Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.01.1980, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1980. Erlendar fréttir REUTER Brésnef og Kosygin fagna sigri Indiru Brésnef forseti Sovétríkjanna og Kosygin forsætisráðherra hafa sent Idiru Gandhi hjartanlegar hamingju- óskir með sigur hennar í þing- kosningunum á Indlandi. Á fyrri stjórnarárum Indiru var samband ríkjanna mjög gott. 25 þúsund myrtir í Afghanistan: höfuðborginni — tugir þúsunda í fangelsum og hundruð þúsunda hafa flúið land Ógnarstjóm i Afghanistan héfur stöðugt farið vaxandi síðan í apríl árið 1978 er ríkisstjórn Daouds forseta var steypt af stóli og marxistar tóku við. Samkvæmt frásögn bandariskrar konu, sem dvaldist lengi i landinu á siðastliðnu ári, kom innrás sovézkra herja engum á óvart sem verið hefur um nokkra hrið í höfuðborginni Kabul. Nafn konunnar er ekki gefið upp til að vernda vini hennar í Afghanistan. Talið er að í það minnsta tuttugu og fimm þúsund pólitískir fangar hafi verið drepnir í landinu frá því að bylt- ing marxista var gerð. Einnig er talið að hátt i fjörutíu þúsund fangar séu nú í fangelsum stjórnarinnar i Kabul. Auk þess hafa hundruð þúsunda flúið yfir landamærin til Pakistan og búa þar nú við illan kost er kaldur vetur er skollinn á. Fangelsi i höfuðborginni og viðar í Afghanistan eru yfirfull og mjög slæmir mannabústaðir. Þess munu mörg dæmi að heilu fjölskyldurnar séu handteknar og þeim stungið í fangelsi, jafnvel börnum á unga aldri. Pyntingar eru sagðar algengar, einkum munu píningarmeistararnir hafa mætur á rafmagnsstuðum. Bagrak Karmal, hinn nýi forsætis- ráðherra i Afghanistan, er sagður standa fyrir ógnarstjórn sem studd er af sovézka innrásarliðinu. Eru öll fang- elsi orðin yfirfull i landinu. Einnig er sagt að tugir játninga séu knúnar fram daglega með pyntingum og hótunum og hinir „seku" þvi næst leiddir út og skotnir. Viðskiptabann áíran fyrir Öryggisráðinu Tillaga um alþjóðlegt viðskiptabann á íran verður tekin til atkvæðagreiðslu hjá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á morgun. Samkvæmt öruggum heimild- um er talið vist að meirihluti fulltrúa i ráðinu muni vera samþykkur tillögunni en jafnvíst er að fulltrúi Sovétríkjanna mun beita neitunarvaidi sínu til að koma í veg fyrir að hún nái fram að ganga. Tilraun var gerð til þess að fá af- greiðslu málsins frestað þar til í lok þessa mánaðar en nær allir fulltrúar í Öryggisráðinu munu vilja afgreiða málið nú. í fyrri afgreiðslu íransmáls- ins og gíslanna 50 í bandaríska sendi- ráðinu í Teheran hinn 31. desember siðastliðinn var stjórn Khomeinis gefinn frestur til síðasta mánudags til að láta gislana lausa. Sovétríkin hafa gætt þess að taka ekki opinbera afstöðu til töku sendi- ráðsins í Teheran og gislanna og hafa sagt að þeir séu andvigir þvi að Banda- ríkin séu að blanda öðrum þjóðum í deilur stjórnarinnar i Washington við íran. Enn er barizt I Kampútseu og vandi flóttamanna þar og i Thailandi er hrikalegur þótt fregnir þaðan hafi um sinn drukknað I flóði annarra stórfregna. Myndin sýnir flóttamenn á ferð. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna um Afghanistan: Öruggur meirihluti gegn íhlutun Sovétríkjanna — búizt við að fulltrúar nær allra 152 ríkja í samtökunum muni taka til máls Rúmur tugur ríkja, flest óháð, vann að því i morgun og í gær að vinna fylgi tillögu sem gerði ráð fyrir að sovézkt herlið yrði kallað brott frá Afghanistan. í tillögu þessara ríkja, sem á þessu stigi málsins er vinnuplagg og dreift meðal fulltrúa á Allsherjarþinginu, eru Sovétríkin ekki nefnd á nafn og aðeins er vísað til erlendra hersveita í landinu. Enn- fremur gerir tillagan ráð fyrir að heimila fulltrúum Sameinuðu þjóðanna að kanna erlenda íhlutun í málefni Afghanistan. Skyndifundur allsherjarþingsins hófst i gær í kjölfar þess að Sovét- ríkin beittu neitunarvaldi í Öryggis- ráðinu og komu þar með í veg fyrir afgreiðslu málsins á þeim vettvangi. Höfuðtilgangurinn með tillögu- flutningnum á allsherjarþinginu er «C Þrir afghanskir skæruliðar, sem nú berjast heilögu strfði gegn sovézkum herjum og her stjórnarinnar í Kabul. sagður sá að gefa ráðamönnum í Moskvu greinilega til kynna, hve mikill meirihluti þjóða heims er and- vígur ihlutun þeirra í Afehanistan. Enginn vafi er sagður á að mikill meirihluti fulltrúa mut: samþykkja væntanlega tillögu en umræðum mun að öllum líkindum ljúka um málið næstkomandi mánudag. Þrátt fyrir að fáir fulltrúa á þinginu hafi tekið til máls í gær um Afghanistan er talið víst að flestir hinna 152 fulltrúa muni taka til máls áður en umræðum lýkur. Margir þeirra eru sagðir bíða frekari fyrir- mæla frá ríkisstjórnum landa sinna. Möguleiki væri á að tillaga kæmi fram urri hernaðaríhlutun gæzluliðs á vegum Sameinuðu þjóðanna. eins og til dæmis var beitt er herir Breta, Frakka og ísraelsmanna réðust á Súesskurðinn og landsvæði umhverfis hann árið 1956. Ekki er þó búizt við neinum tillögum i þá átt að þessu sinni. Til þessa hafa aðeins fulltrúar ríkisstjóna Afghanistan og Sovét- rikjanna varið aðfarir hinna síðar- nefndu í Afghanistan. Auk þess nokkrir hefðbundinna bandamanna Sovétríkjanna en þó ekki allir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.