Verði veitt fé i þvi skyni á fjárlögum fyrir þetta ár og eftirleiðis, þar til brú sé komin á Ölfusá við Óseyrarnes. Þingmaðurinn bendir á, að hafn- irnar á Stokkseyri og Eyrarbakka eru gerðar fyrir báta allt að 70 tonnum. Fiskafli hafi minnkað á grunn- miðum, sóknin orðið lengri og stærri bátar komið I stað hinna minni. Vax- andi hluta sjávarafla til Stokkseyrar og Eyrarbakka hafi því verið landað í Þorlákshöfn og ekið til áðurnefndra staða 50 kilómetra leið. Kostnaður við þessa flutninga, svo og flutninga frá Þorlákshöfn til Selfoss, sé vart undir 100 milljónum á ári. Jafn- framt sé mikill kostnaður við að flytja fiskinn frá þessum stöðum til hafnar, þegar hann er fluttur út. Þessi kostnaður sé allur umfram það, sem gerist í öðrum útgerðarstöðum, og ekki við því að búast, að staðirnir geti staðið undir honum. -HH. DB-mynd: Hörflur. OUUFLOÐ VIÐ GRANDAGARÐ Nokkurt olíumagn féll af bíl sem ók um Ánanaust í morgun og varð all- mikill pollur á götunni af þessum orsökum. Þarna var Shell bifreið á ferð og brugðu Shell menn skjótt við, komu með liðsafia á staðinn og hreinsuðu götuna svo fljótt sem verða mátti. Enginn skaði varð af nema umferðar- töf um tíma. Á myndinni, sem Hörður Ijósnt. DB tók, eru verkamenn við hreinsunina. -A.St. Skákmótið í Skien: „Hálfgerð martröð” „Síðustu þrjár umferðirnar hafa verið hálfgerð martröð hjá mér,” sagði nýbakaður alþjóðlegur meistari í skák, Haukur Angantýsson, í samtali við Dagblaðið í gær. Haukur tekur nú þátt í sterku alþjóð- legu skákmóti i Skien í Noregi, óg hefur hann hlotið 2,5 vinninga eftir 5 umferðir. Haukur hefur mætt mjög sterkum andstæðingum í öllum umferðunum. í 1. umferð gerði hann sér lítið fyrir og lagði Norðurlandameistarann, Niklas- son frá Svíþjóð, að velli, og í 2. umferð mátti alþjóðlegi meistarinn Wibe einnig þola ósigur gegn Hauki. Síðanscie á ógæfuhliðina og ivö löp fylgdu í kjölfarið eegn Noregsmeistar- anum Gulbrandsen og alþjóðlega meistaranum Iskos Irá Danmörku. í 5. umferð, sem tefld var í gær, mætti Haukur síðan enn einum alþjóð- — segir Haukur Angantýsson, nýbakaður alþjóðameistari leg meistaranum, Schneider frá Svi- þjóð, og Iauk skák þeirra með jafntefli. Haukur var kominn með unnið tafi en Schneider, sem var kominn í tímahrak, lék á hann í lokin og náði þrátefli. Noregsmeistarinn Gulbrandsen er nú efstur á mótinu með 3,5 vinninga og biðskák. Alls verða tefldar9 umferðir á mótinu og lýkur því á sunnudag. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.