Dagblaðið - 15.01.1980, Page 4

Dagblaðið - 15.01.1980, Page 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 1980. Grillaðar kótelettur: Með tómatsósu og smjöri Þeir ofnar sem nýjastir eru á heim- ilum landsins eru í langflestum tilfell- um búnir grilli og grillaður matur æ algengari á borðum landsmanna. Er það vel því mun hollara er að grilla mat og bæta ekki við hann feiti og' vatni en að sjóða hann og steikja. Mjög einfalt er að grilla kjöt en aðeins meira verk að grilla fisk. Kjötið er látið á rist eða tein en fisk- inn verður að láta í eldfast mót. Ný-' lega lærði ég uppskrift af kótelettum sem er afskaplega góð þó að hollust- an sé ekki eins mikil og ef kótelett- urnar væru grillaðar eins og þær koma af skepnunni þá er bragðið alveg sérlega gott. Það sem til þarf eru kótelettur, 2— 3 á mann eftir stærð (min reynsla er að meira þurfi af kjöti þegar þessi matreiðsluaðferð er notuð en þegar kótelettur eru steiktar á pönnu því heimilisfólkinu finnst þetta mun betra). 1 egg ogmjólk ef þarf rasp, salt og vel af pipar (meira en venjulega er sett i rasp) smjör, tómatsósa. Uppskrift dagsins Kótelettunum er velt upp úr eggj- um sem þeytt eru saman við mjólk ef þarf. Þá er þeim velt úr raspi. Þeim er raðað á ofnristina, svolítilli tómat- sósu hellt á hverja þeirra og smjör- klípa sett á. Þetta er síðan grillað í korter, tuttugu mínútur. Þá er kótelettunum snúið við og tómatsósa og smjör sett hinupi megin. Þetta er síðan borið fram með kartöflum og maískorni. Kílóið af kótelettunum' kostar núna 2.442 krónur og það fer eftir því hversu mikið notað er af þeim hvað rétturinn kostar. Annar kostnaður er ekki mikill nema hvað maisinn kostar um 520 krónur. - DS Fiskurinn í stórum slumpum S.Á. á Akranesi skrilar: Þetta er fyrsti seðillinn sem ég sendi inn og hef ég þó oft ætlað mér í að vera með. Ég hef haldið heimilis- bókhald frá því ég byrjaði að búa 1976 og hefur aldrei hvarflað að mér að hætta því. Það veitir visst aðhald og einnig er gaman að sjá hvað verð- lágið breytist. Inni í tölunni hjá mér er enginn fiskur þar sem ég kaupi hann í stórum slumpum beint úr bát- unum og gerði það ekkí þennan mánuð. í tölunni „annað” er víxill, kr. 200.000, og hitt fór í heimilisrekstur og jólagjafir. Fjöldi heimilisfólks er breytilegur þar sem maðurinn minn er farmaður og sjaldan heima. Þenn- an mánuð var hann heima og við vorum 3 fullorðin og 1 barn. S.Á. og fjölskylda hennar fóru með 142.507 krónur í mat i desember eða 35.626 krónur á mann. í annað fóru 559.224 krónur. - DS Raddir neytenda Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvaö kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þánnig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun, meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von i að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í desembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m i/Kiv Fjöldi heimilisfólks Hér áður fyrr tóku allir sem vettlingi gátu valdið slátur á haustin. Á tfmabili kom lægð i sláturtöku landsmanna sem virðist vera að glæðast á nýjan leik og er það vel. Þetta er bæði hollur, góður og ódýr matur, sem eru heilmikil búdrýgindi af. Þessi mynd var tekin i slátursölu Sláturfélags Suðurlands i haust. DB-mynd Árni Páll. ELDHÚSKRÓKURINN Innyfli vítamínauðug Innyfli eru yfirleitt auðugri af víta- mínum og málmsöltum en kjöt. 1. Hóstarkirtill úr kálfum og lömb- um er notaður í sjálfstæða rétti eða framreiddur með öðrum rétt- um. Hann er bragðgóður og auð- meltur og inniheldur mikið af verðmætum eggjahvítuefnum. Hann er ýmist gufusteiktur á rist eða pönnu. 2. Hjartað er holur vöðvi. Allt blóð þarf að hreinsa vel út áður en það er matreitt. Hjartað er mjög þétt- ur vöðvi og þarf langan suðu- eða steikingartíma. Hjörtu úr kálfum, lömbum og svínum eru aðallega notuð til matar. Þau eru oftast gufusteikt. 3. Heilinn hefur mikið næringar- gildi, aðallega sökum fitu lecitins innihalds. Lamba- og kálfaheilar eru einkum notaðir til matar, ýmist soðnir eða steiktir. 4. Lifrin er stór, rauðbrúnn kirtill. 1 lömbum og nautgripum er hún í þrem pörtum en svínalifur er í fimm hlutum Lifrin er afar auðug af málmsöltum og því þýðingar- mikill þáttur í fæðukeðjunni. Lamba-, kálfa- og svínalifur er einkum notuð til matar. Hún er heilsteikt eða steikt í sneiðum og oft notuð í lifrarkæfu. 5. Nýru eru rauðbrún liffæri. í svín- um og lömbum eru þau heil og í laginu eins og baun. í nautgripum eru þau flöt og í mörgum hlutum. Þau eru umlukt hvitum fituvef. Lamba- og kálfanýru eru aðallega notuð til matar. Þau eru heilsteikt n.teðta steikt I sneiðum. 6. Tungan er ntjög þéttur vöðvi sem þarf langanfsuðu- eða steikingar- tíma. Hún er notuð ný, söltuð eða reykt í sjálfstæða rétti eða þá bor- in fram með öðrum réttum. Næsti þáttur verður um alifugla. Jólabakstur- inn og tveir kjötskrokkar ,,Ég veit að ykkur blöskrar upp- hæðin eins og mér, þegar ég tók þetta saman. En inni í upphæðinni er allur jólabaksturinn og tveir kjötskrokkar sem ættu að endast fram í febrúar/marz,” segir í bréfi frá hús- móður á T ál knafiröi. Hún er með fjögurra manna fjöl- skyldu og tæplega 45 þúsund kr. á mannað meðaltali. „Dálkurinn „annað” er óvenju hár, en þar eru flestar jólagjafirnar, tvær greiðslur af sköttum og afborg- un af stærsta láninu af húsinu. Mér fannst nauðsynlegt að láta skýringu fylgja með núna, svo bið ég ykkur vel að lifa og sem lengst. ” Dálkurinn „annað” var svo sannarlega nokkuð hár eða upp á 841.632 kr. hjá þessjjri fjölskyldu á Tálknafirði. Við þökkum góðar óskir og getum huggað húsmóðurina með því að okkur blöskruðu ekki tölurnar því þær eru ekki ósvipaðar og á. mörgum seðlum sem okkur hafa bor- izt frá nóvembermánuði.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.