Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1980. 10 Útgofandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fráttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Halkir Sfmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingóifsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anno Bjarnason, Atli Rúnar Halidórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefénsdóttir, Elín Albortsdóttir, Gissur Sigurflsson, Gunniaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurður Svorrisson. Ljósmyndir: Ámi Péll Jóhannsson, BjamleHur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóflsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Drorfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Siflumúia 12. Afgraiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Sotning og umbrot: Dagbtaflifl hf., Sfflumúia 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 4500. Verfl í lausasölu kr. 230 eintakifl. Andlegar æfíngar Panama: STÖÐUGT GREF- UR UNDAN VÖLD- UMT0RRU0S Útvaldir fulltrúar flokkanna, sem taldir eru hafa vit á efnahagsmálum, hafa síðustu daga setið sveittir við um- ræður og útreikninga á hugmyndum um aðgerðir í efnahagsmálum, sem sjálf- stæðismenn lögðu fram. Óvíst er, til hvers þessar andlegu æfingar hafa verið gerðar. Sjálfstæðismenn hafa borið fram til umræðu tvo kosti, sem fela í sér, að vísitalan verði tekin úr sam- bandi og engar verðbótahækkanir greiddar fram til 1. september, eða að minnsta kosti verði frestað til þess tíma 15 prósentustigum í verðbótum. Þessi tillögugerð væri góðra gjalda verð, ef unnt væri að taka hana til umræðu í alvöru. Sá böggull fylgir skammrifi, að Geir Hallgrímsson neitar, að þetta séu tillögur Sjálfstæðis- flokksins. Þessar hugmyndir megi ekki kenna við til- tekið faðerni, heldur séu þær aðeins til umþenkingar í viðræðum um þjóðstjórn. Til hvers eru þær þá? Halda mætti, að Geir hafi borið fram þessar hug- myndir sem hugsanlegan samkomulagsgrundvöll við stjórnarmyndun. Svo er ekki. Hugmyndirnar ganga mun lengra í kjaraskerðingu en tillögur Framsóknar og Alþýðuflokks, svo að ekki sé minnzt á tillögur Alþýðu- bandalagsins. Sé verið að leita samkomulags milli flokkanna um málefnagrundvöll stjórnarsamstarfs, eru þessar hugmyndir sjálfstæðismanna líklegri til að fæla en laða. í viðræðum um þessar hugmyndir hafa fulltrúar svo- kallaðra vinstri flokka réttilega bent á, að hugmyndir sjálfstæðismanna séu ekki líklegar til að hljóta stuðn- ing verkalýðsforingja og leiða til samkomulags á vinnumarkaðinum. Til þess séu þær of róttækar og kjaraskerðingin of mikil, sem í þeim felst. Þetta er að sjálfsögðu mikilvægt atriði, nú þegar kjarasamningar eru lausir og kröfur um kauphækkanir ýmist komnar fram eða væntanlegar á næstu dögum. Hafí Geir Hallgrímsson i alvöru ætlað að reyna myndun þjóðstjórnar, verða hugmyndir sjálfstæðis- manna um efnahagsaðgerðir til að draga mjög úr líkum á árangri. Menn gera ekki ráð fyrir, að Alþýðu- bandalagið samþykki þessar hugmyndir, eftir að það vísaði á bug mun vægari kjaraskerðingu, sem fólst i til- lögum Framsóknar, og sleit vinstri viðræðunum á því. Menn eru sammála um, að mjög hafí dregið úr lík- um á myndun nýsköpunarstjórnar Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, eftir að athyglin beindist að efnahagshugmyndum sjálfstæðismanna. Þær fæli Alþýðubandalagið frá. Þvert á móti telja margir nú, að senn komi að því, að enn verði reynt að mynda vinstri stjórn og Lúðvík Jósepsson fái boltann. Hugmyndir sjálfstæðismanna eru ekki heldur full- unnar, svo sem það atriði, hvernig rikið eigi að afla 25—30 milljarða, sem ætlað er, að komi til að bæta hinum tekjulægstu þá kjaraskerðingu, sem felst í hug- myndunum. Þjóðhagsstofnun kann að hafa greitt hugmyndunum banahöggið, þegar hún segir í umsögn um þær: ,,í þessum tillögum felst því veruleg slökun í aðhaldi að ríkisfjármálum, og gæti það sérstaklega orðið afdrifa- ríkt fyrir greiðslustöðu ríkissjóðs gagnvart Seðlabank- anum á fyrri hluta ársins, sem að sínu leyti verkar í þensluátt, og kynni að reynast örðugt að ná því til baka. Ef marka má fyrri reynslu, yrðu lækkunaráhrif- in seinlegri í vinnslu en ætlað er.” Þannig er verulega stórt gat á hugmyndasmíði sjálfstæðismanna, sem enn er ófyllt. Að öllu þessu athuguðu er vandséð, til hvers and- legar æfingar síðustu daga hafa verið gerðar. V Áður en íranskeisari flaug til Panama og settist þar að á eyjunni Contadora í desember síðastliðnum fullvissuðu bandarísk yfirvöld hann um að stöðugleiki í efnahags- og stjórnmálum ríkisins væri tryggur. Til að róa hug hins hrakta og afsetta keisara enn frekar var helzti ráða- maður í Panama, Omar Torrijos Herrera hershöfðingi, fenginn til að bjóða hann persónulega velkominn. Svo virðist þó sem ráðamenn í Washington hafi misreiknað afstöðu margra Panamabúa. lnnan fárra daga hafði koma keisarans valdið miklum óeirðum innanlands. Þjóð- varðlið Panama tók hressilega á móti og beitti bæði kylfum og vatnsslöng um. Töldu margir að þar hefði verií farið að með of harkalegum hætti Athygli umheimsins beindist siðan af stjórn Panama fremur en að keisar anuni nýkomna. Síðan hefur nokkuð dregið úr óeirðum þó svo að stúdentar og aðrir andstæðingar stjórnarinnar hafi hótað að halda þeim áfram. Meira að segja getur vel farið svo, þó keisarinn og lið hans fari á brott einhvern tíma á þessu ári sem er nýhafið, að stöðu ríkisstjórnar Panama muni áfram verða ógnað. í stuttu máli má segja að svo virðist sem Panamamenn séu að verða þreyttir á Torrijos hershöfðingja. Eftir ellefu ára valdatíð hans þjáist landið af efnahagslegri afturför, mik- illi spillingu í opinberu lífi auk óreiðu og pólitískt frelsi er mjög takmarkað. Torrijos hershöfðingi er ekki nægi- lega óvinsæll til þess að myndaðir hafi verið skæruliðahópar gegn honum en hann er heldur ekki nægi- lega virtur til þess að einræðistilþrif hans og mistök séu látin óátalin af þegnunum. Margir finna hershöfðingjanum það helzt til foráttu að hann hefur enga mótaða stefnu. Hann barði niður kommúnista árið 1968, er hann kom til valda, og stóð fyrir mikilli efnahagsþenslu. Síðar sneri hann við blaðinu árið 1970 og gerðist þjóð- ernissinni. Hann barðist fyrir yfir- ráðum Panama á skipaskurðinum mikla sem liggur í gegnum landið og var þá i eigu Bandaríkjamanna. Hann hóf einnig ýmsar aðgerðir heima fyrir sem voru vinsælar hjá al- þýðu manna. Fyrir einu ári eða svo gerðist hann meiri hægri maður og vill nú hvetja einkaaðila og erlenda fjármagnseigendur til að fjárfesta í Panama. En vegna hringlandaháttar Torrijos treysta kaupsýslumenn honum ekki og hann hefur einnig misst trúnað vinstri manna og for- ingja verkalýðshreyfingarinnar. Ekki er hann stöðugri í rásinni í utanríkismálum. Torrijos er sagður meta mest þá Jimmy Carter Banda- ríkjaforseta og Fidel Castro forseta Kúbu af erlendum þjóðhöfðingjum. Á liðnu ári veitti hann sandinistum í Nicaragua fjárhagslega og hernaðar- lega aðstoð á meðan þeir voru að Undirbúningur kjarasamninga: Einkamál fárra verkalýdsforingja? Nú stendur fyrir dyrum þriðja kjaramálaráðstefna ASÍ, sem mun eiga að reka endahnútinn á undirbún- ing komandi kjarasamninga. Ég hef ekki setið þessar ráðstefnur, en mig langar að gera athugasemdir við þá aðferð sem stórir hlutar verka- lýðsforystunnar nota við undir- búning kjarasamninga. Það má segja, að þessi aðferð sé orðin hefð. í henni felst í stórum dráttum, að allar helstu ákvarðanir eru teknar án sam- ráðs við almenna félagsmenn. Það virðist helst vera formlegheitanna vegna, sem niðurstöður eru síðan kynntar félagsmönnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga og sérsambanda fara á ráðstefnur ASÍ án þess að halda fundi í eigin félagi og spyrja félagsmenn: Á hvaða mál eigum við að leggja mesta áherslu á Alþýðusambandsráðstefnunni?! Hverjareru brýnustu kröfur okkar?” Nei, í þess stað eru skipaðar nefndir á ráðstefnunum og þar eru kröfurnar mótaðar fyrir félagsmenn. Félags- menn fá í besta falli að vita hvaðgerist á þessum ráðstefnum, a.m.k. sumt. í versta falli eru ekki einu sinni haldnir fundir. Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir Kjallarinn Sumarliði ísleifsson að óbreyttir félagsmenn geti haft áhrif á og breytt því, sem| ráðstefnurnar hafa ákveðið Sjálfsagt er þetta ekki algilt, en sennilega ríkjandi i stéttarfélögunum. Þetta sýnir það sem margir mætir meitn hafa bent á, að samningsréttur einstakra stéttarfélaga stefnir hrað- byri í þá átt að verða formsatriði. Samningsrétturinn og valdið færist til ASÍ. Hvernig ætti að fara að? Að mínu mati er öfugt farið að. Öllu eðlilegra væri, að áður en nokkrar ráðstefnur væru haldnar, væru félög og sambönd búin að koma sér niður á hvaða kjarakröfur og félagsleg réttindamál, þau ætluðu að leggja mesta áherslu á. Síðan væri athugað út frá því, hvaða samstaða væri möguleg og um hvaða mál. Kröfugerð Kröfugerðin skiptist í megin- atriðum i tvennt. Annars vegar eru félagslegar kröfur, sem snúa ,,að samskiptum við ríkisvaldið í kom- andi kjarasamningum”. Hins vegar eru kaupkröfurnar. Um félagslegu kröfurnar má margt gott segja. Þær taka á mörgum brýn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.